Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 36
ú má búast við að fari verulega að hitna í kolunum í máli Evalds Miksons. Forstjóri Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, Efraim Zu- roff, hefur fengið að- gang að og ljósritað mörg hundruð síðna skjalamöppur um mál- ið sem legið hafa læstar í skjaiageymslum eist- neska ríkissaksóknar- ans í rúm þrjátíu ár. Þar er meðal annars að finna ffamburð vitna með nákvæmum lýsingum á meintum voðaverkum Mik- sons, en enn er ekki ljóst hver vitnanna eru enn á lífi. Á ferð sinni í Eistlandi hitti Zuroff einnig að máli konu sem sat í Aðal- fangelsinu í Tallinn mánuðina sem Mik- son vann þar. Hún segist persónulega hafa heyrt Mikson stæra sig af því að hafa drepið fjörutíu manns... Í Jára Júlíusdóttir, lögfræðingur ASI og formaður Jafnréttisráðs, réð nýverið skóla- og stéttarsystur sína, Birnu Hreiðarsdóttur, sem framkvæmdastjóra Nordisk Forum af fs- lands hálfu. Vakti sér- staka athygli að staðan var ekki auglýst, en mikil eftirspurn er eftir að komast í slíkar stöð- ur. Hlutverk Birnu verður að undirbúa Nordisk Forum í Ábo í Finnlandi 1994. Birna hefur að undanförnu gegnt stöðu framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs í barns- burðarleyfi Elsu Þorkelsdóttur. Á næsta ári á síðan að ráða í stöðu verkefnastjóra Norræna jafnlaunaráðsins og bara spurn- ingin hvort fleiri skólasystur Láru eru á lausu... 111 JL -L éraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 21 árs karlmann, Hilmar Þór Amarsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mjög grófa tilraun tii nauðgunar. Atburð- urinn sem um ræðir átti sér stað í Hafnar- firði en áður en sá at- burður varð hafði Hilmar lent í alvarleg- um átökum við lögregí- una í Hafnarfirði. Þar skar hann meðal annars lögregluþjón í frantan svo stórsá á honum. Mikið lið lögreglumanna þurfti til að hemja Hilmar við það atvik enda öi- óður og þurfti að nota Maze- gas við það. Einnig naut Hilmar þar sérstakrar bar- dagaþekkingar sinnar, en hann hafði hlotið tveggja ára þjálfún hjá Frönsku út- lendingahersveitinni og tók sem slíkur þátt í Persaflóastríðinu... innheimtutilraunin óvenjulega á hend- ur Sigurði Reynissyni í Ártald hf„ þar sem afsagaðri liaglabyssu var beitt, hefúr vakið athygli í verktakabransanum. Þrátt fyrir ofbeldið njóta mennirnir tveir ákveðins skilnings meðal ófárra undir- verktaka sem telja sig eiga kröfúr á hend- ur Ártald, yfirleitt í kjölfar óefndra munn- legra samninga. Þess má svo geta að Sig- urður var sá sem lagði í vor inn á banka- reikning annars undirverktaka á föstu- degi, en dró greiðsluna til baka á mánu- degi með samþykki íslandsbanka. Þetta varð að nokkru blaðamáli og formaður Neytendafélags Akureyrar, Vilhjálmur Ingi Árnason, hefur ítrekað reynt að fá bankann tii að viðurkenna mistök sín, en árangurslaust hingað til... ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF Hér er hulunni svipt af viðkvæmu máli setn fáir hafa vitað um en fleiti hafa velt vöngum yfir! Ótrúlega margt fólk kemur hér við sögu sem hefur átt velgengni að fagna í fjármálum - fólk sem á yfir 200 milljónir króna í hreina eign. Mörgum mun koma á óvart hverjir em t hópi auðugustu íslendinga - og hvetjir ekki' ÞETTA ER BÓKIN SEM TALAÐ ER UM - OG VERDUR LESIN UPP TIL AGNA! J + V.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.