Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 STEINGRÍMUR Hermannsson er aftur farinn að hafa áhrif á gang þjóðmál- anna á íslandi, nokkuð sem hefur ekki hvarflað að neinum síðan hann var forsætisráð- herra. Hann er nefnilega að fara til Sri Lanka — já, Sri Lanka — til að flytja ræðu um dauðan þarlendan forseta og ekki er hægt að afgreiða EES- samninginn fyrr en hann kem- ur affur heim. Það hlýtur hins vegar að vera Steingrími um- hugsunarefni að einmitt hon- um skuli vera boðið að tala um löngu dauðan mann, fyrir fólk sem varla skilur hvað hann er að segja. En hann hefur æfing- una af flokksþingi Framsókn- ar, ef marka má útsendingar HELGA Péturssonar, sem bauð upp á Framsóknarmenn í beinni út- sendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Það var eins og „Manstu gamla daga?“ Steingríms og „Bangsi besta skinn“ Halldórs Ásgrítnssonar hefðu lent saman í jafnleiðin- legasta sjónvarpsefni allra tíma. Var ekki annars hug- myndin að Helgi Pé bœtti ímynd Framsóknarflokksins? Næst ætti að senda hann í pott- þétt verkefni sem ekki er hægt að klúðra, eins og að gera BENEDIKT Davíðsson nýkjörinn forseta ASÍ vinsælan. Það hlýtur að vera skelfilegt hlutskipti að vera kosinn í embætti af því að enginn annar vildi það og hinn náunginn var ómögulegur. Benedikt verður að þessu leyt- inu Chernenko íslenskrar verkalýðshreyfmgar — mein- lítill og góðlegur karl sem dug- ar ágætlega á meðan leit stend- ur yfir að sæmilegum arftaka. En því miður er enginn Gor- batsjoff í sjónmáli til að koma verkalýðshreyfmgunni affur í jarðsamband við almenning í landinu. Það vantar líka jarð- sambandið í SIGURÐ Þórðarson ríkisendurskoð- anda. Hann sendi frá sér skýrslu í vikunni um bifreiða- notkun ríkisstarfsmanna og komst að þeirri niðurstöðu helstri að ríkisbílar væru not- aðir sem kaupauki fyrir illa launaða embættismenn. Hvar hefur maðurinn eiginlega hald- ið sig undanfarin ár? Moggan- um þótti þetta reyndar nógu merkileg frétt til að birta hana tvisvar í sama tölublaðinu. Eina skýringin á þessu er að Sigurður og Moggamenn hafi verið að horfa á flokksþing Steingríms Hermannssonar og rámað í að einu sinni þótti fréttnæmt að illa launaðir ríkis- starfsmenn notuðu grænar baunir á bílana sína. Guðbjörn Jónsson hrellir enn ein samtökin ARKITEKT KLOFNINGS í ÞREMUR FÉLÖGUM „Félagaskelfirinn“ Guðbjörn hefur verið miðpunktur átaka í Landssamtökum atvinnulausra, G-samtökunum og Landssambandi kanínubænda og gert sig gildandi í fleiri félögum. Kveðst þó vera maður málamiðlana. Már Péturs- son stefnir PRESSUNNI Már Pétursson, fyrrum bæj- arfógeti í Hafnarfirði, hefur stefnt ritstjóra PRESSUNNAR, Gunnari Smára Egilssyni, vegna ummæla á forsíðu og í grein er birtist í blaðinu 28. maí í vor. Greinin fjallaði um mál konu sem ekki fékk viður- kenndan rétt sinn til arfs eftir föður sinn, þar sem erfðaskrá var lögð fyrir skiptarétt Hafri- arfjarðar þar sem annar erfingi var tilgreindur. Síðar kom í ljós að þessi erfðaskrá var fölsuð. Þá var búið að afhenda hinum falska erfmgja öll verðmæti dánarbúsins. Már var skipta- stjóri í þessu máli. íslendingar sem komast í kast við lögin erlendis Handtekinn vegna framleiðslu klámmynda í Nevada Nokkur fjöldi íslendinga gistir nú fangelsi erlendis vegna afbrota sem framin voru þar. Ekki liggja á lausu upplýsingar um heildar- fjölda þeirra, enda undir hælinn lagt hvort viðkomandi lönd láta íslensk stjórnvöld vita. f Evrópu sitja þrír íslendingar inni á Spáni, svo vitað sé, einn í Frakklandi og einn í Þýskalandi. Á Norðurlöndunum eru íslenskir fangar líklega fleiri, en þaðan ber- ast hvað minnstar upplýsingar. Auk þeirra tveggja sem sitja í fangelsi á Flórída vegna stera- málsins er að minnsta kosti einn íslendingur til viðbótar í banda- rísku fangelsi. Þar virðast afbrot íslendinga reyndar vera tíðari en margan grunar og er vitað um,að minnsta kosti fjögur nýleg mál. Á Flórída var Islendingur handtek- inn vegna fíkniefnamisferlis, ann- ar á Virginia Beach vegna þjófn- aðar og líkamsárásar og fyrir um hálfu öðru ári fékk fslendingur í Indianapolis fangelsisdóm vegna umfangsmikilla fjársvika. Sá fjórði var handtekinn í Nevada fyrir að framleiða klámmyndir. Það voru reyndar ekki klámmyndirnar sem slíkar sem komu honum í koll, heldur að hann skyldi standa að atvinnustarfsemi án tilskilinna leyfa. Að sögn Benedikts Jónssonar í utanríkisráðuneytinu er ekki hægt að fá íslendinga framselda þegar þeir hafa gerst brotlegir við lög er- lendis. Til er Evrópuráðssamning- ur í þá veru, en fslendingar eru ekki enn orðnir fúllgildir aðilar að honum. Hins vegar geta íslensk stjórnvöld fengið íslendinga fram- selda til dæmis frá Bandaríkjun- um vegna brota gagnvart íslensk- um lögum og hefur nokkrum sinnum reynt á þann samning. snýst hann um stofnun e.k. Reykjavíkurdeildar samtakanna. Reynir er þó ekki í vafa um hlut Guðbjörns. „Hann er að reyna að kljúfa félagið. Hann ætlaðist til þess að ég segði af mér og það endaði með því að ég setti hnef- ann í borðið og sagði: Annaðhvort ég eða hann.“ Óþarfi er að fjölyrða um þessar deilur. Guðbjörn hefur yfirleitt titlað sig ráðgjafa og boðið fram krafta sína hjá ýmsum félögum. Til að mynda í G-samtökunum, samtökum gjaldþrota fólks, en Grétar Kristjánsson hafði veg og vanda af stofrmn þeirra. Guðbjörn bauð ffam þjónustu sína varðandi ráðgjöf og útreikninga. Félagið hafði aðstöðu í húsi við Hafnar- stræti og Guðbjörn mætti með tölvuna sína. Tók hann síðan upp á því að meina stjórnarmönnum aðgang að skrifstofunni og vísaði þeim beinlínis ffá. Grétar formað- ur gafst á endanum upp og hætti. Guðbjörn vann í fjármálum, skrif- aði ráðuneytum, borgaryfirvöld- um og ritaði í blöð sem fram- kvæmdastjóri samtakanna, þótt hann hefði aldrei verið ráðinn sem slíkur og ekki í stjórn. Hann boðaði til aðalfundar þar sem Kristján Einarsson var kjörinn formaður að tillögu Guðbjörns. En þegar Kristján fékk ekki að- gang að skrifstofúnni fór hann að streitast gegn Guðbirni. Þegar ráðuneytið tilkynnti um 2 millj- óna króna styrk, sem greiðast skyldi í fjórum áföngum, fór Guð- björn í ráðuneytið og tilkynnti að 500 þúsund væru ekki nóg, hann yrði að fá að minnsta kosti 800 þúsund, og boðaði komu sfna síð- ar í því skyni. Fyrir hádegi einn mánudaginn mætti Kristján og þótti honum vissara að hafa með sér plagg um að hann væri for- maður og fékk hann 500 þúsund- in afhent. Eftir hádegi mætti Guð- björn og fékk skiljanlega ekkert. í kjölfarið boðaði Guðbjörn stofn- un nýrra samtaka, Nýrrar fram- tíðar. Heimildir fullyrða að þrír hafi mætt á stofnfúnd þann. Þá er að geta starfa Guðbjörns fyrir Landssamtök kanínubænda Á stjórnarfundi í Landssam- tökum atvinnulausra, sem hald- inn var síðdegis í gær, tilkynnti Guðbjörn Jónsson að hann segði af sér sem varaformaður samtak- anna. Að eigin sögn ætlar hann þó að starfa áffam fyrir samtökin, en afsögn hans endurspeglar eigi að síður klofning í félaginu vegna ágreinings hans við Reyni Huga- son, formann samtakanna. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guð- björn er miðpunktur átaka innan félaga og er hann reyndar af sum- um kallaður „félagaskelfir". Ágreiningurinn milli Reynis og Guðbjörns virðist fyrst og fremst persónulegs eðlis, en opinberlega Guðbjörn Jónsson: „Mér er svo sem sama hvað menn kalla mig... Ég er aldeilis enginn klofningsmaður, þvert á móti er ég maður málamiðlana." Fundur samtaka atvinnulausra í gær. Reynir Hugason formaður fyrir miðju: „Annaðhvort ég eða Guðbjörn." (LASK), en Guðbjörn var einu sinni kanínubóndi. Hann var í einhverjum trúnaðarstörfúm fyrir kanínubændur, meðal annars varðandi fyrirtækið Fínull. Það fyrirtæki fór yfir um og á endan- um voru það Borgfirðingar sem fengu að spreyta sig með Fínull. Það olli sprengju sem leiddi til þess að stjómarmennirnir Bjarni Einarsson í Byggðastofnun og Kristján Valdimarsson fram- kvæmdastjóri neituðu að starfa með Guðbirni. Menn tóku að segja sig úr stjórn LASK og félagið klofnaði og er enn í sámm. Þessar deilur gengu svo langt að Guð- bjöm kærði Bjarna til saksóknara, eiginlega fyrir að stela Fínull og gefa Borgfirðingum. Þá hefur Guðbjörn gert sig gild- andi í Samstöðu um óháð Island, sem berst gegn Evrópusamningn- um. Ekki hafa teljandi deilur verið þar að hans undirlagi, en hann hefur haft sig talsvert í frammi með fyrirspurnir. Loks má nefna að hann hefúr komist upp á kant við menn í Félagi farstöðvaeig- enda. Guðbjörn lítur sjálfúr alls ekki á sig sem „félagaskelfi“. „Mér er svo sem sama hvað menn kalla mig, en ég hef ekki tekið þátt í starfi margra félaga. Ég er ekkert að kljúfa samtök atvinnulausra, for- maðurinn virðist einfaldlega ekki geta starfað með mér. G-samtökin voru ekki til í daglegri umfjöllun fyrr en ég byrjaði að vinna að mál- efnum þeirra, meðal annars að skuldbreytingarmálum, og þegar ég fékk ekki peninga til þess ákvað ég að hætta. Ég er aldeiiis enginn klofningsmaður, þvert á móti er ég maður málamiðlana,“ segir Guðbjöm.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.