Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 23 og er búin að taka allt og alla í sátt, ekki síst sjálfa sig. Lítið hefur farið fyrir Jóni Óttari Ragnarssyni undanfarið, enda maðurinn í Ameríku. Fyrir tveim- ur árum gerði hann upp við Stöð 2 í bók sinni Á bak við œvintýrið. í bókinni segir hann frá hryggðar- og gleðistundum bak við tjöldin og sviptir hulunni af fjármálavefn- um sem spunninn hafði verið um sjónvarpsstöðina. Og þá flaug hrafninn er uppgjör annars sjón- varpsmanns, Ingva Hrafns Jóns- sonar. Bókin kom út 1988, eftir að Ingva Hrafni hafði verið vikið úr starfi fréttastjóra sjónvarpsins. í bókinni segir hann frá storma- sömum árum hjá sjónvarpinu, átökum um stefnu og samskipt- um sínum við útvarpsstjóra og út- varpsráð. Saga Höllu Linker, Uppgjör konu, sem kom út fyrir fimm ár- um, vakti feiknaathygli. f bókinni segir Halla á afspyrnu hispurs- lausan hátt frá fortíðinni og lífi sínum með fyrrum eiginmanni sínum, Hal Linker kvikmynda- gerðarmanni, en ævi hennar reyndist hafa verið allt öðru vísi en menn höfðu haldið. Guðmundur J. Guðmundsson jaki gekk til fullnaðaruppgjörs við ýmsa þætti ævi sinnar og lagði spilin á borðið í Baráttusögu Omars Valdimars- sonar sem út kom fyrir tveimur árum. Jakinn hafði reyndar ffá svo mörgu öðru að segja að það nægði í aðra bók og kom hún út árið áð- ur. KARLARNIR Rétt eins og með konurnar hafa margir íslenskir karlmenn hleypt þjóðinni inn á sig og lýst gleði og raunum í opinskárri viðtalsbók. Náttúran hrópar og kallar er ný- útkomin ævisaga Guðlaugs Berg- mann, skráð af Óskari Guð- mundssyni. I bókinni segir Gulli í Kamabæ sögu sína á afar fúspurs- lausan hátt og dregur ekkert und- an. Sagt er frá tilfinningum, hjónabandinu, breyskleikum mannlegs eðlis, sigrum og ósigr- um. Önnur ný viðtalsbók, Lífs- saga Ragga Bjarna, er skráð af Eðvarði Ingólfssyni. f bókinni seg- ir Ragnar frá æsku sinni, söngn- um og einkalífinu, þar á meðal dekksta tímabili ævi sinnar. Guðni rektor Ómars Valdi- marssonar er að sjálfsögðu saga Guðna Guðmundssonar í MR, sem aldrei hefur skafið af hlutun- um og lætur gamminn geisa í ný- útkominni bók. Hugsað upphátt inniheldur æviminningar Svavars Gests, þar sem hann segir ffá erf- iðum bernskuárum sínum og ill- kynja sjúkdómi. Þóra Kristín Ás- geirsdóttir ræðir við Guðberg Bergsson í Metsölubókí bókinni kvartar skáldið hvorki né kveinar, heldur lýsir bernskunni, mótun- arárunum og leiðinni til skáld- skapar. Lífróður Árna Tryggva- sonar leikara og Ingólfs Margeirs- sonar sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól.f bókinni segir Ámi ffá sigrum og vonbrigðum í h'fi sínu, vanheilsu sem fæstir vissu um. Svanhildur Konráðsdóttir skráði mintiingar Jónasar Jónas- sonar útvarpsmanns ífyrra íbók- inni Lfsháskanum. í bókinni seg- ir hann, eins og allir hinir, hisp- urslaust frá lífi sínu, m.a. gömlum sögusögnum um hann sem sumar vom beittar og ristu djúpt. Heiðar Jónsson opnaði sig í fyrra í bók- inni Heiðar - eins og hann er, sem Nanna Rögnvaldardóttir skráði. Þar segir sögu sína einlæg- ur, opinskár maður sem þorir að vera hann sjálfur, þrátt fyrir um- tal. Sama ár sagði Ömar Ragnars- son m.a. ffá fyrstu ástinni í endur- minningum sínum og í viðtals- bókinni Ladda fékk Þráinn Bert- elsson hinn góðkunna háðfugl til að opna sig upp á gátt. f bók Silju Aðalsteinsdóttur Bubba er engu sleppt úr viðburðaríkri ævi trúba- dorsins. f bókinni segir hann á yfirmáta opinskáan hátt frá freist- ingum dópsins, sorginni og ást- inni. Garðar Sverrisson skráði bók- ina Kristján, þar sem stórsöngv- arinn Kristján Jóhannsson segir af einstakri hreinskilni ffá vonbrigð- um sínum, glæstum sigrum, dökkum skugga öfundar, ástríðu og sorg. Ferðagarpurinn Ingólfur Guðbrandsson er búinn að segja sögu sína og í bók Sveins Guð- jónssonar, Lífsspegli, er hann sagður fjalla um konur og ástina af þeirri ástríðu sem einkenni gerðir hans allar. Af öðrum körl- um sem birst hafa íslendingum í viðtalsbók má nefna Flosa Ölafs- son, Sverri Hermannsson og loks Bjöm Sv. Björnsson, sem sagði al- þjóð söguna sem ekki mátti segja. HVUNNDAGSHETJURNAR f skugganum af þeim sem þekktari eru í íslensku þjóðfélagi standa hvunndagshetjur, sem einnig hafa orðið efni í viðtals- bækur. Fyrsta ber þar að nefna Lífsbók Laufeyjar, baráttusögu Laufeyjar Jakobsdóttur, ömm- unnar í Grjótaþorpinu, skráð af Ragnheiði Davíðsdóttur. í bókinni segir Laufey á opinskáan hátt frá kynnum sínum af skuggahliðum mannlífsins í miðborg Reykjavík- ur og baráttu sinni í þágu lítil- magnans. Fréttaritarapistía skör- ungsins Regínu Thorarensen þekkja allir, en I þeim tekur hún á öllum þessum helstu málum; kleinuverði, kjólagæðum, kaffi- boðum og kaupfélaginu. í bókinni Regína — fréttaritari af guðs /:áð, sem skráð er af Jóni Kr. Gunnarssyni, hefur Regína enn fleiri og stærri orð um vöruverð og þjónustu fyrir austan fjali. Af Ufi °g sdl er saga Þóru Ein- arsdóttur sem kennd er við Vernd. í bókinni segir hún m.a. frá þrotíausu starfi sínu í þágu þeirra sem fæstir vilja vita af, róna á íslandi og holdsveikra á Ind- landi. Leifur Muller, sem nú er lát- inn, lenti í mikilli þolraun á styrj- aldarárunum, er hann var tekinn höndum af nasistum. f bók Garð- ars Sverrissonar, Býr Islendingur hér?, segir Leifur áhrifamikla sögu sína. Lífsstríðið er frásögn Mar- grétar Róbertsdóttur, skráð af Ei- ríki Jónssyni. f bókinni segir Margrét frá miklum raunum sem hún upplifði á stríðsárunum, þrengingum síðar á Islandi og hamingjunni sem loks tók við. Árni í Hólminum er að sjálfsögðu saga Árna Helgasonar, bindindis- manns og hvunndagshetju í Stykkishólmi. f bók Eðvarðs Ing- ólfssonar lætur þessi óþreytandi stórtemplar gamminn geisa, í heldur lengra máli en í Velvak- anda Morgunblaðsins. GARPARNIR Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun um íslenskar viðtals- bækur síðustu ára án þess að geta garpanna. Sögur sægarpa koma út nokkuð reglulega og þetta árið er það í kröppum sjó, saga Helga Hallvarðssonar skipherra, skráð af Atía Magnússyni. í bókinni segir Helgi frá landhelgisstríðum, sæ- görpum og svaðilförum. Sveinn Sæmundsson hefur skrifað minnst tíu bækur um íslenska sjó- menn og Hjörtur Gíslason hefur skráð sögu nokkurra trillukarla og bók hans Aflakóngar og athafna- menn kom út í þremur bindum. Saga flugmannsins kemur aldrei á óvart í jólaflóðinu og að þessu sinni er það kempan Þor- steinn J. Einarsson sem segir frá ævintýrum og hættum í bók sinni Dansað í háloftunum. Læknar eru sömuleiðis vinsælir viðmæl- endur. Þetta árið er það reynslu- saga Guðbrands Híðar dýralækn- is, Eyrnatog og steinbítstak. Bók Ólafs E. Friðrikssonar, Lceknir á vígvelli, kom út í fýrra, en þar sagði Gísli H. Sigurðsson læknir frá störfum sínum í hernumdu Kúveit og ógnum stríðsins; átaka- saga sem frá upphafi var dæmd til að koma út á bók. Bergljót Friðriksdóttir smaa letrið Það hefur ekki farið framhjá þeim sem stunda bíóin að mannkynið er sífellt að verða dónalegra og dóna- legra. Það eru ár og aldir síðan sýnd hefur verið mynd í bíó þar sem að- alleikararnir stunda ekki kynrhök fyr- ir framan kvikmyndatökuliðið og ekki alltaf í trúboðsstellingunni. Roseanne er líklega eina kvenleik- konan í Hollywood sem enn hefur ekki sést nakin á hvíta tjaldinu. Jafn- vel karlarnir í Holly- wood keppast um að afklæðast og sýna á sér rassinn. En dónaskapurinn sækir víðar að. Nú syngja sumir popp- arar um löngun sína til að láta ein- hverjar kvensniftir svitna þar til þær geta ekki svitnað meir en aðrir láta sér nægja að stynja. Og dónaskapurinn er líka kominn í jólabókaflóðið ís- lenska. Fyrir fjórum árum kom út ein dónabók; Unaður kynlífs og ástar. Það var Skjaldborg sem gaf út. í þessari bók mátti sjá teiknað fólk hafa samfarir í öllum mögulegum og ómögulegum stell- ingum. Þetta var árið 1989. Árið 1990 leituðu Örn og örlygur í sama farið og gáfu út Sjafnaryndi. í þeirri bók mátti sömuleiðis sjá teiknað fólk hafa samfarir í mögu- legum og ómögulegum stellingum. Árið 1991 keyrði síðan um þverbak. Skjaldborg lék sama leikinn og tveimur árum fyrr og gaf út Unaðs- drauma og ímyndanir kyn- lífsins. Aftur var það teiknað fólk sem bylti sér í ástaleikjum. Örn og Örlygur voru líka komnir á bragðið og gáfu Út Betra kynlíf. Iðunn reyndi að taka þátt í þessu en vildi vera sett- legri og gaf út Listina að kyssa. Og í ár heldur skriðan áfram af full- um krafti. örn og Örlygur geta ekki hætt og gefa út Töfra kynlífsins. Enn með sama teiknaða fólkinu í teiknuðum ástaleikjum. Og Forlagið er komið í leikinn og gefur út Ást- arelda. Þar er Ijósmyndað fólk í ástaleikjum innan um það teiknaða. Lausleg athugun bendir til að það teiknaða sé heldur dónalegra og blygðunarlausara í athöfnum sín- um. Fjölvi-Vasa gefur síðan út Ung og bálskotin og kunnum ekkert að passa okkur og ætlar sjálfsagt með því að koma ungirngunum á bragð- ið sem fyrst. Efni þessara bóka allra er í stórum atriðum eftirfarandi: Karlinn ofan á. Karlinn situr og hallar sér fram. Kon- an ofan á. Konan situr með bakið að honum. Konan hallar sér aftur. Kon- an krýpur. Sitjandi. Konan situr og snýr að honum. Konan snýr hliðinni að honum. Konan situr og snýr baki karlinn. Krjúpandi. Tilbrigði í upp- réttri stöðu. Konunni lyft. Kynfærin lárétt. Standandi. Hliðarstellingar. Karlinn fyrir aftan. Upprétt hunda- stellihg. Konan hallar sér fram. Karl- inn snýr frá konunni. Bæði á bakinu og konan ofan á. Konan situr og snýr baki að karlinum. Hún beygir sig fram.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.