Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 15 Ekkert lát á gjaldþrotum í veitingabransanum: 2 MILLJARBAR1APABIR í 9 0 R JALDÞR01UM Á síðustu fjórum til fimm árum hafa verið gerð upp nærri sjötíu þrotabú veitinga- húsa, þar sem kröfur hljóðuðu upp á um 1.150 milljónir króna að núvirði. 22 ein- staklingar í veitingabransanum fengu á sig 910 milljóna króna kröfur og aðeins einn þeirra gat bent á eignir. f úttekt PRESSUNNAR á gjaldþrotasúpu veitingabransans, sem er þó engan veginn tæmandi, kemur í ljós að nær undantekn- ingarlaust eru þau félög og ein- staklingar sem að baki standa eignalaus þegar rekstur veitinga- húsanna er stöðvaður. Það er helst í allra stærstu þrotabúum fé- laga sem ekki tekst að „forða“ eignum undan skiptum. Fjöldi einstaklinga í veitingarekstri hefur lent í stórum persónulegum gjald- þrotaskiptum, margir hverjir með tugmilljóna kröfur á sig, og nær undantekningarlaust reynast þeir eignalausir. Skúli Hansen: Á að baki eitt stærsta persónuiega gjaldþrot- ið; yfir 50 milljónir að núvirði. Á LEIÐINNI: ÓLAFUR LAUF- DAL, ÞÓRSCAFÉ OG MÚLA- KAFFI Fyrir utan þau þrotabú úr veit- ingarekstrinum þar sem skiptum er lokið eru stór þrotabú ófrá- gengin. Ber þar hæst þrotabú veit- ingahúsa Ólafs Laufdal Jónsson- ar, þar sem kröfur nema hundr- uðum milljóna. f þessari umfjöll- un er hótelum annars sleppt. Þar fyrir utan eru stór þrotabú á leið- inni, svo sem þrotabú Þórscafé (Þórshöll hf.) með um 215 millj- óna króna kröfur, þrotabú Veit- inga hf. (Múlakaffi) og Veitinga- hallarinnar, sem Jóhannes Stef- dnsson stóð að, méð samtals um 245 milljóna króna kröfur, þrota- bú Lækjarbrekku (Móhús) með um 30 milljónir og þrotabú Bjór- hallarinnar með um 22 milljónir. Stærst þeirra þrotabúa sem á undanförnum árum hafa klárast er þrotabú Wilhelms Wessmann, Gildi hf., sem annaðist veitinga- rekstur á Hótel Sögu. Gjaldþrot þetta varð frægt á sínum tíma vegna þess að á meðan inn- heimtumaður ríkissjóðs beið á gangi hótelsins skaut stjórn Gildis á skyndifundi og stofnaði nýtt hlutafélag um reksturinn. Kröfur í búið reyndust að núvirði nær 140 milljónir króna og greiddust um 25 milljónir króna upp í þær. f næstu sætum eru Veitinga- maðurinn, sem Pétur Sveinbjam- arson veitti forstöðu, með yfir 90 milljóna króna kröfur, og veit- ingahúsið Evrópa, en þar stýrðu málum þeir Cunnar H. Ámason og Vilhjtílmur Ástrtíðsson. Evr- ópa fékk á sig rúmlega 80 milljóna króna kröfur, en sömu menn voru einnig á bak við þrotabúin Skúla- skeið hf. (18 milljónir) og Klúbb- inn hf. (11 milljónir). Kröfur í þessi þrjú bú voru því samtals 109 milljónir króna. ÞORLEIFUR BJÖRNSSON KRAFINN UM 150 MILLJÓN- IR Fyrir utan að hafa staðið á bak við þessi hlutafélög eiga þeir Gunnar og Vilhjálmur að baki einhver allra stærstu persónuleg gjaldþrot sem þekkjast. Þeir voru gerðir upp eignalausir með í kringum 80 milljóna króna kröfúr á sig. Fyrrum eiginkona Gunnars, Henný Hermannsdóttir, kemst einnig á lista. Vilhjálmur rekur nú Casa Blanca við Skúlagötu. Aðeins einn maður úr bransanum fékk á sig hærri kröfúr sem einstakling- ur. Þorleifur Bjömsson var gerður upp eignalaus gagnvart rúmlega 150 milljóna króna kröfum, en hann stýrði fjölda veitingahúsa, svo sem Tunglinu, Sælkeranum, Fimmunni og fleirum. Hlutafélag Þorleifs, Ásbak hf., var síðan gert upp eignalaust, þar sem kröfur reyndust um 40 milljónir. Þar, eins og í ýmsum öðrum tilfellum, má búast við að kröfur skarist að miklu leyti. Síðast þegar fréttist gerði Þorleifúr út trillu á Snæfells- nesi. Samferðamaður Þorleifs í veit- ingabransanum, Vilhjtílmur Svan Jóhannsson, á einnig stórt per- sónulegt gjaldþrot að baki, nær 40 milljónir, auk þess sem kona hans, Sesselja Henningsdóttir, var einnig gerð upp. Vilhjálmur stóð ekki að einu stöku hlutafélagi sem varð að stóru þrotabúi, heldur Vilhjálmur Ástráðsson: Hann og Gunnar H. Árnason fóru með Evrópu og fleirl félög á hausinn og síðan fengu þeir sjálfir stór- an persónulegan skell. mörgum „smáum“. Fjögur þess- ara hlutafélaga, sem öll reyndust eignalaus, fengu á sig samtals nær 65 milljóna króna kröfúr; Lækjar- veitingar hf., Laugaveitingar hf., Lækjarniður hf. og Veitingakjall- arinn hf. Félagi Vilhjálms, Helgi M. Gunnlaugsson, fékk á sig gjaldþrotabeiðni, en hún var aft- urkölluð. Wilhelm Wessman í Gildi: Á meðan innheimtumaður ríkis- sjóðs beið á ganginum skaut stjórn Gildis á skyndifundi og stofnaði nýtt hlutafélag. GEFAST EKKIUPP FRAMMI FYRIR RÖÐ GJALDÞROTA Annar maður sem staðið hefur að mörgum en smáum þrotabú- um er Birgir Viðar Halldórsson rallímaður. Hann var aðalað- standandi hlutafélaganna Hauks í horni, Hlóðaeldhússins, Lennons, Veitingahússins Austurstræti og Langholts. öll reyndust þrotabúin eignalaus og námu kröfurnar alls um 21 milljón króna. Beiðni barst um persónulegt gjaldþrot á Birgi í júní 1990, en hún var affurkölluð skömmu síðar. Önnur þrautseig manneskja í bransanum er Kolbrún Jóhanns- Þorleifur Björnsson: Rak urmul fyrirtækja. Fékk sjálfur á sig 150 milljóna kröfurog félag hans, Ásbak, 40 milljónir. dóttir. Hún var aðalaðstandandi Lækjarbrekku hf. um samnefndan veitingastað. Það félag fór á haus- inn 1986, en var ekki gert upp fyrr en í október 1991. Þar fengust um 5 milljónir upp í kröfur sem að núvirði hljóða upp á rúmlega 38 milljónir. Um tíma rak Kolbrún Lækjarbrekku í eigin nafni og fór svo að í júní 1990 var hún tekin til persónulegra skipta. Engar eignir fundust upp í liðlega 35 milljóna króna kröfúr á hana. Hún annað- ist áffam Lækjarbrekku í gegnum félagið Móhús, sem nú er í skipt- um, en þar eru kröfur um 30 milljónir. Fjölmargir aðilar hafa síðustu Fyrirtæki Rekstraraðili Kröfur Creitt Helstuaðstandendur Gildi (Hótel Sögu) 139,4 23,0% Wilhelm Wessmann Veitingamaðurinn 91,0 19,1% Pétur Sveinbjamarson Veith. Evrópa 80,7 0,0% G. ÁmasonAfilhj. Ástráðss. Akur (Sjallinn), Ak. 52,5 0,0% ÞórðurGunnarsson Stjömugrill hf. 46,9 0,2% Sverrir Þorsteinsson Kaffi Hressó 45,4 0,0% Ridiard Guðm. Jónasson Veith. Stillholt 41,8 48,4% Viðsjávarsiðuna 40,3 13,1% Egill Kristjánsson Ásbak 40,0 0,0% Þorloifur Bjömsson Lækjarhrekka 38,4 28,9% Kolbrún Jóhannesdóttir Potturinn og pannan 38,0 14,6% Ólafurl. Óskarsson Nausthf. 33,6 5,8% ÓmarHallsson Veith. Lúdent 332 0,0% Halldór Júlíusson Lækjarveitingar 33,0 0,0% VilhjálmurSvan Kvosin 29,2 0,0% RagnarVignirGuðmundsson Vesturgata 27,0 0,0% Sveinn Hjörieifsson Ópera 24,3 0,0% Bjami Óskarsson Matkerinn 23,5 0,0% Bjami Óskarsson Hatturinn 20,5 0,0% Anton Narvaez Eldhúsið 20,0 0,0% Þórir Gunnarsson Þórscafé 20,0 0,0% Björgvin L. Ámason Blásteinn 19,6 0,0% Kjartan Daníelsson E.Ásgeirsson&co 19,0 ú,0% EinarÁsgeirsson Amarhóll/Óperukj. 19,0 6,5% Sveinn tílf VSkúli Hansen Fersktoggott 18,8 0,0% Stefán Úlfarsson Veith. Skipholti 37 18,7 0,0% Hrafnkell Guðjónsson Skúlaskeið 18,1 0,0% G. ÁmasA/ilhj. Ástráðss. Veith.Tryggvag.26 18,1 17/4% VignirJ.Jónasson Laugaveitingar 16,9 0,0% Vilhjálmur Svan Veith.Torfan 14,9 9,4% Öm BaldurssyKolbrún Jóh. Lækjamiður 13,8 0,0% VilhjálmurSvan Samlokurogfiskur 11,4 0,0% Veith.Laugav.22 11,1 0,0% Sigurbjörn Þorkelsson Klúbburinn („nýrri") 10,7 0,0% G. ÁrnasA/ilhj. Ástráðss. Veit.st. Bakki 10,0 1,7% Bjami Á. Friðriksson Þingrof 10,0 0,0% EiðurKristmannsson El NSTAKLI NGAR Kröfurm.kr.: Þorleifur Björnsson 152,0 Gunnar H. Árnason 83,0 Vilhjálmur Ástráðsson 79,0 Guðjón Pálsson 67,5 Guðbjöm Guðjónsson 65,0 Skúli Hansen 50,8 Kári Ó. Eyþórsson 45,0 HreiðarSvavarsson 39,0 Guðbjörn Karl Ólafsson 38,5 Vilhj.SvanJóhannss 38,0 Pálmi Lórensson 36,3 KolbrúnJóhannesdóttir 35,6 RagnarVignirGuðmunds 32,0 RichardG.Jónasson 24,0 StefánJóhannsson 24,0 Sigmar Pétursson 18,7 Anton Narvaez 7,0 Garðar Halldórsson 15,0 Bjarni Óskarsson 14,0 Henný Hermannsdóttir 14,0 Úlfar Eysteinsson 11,5 JóhannesJ.Jóhanness 10,0 Pétur Sveinbjarnarson: Veit- ingamaðurinn hf. var lengi í „meðferð" en á endanum feng- ust um 20 prósent upp (kröfur, sem náðu næstum 100 milljón- unum. árin reynt fyrir sér með rekstur Kaffi Hressó, yfirleitt með nei- kvæðum árangri. Stærsta skellinn hlaut samnefnt hlutafélag, sem ■Richard Guðmundur Jónasson stýrði. Þrotabú þess félags var gert upp eignalaust gagnvart 45 millj- óna króna kröfum. MEÐALTALIÐ: ENGAR EIGNIR — 20 MILLJÓNA KRÓNA KRÖFUR Á meðfylgjandi listum má sjá stærstu þrotabú lögaðila og ein- staklinga úr veitingarekstrinum á síðustu árum. Þar er að finna nær fjörutíu félög þar sem kröfur voru 10 milljónir að núvirði eða hærri. Kröfur á þessi félög reyndust í heild um 1.150 milljónir. 24 þeirra voru gerð upp eignalaus með öllu. Auk þessara þrotabúa fannst mik- ill fjöldi smærri þrotabúa úr veit- ingabransanum. Alls 32 þessara þrotabúa fengu á sig 130 milljóna króna kröfúr og nær undantekn- ingarlaust var um eignalaus bú að ræða. Af þessum búum má nefna Bleika pardusinn, Hauk í horni og Punkt & pasta. Dæmigert þrotabú félags í veit- ingabransanum starfar aðeins í fá- eina mánuði, helst ekki lengur en eitt eða tvö ár, og geispar þá gol- unni eignalaust með um 20 millj- óna króna kröfur á bakinu. f þrotabúum þeirra félaga og ein- staklinga sem hér er greint frá voru kröfúr samtals um 2,2 ntillj- arðar og á móti komu eignir upp á 100 milljónir í mesta lagi.__ FriðrikÞórGuðmundsson \ Danir sýna Mikson- málinu áhuga Fara fram á réttarhöld yfir Mikson „Áhugi á málinu hér í Dan- mörku á sér líklega þá skýringu að málefni stríðsglæpamanna snerta heimsbyggðina alla. Þess vegna skrifúðum við undir þessa áskor- un til íslensku ríkisstjórnarinnar," sagði Halldór Sigurðsson, ritstjóri við Danmarks Radio, í samtali við PRESSUNA. Hann er einn sex nafnkunnra Dana sem hafa sent forseta fslands og ríkisstjórn er- indi þar sem farið er ffarn á að ís- land standi við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar og rétti í máli Ev- alds Miksons. Bréfið birtist í danska blaðinu Politiken í kjölfar greinar effir sagnfræðinginn Bent Bludnikow, sem rakti efnisatriði málsins og gagnrýndi málsmeð- ferð íslensku ríkisstjórnarinnar harðlega. Halldór er fslendingur að upp- runa, en hefur dvalist lengi í Dan- mörku, er þar þekktur útvarps- maður og rithöfundur og hefur einkum sinnt málefnum róm- önsku Ameríku. Aðrir bréffitend- ur eru Ulla Dahlerup, líklega kunnasti rithöfundur Norður- landa úr röðum femínista, Toger Seidenfaden, sjónvarpsstjóri TV2, Ulf Haxen, deildarstjóri í Kon- unglega bókasafninu, Simon Ro- senbaum, vinsæll leikari og skemmtikraftur sem íslenskir les- endur dönsku blaðanna ættu að kannast við, og Jorgen Kieler yfir- læknir, sem þekktur er fyrir aðild sína að andspyrnuhreyfingunni í Danmörku. Bréfið er svohljóðandi: SEKT EÐA SAKLEYSI „Með tilvísun í grein í dagblað- inu Politiken sunnudaginn 8. nóv- ember vill neðangreindur hópur Islandsvina skora á íslensk stjóm- völd að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar að því er snertir Evald Mikson, fyrmrn eist- neskan ríkisborgara, sem nú er ís- lenskur ríkisborgari undir nafn- inu Eðvald Hinriksson. Allmargar heimildir benda til þess að Evald Hinriksson [sic], sem þá var háttsettur lögreglu- maður í Tallinn, kunni að hafa tekið þátt í morðum á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig bar hann ábyrgð á föngum í Aðal- fangelsinu í Tallinn og gaf út handtökuskipanir á hendur kommúnistum og gyðingum. Við emm ekki í vafa um að sem lýðræðisríki er íslandi kunnugt um skuldbindingar sínar í al- þjóðasarrmingum, til dæmis Genf- ar-sáttmálanum frá 1949, sem skuldbindur rtki til að lögsækja þá sem hafa framið stríðsglæpi gagn- vart óbreyttum borgurum. Okkur væri það því ánægjuefni ef þetta erindi yrði til þess að efnt yrði til réttarhalda til að skera úr um sekt eða sakleysi.11 Halldór Sigurðsson sagði að Danmarks Radio hefði í undir- búningi þáttagerð um málið þar sem rneðal annars yrði reynt að varpa ljósi á afstöðu íslensku ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði að Dan- ir undruðust að íslenska réttar- kerfið léti málið afskiptalaust í ljósi þeirra upplýsinga sem fram eru komnar. Aðrar heimildir PRESSUNNAR í Danmörku herma að Politiken hyggist halda áfram umfjöllun um Mikson- nrálið._____________________ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.