Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin • Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur sinfóníu nr. 5 eftir Gustav Mahler. Verkið telst til stórvirkja tónlistar- sögunnar og er eitt þekktasta hljóm- sveitarverk síðrómantíska tímans. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Há- skólabíó kl. 20. LAUGARDAGUR • Sinfóníuhljómsveit íslands og Skífan bjóða upp á fjölskyldutónleika. Með Sinfóníunni kemur Sigrún Hjálm- týsdóttir fram og syngur óperuaríur, en auk hennar syngur Kór Oldutúns- skóla í Hafnarfirði. Tónleikarnir eru hugsaðir sem skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna og er ætlað að koma áheyr- endum í jólaskap. Háskólabíó kl. 14.30. • Tónleikar í Skálholtskirkju. Margrét Bóasdóttir sópran syngur ásamt Chalumeaux-tríóinu. Skálholts- kirkja kl. 15. SUNNUDAGUR • Kammersveit Reykjavíkur held- ur jólatónleika. Einleikarar eru Eiríkur örn Pálsson, Hólmfríður Þóroddsdótt- ir, Brjánn Ingason og Rut Ingólfsdóttir. Áskirkjakl. 17. • Aðventukvöld í Akureyrar- kirkju. Kór Akureyrarkirkju flytur tón- verk undir stjórn Björns Steinars Sól- bergssonar. Kór Menntaskólans tekur einnig lagið og er honum stjórnað af Gordon J. Jacks. Akureyrarkirkja kl. 20. Leikhús FIMMTUDAGUR • Hræðileg hamingja Ég mæli með þessari sýningu vegna leikritsins, skemmti- legs leikrýmis og listar leik- arans, sem þarna er iðkuð af lífi og sál, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson. Alþýðu- leikhúsið, Hafnarhúsinu kl. 20.30. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgar- leikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leik- hússkemmtunina, segir Lárus Ýmir. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Kæra Jelena Ungu og efnilegu leikararnir í snjallasta leikritinu sem fært var upp á síðasta leikári. Næstsíð- asta sýning. Þjóðleikhúsið kl. 20. mæWMMfM'MM.'WMim • Dunganon Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið, skrifaði Lárus Ýmir Oskarsson í leik- dómi. Allra síðasta sýning og 50 pró- sent afsláttur af miðaverði. Borgarleik- hús kl. 20. • Platanov. Sýningin á Platanov er þétt og vel leikin og skemmtileg, skrif- ar Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur .fer vel á sviði, segir Lárus Ymir Óskars- son í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans bíða nnikil átök og líka húmor, skrifaði Lárus Ýmir Ósk- arsson. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. LAUGARDAGUR • Amahl og næturgestirnir. Frum- sýning á óperu eftir Gian-Carlo Men- otti í flutningi Óperusmiðjunnar. Amahl og næturgestirnir hefur þá sér- stöðu að vera fyrsta óperan sem sam- in er gagngert fyrir sjónvarp. Hér er um að ræða vandaða og hugljúfa fjöl- skylduskemmtun. Langholtskirkja kl. • Smiður jólasveinanna Mögu- leikhúsið sýnir einþáttung um Völund, qamla smiðinn sem smíðar öll leik- föngin fyrir jólasveinana. Á undan sýn- ingunni les Þórarinn Eldjárn óbirta jólasögu sína og úr Ijóðabókum þeim sem hann hefur samið fyrir börn. Gerðubcrg kl. 15. • Bannað að hlæja. Leikbrúðusýn- ing sem hefur hlotið mikla og verð- skuldaða athygli. Leikbrúðuland, Frí- kirkjuvegi 11, kl. 15. Síðasta sýningar- helgi fyrir jól. • Heima hjá ömmu. Amerískur gamanleikur eftir Neil Simon. Síðasta sýning fyrir jól. Borgarleikhúsið kl. 20. • Platanov Síðasta sýning fyrir jól. Borgarleikhús, litla svið, kl. 17. • Vanja frændi. Vanja geldur sam- flotsins við Platanov, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið, litla svið kl. 20. • Hafið Stóra sviðið. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Stræti. Smíðaverkstœði Þjóðleik- hússins kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Hræðileg hamingja Sýning Al- þýðuleikhússins. Hafnarhúsið kl. 20.30. • Kríton. Aukasýning Stúdentaleik- hússins á verki Platóns. Galdraloftið kl. 20.30. • Hans og Gréta. Barnaleikrit sem flestum er vel kunnugt og ætti að gleðja þau yngstu. Framlag Leikfélags Hafnarfjarðar. Bœjarbíó kl. 16. SUNNUDAGUR • Amahl og næturgestirnir. Lang- holtskirkja kl. 17. • Bannað að hlæja. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, kl. 15. Síðasta sýning- arhelgi fyrir jól. • Dýrin í Hálsaskógi. Hlutverkaskip- un var að því leyti sérkennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Þjóðleikhúsið kl. 14 og 17. • Vanja frændi. Síðasta sýning fyrir jól. Borgarleikhús, litla svið, kl. 20. • Hræðileg hamingja Alþýðu- leikhúsið. Hafnarhúsið kl. 20.30. • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. Myndiist • Gallerí Grjót-hópurinn, sem starfaði saman 1989, sýnir myndir sínar í nýrri gullsmíðaverslun, „Ófeigur — gullsmiðja og listmuna- hús', á Skólavörðustíg 5. Sýningunni lýkur á laugardag. Opið á verslunar- tíma. • Loftur Atli með sýningu á mynd- verkum sínum í neðri sölum Nýlista- safnsins. Opiðkl. 14-18. Hann opnar á laugardag sýningu í Gallerí G 15 og er hún opin á verslunartíma til jóla. • Hallgrímur Helgason sýnir portr- ettmyndir í efri sölum Nýlistasafnsins. Opiðkl. 14-18. • Peter Bishop, sem á heiðurinn af sköpun Jóa í Rafveituauglýsingunum, sýnir gáskafullar teikningar í setustofu Nýlistasafnsins .Opiðkl. 14-18. • Teiknimyndasagan fær inni í þeirri virðulegu menningarstofnun Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru verk eftir 16 höfunda, þeirra frægastur er Enki Bilal. Opið kl. 10-18. • Jean-Jacques Lebel á Kjarvals- stöðum. Opiðkl. 10-18. • Halldór Ásgeirsson sýnir í Slunka- ríki á ísafirði og kallar sýninguna Hraunhvörf. Opið fimmtudag til sunnudaga kl. 16-18. • Reykjavíkurhöfn er mótífið á sýn- ingu sem hangir uppi í Hafnarhúsinu. Opið kl. 12-18, utn helgar frá kl. 14-18. • Ella Magg sýnir í Galleríi Sævars Karls. Sýningu lýkur á morgun. Opið á verslunartíma. • Kristinn E. Hrafnsson, sýnir skúlp- túra og veggmyndir í menningarmið- stöðinni í Gerðubergi. Opið fös. kl. 10-16, lau. kl. 13-16, sun. kl. 14-17, aðra daga kl. 10-22. • Eyjólfur Einarsson hefur hengt upp vatnslitamyndir sínar í FÍM-saln- um. Opiðkl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Sýning á skúlptúr- verkum Jóhanns Eyfells hefur verið framlengd og eru um þessa helgi síð- ustu forvöð að sjá hana. Opið kl. 12-18. • Japanskar tréristur eru mynd- hefð sem af mörgum er talin eitt helsta framlag Japana til heimslista- sögunnar. Sýningin verður opnuð á Mokka á mánudag. • Finnsk glerlist. Sýningin spannar sjötíu ár í glerlist Finna og eiga allir helstu glerlistamenn þeirra muni á henni. Fjölbreytt og söguleg sýning í Norræna húsinu. Opiðkl. 14-19. • Spessi og Steingrímur Eyfjörð sýna Ijósmyndir af mátunarklefum á veggjum Café Splitt. • Sigurgeir Sigurjónsson sýnir landslagsljósmyndir í Ráðhúsi Reykja- víkur. Hann hefur nýverið gefið út bók með Ijósmyndum sínum. Sýningar • Sparisjóður Hafnar- fjarðar opnar á sunnudag sýningu í tilefni níutíu ára afmælisins í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar. Á sýningunni gefur að líta gamla muni sem varðveist hafa úr sögu sparisjóðsins, s.s. handskrifuð skjöl, peninga og vélar. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Þessi mynd af Védísi vartekin í mars á þessu ári, en hún er nú komin með sjúkdóminn alnæmi á lokastigi. Nokkrir félagar hennar ætla að styrkja hana á Tveimur vinum með tónlist Ijóðalestri og dansi svo hún geti haldið sómasamleg jól. Tónleikan til Jólaglögg er nautn- anna þjónn. Engin spurning. Því veitir ekki af að finna sem flest tækifæri til að glutra ofan í sig sem mestu af þessum dá- samlega orkugjafa, nú þegar kuldaboli og myrkur hellast yfir og jólin eru á næsta leiti. Margrét Össurar- dóttir, kokkur á veit- ingastaðnum Horn- inu, kann uppskrift að miðinum: 1 lvatn lOOgsykur 2 kanilstangir 1 bollijólaglöggsgrunnur 1 bolli rauðvín einfaldur Grand Marnier einfaldur Cointreau 1/2 appelsína Rúsinur, möndlur eða hnetur Setið í pott vatn, sykur, kanil- stangir, jólaglöggsgrunn og appelsínu (skornar í sneiðar en síðan í tígla). Látið sjóða upp í 5 mínútur til að fá kanilbragð og sigtið að því loknu. Bætið út í rauðvíninu, Grand Marnier og Cointreau. Bætið við rúsínum, möndlum eða hnetum og síðast en ekki síst helmingnum af soð- inni appelsínunni. Gleymið ekki piparkökunum. „Manneskjan og alnæmi“ er yfirskrift dagskrár sem verður á sunnudagskvöldið á Tveimur vin- um til styrktar Védísi Leifsdóttur, sem hefur sjúkdóminn alnæmi á lokastigi. „Læknar segja að það séu 50% líkur á að hún lifi næstu sex mánuði. Tilgangur tónleik- anna er að styrkja okkur til að geta haldið jól, ef hún lifir svo lengi,“ segir sambýlismaður Védísar, Stefán Karlsson, en þau fá hvort um sig 28 þúsund krónur frá rík- inu til þess að lifa af á mánuði. Hvað er svona merkilegt við mát- unarklefa? „Hún er ótrúlega sterk þótt heils- an sé orðin djöfulleg og hún ætlar að láta sjá sig á tónleikunum, jafn- vel þótt hún þurfi að fara þangað í sjúkrabíl." Fram koma Bubbi Morthens, Megas, Elísabet Þorgeirsdóttir, Kristján Frímann, Björgvin Gísla- son, Andrea Gylfadóttir, David Greenall og hljómsveitin Inferno 5. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin og ekki langt í að þeir seljist upp. MATUNAR KLEFAR HANCAÁ VECCJUM Þessa dagana hanga mátunarklefar uppi á veggj- um Café Splitt, það er að segja ljósmyndir af mátun- arklefum. Myndirnar sjálfar eru effir Spessa en hug- myndin kom upphaflega frá myndlistarmanninum Steingrími Eyfjörð, og eiga þeir sameiginlega heiður- inn af sýningunni. „Steingrímur bað mig að taka myndir af mátunarklefum fyrir myndlistarsýningu sem hann var að vinna að og mér þótti verkefnið svo skemmtilegt að ég lagði til að við gerðum eitthvað sérstakt úr þessu,“ segir Spessi. „Það endaði með því að ég tók myndir af öllum mát- unarklefum á Laugaveginum, allt Hlemmi og niðurúr.“ Nokkurs konar framhald á sýningunni upp úr desembermán- á Nýlistasafninu og verður reistur þar mátunarklefi sem sýningargestum verður gefinn kostur á að fara inn í. „Fólk | getur þá komist að því [ hvort það upplifir eitt- I hvað!“ Stína bongó hefur at- vinnu af trommu- slætti og spilaröll kvöld ofan í danstón- list þegar hljómsveitir eru ekki að troða upp á Ingólfscafé. Hún er þekkt undir nafninu Stína bongó en heitir í raun og veru því virðu- lega nafni Kristín Jóna Þorsteinsdóttir; stúlkan sem trommar og dansar villta dansa uppi á sviði fyrir framan dansgólf Ingólfscafés. „Ég tromma öll kvöld á Ingólfscafé nema þegar hljómsveitir spila. Aukatrommusláttur gefur tónlistinni meiri kraft og skapar meiri hita í andrúmsloftið." Trommusláttur við plötusnúðatónlist er nýj- ung hér á landi og er Stína sú eina sem hefur trommuslátt á dansstað að atvinnu. Hún komst í kynni við bongótrommurnar I Svíþjóð og Danmörku um árið, en í Svíþjóð var hún bæði í hljómsveit og kenndi rytma. Hér á landi trommaði hún í tvö ár undir afródönsum í Kramhúsinu. Trommusláttur ofan í tónlist á danshúsum er nú orðið mikið tískufyrirbæri um allan heim, sérstaklega í New York og á Ítalíu, þar sem allir dansa nú frá sér allt vit. Pússa silfrið fyrir jólin Hallvarður og Árný hjá Silfurhúðun hafa fundið upp á þeirri nýjung nú fyrir jólin að fægja silfur fyrir þá sem annaðhvort hafa ekki tíma til þess eða eru með svo svarta hluti að enginn venjulegur fægilögur dugar. Þau ráða hins vegar yfir efnum sem gera silfrið eins og nýtt. Allt er pússað hjá þeim; bakk- ar, kertastjakar, hnifapör... styrktar Védísi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.