Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 „Nú þegar hélaðar bílrúður mœta oft bílstjórum er þeir hyggjast ferðast d ökutœkjum sínum er nauðsynlegt að þeir gefi sér tíma til að hreinsa rúð- urnar. Allt of algengt er að sjá ökumenn rýna í gegnum smá- göt á gluggum í umferðinni vegna þess að þeir nenna ekki að hreinsa rúðurnar. Þegar er vitað um umferðarólwpp sem orðið hafa vegna slíkrar leti ökumanna, þótt stutt sé liðið á vetraraksturinn á þessu hausti. Þeir ökumenn sem eru tþessum hópi eru hœttulegir og í raun œtti að sekta þá fyrir vítaverðan akstur. “ Emil Páll Jónsson í Víkurfréttum Olafur Ragnar Grímsson alþingismaður B E S T Ólafur er hugmyndarikur og atorkusamur baráttu- maður og veitir ekki afein- um slikum á þessum tim- um. Hann er greindur, næmur á timasetningar og fljótur að finna snögga bletti á andstæðingum sín- um. Hann hefur breyttAI- þýðubandalaginu veru- lega á fimm formannsár- um. V E R S T Ólafur er egóisti og liður illa efhann er ekki sjálfur með boltann. Hann er ósvífinn hentistefnumaður og tilbúinn að hafa hvaða skoðun sem erefhún nýt- ist honum pólitiskt. Hon- um hættir til að ganga of langt, vita ekki hvenær hann á að hætta i árásum á andstæðingana. GLÆPA- ÖKUMENN 70 milljónum verið varið til end- urbóta innanhúss, auk orgel- kaupa, og er frágangi þó enn ekki lokið. Viljayfirlýsing borg- aryfirvalda um lóðafrágang á Skólavörðuholti, þar með talin lóð kirkjunnar, liggur nú fyrir. Er þess að vænta að hafnar verði framkvæmdir á Skólavörðuholti þegar á næsta ári og þá mun loksins rætast úr lóðamálum Hallgrímskirkju.“ Guðmundur Einarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík: „Þetta er alveg hár- rétt sem maðurinn segir. Auð- vitað á að stöðva slíka ökumenn í umferðinni og við gerum það hiklaust. Þegar við mætum bíl- stjórum með óhreinsaðar rúður látum við þá skilyrðislaust víkja út í kant og skafa bílrúðurnar. Sama á við um það þegar ekki sést í bílljós eða númeraskilti fyrir skít. Samkvæmt umferðar- lögunum ber mönnum skylda til að hafa þessa hluti í lagi og í sjálfu sér er refsivert að brjóta þau lög. Hins vegar held ég að það sé mun áhrifameira að stöðva menn með þessu móti og láta þá þrífa bíla sína en að beita fjársektum. Þessi aðferð er tví- mælalaust effirminnilegri.“ BORGARLÝTI „Það má vera að íslendingar séu ýmsu vanir, en erlendir ferðamenn, sem margir leggja leið stna að kirkjunni, hljóta að furða sig á þessu. Þeir koma kannski framatt að kirkjunni, skoða styttu Leifs Eiríkssonar, setn stendur á grasbala, og vaða svo yftr mölina að aðaldyrum kirkjunnar. Allt í kringutn Hall- grímskirkju er möl, forað og drasl. Þetta skýtur mjög skökku við, þegar lögð er œ meiri áhersla á góðan frágang við ýmsar stærri byggingar og eru Ráðhúsið og Perlan skýrustu dœmin. Ef frágatigur á lóðintti er of stór jjárhagslegur biti fyrir sóknina, þá finnst Víkverja að borgin eigi að grípa í taumana °S SanSa fra lóðinni, þvt hún er mikið lýti á borginni. “ Víkverji í Morgunblaðinu Jóhannes Pálmason, for- maður sóknarnefndar Hall- grímskirkju: „Ég er hjartanlega sammála Víkverja, það er til skammar að lóðin skuli enn vera óffágengin. Hallgrímskirkja hef- ur verið í fjársvelti og mest áhersla verið lögð á viðgerðir innanhúss. Á þessu ári hefilr um OKUR- HERFERÐ „Það er mikið hvatt til þess að menn kaupi fremur tslenska framleiðslu en erlenda. Ég er ekki viss um ágœti þessararher- ferðar. Hvað fyndist okkur ís- lendingum ef t.d. í Þýskalandi eða Bretlandi vœri hvatt til þess að kaupa ekki erlendar vörur? Verst er þó að íslettska varan er oftast dýrari en sú erlenda. Þetta er aðeins spurning utn verð. Sé sú íslenska ódýrari selst hún, annars ekki.“ Guðjón Ólafsson i DV Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda: „Tilgang- urinn með auglýsingum Félags íslenskra iðnrekenda um að velja íslenskt er sá að vekja at- hygli á íslenskri framleiðslu. Með herferðinni erum við að sjálfsögðu ekki að hvetja fólk til að kaupa dýrari vöru og ef til vill lakari. Hvað varðar gæði inn- lendrar framleiðslu skal bent á, að könnun á vegum félagsins hefur leitt í ljós að 85 prósent neytenda telja íslenska vöru standast gæðasamanburð við er- lenda. Varðandi fyrirkomulagið á Bretlandi er rétt að benda á, að einnig þar eru landsmenn hvatt- ir til að kaupa innlenda fram- leiðslu, með auglýsingum á borð við Buy british.“ er lögfræðingur sem hefur þýtt sex ástarsögur fyrir þessi jól og er því einn afskastamesti þýðandi hér á landi. Hann er 72 ára og hefur búið á Vífilsstöðum undanfarin 36 ár, eða allar götur síðan berklaveikin gekk yfir landið. Fimmtán ára gamall fékk hann lömunarveiki og hefur æ síðan verið bundinn hjólastól. Hann getur aðeins beitt höfðinu og hægri hendi af fullum krafti. Þýðingar sínar vélritar hann með hægri hendinni á rafmagnsritvél. PRESSAN/JIM SMART Skúli Jensson les sértil skemmtunar þjóðlegan fróðleik. Lamaður og á sex þýdda ástarsögur í jólaflóðinu Hann þýðir mest úr ensku, dönsku, sænsku og norsku eftir ástarsöguhöfunda eins og Bodil Forsberg, Barböru Cartland, Erik Nerlöe, Danielle Steel, Erling Po- ulsen og Theresu Charles. „Maður þarf að hafa eitthvað til að dunda sér við. Sjálfur hef ég alla tíð verið bókaormur og les mestmegnis þjóðlegar bækur, en hef ágætlega gaman af að þýða bækur eftir þessa höfunda þó að þær séu svo- sem allar ósköp svipað léttmeti. En þær renna ágætlega í gegn. Málið snýst um að koma þessum bókum á þokkalegt mál, en ég þarf ekki að liggja mikið yfir stíln- um, því það er varla hægt að segja að það sé stíll í þessum bók- menntum. Það tekur mig um hálfan mánuð að þýða hverja bók. Ég er ffekar seinn að vinna,“ segir Skúli hógvær, en hann sér auk þess um bókasafnið á Vífilsstöð- um og starfaði við símavörslu á spítalanum alveg þangað til sím- kerfi spítalanna var samtengt fýrir tveimur árum. Bókaþýðingar hans fara nú að nálgast 300, en hann hefur einnig þýtt margar barna- og unglinga- bækur. Alls hafa komið ellefu þýðingar út eftir hann á einu ári. „Af þeim rithöfundum sem ég hef verið að þýða bækur eftir í ár held ég mest upp á Danielle Steel. Hún hefur að minnsta kosti aðeins meiri dýpt en hinir höfundarnir." Þrátt fýrir krankleika frá unga aldri lét Skúli ekki deigan síga og braust til mennta. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og embætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla fs- lands. „Ég las námsbækurnar meira og minna heima hjá mér og á meðan ég var í MR prófuðu kenn- ararnir mig heima. Ég hef hins vegar aldrei sinnt lögfræðinni mikið nema tekið að mér einstaka samninga og unnið að málum fyr- ir fólkið hér á Vífilsstöðum.“ Skúli segist yfirleitt ánægður með lífið og er mjög sæll með veru sína á Vífilsstöðum. „Hér er mjög heimilislegt, enda var lagt upp úr því að gera Vífilsstaði sem heimil- islegasta þegar berklaveikin gekk yfir. Þá var haldið að sjúklingarnir ættu ekki afturkvæmt. Hér var mikið félagslíf, brids var spilaður og leiklistarlífið var í blóma, en öllu rólegra er hér nú.“ Ég er svo sem enginn forystusauður heldur, en ég er fullkomlega ærleg- ur þegar ég segi að þú sért kindarlegasta skjáta, sem ég hef nokkurn tímann hitt. Tví- farar vik- nar eru báðir kóngar og bera það með sér. Hinrik Énglandskon- / ungur VIII. dvaldi lengst af í Hampston Court-höll- inni. Hann þótti harður í horn að taka og skipti helst aldrei um skoðun, jafnvel þó svo hann þyrfti að gefa páfa langt nef og stofna heila kirkju fyrir vikið. Haukur Halldórsson, konungur Stéttarsambands bænda, dvelur lengst af í Bændahöllinnni. Hann þykir líka standa fast á sínu, gefur þjóðinni langt nef og er engan veginn að kasta trúnni á sauðkindina. Þessar ótrúlegu samsvaranir eru þó ekki hið Mrgr eina, sem gera þá Hauk og Hinrik að tvíförum. Þar kemur , fleira til: gjarðarvíddin, skegg- vöxturinn, brúnaþunginn, roðinn í kinnum, sameiginlegt kónganef (að sjálfsögðu) og svo mætti áffam telja. Hið eina, sem skilur þá kollega Hinrik og Hauk að, er sú staðreynd að ríki Hinriks stækkaði jafnt og þétt svo loks varð úr heimsveldi, en ríki Hauks getur vart annað en dregist saman úr þessu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.