Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 21 E R L E N T Öfgafullur leiðtogi blðkkumanna Blökkumannaleiðtoginn og múhameðs- trúarmaðurinn Malcolm X fór eigin leið- ir í baráttunni fyrir mannréttindum svartra í Bandaríkjunum og féll að lokum fyrir morðingjahendi. Kvikmyndaleik- stjórinn Spike Lee hefur, nú 27 árum síð- ar, gert umdeilda mynd um óvenjulegan mann. Malcolm X varpar Ijósi á grimmdarlega meðferð lögreglunnar á blökkumönnum, á útifundi 1963. Það segir sig sjálft að eftirnafnið X er einhvers staðar fengið að láni. Blökkumannaleiðtoginn Malcolm, fæddur Little, tók sig til og breytti eftirnafni sínu í X, til minningar um þrælana forfeður sína, sem höfðu mátt þola niður- lægingu af hendi hvíta mannsins. Uppátækið var í fullu samræmi við allt annað sem þessi óvenju- legi maður tók sér fyrir hendur, en hann fór aldrei troðnar slóðir í baráttu sinni fyrir mannréttind- um svartra í Bandaríkjunum. HEILLAÐIST AF MÚHAMEÐSTRÚ Malcolm Little fæddist í Omaha í Nebraska 19. maí 1925. Faðir hann lést skömmu síðar í bílslysi og þegar móðir hans tapaði heÚs- unni var honum ásamt systkinum sínum komið fyrir á munaðar- leysingaheimilum þar sem þau ól- ust upp. Sautján ára gamall, í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, fór hann til Harlem í New York til að freista gæfunnar. Þar kynntist hann skuggahliðum þjóðfélagsins og lenti í misjöfnum félagsskap. Malcolm X vakti strax eftirtekt fyrir ljósa hárið og skærlitan fatn- aðinn og var meira áberandi í út- liti en nokkur hórmangari eða eit- urlyíjasali. Það sem Malcolm að- hafðist í Harlem gat ekki allt talist heiðarlegt og þegar hann var 21 árs var honunt stungið í fangelsi fyrir innbrot. í fangelsinu komst Malcolm í kynni við múhameðstrúarmann- inn Elijah Muhammad, sem leit á sig sem „sendiboða Allahs“ og var ekki seinn að grípa tækifærið og lesa yfir ungum og mjög móttæki- legum manninum illskiljanlegar kenningar sínar um opinberun- ina. Muhammad hafði kynþátta- fordóma í hávegum við túlkun sína á múhameðstrúnni og leit samkvæmt henni á hvíta mann- inn sem afsprengi tilrauna svarts vísindamanns! Malcolm hreifst af kenningum spámannsins og lét sannfærast um að hvíti maðurinn væri djöfullinn sjálfur í manns- mynd. Malcolm viðaði að sér bók- um í fangelsinu og tók að skófla í sig lestrarefni af ýmsu tagi svo sem orðabókum, málfræðibók- um, sögu blökkumanna og verk- um helstu heimspekinga. LAGÐIÞRÆLANAFNINU Malcolm hafði verið gert að dúsa í fangelsi í tíu ár, en losnaði úr prísundinni að sjö árum liðn- um. Hann yfirgaf fangelsið breytt- ur maður, snúinn til annarrar trú- ar og sjálfkjörinn fulltrúi svartra múhameðstrúarmanna. Fullur sannfæringar tók hann upp hætti múslíma; borðaði ekki svínakjöt, hætti að nota tóbak og fór með bænirnar af samviskusemi. Ung- lingurinn villuráfandi, sem settur hafði verið bak við lás og slá sjö árum áður, var nú breyttur mað- ur, fullur alvöru og hörku. Hann klæddist aldrei öðru en jakkaföt- um og bindi og fór að nota gler- augu, enda búinn að skemma í sér sjónina eftir þrotlausan lestur í illa upplýstu fangelsinu. Malcolm lagði þrælanafhi sínu Little og tók sér þess í stað nafnið X, sem táknaði „óþekkt" og stóð fyrir alla þá forvera hans sem rændir höfðu verið ærunni af hvítum þrælahöldurum. Hann safnaði á skjótum tíma fjölda áhangenda í kringum sig og stofn- aði öflugan söfnuð út frá „Þjóð fs- lams“, sem Muhammad hafði kynnt fyrir honum. Malcolm var snjall og áhrifamikill ræðumaður, kunni að tala til fjöldans og hélt mönnum við efnið. HVATTITIL OFBELDIS Malcolm X hafði ekkert á móti ofbeldi, ef það mætti verða til að ná árangri í mannréttindabaráttu blökkumanna. Hann og Martin Luther King voru á öndverðum meiði í baráttu sinni fyrir bættum hag svartra. King var hlynntur samþættingu, Malcolm X á hinn bóginn aðskilnaði hvítra og svartra. Sá fyrrnefndi hvatti til friðsamlegra lausna, sá síðar- nefndi til viðnáms. Þegar svört ungmenni í Jacksonville hófu upp hörð mótmæli gegn yfirstjórn hvítra fagnaði Malcolm því sér- staklega. „í þessum mánuði verj- um við okkur með mólótoff- kokkteilum, í næsta mánuði ef til vill með handsprengjum og í þar- næsta mánuði með einhverju enn öðru,“ var haft eftir honum. Malcolm sveifst einskis og hélt ótrauður áfram í fullyrðingum sínum, þar sem aðrir námu stað- ar. Hann fór ekki fínt í hlutina í gagnrýni sinni á hvíta manninn, sem hann kallaði öllum illum nöfnum, meðal annars „svín“ og „skepnu“. Eftir kaldhæðnisleg ummæli í kjölfar morðsins á Kennedy forseta var lærimeistara hans, Elijah Muhammad, nóg boðið og hann fordæmdi Malc- olm og bannaði honum að tala opinberlega. Hann lét það þó ekki á sig fá heldur kallaði Muhammad trúarhræsnara, sem hefði komið sér upp kvennabúri á laun. Malcolm fór í pílagrímsferð til Mekka og sneri aftur nýr maður eftir að hafa kynnst „öðrum“ Islam. Upp frá því boðaði hann ný sannindi, þ.e. að guð byggi í öllum mönnum, meira að segja þeim hvítu. Kynþáttastefnunni líkti hann við sjálfsmorð, hvort heldur hún væri boðuð af hvítum eða svörtum. Hinn „nýi“ Malcolm reyndist ekki vera eins sannfær- andi og sá maður sem áður hafði leitt blökkumenn saman og tók að fækka í hópi áhangenda hans. Malcolm hafði hátt hvar sem hann kom, var óvarkár maður og átti sér marga andstæðinga. I’ kjöl- farið af því að halla tók undan fæti hjá blökkumannaleiðtoganum brann húsið hans í Queens á dul- arfullan hátt til kaldra kola. Þann 21. febrúar 1965 var Malcolm X skotinn til bana í miðri ræðu, fyrir augum fámenns safnaðar síns. Þar á meðal var eiginkona hans, Betty, sem gekk með tvíbura þeirra, en alls eignuðust þau sex börn. UMDEILD KVIKMYND Frægasti svarti kvikmyndaleik- stjórinn í Bandaríkjunum, Spike Lee, hefur gert umdeilda mynd byggða á sögu Malcolms X, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum á dögunum og hlotið hefur geysilegt umtal. Lee hefur verið sakaður um að hefja upp til skýjanna öfga- fullan leiðtoga blökkumanna sem hvatt hafi til ofbeldis og veiti æsku landsins slæmt fordæmi. Þá tókst leikstjóranum að reyta hvíta blaðamenn til reiði, enda sagði hann þá þess ekki verðuga að taka við sig viðtal. Spike Lee, sem fer ótroðnar slóðir rétt eins og Malcolm X og ræður nær eingöngu blökkumenn til starfa, var brattur á blaða- mannafundi sem haldinn var í Bandaríkjunum í tilefhi ffumsýn- ingarinnar fyrir skemmstu. Þar var hann spurður, af ónefndum íslenskum blaðamanni (!), „hvort virkilega allir hvítir menn væru svín“. Lee svaraði því tif að svo væri um „suma“ og þegar gengið var á hann og hann spurður hverj- ir það væru sem sérstaklega hlytu þennan vafasama heiður svaraði hann umsvifalaust: „Reagan og Bush“. Ný ástaflækja frá Woody Allen Bandaríski leikstjórinn Woody Allen er greinilega ekki dauður úr öllum æðunt, þrátt fyrir að hafa þurft að eyða talsverðu af orkunni í erjur við fyrrum eiginkonu sína, leikkonuna Miu Farrow. Allen heldur sínu striki í kvikmynda- framleiðslu og vinnur um þessar mundir við upptöku á nýrri mynd er nefnist Manhattan Murder Mystery. í myndinni, sem fjallar vitanlega um flókin ástamál, fer Allen að venju með eitt aðalhlut- verkið. Leikur hann bókaútgef- anda sem stofnar til ástarsam- bands við konu sem er að feta fýrstu sporin sem rithöfundur. Þegar handritið var samið var hlutverk ástkonunnar ætlað mjög ungri leikkonu, en eftir að sam- band Allens við fósturdóttur Miu Farrow komst í hámæli sá leik- stjórinn sér þann kost vænstan að breyta handritinu. Því lét hann ástkonuna í skyndi eldast um 20 ár og réð Anjelicu Huston í hlut- verkið. Skiljanlega gat Mia Farrow ekki leikið eiginkonuna og sú sem leysir hana af er Diane Keaton, fyrrum eiginkona Allens og leik- kona í mörgum fyrri mynda hans. Hræsnarinn Cindy Crawford Bandaríska tímaritið Newsweek hefur lýst því yfir að Cindy Crawford, ein eftirsóttasta sýningarstúlka heims, sé hræsnari. Cindy hefur látið sig siðgæði kynsystra sinna miklu varða undan- farið, mörgum til mikillar furðu. Nýverið lét Crawford þau orð falla um sýningarstúlkuna Kate Moss, sem auglýsir gallabuxur í engu að ofan, að hún gangi skrefi of langt með því að sýna sig þannig berbrjósta. Þá er stutt síðan hún gagnrýndi Sex, nýút- komna klámmyndabók söngkonunnar Madonnu. Hélt hún því fram að það væri óviðeigandi að skýra öllum heiminum frá því, þó að söngkonan ætti i útistöðum við föður sinn. Hjá Newsweek þótti mönnum það því skjóta nokkuð skökku við, þegar nektarmynd af tískusýningarstúlkunni siðavöndu birt- ist í desmberhefti tímaritsins Playboy fyrir skemmstu. Að vísu sýnir Crawford ekki „allt" á myndinni, en þó blasir nekt hennar við og þykir blaðamönnunum bandarísku siðgæðisvitund stúlk- unnar í tvöfaldara lagi. Blaðamenn hér á PRESSUNNI hafa í ofaná- lag rekið augun í nektarmynd af Crawford á forsíðu desember- heftis bandaríska tímaritsins Details, þannig að nokkuð Ijóst þyk- ir að stúlkan er ekki öll þar sem hún er séð. Hertar refsingar við útlendingahatri Þýskum yfirvöldum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að sýna linkind gagnvart nýnasist- um og öðrum samtökum er of- sótt hafa útlendinga og beitt þá ofbeldi. Með síauknum ofbeldis- verkum hafa gagnrýnisraddir orðið æ háværari og svo virðist sem það sé nú að bera árangur. Eins og fram hefur komið ákvað þýska stjórnin í síðustu viku að banna nýnasistaflokkinn „Þjóð- ernissinnafýlkinguna“ og er al- mennt litið á það sem fyrsta sporið í rétta átt. Þá er farið að bregðast við ofbeldisverkum þýskra öfgasinna af aukinni hörku, með mun þyngri refsing- um en tíðkast hafa fram að þessu. í síðustu viku dæmdi undir- réttur í Landauer ungan mann í þriggja ára fangelsi fyrir íkveikju og margfalda tilraun til mann- dráps. Maðurinn hafði hent „molotowkokkteil“ inn um glugga á gistiheimili fyrir rúss- neska innflytjendur, en fýrir al- gjöra mildi slasaðist enginn og var unnt að koma í veg fýrir að húsið brynni til kaldra kola. Með dómnum sem kveðinn var upp í Landauer þykja hafa orðið þáttaskil í meðferð slíkra mála í Þýskalandi, þar sem í fýsta sinn er litið á íkveikju á heimili fyrir innflytjendur sem tilraun til morðs. í Hessen eru dómsyfirvöld sömu skoðunar og túlka íkveikj- ur hægri ögfasinna á heimilum innflytjenda undantekningar- laust sem tilraunir til mann- dráps. I æ fleiri sambandslönd- um bregðast yfirvöld nú við sí- auknu ofbeldi og ofsóknum á hendur innflytjendum af auk- inni hörku, enda ljóst að við svo verður ekki búið lengur. Er það mál manna, jafnt innan Þýska- lands sem utan, að nýnasistar og aðrir öfgasinnar hafi hlotið allt of væga dóma fýrir afbrot sín og herða beri refsingar skilyrðis- laust. Vonir eru bundnar við að fordæmi undirréttar í Landauer verði til þess að binda enda á hörmungarnar sem innflytjend- ur í Þýskalandi hafi mátt þola síðustu vikur og mánuði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.