Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 — ÞETTA BLAÐ ER EKKI EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA ... eins og Alþýðu- bandalagið. Þar á að vera friður með mönnum og sátt. En á blaðsíðu 14 má sjá aðsvo er ekki. ... einsog læknirinn sem skar upp mann- inn með brjósklosið og segir af á blaðsiðu 9. Læknirinn var ekki heill heilsu og skar sundur taugar svo maðurinn hlaut ekki bata heldur varan- lega örorku. ...einsog veitinga- bransinn. Það geng- ur náttúrulega ekki að níutíu fyrirtæki í sömu atvinnugrein fari á hausinn á stutt- um tíma en haldi samt flest áfram rekstri. Sjá blaðsiðu 15. ... eins og íslenska skáldsagan. Sumum finnsthúnof stutt. Og það er vegna þess að þjóðin hugsar stuttef marka má ummæli Guðbergs Bergssonar á blað- siðuBl. ... einsog Cindy Crawford í Playboy. Hún hefur sjálf skammað fyrirsætur fyrir að vera að bera sig fyrir allra augum. Samt erhún berröss- uð í Playboy og þann- ig á hún ekki að vera — að eigin sögn. Sjá blaðsiðu 21. ... eins og vinsældir fótboitamannanna okkar. Þeir komast varla á blað í könnun PRESSUNNAR á uppá- halds íþróttamönn- um þjóðarinnar sem birt er á blaðsíðu 25. Er það þetta sem þú vilt, Magnús? „Nei, helst ekki, en ef sóknar- nefndin á Hvolsvelli hefði ekki verið svona fyrirhyggjulaus hefði hún getað losnað við þetta nábýli með mannúðlegum músalokum Músavinafélagsins." Nýlega olli mús tugþúsundatjóni á dýr- indishöklum í skrúðhúsi Stórólfshvols- kirkju á Hvolsvelli. Magnús Skarphéðins- son er forseti Músavinafélagsins. F Y R S T HULDA VALTÝSDÓTTIR. Ekki beinlínis á flæðiskeri stödd en vill síð- ur ræða um það. BÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR. Metsöluefni eins og önnur viðfangsefni Ingólfs. HARMAR HLUTINN SINN Ekki eru allir þeir sem fjallað er um í hinni nýútkomnu bók ís- lenskum auðmönnum jafnhrifnir af framtakinu. í bókinni getur meðal annars að líta í fyrsta sinn lista yfir stærstu hluthafa Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Þar kemur fram að sex fjöl- skyldur eiga 96% hlutafjár blaðs- ins og er stærsti hluthafmn Hulda Valtýsdóttir, með 30% hlut. Næstir koma Haraldur Sveins- son, framkvæmdastjóri Árvakurs, og H.Ben-fjöiskyldan, sem hvor um sig eiga 20% hlut. Er þessi eign geipilega mikils virði og hlutur hvers um sig metinn á hundruð milljóna króna. Það er undarlegt að Viðskipta- blað Morgunblaðsins, sem birtir jafnan lista yfir stærstu hluthafa helstu fyrirtækja landsins, skuli ekki hafa birt lista yfir eigendur Árvakurs. Skýringin á því mun hins vegar vera sú að þegar Við- skiptablaðið falaðist eftir slíkum lista fyrir nokkrum árum höfðu margir hluthafar efasemdir um ágæti þess að það yrði upplýst, en fyrst og fremst var það hluti smærri hluthafanna, sem lagðist eindregið gegn því. Gerðu þeir það líklegast af ótta við að þá yrði mönnum ljóst hve lítið þeir ættu! DEN SMUKKE OG FORSETINN Sem kunnugt er stendur fyrir dyrum að gera leikna heimilda- mynd um Jón Sigurðsson, for- seta Bókmenntafélagsins, á næsta ári. Verkefnið er enn í mótun, en þó eru línur nokkuð að skýrast. Þannig stendur til að Þórunn Valdimarsdóttir sagnffæðingur verði fengin til að skrifa textann fyrir myndina, en ef miða má við afrek hennar um Snorra á Húsa- felli má mikils vænta af umfjöllun hennar um „den smukke Jon Sig- urdsson" eins og samtímamenn í Höfnnefnduhann. Ekki er búið að ráða í hlutverk, en nafn Egils Ólafssonar hefur helst verið nefnt þegar hlutverk söguhetjunnar ber á góma, enda þykir mönnum hann hafa þá „hollningu", sem til þarf. Eins hafa menn rætt um að Sveinn Einarsson annist leikstjórnina. Jón Sigurðsson verður þó ekki eini forsetinn í myndinni, þvf afar sennilegt er að frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti fslands, komi fram í myndinni, þó ekki sem maddama á dönskum búningi, heldur mun hún fremur eiga að annast kynningu á myndinni og leiða áhorfendur sem eins konar sögumaður. VÍÐÓMA SAMGÖNGU- TRUFLANIR Sjónvarpsáhorfendur hafa væntanlega ekki farið varhluta af „víðóma" útsendingum Ríkis- sjónvarpsins að undanförnu. Enda þótt fáir séu reyndar með útbúnað til þess arna er alltjent gott að vita af því að möguleikinn sé til staðar og ekki var verra að fá loksins nýyrði yfir tökuorðið „stereo“, sem tröllriðið hefur þjóðinni undanfarna þrjá áratugi eða svo. Víðóma útsendingar eru þó ekki teknar út með sældinni hjá Ríkissjónvarpinu. í ljós kom nefnilega að lyftan á Laugavegi 176 veldur truflunum í víðóma út- sendingum. Var því gripið til þess ráðs að loka einfaldlega lyftunni frá klukkan 19.00 á virkum dög- um og frá hádegi um helgar, enda þótt aðeins sé einn og einn þáttur sendur út víðóma. Eins og nærri má geta er lítil gleði meðal starfs- manna þegar lyftu í fimm hæða húsi er lokað á háannatímum til þess eins að koma tilraunaútsend- ingu í loftið, sem enginn getur numið. BÁRA, SKÁLD OG FRÆÐIMENN Þá má segja að jólabókaflóðið sé dunið á, þó svo enn séu tvær vikur í að salan heíjist af fullum krafti. í bókablaði PRESSUNNAR í dag er birtur fyrsti metsölulisti PRESSUNNAR, en við gerð hans er bæði stuðst við sölu í bókabúð- Fegurðardrottningar íslands frá upphafi koma saman Mesta magn íslenskrar fegurð- ar sem um getur kenjur saman um miðja næstu viku í veitinga- húsinu Ingólfscafé, því þá munu þær konur sem titil hafa hlotið fýrir fegurð sína hér heima og er- lendis, frá upphafi fegurðarsam- keppni á íslandi, hittast. Tilefnið er útkoma bókarinnar um Thelmu Ingvarsdóttur sem varð Fegurðardrottning íslands árið 1962 og hlaut titilinn Ungfrú Skandinavía ári síðar. Hún varð einnig ein þekktasta fyrirsæta heims. Bókaútgáfan Iðunn stendur fyrir uppákomunni. „Við eigum enn eftír að ná í nokkrar fegurð- ardrottningarnar, en þær sem við höftun þegar talað við eru yfir sig hrifnar af hugmyndinni og ætla svo sannarlega að mæta til hófsins. íslenskar fyrirsætur sem náð hafa árangri erlendis eru einnig velkomnar til að hitta kynsystur sínar. Eftir klukkan tíu eru svo allir velkomnir sem áhuga hafa á íslenskri fegurð,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, höf- undur bókarinnar. Kynnir á samkomunni verður Heiðar Jónsson, sérfræðingur ís- lands í fegurðarsamkeppni með meiru. Hann ætlar að segja sögu keppninnar og kynna hverja og eina íslenska fegurðardrottn- ingu. „Það má búast við mörgum óvæntum uppákomum í sam- kvæminu, jafnvel frá fegurðar- drottningunum sjálfum." Thelma Ingvarsdóttir var kjör- in Ungfrú Skandínavía árið 1964, síðan hafa fjölmargar ís- lenskar stúlkur hlotið sams- konar titil. Allar fegurðardísir Islands fyrr og síðar koma saman í Ingólfscafé næsta miðvikudag. Reyndar eru allir velkomnir eftir klukkan tíu, á meðan húsrúm leyfir. um og heildsöludreifingu forlaga. Það er skemmst ffá því að segja að af innlendum bókum er við- talsbók Ingólfs Margeirssonar við Báru Sigurjónsdóttur, Hjd Bdru, langefst í sölu. Þar á eftir koma í röð Ó fyrir framan eftir Þórarin Eldjárn, Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason og Stúlkan í skóginum eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Þó að viðtals- bók tróni á toppnum virðast skáldin því vel geta unað við sinn hlut. Þar á eftir kemur annað bindi Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings um Jónas frá Hriflu, sem heitir einfaldlega Dómsmdla- rdðherratm. Því næst kemur við- talsbók Jónínu Leósdóttur við Rósu Ingólfs, Rósumdl, og loks bókin íslenskir auðmenn eftir þá Jónas Sigurgeirsson og Pálma Jónasson þar sem þeir telja upp ríkustu íslendingana og gá víðar en í skattskrána til að komast að því. í næstu sætum fyrir neðan eru þau Friðrika Benónýs og Thor Vilhjálmsson. Á plötulistanum eru hins vegar engar stórvægilegar breytingar. Bubbi er enn kóngur, en á eftir siglir KK Beina leið í annað sæti, Nýdönsk kemur þar á eftir með Himnasendingu og þá Diddú og Sálin hans Jóns míns með sfn þungu högg. ERFIÐ FÆÐING BÓKAR UM GRUNNVÍKINGA Nú er Grunnvíkingabók loks að koma út eftir talsverðan barn- ing. Hér er sumsé á ferðinni sagn- fræðileg bók á vegum átthagafé- lags Grunnvíkingahrepps og ekki nema gott eitt að segja um slíka ræktarsemi. Upphaflega var Steingrímur Jónsson sagnfræð- ingur fenginn til verksins, en þeg- ar hann hafði þegið til þess laun í heilt ár án þess að skila nokkm frá sér var ákveðið að reka hann og krefjast þess sem til væri. Stein- grímur mun hins vegar hafa svar- að því til að það væri allt saman í kollinum á sér. Það þótti félags- mönnum lítið varið í, sneru sér því til Lýðs Björnssonar og réðu hann við annan mann. Það virtist ganga betur, en þegar handritið var frágengið og búið að prenta bókina komu í ljós svo margar „misfellur“ að hætt var við að senda hana á markað. Því voru „misfellurnar" leiðréttar og nýjar upplýsingar settar inn að auki og nú loks er að koma viðsættanleg útgáfa. ÞÓRARINN ELDJÁRN. Efstur skálda á metsölulista PRESSUNNAR. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR. Fylgir kollega sínum Jóni Sigurðssyni úr hlaði. EGILL ÓLAFSSON. Vantar ekki hið háa enni forsetans frá Hrafnseyri. LÝÐUR BJÖRNSSON. Búið var að prenta Grunnvíkingabók en þá komu í Ijós svo margar vit- leysur að það varð að prenta upp á nýtt. UMMÆLI VIKUNNAR „Ég hef afskaplega takmarkaða reynslu í kynlífsmálum þótt ég hafi auðvitað ekki lifað neinu klausturlífi. “ ■■^■■■■^^■^^■■■M* Rósa ingólfsdóttir blúnda Endar Njála sem blá mynd? „Þá var það effirminnilegt þegar hin lostafulla og tælandi Hallgerður gerði grín að skeggleysi Njáls og kartnöglum Bergþóru.“ Jakob Frímann Magnússon skemmtanastjóri 1000 fúluferOir „Ég hef eiginlega aldrei haft áhuga á dómgæslu — þannig lagað.“ Jón Ótti Ólafsson dómari Snúast ekki nejhdarstörf umþetta? „Ég held áð miðstjórnin sé ekki merkileg stofhun. Hún er fýrst og fremst að úthluta ferðalögum til manna á ráðstefnur og fundi út um allan heim og skipa menn í allskyns nefndir og ráð á vegúm hins opinbera." Pétur Sigurðsson forsetaframbjóðandi vfieri þáforsU UynÁArmAtiö &ím honnr wr „Leyndarmálið er að gera sér grein fyrir að hlutverk karla er að gera konur ánægðar." Boris Zolotov huglæknir og gróðapungur ... og nagrannarnir eru svo kátir „Mamma var fyrst ekkert hrifin af því að fá rottu í húsið en sagði svo: Hvað munar okkur svo sem um eitt dýr í viðbót?" Ásrún Kolbrúnardóttirdýravinur. Ég tók eft-ir því að Vís,a \e\and var t arða veltu í fyrra á meðan Eurocard hafði aðeine 12,3 milljarða veltu. Rrátt fyrir þetta qræddi Euroy card meira eða 72 milljónir á móti 05 milljónum hjá Vísa. Petta sýnir að velta er ekki aiit (bissness. Um leið oq Vísa tekst að auka veltuna um 23,4 milljarða umfram veltu Eurocard tapar fyrírtækið 7 miiíjónum af hagnaðinum. Miðað við þetta verður fyrirtækið rekið á núlli þeqar veltan er orðin 253 milljarðar. Hafið þetta í hu^a, þið sem eruð þarna úti! bissnessl

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.