Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 27 ÚTI Michael Jackson. Hann hefur svo sem verið úti lengi en hann er kominn enn utar eftir að hann setti ilmvatn í eigin nafni á mark- að. Allir sem það hafa reynt hafa færst utar. Nema helst Liz Taylor og Paloma Picasso. Eða hver vill lykta eins og apahirðirinn Michael Jackson? Hvað næst? Madonnu- ilmvatn? Axl Rose-svitalyktareyð- ir? Yul Brynner-háreyðingar- krem? Eða Egils Ólafssonar-ilm- vatn? Baltasars Kormáks-raksápa? Rúnars Þórs-andlitsbað? Rósu Ingólfs-freyðibað gæti hins vegar gengið. Miklu ffekar en Rósu Ing- ólfsdóttur-bók. VIÐ MÆLUM MEÐ ... smáfuglunum það er ekki til ódýrari leið til að finna til góðmennsku sinnar en henda fáeinum kornum fram af svölunum. ... kráarölti á vetrarkvöldum því erfiðara sem það er að koma sér út af kránum því notalegra að koma inn á næstu. ... flottum leigubflum sérstaklega langa bláa og hvíta kadilakkinum með rauðu leður- sætunum. ... að íslenskir bændur taki sér þá frönsku til fyrirmyndar og sturti grænmeti og kjöti á torg. Það er ódýr matur í kreppunni. INNI Kaffihús. Að minnsta kosti er orðið nóg af þeim. En það er líka eitthvað glæsilegt við að hafa svo góða stjórn á tíma sínum að geta eytt hluta hans á kaffihúsi. Það er ýmislegt til í lífinu annað en vinn- an og ástaleikir. Og um leið og við gerum það hvorttveggja vel finn- um við tíma til annars. Meira að segja fyrir kaffibolla og kruðu á kaffihúsi. Og þegar við sitjum inn- an um þá sem hafa hvorki góða vinnu né góða ástaleiki finnum við til okkar. Og það er gott. Sér- staklega þegar við stöndum upp og hverfum til lífsins utan kaffi- hússins. Þá eru þeir sem sitja endalaust á kaffihúsinu tákn um að h'f okkar sé ekki svo slæmt. Mælt er með höttum til hvers- dagsbrúks, við fínni tækifæri, til sjós og hvaðeina. Ristauélasysturnar 09 Normann a ströndinni Hattar eru í tísku, ef marka má desember- hefti Vogue; stórir hattar, barðamiklir en jafnframt mjúkir og léttir. Hattatíska sem hentar íslenskum konum hreint ekki svo illa á þessu vindblásna og kalda skeri. Mælt er með höttum til hversdagsbrúks ekki síður en þeim sem nota má við hátíðleg tækifæri. Allt má. Hattar fást víða í verslunum borgarinnar, en í Borgarkringlunni er ein alveg sérstök sem leigir þá líka út. Eigendur verslunarinn- ar Kokkteils vita nefnilega að ekki kjósa allir endilega að eiga hatt, þótt þá vanti við ein- stök tilefni. Leigðar eru út allar tegundir, en eftirspurn hefur aðallega verið eftir fínni höttum. Svartir hattar eru þeir sem seljast best og hefur hinn svokallaði Paddington- hattur reynst vinsælastur. Nýlega flutti versl- unin í stærra húsnæði, sem ætti að vera gleðiefni fyrir hattaglaðar konur svo og aðrar konur. ... nema þú sért öllu búinn. ... áti þess að láta þér líða vel. 9-Cattar era hrtint ti<M svo gaínir ... nema þú farír að búa líkamann undir jólaótið. .. efþú sHipMr ðldrei sHapi. . . . cít^ þc,i>c> ctib tcit' S$eÆ& „Nú rennur ekki af mannifyrr en á annan í nýári. Þennan mánuð verðurmaður íjólaglöggi, sérríi í verslunarferðun- um með vinkonunum um eftirmiðdaginn ogjólahlaðborði og bjór í hádeginu. Síðan tekur við Þorláksmessufylleríið, fjölskylduboðin, partíin millijóla og nýárs, gamlárskvöld, nýársfógnuðimir. Síðan verð égþunn tjanúar." Mediterraneo Ljúfsár kómedía Amahl og næturgestirnir er Ópera eftir Gian-Carlo Menotti sem Óperusmiðjan ætlar að setja á svið í Langholtskirkju. Um er að ræða verk sem allir fjölskyldu- meðlimir geta notið. Það fjallar um fatlaðan dreng sem býr hjá fá- tækri móður sinni og dreymir um að geta gengið. Þrír vitringar verða á vegi mæðginanna og kraftaverk gerist. Hjörtur Þorbjörnsson og Jó- hann Ari Lárusson fara til skiptis með hlutverk drengsins Amahls, en þeir eru báðir í Drengjakór Laugarness og þykja syngja með eindæmum vel. Þeir kunna því vel að vinna með Óperusmiðjunni, Jóhann Ari Lárusson og Hjörtur Þorbjörnsson fara til skiptis með segja það ekki hafa háð sér við ástundun í skólanum og eru sam- mála um að það sé mjög gaman að syngja í óperu. Jóhann Ari er ekki alls óvanur sviðinu og muna margir eftir honum í hlutverki Emils, sem Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra, þá ellefu ára gömlum. Hann segir þessa drengi mjög ólíka og Amahl sé ekki sami hrekkjalómur og Emil hafi verið. Þetta mun vera frumraun Hjartar, sem er þrettán ára, en segir hann það lítið há sér þótt ef til vill sé hann ögn feiminn. Það hefur verið annasamt hjá strákunum undanfarið, því auk þess að syngja með kórnum spila þeir báðir á hljóðfæri; Hjörtur á óbó og Jóhann Ari á píanó. Þeim hefur þrátt fyrir þetta ekki orðið skotaskuld úr því að liittavinisína. Peter Bishop er Breti sem við íslendingar þekkjum vel. Ekki kannski hann sjálfan held- ur sköpunarverk hans, hann Jóa í sjónvarpinu sem borgar ekki rafmagnsreikninginn sinn. Húmor Bishops kemur ffam í verkum hans, en nokkur þeirra hanga nú uppi í setustofu Nýlistasafnsins. Um er að ræða skissur, nokkurs konar myndskeið; hráar teikningar sem bera nöfn á borð við: Ristavélasystumar og Normann á ströndinni. Bishop hefur unnið töluvert fyrir tónlistarsjónvarpið MTV og teikningar hans verið á sýningum um allan heim. Mediterraneo, ítalska myndin sem skaut Börnum náttúrunnar ref fyrir rass í keppninni um Ósk- arinn, verður frumsýnd í Regn- boganum í næstu viku. Myndin fjallar um átta ítali og asna eins þeirra sem lenda á afskekktri grískri eyju í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Þeir eru þangað sendir til að verja hana fyrir óvinaöflum en tilviljun, eða frem- ur óheppni, ræður því að hópur- inn verður innlyksa á eyjunni. Þar gengur lífið sinn vanagang og íbú- ar láta sér fátt um stríðsrekstur stórþjóðanna finnast. Sambands- leysi mannanna við umheiminn veldur því að þeir taka að kynnast eyjarskeggjum, gleyma heimahög- unum og neyðast til að endur- skoða tilveru stna. Leikstjórinn, Gabriele Salva- tore, segir að jafnvel þótt í undir- öldu myndarinnar megi greina óbeit á stríðsvafstri hafi það ekki verið honum efst í huga við gerð hennar. „Myndin fjallar um drauma — drauma heillar kyn- slóðar," segir hann. Erlendir gagnrýnendur hafa haft orð á því hve myndmálið er frábært í ein- faldleik sínum og hversu vel leik- stjóranum tekst að segja söguna. Þetta er myndin sem hlaut Ósk- arsverðlaunin sem besta erlenda ársins Ljúfsárkómedía

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.