Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 3

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PKESSAN 3. DESEMBER 1992 3 rrr f »aga | | [ Islands S ^ ! Skálholt Skrúöi og áhöld. Höröur Ágústsson og Kristján Eldjárn í þriöja bindi um Skálholt, í ritröðinni Staöir og kirkjur, er fjallað um skrúöa og áhöld, minningarmörk og bækur. Annars vegar er greint frá þeim hluta sem horfinn er, en hins vegar frá þeim, sem varöveist hefur. Kristján Eldjárn ritar um varðveittan skrúða og áhöld, en Hörður Ágústsson aðallega um þann hluta sem glatast hefur. Bókin er 369 blaðsíður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Saga Islands 1.-5. bindi. Umfangsmesta yfirlit sem komið hefur út um sögu lands og þjóðar. Sagan er rakin allt frá myndun landsins og lýkur fimmta bindinu í upphafi 16. aldar þegar skammt er til siðaskipta. Fjöldi mynda og uppdrátta prýða bækurnar, sem eru sannkallaðir kjörgripir og ættu að vera til á hverju heimili. ■kD{hr HIÐISLENSKA BOKMENNTAFEIAG SÍÐUMÚLA 21-108 REYKJAVÍK- SÍMI91-679060 Sígild verk um valin efni Söguspegill Afm.'clisrlt Árlj.x-jarsofns a;.av\v- Frumleg hreinskilni KirlKrpir I'iirítirvni <* inannlilW ú mUllrni í uwlun iildar Ull Árlwdarxaft Söguspegill Afmælisrit Arbæjarsafns Ritstjóri Helgi M. Sigurösson. Verð 3690.- Bókin fjallar um tilurð Árbæjarsafns, fjölþætta starfsemi þess í 35 ár (1957-1992), ómetanlega fjársjóði, muni og hús. Forseti íslands ritar í bókina ávarpsorð. Nær tvö hundruð mynda prýða bókina. Bókin er 1. bindi í bókaflokknum Rit Árbæjarsafns og gefin út af Árbæjarsafni og Bókmenntafélaginu. Frumleg hreinskilni Þórbergur Þóröarson og mannlífið á mölinni í upphafi aldar. Eftir Helga M. Sigurðsson. Verö 2590.- Unnendur Þórbergs finna hér fróðlega og skemmtilega umfjöllun um meistarann. Árin 1912- 1924 bjó Þórbergur í Unuhúsi. Menn og málefni þessara ára, séð með augum Þórbergs, ber mjög á góma. Bókin er 2. bindi í bókaflokknum Rit Árbæjarsafns og gefin út af Árbæjarsafni og Bókmenntafélaginu. Utanríkisþjónusta Islands og utanríkismál Sögulegt yfirlit. Eftir Pétur J. Thorsteinsson 1436 bls. Verö 11.850.- Sögulegt yfirlit um utanríkismál allt frá árinu 1022, en fjallað er sérstaklega um utanríkisþjónustu íslands, störf hennar og starfsmenn í 50 ár, 1940- 1990. Gefin út að tilhlutan utanríkisráðuneytisins. Höfundurinn, Pétur J. Thorsteinsson, gegndi mörgum ábyrgðarmiklum störfum í utanríkisþjónustunni á 44 ára embættisferli. Fjölmargar myndir prýða þetta mikla ritverk. 2 c: s s E:c Pdtnr. i; Thorsíiiínsfiou Utanríkisþjónusta íslands og utanríkisniál SÓaULEOT YÍ'iRUT Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Verö 1690.- Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru sígild rit um hagfræði, skáldskap, sögu, heimspeki, bókmenntir, stjórnmál, líffræði, sálarfræði, stærðfræði og eðlisfræði. Lærdómsritin eru merkisrit í aðgengilegri útgáfu með vönduðum inngangi og skýringum. Þau eru fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi - við allra hæfi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.