Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 15
Nú skimuðum við ákafir fram og fyrir mið- nætti brá fyrir dökkri útlínu við sjóndeilda- hring. Strýtulaga form sem vindurinn feykti ekki í burtu. Land. ísland. Petta hlýtur að hafa verið sama sýn sem þeir sáu á langskipunum. Þeir sem sigldu hingað eftir sól og stjörnum, öldugangi og flugi fugla. Vegvísar okkar voru gervihnettir út í geimn- um, en gleðin við að sjá land hlýtur að hafa verið sú sama. Strax við sólarupprás risu Vestmannaeyjar úr hafí. Kulnuð eldfjöll, sem hafa mótast af grimmum öldum Norður Atlantshafsins. I hell- um og holum hreiðruðu um sig langvíur, fýlar, mávar, og lundar. Innsiglingin til hafnarinnar í Heimaey er milli tveggja lóðréttra klappa. Við urðum agn- dofa við þessa stórfenglegu sýn, svo gapandi af undrun sigldum við inn á grunn í höfninni. Hægt og hljótt liðum við upp á sandbakka og sátum þar hjálparlausir og alveg fastir. Við fylltum olíutankinn og hringdum til Onnu áður en við héldum áfram. Hún hafði ekki heyrt frá okkur síðan við vorum á Skotlandi og var viss um að við hefðum lesið vitlaust á sjókortin og værum í Færeyjum. Þegar ég lýsti fyrir henni hafnargarðinum sem Eldfellið hafði skilið eftir sig þegar það gaus, skildist henni að við vorum á réttum stað. -Þið komið þá til mín í afmælið! Ó, þið komið! Það var heiður himinn og sterk sólin skein yfir suðurströnd Islands þannig að Mýi'dalsjökull lýsti eins og þeyttur rjómi á bakkelsi. Tákn um boðið sem við áttum í vændum. Vatnið var grunnt og sterkur vindur að vest- an gerði ölduna þétta og krappa. Vindin jók og nú sigldum við bara á tveggja hnúta ferð áfram. Það er við ofurefli að keppa, ef vindur- inn helst komumst við ekki á réttum tíma! Við bönkuðum á loftvogina og reyndum að spá í veðrið. Að lokum kallaði ég upp Vest- mannaeyja radíó til að fá veðurfréttir. Sá sem svaraði lofaði okkur áframhaldandi vindi að vestan allan næsta dag. En, bætti hann við, það er alltaf von!. Hann hafði varla sleppt orðinu fyrr en það datt á logn og öldurnar lægði. Nú var vonin vakin að ná áfangastað í tíma- og við þöndum vélina þar til hún glóði. Eftir miðnætti fórum við fyrir Reykjanes og gátum tekið stefnu í norður í þægilegum byr. Þegar við fórum hjá Garðskaga, síðasta spöl- inn, var meðvindur og sólskin þær sjómílur sem eftir voru til Reykjavíkur. -Manstu eftir sýn minni í Noregi, sagði Kelle með glott á vör þegar við sáum Reykjavík und- an spinnakernum. Hún var einmitt svona. Léttir og lukkulegir sigldum við rólega að aðfangastað. Kelle og Anders voru að æfa söngin sinn á hljóðfærin þegar Anna kallaði áköf til okkur á VHFinum. -Við sjáum ykkur! En ekki flýta ykkur! Dólið aðeins á meðan sjónvarpsfólkið setur upp myndavélamar! Nú var bæði þvottur og vatns- greiðsla, hrein föt og hafnklárt á dekki. Hvað gerir maður ekki fyrir augnabliks frægð. Með spinnakerinn hátt á lofti liðum við inn í höfnina til þess að fá þær frábærustu móttökur sem sjómaður getur fengið. Á bryggjunni stóðu böm sem veifuðu íslenska fánanum í kring um sex dásamlegar magadansmeyjar með bera nafla og slæður fyrir andlitinu. Allt slegið í takt með tónum af austurlenskri tónlist úr stórum hátalara. Við tókum spinnakerinn niður og lögðumst að bryggu. Þegar dansinn var búinn steig fram tíu ára stúlka, einnig klædd sem magadansmær og bað hljóðs. Hátt og snjallt las hún úr Hávamálum: Veiztu, efþúvinátt þannerþúveltrúir, og vilt þú af honum gott geta geði skaltu við þann skipta fara að finna oft.. Til að fullkomna komu okkar kom víkinga- skipið íslendingurinn, sem er eftirmynd af Gaukstaðarskipinu, inn í höfnina og batt land- festar fyrir aftan Yemayu. Þar lágu þau, tvö falleg skip, systur úr sömu fjölskyldu. Þær höfðu áreiðanlega margt að tala um. Við skildum þær eftir einar og fórum í land til að eyða næstu dögum í vín, konur og gleðskap. Þegar fréttirnar komu í íslenska sjónvai-pinu vai- það helst : Kína tekur yfir Hong Kong og magadans á höfninni í Reykjavík. Rein Norberg er fæddur í Tallin í Eistlandi. Hann fór ungur að sigla ó farskipum til austurlanda fjær, Mex- ikó og Suður-Ameríku, en settist síðar ó skólabekk og lærði félagsfræði. Eftir að hafa unnið við það f nokk- ur ár byggði hann skútuna Yemayu og sigldi til Vest- ur-lndia, siglingu sem tók þrettán mánuði. Hann hefur skrifað barnabækur, greinar í blöð, smásögur og nú er væntanleg ný bók eftir hann sem gerist á Madaga- skar. Frásögnina af siglingunni til (slands þýddi Anna Elísabet Borg, leikkona. ÞEIR KOMU MED ELPl OG SVERÐI - UM LANDVINNINGA SPÁNVERJA 4 „DAUÐA YFIR SPÁNVERJA OG ALLA YFIRSTÉTT..." EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR VALDSTJÓRN Spánverja miðaði fyrst og fremst að því að auðga hina spænsku krúnu. Öll innlend framleiðsla var flutt frá löndum indjána til Spánar, bæði jarðargróður, gull og silfur. Hluti af fresku eftir Diego Rivera. DSÚLARNIR Hér skrái ég þetta: Arið 1541 komu Dsúlarn- ir í fyrsta sinn, útlendingarnir úr austrinu. Þeir komu til Ekab, sem er nafn þessa staðar. Þeir sigldu inn Vatnahliðið í Ekab að bænum Na- kom Balam, á fyrstu dögum árs Katún Ellefu Ahaú. Tuttugu og fímmtán áratugum áður en Dsúlarnir komu höfðu ítsarnir dreifst... Andi ítzanna) felldi sig hvorki við Dsúlana né við kristindóminn, sem vh-ti hvorki anda fugl- anna né anda gimsteinanna eða hinna slípuðu stcina, og ekki heldur anda tígrisdýranna, sem vernda manninn... Hins vegar þekktu þeir (Dsúiarnir) tímatalið ogjafnvel tímann í líkama þeirra (aldurinn). Tunglið, blærinn, árið og dag- urinn, allt líður þetta áfram, en líður þó undir lok. Blóðið leitar sér að lokum hvíldar, eins og allt vald vill hefjast á veldisstól... Þeh' (Itzarnir) höfðu vitið á valdi sínu, helgi- dóminn, og illgirni var óþekkt í brjósti þeirra. Hreystin ríkti, trúarhneigð, og hvorki þekktust sjúkdómar né verkir í beinum, hitasótt eða bólusótt eða verkur í lungum eða í kviði. Fólk gekk upprétt. En þá komu Dsúlarnir og eyðilögðu allt. Þeir innrættu mönnum ótta, blóm fölnuðu og þeh' sugu merg úr mönnum, svo blóm þeirra sjálfra fengju að blómgast. Þeir eyddu blóma Naksír Xutsítl. Engir prestar urðu eftir til að auðga vísdóm okkar. Og þannig hófst önnur tíð og þeir ríktu, og ríki það reið okkur að fullu. Allh• urðum við jafnir; sviptir visku og þori, svipth’ andlegum leiðtogum og því samviskulausir. Horfín var hin djúpa viska, og hvorki voru til orð né fræðsla færustu manna. Guðir trúarinnar sem okkui' var boðuð voru gagnslausir guðir, Dsúlarnir komu til þess eins að gelda sólarijósið. Og synh' sona þeirra urðu eftir meðal okkar, sem aðeins hlutum beiskjuna að gjöf. (Úr Chílam Balam bókunum. Guðbergur Bergsson þýddi) Hvernig leit samfélagið út undir stjórn Spánverja í nýlendum þeirra? Það sem kom með Spánverjum var vissulega gjörólíkt því sem fyrir var og úr sambræðingi þessara kyn- þátta spruttu á margan hátt merkir hlutir, svo sem í listum. Hins vegar ber stjórnarfar álfunnar enn þess merki að þessir ólíku kynþættir gátu ekki með góðu móti lifað saman; til þess voru Spán- verjarnir of harðir og ósveigjanlegir og indján- arnir of þolgóðir í undirgefni sinni og fullir af of miklum söknuði. Valdstjórn Spánverja miðaði fyrst og fremst að því að auðga hina spænsku krúnu. Öll inn- lend framleiðsla var flutt frá löndum indjána til Spánar, bæði jarðargróður, gull og silfur. Gullið var brætt og steypt í stengur, jafnvel dýrgripir og fágæt listaverk, svo auðveldara væri að flytja það sjóleiðis. Námavinnsla á gulli var mikil, einkum í upphafi, en síðan á silfri. Til hreinsunar á silfrinu var notað kvikasilfur sem flutt var frá Spáni og einokað af krúnunni. Hreinsaður málmurinn var síðan allur fluttur til Spánar og þar hirti kóngurinn þegar fimmt- unginn sem sinn eignarhlut. Námavinnslan byggði fyrst og fremst á inn- fæddu vinnuafli þar sem indjánar voru þrælk- aðir. Sættu þeir hinni hroðalegustu meðferð, einkum fór slæmt orð af námavinnslunni í Perú og Bólivíu. Það hve aðkomumenn voru gagnólíkir íbúum álfunnar gaf tilefni til margvíslegra heilabrota varðandi sambýli kynþáttanna, eðli þeirra og blöndun. Þannig veltir jesúítinn Bernabe Cobo því fyrir sér hvort rauðbrúnn hörundslitur indjánanna stafi af loftslagi eða erfðum, og hvort þeir Spánverjar sem búi í nýlendunum hafi breyst svo í útliti að þeir dragi dám af frumbyggjum eftir áralanga veru þar í álfu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Indjánum lýsir Bernabe Cobo svo: „Allir eru þeir hæglátir að eðlisfari, og þar eð hæglæti gerir limi manna mjúka, eru þeir bæði mjúkholda og viðkvæmir. Þar af leiðir, að þeir þreytast fljótt, og eru því ófærir um að leggja á sig jafn mikið erfiði og Evrópubúar; á Spáni afkastar einn maður á akri meira en fjór- ir indjánar gera hér. Þeir eru hægfara í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur, og ef einhver rekur á eftir þeim við vinnu, neita þeir að gera nokkurn skapaðan hlut, en ef þeir eru látnir vinna, eins og þeim er lagið, ferst þeim hvað eina vel úr hendi. Þeir auðsýna mikla þolin- mæði við að læra vinnubrögð okkar. Þess vegna eru þeir svo frábærir handverksmenn. Þeir eru einkum lagnir við að læra þau störf, sem útheimta þolinmæði, og hafa því margir náð meistaralegri færni í iðn sinni, sérstaklega þeirri, sem er flókin. Þeim geðjast þó ekki að erfiðisvinnu. Þeir sýna mikla hæfileika í söng og hljóðfæraleik, málaralist og höggmyndlist, og einnig í útsaumi, silfursmíði og svipuðum störfum. En umfram allt sýna þeir ótrúlega þolinmæði gagnvart seinlæti lamadýrsins, sem er burðardýr þeirra. Þessi dýr ganga svo hægt, að Spánverjar fá með engu móti þolað það, án þess þeim renni í skap. Aftur á móti fylgir indjáninn þeim eftir á sama hraða, án þess nokkru sinni að tapa stillingu sinni, hversu oft sem lamadýrið stansar eða leggst niður á jörð- ina með byrði sína á bakinu, en það gera þau þráfaldlega." „HAMINGJA HINS INNBORNA" Eitt af verkefnum hvíta mannsins í álfunni var hinn trúarlegi þáttur. „Kirkjan taldi það skyldu sína að snúa öllum sem til náðist til kristni, koma þeim til skilnings á guðs orði og innprenta þeim kristilegt siðgæði. Auk þess að sinna heiðingjum og nýkristnum frumbyggjum þurfti kirkjan jafnframt að varðveita og hlúa að trúarlífi hinna hvítu herra vestanhafs. Öll menntun og rekstur menntastofnana hvíldi og á herðum kirkjunnar. Mörgum kirkjunnar þjón- um hefur vafalaust þótt hin kaþólska kristni frumbyggjanna næsta sérstæð og mjög svo blönduð heiðnum, indjánskum siðum. En allt um það festi kirkjan vel rætur og tryggði sig í sessi. Margir kirkjunnar menn börðust með odd og egg gegn hinni hrikalegu meðferð á indjánum á fyrstu áratugum 16. aldarinnar. Að kröfu manna eins og Bartolomé de las Casas, sem nefndur hefur verið postuli Ameríku, voi-u sett ýmis lög um réttindi indjána. En það var ekki fyrr en löngu síðar, eða um aldamótin 1600, sem vernd þessi bar árangur. En þá voru indjánar horfnir af stórum svæðum, svo sem eyjum Karabíska hafsins og víðar. Árið 1608 voru indjánar í Mexíkó 1.8 milljón, en voru allt að 25 milljónum rúmum 80 árum fyrr. Svipuð varð þróunin annars staðar. Frelsissvipting, þrælkun, svo og margvíslegar evrópskar far- sóttir eiga mestan þátt í þessari óhugnanlegu fækkun frumbyggjanna," segir í bók Sigurðar Hjartarsonar, Þættir úr sögu Rómönsku Amer- íku. Við það er svo að bæta að sagnir herma frá sjálfsvígum heilla þorpssamfélaga þar sem indjánar gátu með engu móti unað við ástand sitt. Á meðan landvinningamenn fyrirlitu indjána og vildu hafa þá sem þræla kröfðust prestar þess að þeir nytu „hamingju hins innborna", og væru frjálsir. Báðir aðilar börðust fyrir því að hafa með viðhorfum sínum áhrif í þessu máli. Julian Garcés, sem varð biskup í Tlaxcala í Mexíkó árið 1527, tók þátt í deilunni með frægu bréfi til Páls páfa þriðja. Þar segir meðal ann- ars: „Heilagi faðir, mér veitist það ekki vanda- samt að lýsa fyrir yðar heilagleika því, sem ég hef orðið áskynja um þá ástkæru hjörð, sem hefur á skömmum tíma gengið í kirkju vora, til þess að þér megið gleðjast í guði yfir sálarheill okkar. Og svo ég þreyti yður ekki með frekari málalengingum, þar sem þér þurfið að sinna svo mörgum og vandasömum málefnum í þess- um heimi, mun ég nú þegar greina frá réttum málavöxtum. Börn indjánanna eru engan veginn til leið- inda með því að sýna kirkju vorri stífni og þrjósku, eins og börn máranna og gyðinganna gera; nei, þau innbyrða með slíkum hætti sann- leika kristinna manna, að þau ekki einasta bera hann með sér, heldur tileinka þau sér hann, og það svo auðveldlega, að engu er líkara en þau drekki hann í sig. Þau læra fyrr en spænsku börnin, og með meiri ánægju, boðorð guðs og bænir vorrar trúar, sem þau geyma dyggilega í huga sér, ásamt öðru, sem þeim er kennt. Þau eru hvorki gráðug né þrætugjörn, stirfin né óeirin, uppivöðslusöm né hrokafull, illgjörn né heiftrækin, heldur notaleg í umgengni, vel upp alin og afar hlýðin við kennara sína. Þau ei-u bæði elskuleg og hæversk við félaga sína, án þess að klaga þá, baktala eða móðga, eins og algengt er meðal spænskra bama. Samkvæmt því sem vor tíð býður upp á hyllast þau mjög að frjálslyndi. Miklu varðar, að það, sem þeim er gefið, sé gefið einum og öllum, því hvað eina, sem einn fær, deilir hann með öðrum.“ Það voru einkum jesúítar sem náðu árangri í málefnum íbúanna og stofnuðu samfélög í Paraguay þar sem mikill fjöldi indjána lifði í skjóli þeirra, allt þar til jesúítai- voru gerðir út- lægir úr Spánarveldi árið 1767. Frægustu trú- boðsstöðvarnar voru í Misiones-héraði. Þar eð landvinningamenn áttu torvelt með að yfirbuga indjánana þar voru jesúítar sendir til þess að koma réttri skipan á þá. Þeir leituðu indjánana uppi, fóru djúpt inn í frumskógana með biblíuna eina að vopni og létu stundum líf sitt fyrir. En þegar fram liðu stundir gerðist uppgang- y LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.