Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 2
NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR í STOKKHÓLMI MIKILL ÁHUGI OG MIKIL AÐSÓKN HÚSFYLLIR hefur verið á öllum tónleik- um Norrænna músíkdaga sem lýkur í dag í Stokkhólmi og komust færri að en vildu, en það er alveg nýtt fyrirbrigði á þeirri hátíð, að sögn Kjartans Olafssonar tón- skálds sem þar er staddur ásamt fleiri fé- lögum í Tónskáldafélagi Islands. A hátíðinni, sem hófst á mánudag, voru flutt verk eftir sjö íslensk tónskáld: In a magnetic fleld fyrir kammersveit eftir Snorra Sigfús Birgisson, Proud Music of the Storm eftir John Speight, Píanótríó eftir Askel Másson, Mónetta fyrir fíðlu og píanó eftir Kjartan Olafsson, Game fyrir tvær flautur eftir Karólínu Eiríksdóttur, Flecte Lapis fyrir Midi-píanó eftir Atla Ingólfsson og hljómsveitarverkið Bells of Earth eftir Þorstein Hauksson. Þá var Mist Þorkelsdóttur boðið sérstaklega til hátíðarinnar en sá háttur hefur verið hafður á að bjóða þangað tónskáldum af yngri kynslóðinni frá allri Evrópu. Kjartan segir að mikill áhugi og mikil stemmning sé fyrir Norrænum músíkdög- um að þessu sinni og hátíðin sé sérlega vel skipulögð hjá Svíum. Hugsanlega megi rekja aukinn almennan áhuga og aðsókn til þess að Stokkhómur er nú menningar- borg Evrópu. „A hátíðinni hefur oft verið leikin hálfgerð utangarðstónlist fyrir ein- hverja sérhópa tónlistarmanna en í dag virðist hópur áheyrenda vera mjög breið- ur, alveg frá unglingum og upp úr og það er skemmtileg nýbreytni," segir hann. Annað sem hefur komið þægilega á óvart á hátíðinni er skyndileg haustblíða eftir kalt sumar í Svíþjóð. „Hingað mættu allir með vetrarföt og skíðaúlpur en nú er sól- skin og yfir tuttugu stiga hiti,“ segir Kjartan. CAPUT OG SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR TILNEFND CAPUT-HÓPURINN ogSigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari eru tilefnd af Islands hálfu til Nor- rænu tónlistarverðlaunanna fyrir árið 1999. • Frá Danmörku eru tilefnd þau Povl Dissing, vísnasöngvari og trúbador og Kontra-kvartett- inn, strengjakvartett; frá Færeyjum þjóð- lagatríóið ENEKK; frá Finnlandi Maria Kal- aniemi harmonikuleikari og Leif Segerstam stjórnandi; frá Alandseyjum Walton Grönros óperusöngvari; frá Noregi Jan Gai’barek saxa- fónleikari og strengjakvartettinn Vertavo- kvartettinn og frá Svíþjóð Palle Danielsson bassaleikari og Christian Lindberg básúnu- leikari. Á haustfundi nefndarinnai' verður ákvörðun tekin um hver hlýtur verðlaunin og verða þau afhent á fundi Norðurlandaráðs í Ósló 9.-12. nóvember n.k.. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, jafnvirði um 3,8 milljóna ki'óna. Formaður nefndarinnar er Martin Martinsson frá Svíþjóð, en fulltrúi Islands er Árni Harðarson. Þeir íslendingar sem fengið hafa verðlaunin eru Atli Heimir Sveinsson, Hafliði Hallgríms- son og Björk Guðmundsdóttir. LESIÐ I MALVERK Morgunblaðið/Ámi Sæberg. HVER myndlistarsýningin rekur aðra og mega þeir, sem vilja fylgjast með, hafa sig alla við vegna stutts sýningar- tíma. Það væri mikið heillaspor, ef þeir, sem að myndlistar- sýningum standa, lengdu sýningartimann, þannig að sem flestir myndlistarunnendur gætu notið allrar þeirrar fjöl- breytni, sem ríkir. SYSTURNAR FLYTJA „RÓMANTÍSKT OG FALLEGT" VERK eftir Clöru og Robert Schumann eru meðal þess sem er á efnisskrá ein- söngstónleika systranna Signýjar Sæ- mundsdóttur sópransöngkonu og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara í Hafn- arborg annað kvöld, sunnudagskvöld. Tón- leikarnir eru þeir sjöttu í röðinni „Tónleik- ar á afmælisári,“ sem Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, stendur fyrir í tilefni af 90 ára kaupstaðar- afmæli Hafnarfjarðar og 15 ára afmæli Hafnarborgar. „Þetta eru dæmigerðir ljóðatónleikar, falleg og klassísk dagskrá," segir Signý að- spurð um efnisskrána. Rómantíkin svífur yfir vötnum í fyrri hluta tónleikanna, þar sem flutt verða verk eftir Clöru og Robert Schumann. Signý segir það mjög gaman að fá að flytja nokkur af lögum Clöru, þar sem þau séu ekki á efnisskrá á hverjum degi. Seinni hlutinn hefst með fjórum lögum eftir Arnold Shönberg, dæmigerðum síðróman- tískum ljóðum frá byrjun þessarar aldar. Þegar hér er komið sögu tekur svo við frönsk tónlist, „glettin og skemmtileg lög eftir Erik Satie, textinn dálítið kómískur og nánast absúrd. Þá er ástarvals eftir Franc- is Poulenc og svo endum við á þremur ljóð- um úr lagaflokki sem heitir Sumarnætur eftir Hector Berlioz," segir Signý. Morgunblaðið/Ásdís SIGNÝ Sæmundsdóttir sópransöngkona og Þóra Fríöa Sæmundsdóttir píanóleikari. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Asmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Art Hún, Stangarhyl 7 Toshiko Takaezu. Leirlistaverk. Til 4. okt. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Gunnar Bjamason. Til 4. október. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Til 29. sept. Gallerí Kambur, Holta- og Landsveit Ólafur Elíasson. Til. 4. okt. Gallerí Listakot Samsýning 13 listakvenna. Til 26. sept. Gallerí Stöðlakot Vatnslitamyndir eftir Nikulás Sigfússon. Til 11. okt Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox v. Vatnsstíg: Almee Simons. Gallerí Barmur: Gunnar Magnús Andrésson. Gallerí Hlust, sími: 551 4348: Story, eftir Janet Passehl. Út sept. Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til 30. sept. Gérðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til 24. okt. Hafnarborg Apótekið: Ljósmyndasýning Bernts Schlussel- burg. Sverrissalur: Margrét Guðmundsdóttir, ol- íumyndir. Aðalsalur: Anna Sigríður Sigurjónsdót- ir, skúlptúrar. Til 5. okt. Hallgrímskirkja Tryggvi Ólafsson. Til septemberloka. Ingdlfsstræti 8 Eloi Puig. Til 11. október. Kjarvalsstaðir -30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Listasafn ASÍ Gryfjan: Jun Kawaguchi. Asmundarsalur: Þóra Sigurðardóttir. Til 4. okt. Listasafn Einars Jönssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sigrún Eldjárn. Bridget Woods. Margrét Sveins- dóttir. Til 27. sept. Listasafn íslands íslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Til 19. sept. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Orri Jónsson sýnir Ijósmyndir. Til 10. okt. Norræna húsið, Hringbraut Roj Friberg. Til 27. sept. Andy Horaer. Ljósmyndir frá Álandseyjum. Til 30. sept. Nýlistasafnið Sýning í umsjá Harm Lux. Sýnendur eru frá Sviss, Ungverjalandi og Islandi. Safnasýning. Til 27. sept. Safn Asgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd Harpa Bjömsdóttir sýnir til 24. okt. TÓNLIST Laugardagur Skálholtskirlya: Scola Cantorum. Kl. 17. ísafjörður. Iþrtíttahúsið Torfanesi: Sinfóníu- hljómsveit íslands og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona. Kl. 15.30. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Douglas A. Brotchie orgelleik- ari. Kl. 20.30. Hafnarborg: Signý Sæmundsóttir, sópransöng- kona og Þóra Fríða Sæmundsdóttur, píanóleikari. Kl. 20.30. Reykholtskirkja: Scola Cantorum. Kl. 17. Þriðtjudagur Selfosskirkja: Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona og Jörg Sonderman, oragnisti Hveragerðis- kirkju. Kl. 20.30. Fimmtudagur Húskólabfó: SÍ. Gula röðin: Love Derwinger, pí- anóleikari. Stjórnandi Mikko Franck. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Bróðir minn ljónshjarta, sun. 27. sept. Gamansami harmleikurinn, fös. 2., okt. Borgarleikhúsið Grease, lau. 26. sept. Fös. 2. okt. Sex í sveit, lau. 26. sept. Iðnó Dimmalimm, lau. 26. sept. Þjónn í súpunni, lau. 26., sun. 27. sept. Fim. 1., fös. 2. okt. Leikhússport, mún. 28. sept. íslenski dansflokkurinn Night, Jorma Uotinen; Stoolgame, Kiri Kylián; La cabina 26, Jochen Ulrich, íim. 1. okt. íslenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 27. sept. Hellisbúinn lau. 26., fim. Fim. 1. okt. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 26. sept. Fjögur þjörtu, lau. 26. sept. Hafnarfiarðarleikhúsið Við feðgarnir, lau. 26. sept. Síðasti bærinn í dalnum, sun. 27. sept. Kaffileikhúsið Svikamylla, lau. 26. sept. Fös. 2. okt. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menningdistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.