Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 17
I fólksíjölda og stærð þjóðríkja. Fornt, upprunalegt og ekta handverk frummanna hvar sem því sér stað er grunnur hámenningar til jafns við þróaðar myndlistir seinni tíma, enda sækja núlistir aldarinnar ekki svo lítið í mal þess. Þá sjálfsprottnu heimspeki og yfirskilvitlegu leyndardóma sem sköpunargleðin felur í sér og aldrei verðui' að fullu útskýrð. Framber á ljósan hátt neista þeirra eðlisbomu eiginda sem endurreisnin sameinaði í eitt hugtak, list, ígildi hámenningar og vísinda. Hugtak sem þó er svo óútskýranlegt í grunni sínum, að fæstir afreksmenn hafa getað skilgreint gerðir sínar frekar en vísindamenn leyndardóma lífsins í alheimi, né vitundina að baki gerða mannsins, sjálfan guðdóminn. Að vísu reynir nútíminn það í spreng, ekki síst allir þeir sem umbylt hafa listhugtakinu og listaskólum á undanföm- um ái'atugum. Grísku skáldsnillingarnir gátu lítið út- skýrt skáldskap sinn og málarinn Rembrandt Harmenz van Rijn á einungis að hafa skilið efth- sig sjö orð um myndlist, en þó margt listaverka og hóp frábærra læri- sveina er máluðu í anda hans, á stundum svo vel að lang- an tíma hefur tekið að greina á milli, og hefur fyrst tek- ist með hátækni seinni tíma. Færir heim sönnur á, að mergð og fyrirferð orða er ekki aðalatriðið, vísast harla léttvæg á vogarskálum tímans þá skapandi kenndir og listhugtakið era annars vegar. Maóríar eru afar listhneigður þjóðflokkur, sem kom líkast til frá mið- og austur Pólynesíu, fyrir um það bil þúsund áram. Teljast frumbyggjar Nýja-Sjálands, sem er töluvert sunnan við hvarfbaug, eða á svipuðum breiddargráðum og enn sunnar en Tasmanía. Námu eyjamai' fjöllóttu og aflöngu og nefndu Aotearoa, land hinna löngu hvítu skýja, og aðlöguðu menningu fyrri heimkynna tempraðara loftslagi og umhverfi. Þegar Evrópubúar sem Maórítar nefna, Pakhea, komu og lögðu undir sig Kyrrahafseyjar á ofanverðri átjándu öld, gáfu þeir Aotearoa nafnið Nýja-Sjáland. Land- könnuðurinn Cook gerði sér þrjár ferðir þangað á árun- um 1768-1780 og munir sem hann tók með sér heim til Englands voru sennilega fyrstu kynni vestursins af menningu maóría, og uppistaðan í eign safnsins, þótt mikið hafi bæst við síðan. Eins og alls staðar þar sem Evrópubúar námu lönd snarfækkaði hinum innfæddu, auk þess sem þeir glötuðu meginhluta landflæmisins í hendur þeirra í ófriðnum 1860. Harmsagan frá land- námi Suður- og Norður Ameríku endurtók sig á Kyrra- hafinu, hvíti maðurinn hafði ekkert lært, og þannig era maóríar er svo er komið einungis 13% af íbúum Nýja- Sjálands, og hafa átt í miklum erfiðleikum við að við- halda menningu sinni og tungumáli. En núlifandi kynslóð hefur á mjög athyglisverðan hátt leitast við að þróa hin sérstöku einkenni eyja- skeggja, Maórítanga, og samlaga nútíma þjóðfélags- háttum. List maóría er þannig enn við lýði, hefur haldið mikil- vægi sínu og sérstökum einkennum innan pólynesíska svæðisins. Hún er talin hafa risið hæst á sautjándu og átjándu öld, einmitt skömmu áður en Evrópubúar komu til sögunnar. Sér einkum stað í hvers konar list> rænum munum til daglegs brúks, vh-ðingartáknum höfðingja og presta sem vegna stöðu sinnar máttu ekki umgangast annað fólk og þurftu að bera auðþekkjanleg kennimerki utan á sér. Sérstök einkenni vinnubragða maóría, era hin óvið- jafnlega tæknilega færni, efniskennd og formræna inn- lifun, sem kemur einkum fram í höggmyndum, brúks- hlutum og hvers konar skreyti á byggingum í þorpum þeirra. í sameiginlegu rými vora og era að hluta til enn, gluggarammar, hurðarstafir og gafltoppai' með dulrænum eða sögulegum útskornum táknum og minn- um. Allt sem þeir snertu við og mótuðu ber í sér háþró- aða bernska lifun, yfirburða næmi á myndrænt jafn- vægi, ófreski og duldir samfara frjálsbornum en öguð- um tjákrafti. Vopn þeirra og verjur voru ekki einungis glæsileg smíð í formrænni gerð, heldur iðulega ríku- lega skreytt, en á þann hátt að skreytið fylgdi forminu án þess að raska því hið minnsta, auðgaði það öllu frek- ar. Hinar mjúku og ávölu línur geta jafnvel minnt á æskustílinn og fagra tímabilið í Evrópu, Art Nouveau og Belle Epoque, að því leyti að í þeim er falin svo mik- il lífsgleði og tilfinning fyrir fegurðinni og náttúru- mögnunum. Vefnaður þeirra svo háþróaður að hann stenst samanburð við margt hið gildasta í nútímatextíl- um og hér varð ég oftar en ekki meira en lítið hvumsa. Þannig er til að mynda hundahár og fleiri efni notuð á ýmsan hátt til fyllingar í vefnaði á svipaðan hátt og hrosshár hjá íslenzkum listakonum. Allur efniviður í náttúranni hagnýttur, þó einkum tré, tágar, steinn, fílabein og jaðe, sem er sérstök steinategund er sam- anstendur af breyskju vissra amfiból- eða pyroxen- kristalla Það er líkast sem eitthvað upphafið og magnað hrís- list um mann allan við að líta alla þessa hugkvæmni og eðlislægu fegurðarþrá, sem ber þó í sér mörkuð og þró- uð lögmál, nið og lífsmögn aldanna. Hér sameinast margt það í eitt sem stendur undir því að vera ekta og upprunalegt handverk í beinu sambandi við jarðarmögnin allt um kring og sjálft sköpunareðlið, felur í sér sönnustu og jarðbundnustu kviku listarinnar. Fyrirbrigði, kringumstæður og upp- stokkanir hversdagsleikans á fullu, sem gefa núlista- gjörnungum ekkert eftir. Það var ekki aðeins að klæði maóría væri óviðjafn- legur vefnaður með margvíslegu skreyti, heldur mál- uðu þeir líkama sína við hin margvíslegu tækifæri og húðflúr þeirra var háþróuð list. Hér er skyldleikinn við frumbyggja Ástralíu, Nýju-Gíneu og Polynesíu auðsær og má enn minna á að farandsýning á list þeirra fyrstnefndu, Aborginal Art, hefur farið sigurför um heiminn frá upphafi þessa áratugar. Hafði þá tekið nær heila öld að viðurkenna mikilvægi listar frummanna til fulls, sem þeir Matisse, Picasso, Modigliani, Brancusi og fleiri stórmeistarar módem- ismans hagnýttu í listsköpun sinni á fyrstu áratugum aldarinnar. ÞAÐ sér greinilega í upprunann þegar ungir maórískir listamenn vinna í núlistum. DÆMI um kufl úr hör og fjöðrum sem var Innsetning eftir Maureen Lander, Nga Puhi og Te Hikutu, fyrir sýninguna Kourangi sérstaklega gerður fyrir þjóðháttadeild Brit- New Maori Art, í Auckland Art Gallery 1995. ish Museum 1994. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 t 17*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.