Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 20
ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TÓNLISTARINNAR Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson AÐ LOKNUM flutningi Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Caput á fiðlukonserti Hauks Tómassonar. Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson er lengst til vinstri, þá tónskáldið og einieikarinn og svo Caputhópurinn. Fjögur íslenzk verk hljómuðu á nútímatónlistarhátíðinni Varsjárhaustinu; fiðlukonsert og hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson, Islenskt rapp eftir Atla Heimi Sveinsson og verk eftir Atla Ingólfsson. ÞQRARINN STEFÁNSSON fór til Varsjár og fylgdist með. Á ÆFINGU: Gerður Gunnarsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Guðmundur Kristmundsson stilla saman strengina. F ROSIN ásjóna tónleikagesta lýsti aðdáun og einbeitingu en breyttist fljótt í undrun og síðan í kæti með örlitlu prakkaraívafi þegar með- limir CAPUT hópsins hófu upp raustir sínar og kváðu hvert í kapp við annað í Islensku rappi Atla Heimis Sveinssonar. Verkið var síðast á efnisskrá tónleika sem haldnir voru sunnudaginn 20. september í tónleikasal Fré- déric Chopin Akademíunnar í Varsjá í Pól- landi. Þar er nú nýlokið hinni árlegu tónlist- arhátíð „Haustið í Varsjá“ og voru tónleikar CAPUT einn dagskrárliðanna. „Eg hef alltaf saknað vissrar skemmtitón- listar innan nútímatónlistarinnar," sagði Atli Heimir eftir tónleikana. „Eg á ekki við afþr- eyingu eða iðnaðarpopp heldur eitthvað í ætt við það sem Mozart var að gera, Bellini, Ha- ydn og Rossini. Þetta hvarf svolítið á nítj- ándu öldinni, menn tóku sig lengi vel mjög al- »varlega. Eg er ekki að sækjast eftir einhverri afskræmingu eins og til dæmis hjá Stravin- sky eða Picasso heldur fallegum léttleika og áhyggjuleysi." Islenskt rapp er ekki fyrsta verk sinnar tegundar eftir tónskáldið. Atli segir frá því þegar Zygmunt Krauze var einu sinni með lítinn hóp tónlistarmanna sem hann kallaði „Music Workshop“ og bað um tuttugu tón- skáld að semja litla dansa frá heimalandi sínu. Atli ákvað að skrifa stuttan rímnadans og byggja á hefðbundinni hrynjandi þeirra. „Þetta kallaði ég „Fantastic Rondos" og var ^verkið frumflutt á Haustinu í Varsjá árið 1980. Aðrir tóku síðan verkið til flutnings og það vakti almenna athygli, einnig áheyrenda og ég fékk beiðni frá sænskum hópi um að gera meira af þessu. Þetta þróaðist svo þannig að ég lét hljóðfæraleikarana fara með texta á ensku eins og tilheyrir í rappinu og þá fór það hugtak að festast við verkin. þriðja rappið varð síðan til þegar hópur danskra tónlistarmanna hélt tónleika eingöngu með mínum verkum og það vantaði verk í lokin þar sem allir kæmu fram. Þar notaði ég sömu aðferð, stal hugmyndum frá sjálfum mér, byrjaði á því að vitna í fyrri röpp og spann síðan áfram. Ef mér datt ekkert í hug stal ég bara meiru. Þannig hafa verkin alltaf orðið meiri og meiri að vöxtum þótt þau séu alltaf stutt.“ > Nýjasta rappið sem CAPUT flutti í Varsjá nýverið er hins vegar alíslenskt rapp og þar eru flytjendurnir látnir kveða við eigin undir- leik. „Þetta eru verkin sem ég skrifa þegar mér dettur ekkert í hug, þegar ég hef ekkert að segja. Þetta er í stíl við það sem John Ca- ge sagði: „I have nothing to say, and I say it.“ - „Take it easy but take it.“ Eg var líka að hugsa um að kalla þetta Lönguvitleysu." Þó að Haustið í Varsjá sé alþjóðleg tónlist- arhátíð var að þessu sinni lögð áhersla á nor- ræna nútímatónlist og flytjendur. Pöntuð voru fjórtán ný verk sem frumfiutt voru á tónleikum hátíðarinnar. Meðal tónskálda sem leitað var til var Haukur Tómasson. Verki hans „Storku“ fyrir sinfóníuhljómsveit var gert hátt undir höfði þar sem það var frum- , flutt á opnunartónleikum hátíðarinnar í þjóð- rurfílharmóníunni í Varsjá í flutningi Sænsku útvarpshljómsveitarinnar undir stjórn Jos- ephs Sensens. Tónleikunum var útvarpað beint í pólska útvarpinu. „Aðstandendur há- tíðarinnar höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári síðan og fóru þess á leit við mig að ég sendi verk fyrir hátíðina. það var auðsótt mál og ég gerði það gjarnan því hér er sterk hefð fyrir nútímatónlist og frábærir tónlistarmenn sem héðan koma,“ sagði Hauk- ur Tómasson. „Ég hugsaði mikið til pólskra tónskálda meðan verkið var að mótast í koll- inum á mér en ég held nú samt að áhrif frá þeim hafi ekki náð að síast inn í verkið. Ég ^hugsaði líka um ástæður þess að Pólverjar sýna norrænni tónlist slíkan áhuga, hvað það væri í tónlistinni sem einkenndi hana. Ég held að íslenskir tónlistarmenn og tónskáld geti aldrei alveg slitið sig burtu frá náttúr- unni. Það eru tvö element sem einkenna tón- skáld að mínu mati, annað er náttúran og hitt er að segja sögu. Ég held að hið fyrra eigi frekar við í mínu verki.“ Haukur lenti í þeirri óvenjulegu stöðu varðandi verk sitt Storku að vera ekki viðstaddur eina einustu æfíngu. Hann var því ger- samlega upp á flytj- enduma kominn og heyrði verkið í fyrsta sinn í glæsi- legum salarkynnum þjóðarfílharmóní- unnar. „Ég hef verið önnum kafinn við flutninga undanfarið og hafði ekki tök á að fara til Svíþjóðar vegna æfinganna. Ég ákvað að mæta beint á tón- leikana og hugsa ekki um verkið frekar held- ur reyna að hlusta eins og hver annar tón- leikagestur - sem auðvitað er ekki hægt. Ég var nokkra mánuði að semja verkið og því ekki búinn að gleyma neinu þó að viss fjarlægð væri komin sem er reyndar bara mjög gott. Hljómsveitinni tókst þó að koma mér skemmtilega á óvart að mörgu leyti og ég held að ég hafi lært mikið af þessu.“ Haukur sagðist hafa verið ánægður með flutninginn og „nokkuð ánægður" með verkið en hann fær nú tækifæri til að melta það upp á nýtt og huga að breytingum því Sinfóníuhljómsveit Islands mun leika Storku í Háskólabíói í janúar. Storka er fímmta hljómsveitarverk Hauks og stærsta verk hans eftir Fjórða söng Guð- rúnar sem fluttur var eftirminnilega í Kaup- mannahöfn á síðasta ári. Haukur Tómasson samdi þó Fiðlukonsert á milli þessara verka en hann var einnig fluttur á tónleikum CAPUT sem áður er getið. Sigi’ún Eðvalds- dóttir lék einleik eins og við frumflutning verksins á Listahátíð í vor. Auk verka þeirra Hauks og Atla Heimis lék CAPUT einnig verk eftir Atla Ingólfsson ,La Métrique du Cri“, ,Marchenbilder“ eftir Hans Abraham- sen frá Danmörku og „Chant Chains“ eftir Finnann Veli-Matti Puumala. Atli Ingólfsson var ekki viðstaddur flutninginn. Tónlistarhátiðin Haustið í Varsjá var hald- in í fyrsta sinn árið 1956 á viðkvæmum tíma í heimssögunni þar sem Pólland var eins og milli tveggja pólitískra elda. Hátíðin var ekki síst sett á lagirnar til að undirstrika sjálf- stæði þeirra þar sem aðaláhersla var lögð á nýsköpun í tónlist. Við lok seinni heimsstyrj- aldarinnar voru mörg glæsileg tónskáld stai’fandi í Póllandi og hátíðin var vettvangur fyrir þá til að koma verkum sínum á framfæri en einnig til að halda sambandi við hinn vest- ræna heim, við stefnur og strauma annars staðar frá. Hátíðin opnaði dyrnar að umheim- inum fyrir tónskáld eins og Lutoslawsky, Penderecki, Górecki og Krauze. Sem dæmi um stórhug Pólverjanna má nefna að fyrr á árum voru verkin sem frumflutt voru á hátíð- inni fáanleg á nótum á sama tíma og flutning- ur fór fram og aðeins tveim dögum eftir frumflutninginn var hægt að kaupa verkin á hljómplötum. Þetta þekktist hvergi annars staðar. „Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd Póllands og ég held að pólska framúrstefnan hafi verið hrein fóðurlandsást," sagði Atli Heimir Sveinsson en hann hefur margoft heimsótt Pólland og verk hans oft verið flutt á hátíðinni. „Þeir vildu sýna stóru nágranna- þjóðum sínum sem svo oft hafa skipt Póllandi á milli sín, Rússunum og Þjóðverjum að þeir væru sjálfstæðir bæði í hugsun og gjörðum. Þetta gerðu þeir í gegnum tónlistina. Haustið í Varsjá varð því snemma einn merkilegasti og mikilvægasti vettvangur iyrir nútímatón- list í heiminum og flaggskip pólskrar menn- ingar. Pólverjum hefur tekist að halda þess- ari stöðu hátíðarinnar því enn í dag er hér hægt að heyra það nýjasta og ferskasta í nú- tímatónlist.11 Heimsókn CAPUT hópsins til Varsjár var stærsta framlag Islands til hátíðai’innar því í 42 ára sögu hátíðarinnar höfðu áður aðeins verið flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigubjörnsson. Framlag Islending- anna vakti mikla athygli fjölmiða og voru tón- leikar CAPUT hljóðritaðir af pólska útvarp- inu. Sjónvarpstöðvar og fagtímarit fjölluðu um hátíðina enda voru þar samankomnir margir af mest áberandi tónlistarmönnum og tónskáldum Norðurlanda til fundar við pólska kollega sína. ÍSLENSKT rapp eftir Atla Heimi Sveinsson var frumflutt í Varsjá. CAPUT flutti verk eftir Atla Ingólfsson ,La Métrique du Cri“. » 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.