Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 9
satt að segja lýsir það sig hvað best í ótrúlegri umfjöllun og athygli sem Mokka fékk frá dag- blöðunum sem fyrirfimdust í landinu. Dagblöðin sem skrifuðu um Mokka voru ein þrettán og sýn- ingamar voru a.m.k. á tveggja vikna fresti. Blaðamenn kepptust við að koma á opnun sýn- ingar til að taka viðtöl við listafólkið sem var af ólíkum toga allsstaðar af landinu og erlendis frá, segja nokkur falleg orð um myndimar og hvort og hve margar myndir hafi selst. Stundum virtist sá mælikvarði vera mælikvarði á listrænu gildi. Var þessi blaðamennska meira lík „tilkynningar- skyldu" heldur en eiginlegri myndlistargagn- rýni, enda ekki vani að meðhöndla sýningarhald sem fréttir. Slík umfjöllun, ef hún var þá til, til- heyrði helst ekki dagblöðum og því var blaða- mönnunum nokkur vorkunn að reyna að feta sig á gagnrýnisbrautinni sem margir tróðu nú. „Mokka listamannakrá?“, var spurt árið 1964 í titli dæmigerðar greinar sem fjallar um kaffi- og kaffihúsamenningu. Margir vildu meina að Mokka hefði tekið við bóhemlífi kaffistofunnar á Laugavegi 11, þó svo að listamennirnir væm ekki einu gestirnir. Staðurinn var hreinlega at> hvarf hjá ákveðnum einstaklingum og þarna kom margt fyrirmennið. Mokka gat því orðið uppspretta „Séð og heyrt“ frétta fyrri tíma. Að þessu leyti hefur Mokka aldrei þurft að reiða sig á mátt auglýsingarinnar, enda óbeinu þættirnir margir sem vakið hafa umtal. Hið mikla fjöl- miðlaumtal sem alltaf hefur loðað við sýningarn- ar hefur nánast auglýst staðinn upp frá byrjun, þar sem yfirleitt var endað á ágætis einkunn um kaffið á Mokka. Nú hafa verið settar upp a.m.k. 426 sýningar á kaffistofunni og léttilega væri hægt að gefa út bók sem innihéldi ,jafnaðar- mannslega" listasögu Mokka, byggða á blaða- greinum. Allir listamennirnir fengu jafnmikið pláss og umfjöllun hvort sem um væri að ræða frístundamálara utan af landi, vefara frá Fil- ippseyjum eða meðlim SUMhópsins. Sýningarhald á Mokka breyttist þó töluvert með tilkomu Hannesar Sigurðssonar listfræð- ings, en hann og kona hans, dóttir Guðmundar og Guðnýjar, stunduðu bæði nám í Bandaríkj- unum. Tók Hannes við sýningarhaldinu þar úti árið 1991 og stýrði fyrstu sýningunum þaðan, en þær tóku minna mið af lýðræðislegum mark- miðum Guðmundar og Guðnýjar, þ.e.a.s. að ekki gera upp á milli listamanna og leyfa nánast óheft sjálfstæði þeirra við sýningar, en lagði þess í stað meiri áherslu á að vinna með anark- ismann í Mokka, alþjóðavæðinguna og Mokka sem tilraunastofu í andlegum efnum. Þessi blanda innihélt mjög úthugsaðar sýningar. Áherslan á líkamslist hrærðist saman við samfé- lagið og sýn manna á veruleikann og þurfti oft áræðni til að koma niður þessum „kokteil". Sýn- ingin Eitt sinn skal hver deyja (listahátíð 1996) er einna minnisstæðust í þessu samhengi, en þar fléttaði Hannes saman líkmyndum Andres Serrano í galleríinu Sjónarhóll og íslenskum lík- myndum (m.a. af bömum) fyrr á tímum á Mokka, ásamt öðrum uppákomum sem tengdust sýningunni vítt og breitt um Reykjavík. Með þessum uppátækjum tókst Hannesi að kynna þekkta erlenda, og oft umdeilda, listamenn í vasabrotsútgáfu, innlima íslenskan veruleika um leið og pakka öllu saman með fjölmiðlum og auglýsingum. Þannig hafa tilrauniraar og rann- sóknfrnar í menningarlegu landslagi Islands orðið vettvangur nýbreytni í íslensku sýningar- haldi á alþjóðlegum skala, þar sem Hannes leggur áherslu á samstarf við íslenska sem er- lenda listamenn í mótun sýninga og hrista svo laglega upp í viðteknum viðhorfum. En þessar andlegu framkvæmdir eru ekki ókeypis og skilningur yfirvalda á því lítill að mati Hannes- ar. Til að vekja athygli á litlum fjárveitingum fór hann í „menningarlegt" verkfall sumarið 1997 og hætti öllum störfum. Nú rekur hann menningarfyrirtækið art.is sem sér m.a. um sýningarhaldið í Mokka. Við sem yngri erum og þykjumst vita hvað kaffihúsamenning gengur út á lifum í goðsögn- inni um þessa opinberu stofu. Við vitum að í handarkrikanum á Skólavörðustígnum leynist þessi kaffistofa með sína áru, vitandi að fyrir marga gat það verið óyfirstiganlegt að ganga inn um dyr kaffístofunnar. Þar þótti andrúms- loftið alltof óvenjulegt að maður tali nú ekki um furðulega gesti og furðulegar myndir, og þessir gestir hafa skilið eftir sig for í veggjunum ef vel er að gáð, skuggaspor sem ekki hafa verið máð út. Maður er feiminn við fyrstu kynni, gestirnir fylgjast með hver þú ert, meira að segja slitfarið í gólfteppinu við afgreiðsluborðið horfir á þig með sínu „búddíska auga“, vandræðagangurinn við að panta fyrsta mokkabollann (kaffi latte, kappútsjínó eða kaffi hitt!, kakó jafnvel - nú heitt súkkulaði ?! -), sest niður í þessum undar- legu, nánast kafkaísku heimkynnum. Og fyrr en varir kemur maður aftur og aftur í heimsókn. 40 ár að baki í verðandinni án breytinga kall- ar á afmælissýningu (sem hefst 2. okt.) sem vek- ur fólk til íhugunar um jafn „sjálfsagðan" hlut í menningu okkar. Sýningu sem kallar fram kaffi- stofuna Mokka á hógværan og ótruflandi hátt eins og henni sæmir. Sýning sem kemur og fer að næturiagi eins og allar hinar. Mokka er sjálft listaverkið. Höfundarnir eru að vinna að lokaverkefni fyrir meist- arapróf við Árósaháskóla. HERMANN R. JÓNSSON KEISARINN Ég sit inni á stað. Þar eru brostnar vonir og engir draumar eftir. Þar er vonin sem óvinur og ástin ómerkilegt orð. Þar eru brosin gleymd. Ogþað sem lííið lofaði áður með fallegum myndum er geymt í andliti vonbrigðanna. Það er líkt og sár síðustu ára séu lögð inn á bankabók án alls. Og synt í þeim og tekið út eftir þörfum með hverju pöntuðu glasi síðan lagt inn aftur og notað fyrir seinni pan tanir. Höfundurinn er verzlunarmaður í Reykjavík. EFTIR að hún hafði hengt upp öll jakkafötin hans meðfram svefn- herbergisveggnum beitti hún skærunum og klippti tvo senti- metra af hverri erm og hverri skálm. Hún skildi náttfbtin eftir í skápnum. Efnisbútarnir duttu á gólfið hver á fætur öðrum. Hún var róleg á meðan hún lauk við verkið, hrað- aði sér svo niður í eldhús, skildi bútana eftir, setti skærin aftur í skúffuna, lokaði henni, sneri sér í hálfhring, horfði svipbrigðalaust í dimmt anddyrið og beið. Hann myndi koma heim, hélt hún, hann hafði engan annan stað til að fara á. Hún fór í svörtu skóna. Það hafði stytt upp. Rigningin úti hafði skilið eftir litlar tjarnir á stéttinni sem hún trítlaði yfir í áttina að bílnum. Nei, hún myndi labba, henni fannst alltaf gott að labba í myrkri. Bílstjórinn hans gjóaði til hans augum í baksýnisspeglinum. Hann var þreytulegur. Hann reiknaði ekki með að hún væri heima og gekk beina leið upp í svefnherbergi. Skómir lentu útí horni og hann kveikti á rúmlamp- anum. Náttfötin héngu ein í tóm- um skápnum, hann virti ónýt jakkafötin vart viðlits, og tók, að honum fannst, síðasta andartakið. Hann fór í náttfötin. Honum fannst gott að vera kominn í rúm- ið sitt, hann leið útaf og fáeinum mínútum eftir að hann hafði slökkt ljósið var hún komin og beið við útidyrnar. „Eg elska þig,“ hafði hann sagt við hana í garðinum. Hún elskaði að láta hann bíða eftir svari eitt augnablik á meðan hann horfði á hana. Nú beið hún. Droparnir úr eldhúsvaskinum rufu þögnina þegar hún gekk inn. Hún herti kranann, fann á sér að hann var sofnaður, lagðist í sófann og lét þreytuna líða úr sér til morguns. Síminn hringdi en hún svaraði ekki. Aftur var hringt en hún svaraði ekki. Hún útbjó morgunmat. Hún fór upp í svefnherbergi og staðnæmdist á miðju gólfinu. Axl- ir hans risu og sigu hægt og þétt. Hún settist á rúmstokkinn og ætlaði kannski að strjúka honum um hárið en gætti þess að vekja hann ekki. Hún ætlaði ekki að eiga við hann. Síðan tók hún sitt til, náttkjól, „make- up“ og inniskó, færði það inn í aukaherbergið sem eitt sinn átti að vera barnaherbergi, og dró fyrir. Hún ætlaði að sofa nakin, þeim hafði þótt gott að elskast þarna. Úti var sól- skin, hún heyrði hvernig fuglarnir sungu en hún myndi ekki láta neitt skína inn. RÚNAR KRISTJÁNSSON í SKÁLHOLTI Hér á þessum helga stað hljómar berast víða að þegar landsins líf og sál leggur fram sín bænarmál. Hér er andlegt höfuðból, heilla alda trúarskjól, heigidómur lýðs og lands, ljós oggæfa friðarbands. Glötum aldrei góðri trú, glæðum hana í brjóstum nú. Eflum kristinn kærleikssjóð, krossinn blessar land og þjóð. Blessun sú er sigur Hans sem er forsjá kærleikans. Hér á þessum helga stað hægast er að skilja það. Því skal heit frá sálum send sérstök bæn með þakkarkennd út um landsins byggðu ból: Blessi drottinn Skálholtsstól. Höfundurinn býr ó Skagaströnd. RÚMOG TÍMI SMÁSAGA EFTIR EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Hún hleypti engum inn nema lækni. Hann svaf enn á þriðja degi. Læknir þeirra gat sér til að hann væri þreyttur og gaf honum beint í æð ef hann skyldi sofa lengur. Læknirinn kvaddi og fór. Hann hreyfði sig ekki þegar hún gekk af- skiptalaust inn í svefnherbergið. Andai-drátt- ur hans var stöðugur. Hún þóttist ekki sjá hann, hún þurfti bara skyrtu og leitaði með örlitlum fýlusvip. Hún fann létta skyrtu sem INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR NR. ÞRETTÁN Lífið er sterkt eins og mosinn Það grær á klöppunum við hafsbrúnina og heldur heljartaki í bláhvíta tilveruna Þegar ekkert veiðist verða mennirnir þöglir þeir standa í hópum og horfa á mávana. Kannski vita þeir hvað varð um silfurlitu fískana. Telpa við skúr litar hvítar rendur á hafbarða steina og syngur hljóðlega Afí hennar átti gulnaða mynd af ungri stúlku með fölleitt bros sem hann setti á borðið hjá svissnesku klukkunni. henni þótti gott að ryksuga í. Hún hafði ekki ryksugað lengi, hann hafði alltaf tekið eftir þegar ló safnaðist saman þótt hann minntist aldrei á það. Hann bara brosti. Hún ryksug- aði stiga og gang af natni, hún var ekki átta- villt, aðeins að hugsa. Hún ætlaði ekki að láta það eftir honum að stjana við hann. Hún var viss um að hlutirnir myndu ganga einhvem- veginn upp. Á nóttunum lét hún enn einsog hann væri ekki þarna, hún missti ekki af upp- áhaldssjónvarpsþáttunum sínum, sápunni og „Gettu nú!“. Á fimmta degi gerði hún góðan mat, borðaði ein, fletti í gegnum magasín og virti fyrir sér módelin, las í gegnum upp- skriftir, garðræktarhornið, leiðara, tísku og hárklippingar. Hún skrapp upp í herbergið þeirra til að athuga eitthvað í skápnum, en ætlaði ekki að taka eftir honum þótt hún stælist til að gjóa augun- um aðeins til hans. Hann var kominn með sjö daga skegg. Hún lagaði á sér hárið fyrir framan klósettspegilinn. Hún var ánægð með það. Hún rak augun í raksápuna með sítrónulyktinni. Axlir hans risu og sigu undir sænginni. Hún lagaði nátt- fatakragann til, strauk honum um hárið og bar sápuna mjúklega yfir skeggbroddana. Beitt rakvél- arblaðið gerði raksturinn auð- veldan. Hann umlaði í gegnum svefninn en svaf þó fast. Hún tók varalitinn og bar á varir hans. Hún dró rauða brosandi línu um munninn og setti tvo bletti á kinnamar. Þá fór hún aftur inn í aukaher- bergið, háttaði sig og reyndi að sofna. Hún hefði ekki átt að gera þetta, og ætlaði að láta hann vera framvegis. Kvöldið eftir fylgdist hún með spumingaþættinum en heyrði varla spurningamar og leiddist svörin. Hún slökkti á sjónvarp- inu, fór upp í aukaherbergið og lagaði gluggatjöldin, henni fannst vera rifa. Svo sofnaði hún. Tíminn beið. Á ellefta degi þvoði hún honum um hárið, klippti það og snyrti, en rakaði það svo allt af. Ber skallinn yngdi hann upp og lítið ör úr sveitinni, sem lá þvert á hnakkann, gerði hann strákslegri. Hún opn- aði gluggann og ferskt loft smaug inn. Hún flýtti sér út, kom aftur inn. Hún stoppaði á miðju gólfi í örlitlum sólargeisla sem stalst inn um rifu á gluggatjöldunum. Vindurinn hlaut að hafa hreyft þau. Hún skreið upp í til hans og kraup undir sænginni. „Ég elska þig,“ hafði hann sagt í garðinum. Hún elskaði að láta hann bíða eitt augnablik. Nú beið hún, en hann skyldi aldrei fá að vita. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.