Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 12
KIRKJUSTRÆTI 2 - Herkastalinn. Einar teiknaði húsið árið 1916. Upphaflega var húsið tvílyft en árið 1929 var tveimur hæðum bætt við og teiknaði Einar einnig viðbótarhæðirnar tvær. AUSTURSTRÆTI 14. Hér sést lágmynd Guðmundar frá Miðdal. Húsið teiknaði Einar árið 1928 og ber það klassísk einkenni en jafnframt þjóðleg, sbr. myndefni Guðmundar. Klassískir bit- ar undir þakbrún eru áberandi. stQ. Einar teiknaði þar ekki einungis ytra byrði heldur hannaði hann einnig innanhúss skreyt- ingar og gerir skissu að teikningum þeim sem eru á vegg í anddyri hússins. Þær myndir eru mjög þjóðlegar og blandar hann þannig saman nýklassík og þjóðlegum stfl. Framhlið bygging- arinnar skagar nokkuð upp fyrir eiginlega þak- hæð þess. Það var gert í þeim tilgangi að gera bygginguna enn reisulegri og gnæfir hún eins og grískt hof í lítilli þvergötu í miðbæ Reykja- víkur. Einar teiknaði mörg hús sem standa við Laugaveg. Meðal þeirra eru Laugavegur 36 eða bakarí Sandholt og Laugavegur 40a, áður Ið- unnarapótek. Flest þessara húsa við Laugaveg og nærliggjandi götur teiknaði Einar á seinni hluta þriðja áratugarins þegar allt var í upp- gangi. Þá voru það ófá íbúðarhús sem hann teiknaði fyrir hina ýmsu athafnamenn í þjóðlíf- inu sem áttu nóg af peningum og vildu allt til vinna að hafa híbýli sín sem glæsiiegust sem merki um velgengni sína. Mörg þessara húsa má fmna í gamla vesturbænum, á Sólvallagötu, Bárugötu, Suðurgötu og þar í kring. Hvaða viðtökur hlaut nýklassíkin i Reykjavík? Þjóðfélagslegar forsendur þess afturhvarfs til fomaldar sem var í Evrópu á 19. öldinni voru alls ekki fyrir hendi á Islandi. I upphafi 19. ald- ar er ekki hægt að tala um eiginlega bæjar- menningu og hvað þá borgarmenningu til jafns við Evrópu. Að vísu var hún að myndast, en þró- unin var ekki komin langt á veg. Það er að sama skapi varla hægt að tala um iðnvæðingu á Is- landi fyrr en í upphafi 20. aldar þegar vélvæðing verður almenn í sjávarútvegi. A 19. öldinni þeg- ar aðrir Norðurlandabúar reistu sér hallir í ný- klassískum stfl, bjó meirihluti Islendinga í torf- kofum. Þegar síðara tímabil klassísks bygging- arstfls verður í nágrannalöndunum, er bærinn Reylqavík að breytast í höfuðborg. En það þýddi að það þurfti að reisa opinberar bygging- ar eins og skóla, sjúkrahús ofl. Að vísu vom þegar fyrir hendi nokkrar opinberar byggingar sem vom byggðar úr steini, en mikill skortur var á íbúðarhúsum og verslunarhúsnæði. Þegar Islendingar fara að reisa þessar byggingar þá virðast þeir vera vel inni í því sem er að gerast á Norðurlöndum og reisa þessi hús í sama ný- klassíska stflnum. Það má segja að stór eyða sé í byggingarsögu íslands. Stökkið frá því að byggja úr torfi og timbri yfir í það að byggja stórhýsi úr stein- steypu, er allstórt og þróunin hér var önnur en annars staðar á Norðurlöndunum. I raun og vem má segja að engin þróun hafi átt sér stað heldur frekar einhvers konar stökkbreyting. Þrátt fyrir það virðast íslendingar hafa tiltölu- lega fljótt náð tökum á þessu undraefni sem steypan þótti vera í fyrstu. Það var ekki aðeins að hún gerði mönnum kleift að byggja stærri og glæsilegri hús, heldur var um að ræða byltingu í mannvirkjagerð almennt. Sementið var töfralyf, sem hafði gerbreytt ýmsum kenninsetningum mannvirkjafræðinnar. Með það í höndum var hægt að gera þá hluti, sem visustu verkfræðingar höfðu ekki látið sig dreyma um að nokkum tímann yrðu fram- kvæmdir, áður en þetta mikilvæga duft kom til sögunnar. Islenska nýklassfldn var að mestu leyti mótuð í steinsteypu. Fyrir aldamótin höfðu þó verið reist timburhús á Islandi í klassískum stfl. Á áttunda áratugnum sneið og reisti sá ágæti alþýðuarkitekt Helgi Helgason nýja húsagerð, sem veruleg áhrif hafði og kalla mætti ný- klassík. Byggingar þessar voru tvílyftar, með lágu risi, meiri lofthæð en áður gerðist og prýddar klassísku hússkreyti á borð við bjóra yfír dyrum og gluggum, flatsúlur á hornum og skomar vindskeiðar. Segja má, að Helgi Helga- son sé fyrsti boðberi nýklassískrar húsagerðar hérlendis, stefnu, sem réði ríkjum í íslenskrí byggingarlist fram til 1930. Með steinsteypunni fylgdu nýir möguleikar, ekki aðeins tæknilegir heldur líka listfræðilegir. íslendingar nýttu sér þessa möguleika öðm vísi en gert var annars staðar; gamia stflnum var haldið við en hann var nú mótaður í steypu en ekki tré. Hægt var að móta steypuna að vfld við gerð húsaskreytis. Það kallaði líka á nýja stétt, múr- ara og skrautgerðarmenn. Menn áttuðu sig fljótlega á mikilvægi þess að vanda vel til verks vegna þess að þessi hús sem byggð vom úr steypunni áttu eftir að standa um aldur og ævi. Það er ekki fyrr en þá að íslendingar fara út í nám í arkitektúr í einhverjum mæli. Hafa verð- ur í huga að vöxtur hinnar nýju borgarastéttar sem var tiltölulega vel efiium búin, var mikilvæg forsenda þeirrar þróunar sem varð í atvinnu- grein húsameistara. Vafalaust hefur sjálfstæðisbaráttan haft áhrif á þær viðtökur sem byggingarstfllinn fékk hér á landi. Þegar íslendingar fá sjálfstæði 1918 er mikilvægt fyrir þá, eins og vestur-evrópsku borgarastéttína á 19. öld, að losa sig við öll ein- kenni fyrri tíma, tíma örbirgðar og fátæktar. Því skyldi byggja vel og ríkmannlega. Nýklass- ískur stfll er afar glæsflegur og stórborgarlegur. Það er því ekki skrýtíð að hinni nýríku stétt sem reisti sér hús á áratugnum milli 1920 og 30 hafi litist vel á teikningar manna eins og Einars Er- lendssonar og Guðjóns Samúelssonar. Það má einnig túlka þessa löngun til þess að reisa stórhýsi í þessum stfl sem svo, að íslend- ingar hafi viljað samsama sig öðmm Evrópu- þjóðum sem vom sjálfstæðar. Danski arkitekt- inn Alfred J. Rávad skrifar um íslenska húsa- gerðarlist árið 1918. Þar reynir hann að benda á að á Islandi sé til sérstakur stfli sem þurfi að rækta og þróa, en ekki fengu orð hans mikinn hljómgmnn meðal fólks. Hann segir: Ef nokkur þrá lifír í brjósti manna eftir list- fegurð í byggingum, er það víst helst þrá eftir einhverju því sem algengast erí útlöndum ogal- mennast þar, í þeirri von, að það muni greiða þeim veginn inn íhið almenna menningarstarf. Það var einmitt þetta viðhorf sem einkenndi íslenska byggingarlist. Það var mikið á sig lagt tfl þess að standa jafnfætís nágrannaþjóðunum, því ekki mátti hin nýja höfuðborg landsins standa öðmm að baki. Steinsteypan hentaði vel til þess að koma klassíkinni til skila. Ekki aðeins urðu húsin nú stærri og glæsilegri heldur var hægt að móta skreyti úr steypunni og jaftivel gera í hana rauf- ir eða leggja hana í mót í þeim tílgangi að líkja eftir steinhleðslu. Með tilkomu nýklassíska stfls- ins fylgdu auknar fagurfræðilegar kröfur. Menn gerðu kröfur um aukið samræmi bæði innan og utan heildarinnar. Húsagerð varð að listgrein. Asmundur Sveinsson myndhöggvari lærði tfl dæmis skrautlist jafnhliða höggmyndanáminu og vildi þannig tengja saman listina og iðnina í þeim tílgangi að fegra umhverfið. Annar íslend- ingur sem vann að skrautlist á byggingar var Guðmundur frá Miðdal og gerði hann meðal annars lágmynd á húsið sem Einar Erlendsson teiknaði og stendur við Austurstræti 14. Það er því ekki hægt að segja annað en að nýklassfldn hafi fengið mjög góðar viðtökur í höfuðborginni. Klassíkin hans Einars Þegar talað er um reykvíska stein- steypuklassík er ekki endilega eingöngu átt við þær byggingar sem em reistar í hreinum ný- klassískum stfl, því þær em í raun ekki margar. Þegar hugtakið nýklassík er notað er oftar en ekki átt við það þegar byggt hefur verið í göml- um stfl sem tilheyrir fortíðinni en er tekinn upp að nýju. Það var algengt að einkenni annarra stfla kæmu einnig fram í þessum byggingum. Þess vegna em hús Einars, sem frekar em í nýrómönskum stfl (Herkastalinn) og ný- barokkstfl, einnig tekin með í þessari umfjöllun um reykvíska steinsteypuklassík. Þrátt fyrir að Einar sé gjaman nefndur faðir steinsteypuklassíkur áttu aðrir það til að byggja hús í klassískum stfl. Nærtækasta dæmið er Guðjón Samúelsson. Meðal þeirra húsa sem hann teiknaði í þessum stíl em Landspítalinn og Austurstræti 16, nú Reykjavíkurapótek. í því síðamefnda er reyndar að finna áhrif annarra stfltegunda eins og nýrómantíkur og jugendstfls. A húsinu við Austurstrætí 16 er áberandi þessi -gervihieðsla sem mótuð var í múrhúðina og er eitt helsta einkenni þeirra klassísku bygginga sem standa í Reykjavík. Það var þó ekki með öllu óþekkt erlendis að líkja eft- ir hleðslu í múrhúðinni. Það að móta hleðslu í ysta lagið er því ekki séríslenskt einkenni. Það sem er kannski séríslenskt er að hér vom húsin byggð úr steinsteypu yst sem innst. Það var lík- lega Guðjón Samúelsson sem fyrstur Islendinga mótaði hleðslu í múrhúðina á þennan hátt á hús- inu við Austurstræti 16, sem hann teiknaði þeg- ar hann hafði lokið námi árið 1916. Tæknina hef- ur hann lært í Danmörku og lagaðl hana að ís- lenskum aðstæðum. Tímabil stælinga eldri stfltegunda hefur löng- um ekki þótt sérlega fínt og þá allra síst meðal þeirra sem vilja gera íslenskri Ust hátt undir höfði. Menn skulu ætíð varast að setja nútíma- mælikvarða á söguna, því að fram til 1930 þóttu þessar stælingar afar fínar. í raun og vera kom Einar Erlendsson ekki fram með mjög persónulegan og einkennandi stfl, enda var það ekki markmið hans. Hlutverk hans er þó ekki síður mikilvægt. Það var upp- eldislegs eðhs. Hann bjó í haginn fyrir íslenska byggingarlistarhefð svo hún gætí þróast. Sagt er að sá Ustamaður sem ekki hefur lesið Usta- sögu sé dæmdur til þess að endurtaka hana. Það var hlutverk Einars að kynna nýklassíkina og aðra stfla fyrir íslendingum svo þeir gætu á gömium gmnni tekist óhræddir á við framtíðina og þær nýju hugmyndir fylgdu nýjum stílum eins og funksjónalisma þegar kom fram á fjórða áratuginn. Einars Erlendssonar mun alltaf verða minnst sem lykilmanns í íslenskri byggingarUst og fóð- ur steinsteypuklassíkurinnar. Með húsum sín- um hefur hann reist sér minnisvarða sem standa mun um ókomin ár. Helstu heimlldin Tímarit Iðnaðarmanna. „Einar Erlendsson húsa- meistari sextugur." 16. árg, 1943. Guðmundur Ingólfsson, Guðný Gerður og Hjörlerfur Stefánsson. Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Reykjavík 1987. Lýður Bjömsson. „Steypa lögð og steinsmíöi ris“. fslenzk bygging. Brautryðjendastarf Guðjóns Samú- elssonar. Jónas Jónasson og Benedikt Gröndal sömdu texta og ritstýrðu. Hörður Ágústsson. Þættir úr fslenskri húsagerðar- sögu. Kafli um timburhús. Rávad, Alfred J. „íslensk húsagerðarlist." Dansk- Islands samfunds smaaskrifter nr. 1. Kaupmanna- höfn 1918. Bls. 5. Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870-1940, síðari hluti. Grein þessi er unnin upp úr B.A.-ritgerð höfundar, Ein- ar Erlendsson og íslensk steinsteypuklassík, sem var skrifuð við Sagnfræðideild Háskóla Islands vorið 1995. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON MANNTAFL Hljóður streymir hugans leikur, hefur keim af fornum siði, þar sem ríkir kóngur keikur kringdur hirð og búandliði. Villir um og brögðum beitir, býst að egna gildru snjalla. Ekki samt af varúð veitir vilj’ann ekki sjálfur falla. Byrjunin er báðum vandi. Baklandið hinn æfði greinir, svo að ekki síðar strandi samspilið, er mest á reynir. Leikjaraðir tíðum tamar teflast fram af þekktum grunni. Sá komst oftast feti framar fræðin, sem að betur kunni. Leiftursókn er létttæk stundum, ljúka skák með engum griðum. Vert er þó að vel við grundum vörnina frá báðum hliðum. Tíðum þæfíst taflsins staða, tækifærin óvænt glatast. Bregðist sóknin sigurglaða, sóknarhernum öllum fatast. Margslungin er miðborðsrimman, magnast spenna fylkinganna; undirbúa atgang grimman, alla veika reiti kanna. Fátt er oft um fína drætti. Fingurbrjótar leynast víða. Vinnur þá, sem þessa gætti, þolinmóður færis bíða. Endatafl í einfaldleika er þó leiksins mesti galdur. Hér má ekki hársbreidd skeika, hugur reynast skýr og kaldur. Hirðmannanna fallnir flokkar, fáir lifa kóngsins bræður, líkt og oft í lífí okkar lítið peð sem sigri ræður. Höfundurinn er lögmaður í Hafnarfirði. ÁSGEIRJÓN JÓHANNSSON MÁNABLINDA Víst hef éggengið veginn um vonlausa nótt, hlustað á þögnina þjást og iðjagrænt engið kvíða kolbláum ljánum. Með hjartað fullt af falinni ást þegar andvarinn bar með sér óttann frá gömlu trjánum. Nú skil égfyrst hve skammt er til sól- arlags þó skíni morgunroði á hæstu tinda og ást sem brann svo óraheit var aðeins mánablinda. ÆSKU- DRAUMAR Þeir vorbjörtu draumar sem vonþyrsta æskuna dreymdi veittu hjörtunum þrek gegnum gleði og sorgir, gáfu kjark til að lifa í lognmollu dagsins og líta í hyllingum fegurstu álfa borgir. En dagarnir liðu og draumarnir runnu í sandinn, döpur stóðum við tvö á eggþynnu blaðsins sem risti iljar í ógáti ferða lagsins. Örvita böm í hringiðu morgundagsins. Höfundurinn er eftirlaunaþegi í Hafnarfirði. Fyrra Ijóðið, Mánablinda, hlaut 1. verðlaun I Ijóðasamkeppni á ári aldraðra í Evrópu 1993. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.