Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 8
Á MOKKAKAFFI á fyrstu árunum. Þessi fasti punktur í tilveru margra var þannig þá og þannig er þannig enn. ANDLEGT LÍF á Mokkakaffi, að líkindum um 1960. Menn skeggræða yfir kaffibolla, sökkva sér í bækur og á veggnum er hátískulist þessara ára, abstakt flatarmálverk, sem þarna hefur losnað undan kennisetningum geómetríunnar og búið að fá frjálsara flæði. SÝNINGARSTAÐUR í 40 ÁR EFTIR RANNVEIGU A. JÓNSDÓTTUR OG ÞORVALD H. GUNNARSSON EINN er sá staður í miðborg Reykja- víkur sem er líklega opinberasta stássstofa íslands"; segir Hannes Sigurðsson listfræðingur. Þar hafa komið í heimsókn brjálæðingar, skáld, heimspekingar, forstjórar, leikarar, tónlistarmenn, stjórnmála- menn, útlendingar, blaðamenn að taka viðtöl og síðast en ekki síst - hitt fólkið. Það leitar frá amstri dagsins, amstrinu íyrir utan gluggann, talar saman um allt milli himins og jarðar eða þá bara ekki neitt og les í dagblaði óáreitt. Skrafíð heyrist á milli borðanna en eng- in er tónlistin, nema ef vera skyldi í hjarta stað- arins - expressóvélinni (góður hávaði, eins og tónlistarmaðurinn sagði!). Gestimh' viðra reynslu sína á listaverkum staðarins, og þannig hefur það verið í 40 ár. Séríslensk stofa en þó svo alþjóðleg um margt. Stofa þar sem valin- kunnir gestir skráðu nöfn sín lengi vel í gesta- bók. Tímalaus stofa þar sem hlutunum hefur ekki verið breytt að neinu ráði, stofa sem tekur á móti verðandinni og skoðar hana í myndlist og dagblöðum og ræðir (milli kl. 9.30 og 23.30 nema á sunnudögum, þá er opið frá 14.00-23.30) yfír bolla af kaffi, vöfflum með rjóma, rúnnstykki með osti og marmelaði eða þá sneið af jólaköku. Mokka heitir sú stofa. Guðmundur Baldvinsson og Guðný Guðjóns- dóttir eru eigendur stofunnar og hafa rekið hana frá upphafí. Þau felldu hugi saman á Ítalíu þegar Guðmundur var fararstjóri í íslenskum ferðamannahóp. Hann var þar í söngnámi en eftir að til íslands kom var lítið um söngstörf í hinu unga lýðveldi. Hann ákvað að fylla það tómarúm í lífi sínu með stofnun lítillar kaffístofu í ítölskum anda að Skólavörðustíg 3 A, þar sem áður var virt veitingastofa, Vega. I maí 1958 byrjaði svo fyrsta expressóvél landsins að fnæsa og allt í einu var orðið öðruvísi að drekka kaffí. Islendingar voru að kynnast framandi menn- ingu í fyrsta skipti, og „höktið“ í kaffipöntun á Mokka fór ekki að lagast fyrr en sólarlandaferð- irnar gerðu fleirum kleift að upplifa hið suð- ræna umhverfi og menningu á sjöunda áratugn- um. Landinn var frelsaður frá venjubundnu soðnu og malbikslituðu kaffi með kaffíbætinum „export" og skellt inn í „ilmandi" borgaramenn- ingu. Kaffidrykkja varð list. Það er skrýtið að tala um Mokka sem „kaffí- stofu“ en ekki „kaffihús", en kaffistofa selur ekki áfengi. Það helltu þó alltaf einhverjir í glös- in undir borðum án þess að vandræði hlytust af. Áður en Mokka var sett á stofn staldraði fólk ekki ýkja mikið við á kaffihúsum. Vegalengdir voru ekki svo miklar í borginni að ástæða væri fyrir fólk að hittast á kaffíhúsi eða stofu, heldur hittist það frekar heima hjá sér. Þó fóru hlutim- ir að breytast með ört vaxandi kvikmynda- og leikhúsmenningu, en þar sem sýningar í kvik- myndahúsum og leikhúsum hættu yfirleitt á sama tíma, og þá snemma, fór fólk að hittast á kaffihúsunum og stofunum eftir sýningar. Þetta kom sér einkar vel í tilviki Mokka sem liggur stutt frá Þjóðleikhúsinu og mörgum kvikmynda- húsum. En tilkoma sjónvarpsins breytti miklu og fólk varði tímanum meira heima við þess vegna, þó svo að alltaf hafí verið nóg að gera á fimmtudögum þegar sjónvarpið gaf frí. Núna er orðið svo mikið af sjónvarpi að fólk flýr fremur undan því til tilbreytingar. Á Mokkakaffi við Skólavörðustíg kynntust landsmenn ekki aðeins nýrri tegund af kaffi^ heidur því að kaffið og myndlistin gátu átt samleið. Margir merkii listamenn stigu sín fyrstu skref í sýningarhaldi á Mokka og meðan aðrir sýningarstaðir komu og fóru hefur Mokkakaffi haldið sínu striki. AÐAL SÝNINGARVEGGURINN í Mokkakaffi, líklega einhverntíma á sjöunda áratugnum. Ekki hefur tekizt að bera kennsl á höfund myndanna, en hann virðist hafa gert tilraunir í ýmsar áttir, enda stigu margir sín fyrstu skref í sýningarhaldi í Mokkakaffi. GUÐMUNDUR Baldvinsson og Guðný Guðjónsdóttir, gestgjafar á Mokkakaffi með kaffi-vélina sem þá var nýjung á íslandi. Á veggnum til vinstri má sjá veggteppi eftir Barböru Árnason. Hjónin héldu sig ekki langt frá iistinni þó svo þau leggi áherslu á að kaffistofan hafi alltaf ver- ið hugsuð fyrst og fremst sem veitingastofa. En hún er listaverk. Mokka var innréttað og hann- að af fagmönnum og listamönnum og dagblöðin voru óspör á upplýsingarnar, enda þóttu blaða- mönnum sem boðið var sérstaklega við opnun Mokka mikið til annarleika staðarins koma. „Teikningu og skipulag annaðist Halldór Hjálm- arsson arkitekt, en yfirsmiður við innréttingar var Gestur Gíslason. Afgreiðsluborð og aðrar borðplötur smíðaði vinnustofan Ösp hf. en járn- vinna var unnin af Sindra hf. Hjörtur Sigurðs- son lagði rafmagn. Teppin á gólfinu eru frá Kjartani Guðmundssyni. Málverkin teikning- amar og teppi sem prýða veggina í „Mokka" eru eftir Braga Ásgeirsson, Bjarna Jónsson og Barböru Árnason, gluggamyndir eru eftir Bene- dikt Gunnarsson og höggmynd eftir Jón Bene- diktsson." („Ný kaffistofa opnuð á Skólavörðu- stíg 3“, Vísi miðvikudaginn 28. maí 1958.) Akveðið var að leyfa vinum og kunningjum að sýna myndlistarverk á strigaklæddum veggjum kaffístofunnar (sem í upphafí áttu að vera klæddir kaffístrigapokum með kaffimerkjum) og svo þróaðist sýningarhaldið áfram. Þetta uppátæki er allrar athygli vert en þau Guð- mundur og Guðný tala um að ekki hafi tíðkast að halda eiginlegar sýningar með listamönnum inni á ítölskum kaffibörum. Myndlistargallerí sáu um það. Uppátækið er þá að mörgu leyti séríslenskt og kannski skiljanlegt í litlu samfé- lagi þar sem fjölskyldutengsl, fámenni og knappar aðstæður geta ráðið miklu um þróun mála. Þannig hefur Mokka gegnt margþættu hlutverki gallerís, safns og kaffistofu. I raun voru ekki margir sýningarsalir í Reykjavík og erfitt fyrir óþekkta listamenn að komast að með verk sín m.a. í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, Listamannaskálanum og Ás- mundarsal. En í Mokka skipti ekki máli hver myndlistamaðurinn var eða þá list hans. Það gerði mörgum kleift að spreyta sig í sýningar- haldi og sýningarhald í Reykjavík breyttist. Menningarhugtakið innan myndlistargeirans færðist frá því sem við erum vön að kalia há- menningu („og klíkuskap") niður í eins konar lágmenningu (dægurmenningu) og þarna rokk- aði það á milli. Það getur varla verið augljósara en í grein Braga Ásgeirssonar um sýningu Ey- borgar Guðmundsdóttur í Mokka og Einars Há- konarsonar: „FREKAR óvenjulegt er að víkja orðum að smásýningum í kaffihúsum eða í gluggum, en vegna þess að nú er ýmislegt óvenjulegt að gerast, sem á fullan rétt á, að veitt sé athygli, fínn ég mig knúðan til að setjast niður og gera undantekningu." („Ymsislegt um mynd- list“, Mbl., föstudaginn 16. des. 1966.) Og ekki má gleyma Iistasögulegum forsendum en á byrj- unarárum Mokka gekk í garð umbrotatímabil í myndlistargeiranum og samfélaginu öllu, þar sem fagurfræði daglegs lífs hins almenna neyt- anda spymti á móti fagurfræði abstraktsins. Þessi breyting leysti þónokkra nýja orku úr læðingi innan reykvískrar menningai’. Myndlist- in á Mokka var ekki færð inn í stöðugt og lokað andrúmsloft heldur var andrúmsloftið „pönkað“. Þar hefur alltaf viss anarkismi verið við völd í sýningarhaldinu - í blöndun við staðinn, gestina, eigendurna og myndlistina. Hugtökin list og menning fengu á sig óræðan merkingarblæ og 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.