Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 7
EYJA HINNA DAUÐU, málverk eftir sviss- neska málarann Arnold Böcklin frá 1880. Eftirprentun af myndinni var víða til á ís- lenskum heimilum á fyrriparti aldarinnar. með lýsingar á fjölbreytilegri aðferðum við særingar en þar til höfðu þekkst í Evrópu. Áhuginn á magíu stórjókst meðal lærðra manna á endurreisnartímabilinu en fyrir þá tíma þ.e. á 12. öld var þegar mikill áhugi með- al klerka á duldum efnum, magíu, stjömu- spám og særingum. Orðið „klerkur" gat þýtt alla þá sem ætluðu sér að læra til prests, einnig þá sem hugðust ganga í klaustur og alla munka og presta. Meðal þessa hóps virð- ist áhuginn hafa verið mikill á duldum efnum, magíu og særingum og þar með kunnáttunni að geta vakið upp dauða og leitað frétta um framtíðina eða kallað upp illar verur og notað þær til viðvika eins og áður segir. Jón frá Salisbury er talinn til húmanista miðalda, fæddur um 1115 og lést 1180. Hann fæddist í Salisbury á Englandi, stundaði nám í París, meðal kennara hans þar var Abelard. Hann var þjónandi við dómkirkjuna í Kant- araborg og studdi Thomas Becket og starfaði með honum þar til þann hörmungardag 29. desember 1170, þegar Becket var drepinn fyrir háaltarinu í dómkirkjunni. Jón varð síð- an biskup í Chartres frá 1176 og til dauða- dags. Ritverk hans veita margvíslegar upp- lýsingar um kirkjupólitík samtíðarinnar og fjölluðu um þau guðfræðilegu efni sem þá voru ofarlega á baugi. Jón segir frá því í einu rita sinna, þegar hann var ungur að árum að læra latínu af presti nokkrum, sem var vel að sér í særingum og glerkúlulestri. Prestur þessi fékk Jón og eldri nemanda til þess að taka þátt í tilraunum sínum við að kalla fram svipi í glerkúluni. Þessum kúnstum fylgdu áköll prestins á ókennilegu máli, sem vöktu slíkan hrylling með Jóni að hann varð skelf- ingu lostinn og áleit að presturinn hefði verið að ákalla djöflana. Eldri nemandinn taldi sig sjá ógreinilegar myndir í kúlunni, en Jón sá engar. Öld áður er getið um svipað atvik, þar sem ákæra var borin fram vegna særinga. Sú breyting verður á hugtakinu „divinatio" þegar líður á miðaldir, að andasæring, þ.e. að særa fram svipi framliðinna, verður djöflasæring. Samkvæmt kenningum kirkjunnar var talið að djöflar tækju á sig mynd hins látna og lét- ust vera þeir. A síðari hluta miðalda verður „divinatio“ að „necromancy". „Nekros“ á grísku þýðir lík, orðið afbakast í meðförum og verður „niger“ á latínu, sem þýðir svartur og úr þessu myndast síðan „nigromancy" sem verður síðan notað sem „svartigaldur". Kirkjan fordæmdi allar særingar sem framdar voru utan hennar. Hún viðurkenndi djöflaútrekstur, en hann varð að fara fram samkvæmt þeim reglum, sem kirkjuyfirvöld settu. Sakramenti ldrkjunnar bjuggu yfir yfir- skilvitlegum krafti og eins og áður segir voru tákn og signingar máttugar í baráttunni við ill öfl. Ailur lærdómur miðalda var mettaður trúnni á magíuna, galdurinn. Bókin sjálf og þá fyrst og fremst biblían eða textar úr biblíunni bjuggu yfir krafti. Lærdómurinn gat því orðið hættulegur þeim sem ekki kunnu sér takmörk í beitingu hans. Prestlingar og leikbræður klaustranna lærðu að fremja helgiathafnir og einnig að fara með ginnheilög sakramenti. Trúin á helga dóma, líkamsleifar heilagra manna og flísar úr krossi Krists og jafnvel kusk úr gröfum helgra manna var viðurkennd staðreynd. Stjömuspáfræðin og fyrsti vísir að alkemíu (gullgerðarlistinni) vakti eðlilega for- vitni, máttur steina og plantna og margvís- legra tákna og talna bjó yfir krafti, sem nota mátti bæði til ills og góðs. Andasæringar og djöflasæringar uku vald þeirra sem kunnu með að fara. Því fór svo að þau fræði voru stunduð einkum meðal „lærðra“ manna, þ.e. klerka og munka eða lágklerka kirkjunnar. Sögur greina frá nemendum í fræðunum sem komust í kynni við kunnáttumenn í særingum eða komust yfir bækur, þar sem lýst var að- ferðunum við særingamar. Kunnur dóminík- ani, Johannes Nider (dáinn 1438), segir sög- una af Benedikt nokkram, sem var kunnur særingamaður í æsku ásamt því að vera vin- sæll skemmtikraftur þeirra tíma, trúður og hljóðpípuleikari. Benedikt þessum er lýst sem ákaflega hávöxnum manni, ískyggilegum í út- liti, sem flakkaði um og stundaði andasæring- ar. Hann var talinn mjög vel að sér í særinga- fræðum og hafði numið listina af „djöfullegum bókum“ um særingar. Benedikt átti systur, sem bað svo heitt fyrir honum, að hann „bjargaðist úr klóm djöflanna" og hóf iðranar- göngu milli klaustra og dómirkna, enginn vildi taka við honum þar til hann fékk inngöngu í klaustur í Vínarborg. Þai- varð hann kunnur fyrir meinlæti og iðran, mikið var látið af pré- dikunum hans, en þrátt fyrir meinlætalifnað og strangan sjálfsaga taldi hann sig aldrei ná því að þurrka út „fordjörfun þá sem djöflarnir höfðu valdið á sál hans“. Saga Benedikts var notuð sem dæmi um það að jafnvel særinga- maður gæti öðlast náð Guðs, ef hann sneri frá villuráfi hrikalegrar villu. Margvíslegar heimildir frá 13., 14. og 15. öld benda til áhrifa þeirra hryllingstöfra sem sær- ingafræðin hafði á hug forvitinna prestlinga og leikbræðra, en kunnátta þeirra í latínu gaf þeim tækifæri til að lesa þau rit um kukl og særingar sem gengu manna á milli. Lestrar- kunnátta á þessum öldum var bundin latínu- kunnáttu og þeir, sem vora læsir á annað borð, höfðu hlotið kunnáttu sína meðal klerka. Því var kunnátta í særingum tengd „lærðum mönnum" þ.e. klerkdómi. Nikulás Eymerikus var dóminikanskur rannsóknardómari, uppi 1320-1399. Hann skrifaði í „handbók rannsóknardómara“, að hann hefði gert upptækar meðal annarra tvær bækur um andasæringar. Bækur þessar vora í höndum særingamanna, sem komust í hendur hans. Bækumar vora brenndar opinberlega. Þekking Nikulásar á særingum var meiri en almennt gerðist, auk þess að kynna sér efni bókanna, komu til játningar særingamann- anna sjálfra og vitnisburðir. I bókum þessum var lýst aðferðum við anda- eða djöflasæring- ar. Aðferðirnar voru mjög fjölskrúðugar, að fara með bænir aftur á bak, að ákalla djöful- inn, að fara með nafnaþulur, að kasta salti á eld, að brenna pöddur og fugla og seyða lík- amshluta manna og dýra og hafa yfir söngl og þulur. Reynt var að snúa helgiathöfnum kirkj- unnar upp í andstæðu sína. Hringir og þrí- hyrningar voru markaðir á bókfell eða blöð, oft litaðir blóði fórnardýranna. Rit og upp- ljóstranir Nikulásar eru samhljóða frásögnum fjölda rannsóknardómara kirkjunnar í þess- um efnum og það sem meira er, bækur varð- andi andasæringar voru keimlíkar og að því er virðist alþjóðlegar. Draga má þá ályktun, að kuklið og særingarnar hafi átt sér up- sprettu í prestaskólum og háskólum, t.d. Svarta skóla - Sorbonne í París mjög snemma. Þjóðsagan af Sæmundi fróða fellur að þessu munstri. Allur lærdómur þessara alda var blandaður magíu í augum almúgans og magian var einnig lærðum mönnum stað- reynd. Með arabískum fróðleik í þessum efn- um, jókst áhuginn á kuklinu í Evrópu. Áhrifin berast í fyrstu frá Serkjum á Spáni og síðan magnast áhrifin á 12. öld. Tólfta öldin var öld breyttrar heimsmyndar og talað er um „12. aldar endurreisnina" í menningarheimi Evr- ópu. Magían fylgdi með og þegar kemur fram á 13. og 14. öld taka kirkjuyfirvöld að vinna markvisst gegn kuklinu og þar á meðal djöflasæringunum. Kuklararnir taka að færa sig upp á skaftið og nota mennskar líkamsleif- ar við særingarnar, blóð hafði lengi verið not- að við særingar allt frá dögum Hómers, en þá blóð fómardýra. í fornum trúarbrögðum og meðal framstæðra þjóða enn þann dag í dag, era mannfórnir hluti guðsdýrkunarinnar. Kirkjan barðist gegn mannfórnum og þær voru algjörlega fordæmdar eins og margir aðrir þættir heiðninnar, t.d. animalisminn, sem var snar þáttur frjósemisdýrkunarinnar. Stefna kristinnar kirkju var að fjarlægja manninn dýraríkinu, draga hann undan ofur- valdi náttúrannar og eigin hvatalífs með helg- un og náð Guðs kirkjunnar. Allt sem dró manninn niður í hina hráu hvatavilpu og gerði hann að manndýri flokkaðist til djöfullegra afla. En samkvæmt kenningunum var keppi- kefli djöfulsins að ná valdi á manninum. Vegna þessa er útlistun kirkjulegra rann- sóknardómara ofur skiljanleg, þeir börðust gegn því sem kristnar kenningar töldu gjör- spillandi. Enda voru særingar einkum stund- aðar til þess að geta notað „þjónustuandana" til ills. Siðimir við særingarnar vora Guðníð - blasfemia - og særingamönnum var mjög hætt við stórmennskubrjálæði. Siðimir voru aðalatriðið, reyndar bæði við kristnar guð- þjónustur og einnig við djöflasæringar. Sakramentin, brauðið og vínið báru í sér kraft við útdeilinguna og því mátti einnig nota þau afskræmd og afhelguð af særingamönnum. Jón Árnason getur aðferða við að vekja upp látna menn. (Islenskar þjóðsögur - Jón Ama- son. Rv. 1961.1.b. bls. 306-308) Særingamaður fór með faðirvorið afturábak, síðan er blóð vakið og skrifað öfugt faðir vor á skinn. Ristar vora rúnir (galdra) á kefli og síðan farið út í kirkjugarð og hafnar særingar. Þegar draug- urinn kom upp, varð særingamaður að kara hann, þ.e. sleikja framan úr honum náfroðuna. Síðan hófst barátta við drauginn og varð sær- ingamaður að koma honum undir. Eftir þetta hafði særingamaður „þjónustuanda" sem hann gat notað til þeirra verka sem hann vildi. Þess- ar lýsingar era frá 19. öld, en þær era svo til samhljóða aðferðum miðaldamanna. Hér á landi voru lengi gerðar tilraunir til að vekja upp drauga, þjóðsögumar era hér góð heimild og jafnvel á þessari öld var gerð tilraun til að vekja upp draug, sem mistókst þar sem sókn- arpresturinn stöðvaði særingamanninn í tíma (þetta gerðist á fyrsta fjórðungi aldarinnar). Særingamenn gátu geymt andana í leggjum eða flöskum, þegar þeir vora ekki í notkun. Islenskir særingamenn hafa kynnst sær- ingum bæði úr heiðni og einnig af ritum og sögnum, sem bárust hingað erlendis frá. Rit þessi eða galdraskruddur gengu á milli manna með eiði. I Múnchenar-handritinu, sem getið er hér að framan, er lögð rík áhersla á það, að halda hinum dulda fróðleik leyndum og jafnframt að gæta þess að bækur um þessi efni komist ekki í hendur „óviðkom- andi“. Svo var um íslenskar galdraskruddura. Stundum voru þær látnar fylgja eigendum sínum í gröfina, og þá farið mjög leynt með það. Gráskinna og Rauðskinna eru annálaðar galdraskraddur í þjóðsögum, sbr. Galdra Loft. Islenskur þjóðsagnaheimur er mjög sér- stæður að því leyti, að miðaldaform hugar- heimsins lifði hér lengur en víðast hvar ann- arsstaðar og mótaði samfélagið allt fram á þessa öld. Áhrifa upplýsingarinnar á 18. öld gætti hér lítt og borgarastétt myndast hér ekki í þeim mæli sem gerðist í Evrópuríkjum og þar með varð borgaraleg menning og mat óvirkara hér, en upplýsingin og skynsemis- stefnan mótaði borgarastéttir Evrópu. Hug- myndimar um svipi, afturgöngur, uppvakn- inga, skotta og skottur, marbendla, huldufólk og tröll ásamt dvergum og öðrum margvísleg- um kynjaveram bjuggu ekki í hugarheimum evrópskrar borgarastéttar, en hér á landi vora allar þessar verur á ferli. Spíritisminn, andatrú eða sálarrannsóknir komu upp um miðja 19. öld í Bandaríkjunum og breiddust út meðal vissra hópa einkum í Englandi og víðar. Með því var gerð tilraun til þess að ná sam- bandi við framliðið fólk, ekki með hinu gamla formi særinga og ekki heldur í þeim tilgangi sem var rikjandi meðal hinna fornu særinga- manna, heldur til þess að öðlast fúllvissu um líf eftir líkamsdauðann. Þessum kenningum var vel tekið af þeim sem sættu sig ekki við kenningar kirkjunnar um eilíft líf, vildu sann- anir. Kaþólska kirkjan bannaði alla andatrú og taldi hana arftaka djöflasæringa, aftur á móti bar nokkuð á því að klerkar mótmæl- endakirknanna aðhylltust þessar kenningar eins og hér á landi. Með aðferðum andatrúar- manna, kemur andi framliðinna fram gegnum miðil og gegnir þá miðillinn að nokkra hlut- verki særingamannsins fyrrum. Aðferðirnar eru frábrugðnar, sálmasöngur og sameiginleg hugleiðsla í stað skipana og særinga. Tilgang- urinn er einnig annar, fyrri alda særingamenn leituðust við að ná valdi á sálum framliðinna, en sálarrannsakendur telja sig fá fullvissu um það líf sem þeir telja að taki við eftir líkams- dauðann. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.