Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 4
Ljósm. greinarhöf. TÓFTIR Heiðarsels á Jökuldalsheiði. Þarna er land í 540 m hæð yfir sjó. bærinn byggðist 1859 og var í byggð lengur en flest önnur býli á heiðinni. HVERSVEGNA VARÐ HEIÐABYGGÐIN TIL? EFTIR BRAGA MELAX Um miðja 19. öld reis upp nær meðal kirkjusókn að býla- og fólksfjölda í 500-600 m hæð ó Jökuldalsheiði. Þó var í fyrsta sinn í íslandssögunni reynt að lifa af landbúnaði meira en 600 m hæð yfir sjó. Þar var hægt að lifa af annarskonar búskap en niðri ó lóglend- inu. Fyrst og fremst var Dað silungsveiðin, en einnig fuglaveiðar og síðast en e cki síst hreindýraveiði sem var þó nokkuð ó huldu eftir að hreindýrum fór að fækka. JÖKULDALSHEIÐIN, svæðið sem byggðist á 19. öld í skamman tíma en hafði verið óbyggt á fyrri öldum íslandssögunnar. ✓ AFYRRIHLUTA 19. aldar og um miðja öldina varð til veruleg byggð á heiðum uppi á norðaustanverðu landinu, nánar tiltekið í Suð- ur- og Norður-Þingeyjar- sýslu og í Norður-Múla- sýslu. Margs konar fróðleik má fínna varðandi þessa byggð, geymdan í sagnfræðiritum, ævisögum og bókum með þjóðlegum fróðleik, auk þess að vera í mismun- andi formi í hugum nútímamanna. Skáldsagan er líka góð í söguskoðun, þótt ekki sé hún heim- iid. I þessu tilfelli man ég eftir fimm rithöfund- um sem koma að gagni. Þar er og að fmna á stöku stað ótrúlegt innsæi, og því komið til skila með réttum orðum. Árum saman hefur þetta íyrirbrigði í ís- lenskri sögu öðru hverju leitað á hugann. Hefi ekki fengið dæmið tii að ganga upp með þeim formúlum sem almennt eru notaðar. Eitthvað finnst mér vanta inn í þær niðurstöður sem menn hafa fengið. Satt að segja vel hugsanlegt, að aðalástæðumar fyrir þessu sérstæða land- námi séu 2-3 þættir sem fæstir hafa nefnt eða hugleitt. Þetta greinarkom er útdráttur úr lengri samantekt, tilvitnanir sparaðar og vangaveltur út frá þeim. í flestum ritum um þessa heiðabyggð er fjall- að um aðra þætti fremur en þennan tiltekna, „hvers vegna hún varð til“, og því er vandfarið með þær málsgreinar, t.d. sagnfræðinga, sem snerta nákvæmlega þetta atriði. Hvað lét höf- undur ósagt? Staðreynd Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld sem það var framkvæmt að fara upp í 610 metra hæð yf- ir sjávarmál á íslandi til að stunda landbúnað. Þetta „framtaksleysi" íyrritíma manna í nýt- ingu fjallatoppanna ætti ekki að vekja undrun. Það er þess vegna merkilegt, að um miðja 19. öldina reis upp nær meðal „kirkjusókn", að býlafjölda og tölu fólks, í 500-610 metra hæð y.sv og er þar átt við Jökuldalsheiðina. Eg held því ekki fram að um fáránlegt fyrir- brigði hafi verið að ræða, heldur það, að þessir landnemar og þeirra samtíðarmenn hafi haft forsendur sem við höfum lítt hugleitt, og þeir sjálfir ekki haldið mjög á lofti. Hugmyndir I grófum dráttum má segja að flestir virðast telja að eftirtaldir 4 þættir séu ástæðan fyrir heiðabyggðinni: 1. Mikil fólksfjölgun í landinu. 2. Meira land ekki á lausu í sveitunum. 3. Hagstætt tíðarfar á þessum áratugum. 4. Ekkert þéttbýli við sjóinn sem gat tekið við fólkinu. Af þessum 4 þáttum hafna ég þrem. Þeir þættir eru 1., 3. og 4. Þáttur 2, eða 2. fullvrðing öllu heldur, er að einhverju leyti huglæg og ólíkar niðurstöður í raun jafn réttar. Þessir fjórir þættir skulu nú aðeins skoðaðir: 1. Mikil fólksfjölgun Árið 1831 voru íbúar landsins um 52.000. Sókn í heiðarnar hófst nokkru fyrr. Byggð í Jökuldalsheiðinni byrjaði 10 árum síðar, 1841. íbúafjöldinn er 1850 um 59.000, þar af á tólfta hundrað í Reykjavík. Þegar hér er komið sögu eru aðeins 10-15 ár eftir af þessu tímabili fjöldahreyfingar, ef svo má að orði komast, talið frá Austaraselsheiði til Eiríksstaðahnefla. Sannleikur um eitthvað í fortíðinni er sennilega vandfundinn. Tvennt held ég að nauðsynlegt sé að hafa meðferðis þegar við nútíma menn skyggnumst til baka. Virðingu íyrir menningu tímabilsins, líta á það sem við finnum án for- dóma. Það verður þá litið meir en eitt leyfilegt ef við mættum 17. aldar manni á förnum vegi. „Hvers vegna gerir þú þetta svona en ekki hinsegin?" Við erum með tvær staðreyndir varðandi Norðausturland á íyrrihluta 19. aldar. 1. I prósentum margföld fólksfjölgun miðað við t.d. þessi þrjú lífvænlegu héruð: Árnessýslu, Isafjarðarsýslu og Húnaþing. 2. Við vitum hvar nýbýh voru reist. Sú vitneskja krefst svara við öðru. Hvers vegna iylgir nýbýlastofnun á fjór- um svæðum í þessum landshluta líku mynstri eftir áratugum, og að lokum í uppgjöf. (Nánar síðar). Þegar farið er aftur í aldir er sumt ljóst, ann- að líklegt og enn annað á huldu, af því sem bera þarf saman þegar þetta mál er metið. Islend- ingar voru rúmlega 50.000 árið 1703. Af þessari íbúatölu má ráða, telja sagnfræðingar, að íbúar landsins hafi verið nokkrum þúsundum fleiri nokkru áður, þ.e. fyrir harðindin í lok 17. aldar. Með öðrum orðum, litlu færri en um miðja 19. öld. Þá vaknar 1. spumingin úr fortíðinni. Af hverju byggðust þessar heiðar ekki á 17. öld? Síðustu áratugi hafa sumir sagnfræðingar áætlað íbúatölu landsins lægri á miðöldum heldur en flestir eldri fræðimenn íslenskir gerðu. Stafar þetta af bakslagi vegna róman- tískra hugmynda 19. aldar manna, erlendra sem íslenskra um íbúa íslands á síðmiðöldum? Eg kýs u.þ.b. neðri mörk þeirra síðarnefndu. Segja má að ástæðan sé nokkurn veginn þessi: Sú stjómskipun sem landnemar settu hér upp um 930, eftir fólksflutninga til landsins um að- eins 60 ára skeið, hefði aldrei orðið til þetta fljótt ef straumurinn hefði ekki verið vemlegur á þeirra tíma mælikvarða, og dreifing um byggileg landsvæði. íbúar því að lágmarki 20- 25.000 um 930. Fimmta til sjöunda kynslóð innfæddra hefur verið uppi í lok 11. aldar. Hugsanlegt er að þá þegar, í síðasta lagi á síðari hluta 12. aldar hafi íbúafjöldinn verið í hámarki og náð yfir 80.000. Þeirri tölu síðan ekld náð fyrr en á 1. tug 20. aldar. íbúar íslands hafa þá verið ca. 30% af íbúafjölda Noregs og 20-25% af íbúafjölda Skotlands. Það er verið að leita að heiðabyggð, og skemmst frá sagt þá finnst hún ekki, allt frá 10.-19. aldar. Hliðstæðu þess sem varð á Norð- Austurlandi á 19. öld er hvergi að finna í ís- landssögunni. Rétt er að nefna hér tvennt þessu til staðfestingar: Nefndar em fornar mannvistarleifar langt fram til heiða. Hraun- þúfuklaustur, 20 km norður af Hofsjökli, rústir býlis fram af Bárðardal, suður af Sellandafjalli, við Hvítárvatn og víðar. Samkvæmt geislakola- mælingum virðast þessar leifar mannvista flestar frá 10. öld. Landnemamir hafa senni- lega verið fljótir að sjá snjólínuna. Þessi fornu býli, ef það hugtak er þá rétt, voru í 410-460 m hæð. Þau hafa hinsvegar öll verið neðan efstu skógarmarka á sinni tíð. (Átt er við mörk kjarr- gróðurs). Landnemamir og næstu 5-10 kyn- slóðir þeirra virðast hafa verið víðsýnni og hug- myndaríkari en afkomendur þeirra á síðari öld- um, því er eins líklegt að þeir hafi séð sér hag í því að eiga myndarlegustu skýli í efstu grösum þótt um heilsárs notkun væri ekki að ræða. I öðru lagi byggð á Hólsfjöllum og á Efra- fjalli (Möðradal). Þessi háslétta er allsérstök, í mikilli fjarlægð frá sjó og fjallgarðar margir sem taka við úrkomunni. Meginlandsloftslagið gaf vetrarbeit á sléttunni bakvið fjallgarðana. Á fyrstu öld byggðar í landinu hafa menn komið auga á þessi lögmál. Tvennt er nokkuð merki- legt. Löngu fyrir tíð byggðarinnar á Jökuldals- heiði var sannarlega lítilsháttar byggð á Möðrudals-Arnardalssvæðinu, þegar engin ör- ugg dæmi er um slíkt á hinu fyrmefnda svæði, nema á Netseli við Ánavatn, nokkur ár á 18. öld. Hitt er það, að Brúarmenn á Jökuldal létu landsetum sínum í heiðinni þau ítök í té, sem var hagaganga í Arnardal um vetur fyrir 4 hross frá býli. Fram og til baka var þetta að jafnaði tveggja daga ferð til að huga að hross- unum þegar líða tók á veturinn, og kofi í daln- um til að gista í. Með öðrum orðum, hugmyndir á 19. öld vora m.a. framkvæmdar með forsend- um manna á fyrri öldum. 2. Meira land ekki á lausu Sú skoðun er áberandi að landið hafi ekki getað borið fleira fólk síðustu aldirnar heldur en þá tölu sem var hér hverju sinni. Því er síðan gjaman bætt við „með þeim atvinnuháttum sem hér voru ráðandi". Ég get ekki betur séð en að hér sé tveim ólík- um meginþáttum hrært saman. Auðæfi ein- hvers lands er eitt, athafnir íbúa landsins ann- að. Oldum saman sóttu margar Vestur- Evr- ópuþjóðir árlega hluta af sínu viðurværi til ís- lands. Engar ytri aðstæður hindruðu íslend- inga í því að nota sama kost. Það vora innri að- stæður, menningin sem hér þróaðist, lítt breytt um aldir, sem réði mannfjöldanum og hvernig nýta skyldi landið. Hvernig varð þá þessi menning til? Það kann að vera vafasamt fyrir leikmann að fara út í þá skilgreiningu. Hver á þó rétt á skoðunum sín- um, og skal því reynt. Svo virðist að framkvöðlar að landnámi hafi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.