Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 2
Morgunblaðió/Ásdís „Það er geysilega spennandi að fá að leika á slíkt hljóðfæri,“ segir Örn Falkner um nýja orgelið í Kópavogskirkju. Leikió á nýtt orgel í Kópavogs- kirkju FTRSTU orgeltónleikar af átta, sem haldnir verða í Kópavogskirkju á næstu mánuðum í tilefni af nýja pípuorgelinu þar, verða á morg- un, sunnudag kl. 21. Þar leikur Öm Falkner organisti og kórstjóri kirkjunnar sálmafor- leiki og tokkötur eftir Johan Sebastian Bach, César Franck og Max Reger. Nýja orgelið í Kópavogskirkju er það næst stærsta á landinu og var vígt fyrr í mánuðinum. Að sögn Arnar Falkner hefur hljóðfærið þegar fengið lofsamlega dóma fyrir fallegan hljóm og formfegurð. „Þetta orgel er smíðað af Bruhn & Son í Danmörku og er mjög vel heppnað. Það er stórt og mikið og hefur mikinn og fallegan hljóm. Það er geysilega spennandi að fá að leika á slíkt hljóðfæri." Fram til vors verða haldnir alls átta tón- leikar í Kópavogskirkju, annað hvert sunnud- dagskvöld, þar sem leikið verður á orgelið og fleiri hjóðfæri. Örn Falkner ríður á vaðið á morgun en á síðari tónleikum koma meðal annars fram og flytja margs konar tónlist organistamir Marteinn H. Friðriksson, Hörð- ur Áskelsson, Kjartan Siguijónsson, Lenka Mateova og Haukur Guðlaugsson. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika á fiðlu og selló, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau á flautur, Kristinn Ámason og Ein- ar Kristján Einarsson á gítara og einnig syngja óperusöngkonurnar Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Ingibjörg Marteinsdóttir ásamt því að Kór Kópavogskirkju syngur á tvennum tónleikum undir stjóm Arnar Falkners. Fyrsta bók J.D. Salinger í 34 ár BANDARÍSKI rithöfundurinn Jerome David Salinger hefur samþykkt útgáfu á einni af skáldsögum sínum og kemur hún út hjá lítt þekktu forlagi á næstunni. Salinger, sem hef- ur haidið sig eins fjarri sviðsljósinu og kostur er, hefur ekki sent frá sér bók í 34 ár. Sagan nefnist „Hapworth 16, 1924“ og er fimmta verk J.D. Salingers. Hún birtist fyrst í The New Yorker árið 1965 og er um 20.000 orð að lengd. Sagan er bréf sem sjö ára dreng- ur sendir íjölskyldu sinni en vangaveltur hans og lífssýn eru um margt óvenjulegar. Það sama verður efalaust sagt um Salin- ger, sem er sagður nær sjúklega einrænn. Hann er 78 ára og býr í litlu þorpi í New Hampshire. Hann veitir ekki viðtöl og vill ekki á nokkum hátt láta á sér bera. I stað þess að leita til stórra og þekktra forlaga, sem fegin myndu gefa út verk hans og borga vel, leitar hann til óþekkts forlags. Ekki verður hægt að panta eintök fyrirfram, ekki verður birtur útdráttur úr bókinni, ekki verður mynd af höfundi á kápunni og sagt er að Salinger hafi krafist þess að nafn hans verði prentað lóðrétt framan á kápuna svo að minna beri á því. Salinger varð heimsþekktur er bók hans Bjargvætturinn í grasinu („Catcher in the Rye“) kom út árið 1951. Hún selst enn í um 400.000 eintökum ár hvert. Þijár aðrar bækur eftir Salinger komu út á eftir Bjargvættinum, sú síðasta árið 1963. Sagt er að Salinger sitji enn við skriftir, allt að 15 klukkustundum á dag en enginn veit hvar afrakstur þeirrar vinnu er að finna. Á síðustu þremur áratugum hefur Salinger að- eins einu sinni komið fram opinberlega en það var á miðjum síðasta áratug til að koma í veg fyrir útgáfu á ævisögu sinni eftir Ian nokkurn Hamilton en í bókinni voru birtir hlutar úr bréfum sem Salinger sagði heyra undir höf- undarrétt. •STJÓRNANDINN George Solti hef- ur áhuga á því að selja á svið óperu eftir Mozart eða Verdi. í samtali við Der Spiegel segir hinn 84 ára gamli stjórnandi að hann hafi lengi langað til þess en skort hugrekki. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að það takist áður en ævi hans sé öll. •OPERAMA-fyrirtækið hefur auglýst eftir 500 manns til að taka þátt í umfangsmikilli uppsetningu á Aidu eftir Verdi í Róm og Mílanó í mars. Vantar fólk til að leika þræla og her- menn í Egyptalandi hinu forna en stjórnandi hljómsveitarinnar verður Giuseppe Raffa. •TYRKNESKA lögreglan hefur handtekið þýskan ferðamann, Man- fred Lehmann, sem gerði tilraun til þess að hafa á brott með sér freskur úr hinni fornu borg Efesus. Var kom- ið að Lehmann, sem er á sjötugsaldri, þar sem hann notaði hamar til að reyna að ná freskum af súlu í bóka- safni sem reist var árið 135 e.Kr. LANDVÆTTIR Á LISTASAFNI ÍSLENSKA þjóðin, saga hennar og menn- ing eru í brennidepli á myndlistarsýningu Borghildar Óskarsdóttur sem opnuð verður í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ við Freyju- götu, í dag kl. 16.00. Á sýningunni eru verk unnin í leir, gler, steinsteypu og tré. Segir listakonan hugmyndina að sýning- unni vera skjaldarmerki íslands, einkum skjaldberana, landvættirnar fjórar. Eru þær í aðalhlutverki í Ásmundarsal, bæði í formi leirs og glers. „Mér fannst ég þurfa að taka þetta viðfangsefni fyrir,“ segir Borg- hildur en aukinheldur getur að líta á sýning- unni fleiri „tilvitnanir" í íslenska menn- ingu, sem listakonan hefur útfært í stein- steypu og tré, svo sem brot úr handriti Halldórs Laxness að Heimsljósi og elstu rituðu heimild um orðið íslendingar, sem fengið er úr Konungsbók Grágásar frá því um 1250. Athygli vekur að leirmótin sem Borghild- ur hefur steypt glerverkin í eru hluti af sýningunni. Segir hún mótin ómissandi fyr- ir heildarmyndina, auk þess sem þau standi fyllilega fyrir sínu sem sjálfstæð listaverk þegar búið sé að steypa í kringum þau. „Þegar ég var að byija að vinna með leir og gler saman henti ég alltaf leirformunum þegar glerið var tilbúið en þegar ég fór að huga betur að þeim þótti mér þau svo fal- leg að ég hef varðveitt þau síðan. Þetta er mjög skemmtilegt dæmi um form og innihald." Borghildur segir ýmsar áleitnar spuming- ar hafa komið upp á yfírborðið meðan hún vann að sýningunni, eins og um uppruna, þjóðerni og fleira af því tagi - enda sé sitt- Morgunblaóið/Þorkell BORGHILDUR Óskarsdóttir myndlistarkona sækir yrkisefni sitt í menningu og sögu íslensku þjóðarinnar. hvað í tíðarandanum sem knýi okkur til að gefa stöðu okkar í heiminum gaum. Hafi hún, eftir föngum, reynt að leita svara en niðurstaðan sé óljós. Sýningin í Ásmundarsal er níunda einka- sýning Borghildar en fýrstu einkasýningu sína hélt hún á sama stað fyrir fjórtán áram. Þar með era kynni hennar af húsinu reynd- ar 'ekki upptalin, því hún kenndi þar í sjö ár þegar Myndlistarskólinn í Reykjavík hafði þar aðsetur. „Það er alveg yndislegt að koma aftur í Ásmundarsal," segir lista- konan. „Það er búið að gera húsið mjög fallega upp og þessi aðstaða ætti að henta Listasafni ASI sérstaklega vel. Það verður að vera sýningarsalur í húsinu - það nýtur sín best þannig." Sýning Borghildar stendur til 9. febrúar og er opin alla daga, nema mánudaga, á milli klukkan 14 og 18. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýn. á verkum eftir Hring Jóhannes- son, sýn. á nýjum verkum eftir Jónínu Guðnadóttur til 16. febr., á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Listasafn íslands Sýn. á verkum Eiríks Smith, „Á milli tveggja heima“, til 16. febr. Galleri Hornið - Hafnarstræti 15 Samsýn. félagsm. í Fél. leikmynda- og búningahöf. til 12. febr. Mokka - Skólavörðustíg Ljósm. eftir Spessa til 6. febr. Sólon íslandus - við Bankastræti Sigurl. Jóhannesd., Silla, sýnir til 26. jan. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í janúar: í sýniboxi: Haraldur Jónsson. I barmi: Róbert Róbertsson og Ragnheiður Ágústsd. ber sýninguna. Hlust: 551 4348: G.R. Lúðvíksson. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Bestu blaðaljósmyndimar 1996 og úrval mynda liðinna áratuga til 2. febr. Undir pari - Smiðjustíg 3 Sýning Frakks til 25. jan. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Samsýn. Önnu Guðjónsdóttur og Erlu Sól- veigar Óskarsdóttur til 26. jan. Norræna húsið - við Hringbraut Gerhard Roland Zeller og Þór Ludwig Stie- fel sýna til 26. jan. Veggspjaldasýning í anddyrinu til 29. jan. Listasafn ASÍ Borghildur Óskarsdóttir sýnir til 9. febr. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Svava Bjömsdóttir sýnir til 26. jan. Listþjónustan - Hverfisgötu 105 Hafsteinn Austmann sýnir til 2. febr. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Halldór Ásgeirsson sýnir til 16. febr. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Sýn. á nokkram af síðustu myndum Hrings Jóhanness. í baksal gallerísins til 2. febr. Galleri Stöðlakot - Bókhlöðustig 6 Sigurður Haukur Lúðvígs. sýnir til 28. jan. Myndás - Laugarásvegi 1 Kristján E. Einarsson sýnir ljósmyndir. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Sýn. á myndum Helga Þorgils Friðjónss. i andd. Galleri List Inga Elín sýnir til 5. febr. Skruggusteinn - Hamraborg 20a, Kóp. Sibba sýnir smámyndir til 27. jan. Slunkaríki - ísafirði Haraldur Jónsson sýnir til 2. febr. TONLIST Laugardagur 25. janúar Tónlistarsk. ísl. Suzukisamb. með tvenna nemendatónl. í Grensáskirkju kl. 15 og 16. Sunnudagur 26. janúar Afmælishátíð vegna 90 ára afmælis Guð- mundar Inga Kristjánssonar skálds á Kirkjubóli endurtekin í Digraneskirkju kl. 20. Jónas Ingimundarson heldur tónleika f Miðgarði í Skagafirði kl. 16. Hörður Áskels- son organisti, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Joseph Ognibene hornleikari halda tón- leika í Hallgrímskirkju kl. 17. Orgeltónleik- ar í Kópavogskirkju kl. 20; Örn Falkner organisti og kórstjóri kirkjunnar. Mánudagur 27. janúar Mozart-tónleikar í Gerðubergi kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Litli-Kláus og Stóri-Kláus sun. 26. jan. Villiöndin lau. 25. jan., fim. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 25. jan., fim., lau. Þrek og tár sun. 26. jan., fös. Kennarar óskast. mið. 29. jan., lau. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn sun. 26. jan. Svanurinn sun. 26. jan., þrið., mið. BarPar lau. 25. jan., fös., lau. Domino lau. 25. jan., lau. Fagra veröld lau. 25. jan., sun., fös. Krókar & kim- ar, ævintýraferð um leikhúsgeymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 26. jan., fös. Loftkastalinn Áfr. Latib. sun. 26. jan. Á sama tíma að ári sun. 26. jan., lau. Sirkus Sk. skr. lau. 25. jan., fös. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi d.“ fim .30. jan., lau. Félagsheimili Kópavogs Gullna hliðið sýnt í sun. 26. jan. kl. 20.30. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 25. jan. Nemendaleikhúsið Hátíð lau. 25. jan., fös., lau. Kaffileikhúsið Einleikir Völu Þórs sun. 26. jan., fös. Möguleikhúsið Ferðas. um minnsta tröll f heimi sun. 26. jan. Norræna húsið Brúðul. f. böm 3-6 ára sun. 26. jan. kl. 14. Leikfélag Menntaskólans v. Hamrahlíð Poppleik. Óli sun. 26. jan., mán., mið., fim. Leikfélag Akureyrar Undir berum himni lau. 25. jan., fös. Kossar og kúlissur frums. 30. jan., lau. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.