Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 20
BALLETT Berlínaróperunnar; menn Hundings sækja fram. Á HRINGSÓLI UM HRINGINN Hugmyndaauðgi, áhrifamiklir dansarar og sköpunargáfa Maurice Béjarts, innblásin af anda Wagners einkenndi sýningu balletts Berlínaróper- unnar, sem SIGRUN DAVIÐSDOTTIR sá nýlega. r KRINGUM Hringinn" nefnist ballett hins franska danshöfundar Maurice Béjarts. Eins og nafnið bendir til er hér um að ræða ballett innblásinn af Hring Wagn- ers, þaðan sem hann tekur upp ýmsa þræði, bæði úr sjálfri Nifiungasögunni, sköpunarsögu Wagner-Hringsins og óperum hans og fléttar í heildstætt sviðsverk. Og í uppsetningu og flutningi afburðadansara Ballet der Deutschen Oper í Berlín verður verkið frábærlega heill- andi kynni af nútímadansi, tónlist og anda Wagners og Béjarts. Leióarminni og leiAarspor Ballettinn samdi Béjart handa flokki sínum í Lausanne 1987, en ballettinn hefur verið á dansskrá Berlínaróperuballettsins síðan 1990. Béjart hefur víða komið við í leikhúsheiminum því auk þess að vera danshöfundur hefur hann einnig sett á svið óperur og leikrit. Ramminn um Hring-ballettinn er æfingasalur í leikhúsi þar sem píanóleikari, Elisabeth Cooper, og leikari, Michaél Denard, fara með brot úr tón- list og texta hinna fjögurra ópera,_ sem mynda Nifiungahring Richard Wagners. í leikskránni rifjar Béjart upp að Wagner flutti oft brot af tónlist og texta fyrir vini, meðan hann vann að óperunum. Sögumaðurinn og píanóleikarinn geta vísað til þessa. Sjálf hljómsveitartónlistin er svo einnig i sviðsljósinu, en ekki í flutningi hljómsveitar, heldur spiluð af stóru seguibandi á sviðinu. Píanóið og upptakan skiptast á sem nokkurs konar hylling til þeirrar tækni sem gerði tónlistina að almenningseign, því sviðs- flutningur Hringsins hefur alltaf verið sjald- gæfur atburður. Sá sem sökkvir sér á kaf í Hring Wagners kemst fljótt að raun um að þar tekur hver vídd- in við af annarri. Svipað á við um dansverk Béjarts, þar sem höfundurinn hefur yfirfært ýmis sérkenni óperunnar yfír í dansinn. Wagn- er setti verk sín saman úr svokölluðum leiðar- minnum, þar sem hver persóna hafði sitt eigið tónstef. Sama gerir Béjart í dansinum. Hver persóna hefur sín leiðarspor sem aðeins hún dansar og enginn annar. Ballettinn er annars byggður upp eins og hefðbundinn ballett þar sem skiptist á hópsenur, ein-, tví- og þrídans. Sjónræn nautn meó f jölbreyttu ivafi Ballettinn hefst á því að ógnvekjandi maður fetar sig inn á sviðið, þar sem píanóleikarinn og sögumaður eru fyrir. Upp úr sviðinu stinga örlaganornirnar kollinum. Maðurinn er Óðinn, sem missir augað í viðurvist áhorfenda og síð- an tekur sögumaðurinn að rekja söguna, píanóleikarinn tónlistina, sem stundum kemur af segulbandinu og dansararnir að túlka bæði söguna og tónlistina. Allt er þetta hrífandi blanda, sem sviðsmynd og búningar undir- strika á skemmtilegan hátt. Wotan er túlkaður af tveimur dönsurum, er ýmist Wotan eða förumaðurinn, hvers gervi Wotan bregður sér í í Siegfried og Siegfried sjálfur er einnig dansaður af tveimur dönsur- um, Siegfried sem unglingur og sem fullvaxta maður. Risarnir koma inn á stultum, drekinn Fáfnir líkist dreka í kínverskri óperu (og líkist reyndar einnig Miss Piggy í Muppet Show, sem var nú kannski óvart). Skyndilega birtast á sviðinu skoplegar fígúrur klæddar Hring- búningum frá tíma Wagners og það er óneitan- lega spaugileg sjón því margt og mikið hefur gerst í búningahönnun og persónuskilningi síðan þá. Þessar persónur fylgjast með fram- vindu sýningarinnar og eru skemmtileg áminn- ing um framvindu tímans, allt frá tímum Wagners. Við vildum kannski geta litið aftur á uppfærslur Wagners sjálfs en við skulum ekki gleyma því að sú sjón væri kannski frem- ur fjarska fyndin heldur en listræn upplifun. Búningarnir eru af ýmsu tagi, bæði ballett- samfestingar, sem sýna meira en þeir hylja, valkyijurnar eru í svörtum gúmmísamfesting- um, sem leiða kannski hugann til vafasamra skemmtistaða og menn Hundings eru í herbún- ingum í felulitum. Líkt og samskipti Brynhild- ar og Wotans er einn af hápunktum Wagner- Hringsins þá er dans feðginanna, túlkaður af Christopher Cody og Lisu Cullum, einnig einn af hápunktum Béjart-Hringsins. Brynhildur, sem hefur brotið gegn orðum föður síns mæt- ir honum berfætt, afklædd valkyijufötunum og hjálminum, í hvítum samfestingi og réttir honum ballettskóna, sem hann fleygir frá sér. Kletturinn, sem Brynhildur er lögð á, er flygill, sem Logi sest svo við. Logi gengur í orðsins fyllstu merkingu eins og rauður þráður í gegn- um sýninguna, meistaralega túlkaður af Jam- es Bailey, tvíræður og ísmeygilegur og minnir stundum á jókerinn í Batman. Það sem í heild einkennir sýninguna fjör- leiki og hugmyndaauðgi, bæði í dans, leik- mynd og búningum og ekki síst glæsileg túlk- un dansaranna, sem mynda sterkan hóp áhrifamikilla persónugerða. Öllu þessu heldur hinn reyndi leikhúsmaður Béjart í styrkri og öruggri hendi sinni. Ballettáhugamenn ættu ekki að láta sýningar Ballet der Deutschen Oper í Berlín framhjá sér fara, ef þeir eiga leið þar um, né heldur ef þeir rekast á bal- letta Béjarts, sem eru fastur liður á dansskrá hópa um allan heim. LÉTT OG SÍGILD SKRAUTSÝNING Hollenski fióluleikarinn André Rieu nýtur geysilegrq vinsælda en hann segist hafg opnaó dyrnar aó sígildri tónlist fyrir þeim ___sem ekki höfóu neinn áhugg á henni._ r ASKRAUTLEGU sviðinu stendur síð- hærður maður. Þegar hann lyftir boganum fer salurinn, sem að mestu leyti er skipaður konum, miðaldra og eldri, á hreyfingu. „Ég hef feng- ið bréf frá fólki sem segist hafa átt við alls kyns vandamál að stríða en eftir að það hafi hlýtt á mig hafi lífíð tekið nýja og betri stefnu,“ segir maðurinn sem hefur þessi áhrif á áhorfendur, fiðluleikarinn André Rieu, í samtali við The European. Síðastliðin tvö ár hefur frægðarsól þessa 46 ára Hollendings risið æ hærra í heima- landinu. Einn skammtur af Sjostakovitsj, og áhorfendur dansa út af tónleikunum, kafli úr Thais eftir Massenet og vasaklútarnir eru óðar komnir á loft. Uppselt er á tónleika Rieus hálft ár fram í tímann og geisladiskar með flutningi hans á Strauss-völsum og léttri sígildri tónlist hafa slegið hvert sölumetið á eftir öðru í Hollandi en fyrsti geisladiskurinn, Strauss & Co, hefur selst í 1,3 milljónum eintaka í 26 löndum. Nú hyggur Rieu á landvinninga í Bretlandi, stefnt er á útgáfu geisladiska, myndbanda og bóka um fiðluleikarann í næsta mánuði. Erfítt hefur reynst að skilgreina nákvæm- lega í hveiju aðdráttarafl Rieus er fólgið. Að sjá minnir hann á poppsöngvara sem kominn er af léttasta skeiði. Blaðamaður European segir hann ósvikinn daðrara sem lýsir því m.a. yfir að spila tónlist sé eins og ástarleik- ur. Því sé ófyrirgefanlegt hvemig sumir leiki tónlist svipbrigða- og tilfinningalaust. „Ástarleikur" á sviöi „Ástarleikur“ Rieu og fiðlunnar á tónleik- um er skrautsýning sem þykir minna fremur á kabarett en tónleika. Glitrandi búningar og blómaskreytingar, súlur og hestar, og undirleikarar Rieu eru klæddir eins og þeir séu á leið á dansleik. í Strauss-valsi rísa málmblásararnir skyndilega á fætur og dilla sér í takt við tónlistina. Gagnrýnendur eru hreint ekki á einu HOLLENSKI fiðluleikarinn André Rieu. máli um ágæti flutningsins og umgjarðarinn- ar, Rieu hefur verið sakaður um að vera gervilegur, en jafnframt hrósað fyrir að fjölga í aðdáendahópi sígildrar tónlistar. Rieu er harla ánægður og fullvissar aðdáendur sína um að það sé ekkert athugavert við það að hafa gaman af léttri klassískri tónlist. Segir Strauss hafa flutt diskó 19. aldar og notið vinsælda samkvæmt því. Athyglin beinist ekki síður að Rieu sjálfum en tónlistinni og það gustar vissulega af honum. Það ber þó ekki að skilja svo að Rieu sé slakur tónlistarmaður; hann er fram- bærilegur tónlistarmaður sem á ekki langt að sækja hæfíleikana. Hann er einn sjö systk- ina sem öll lögðu tónlist fyrir sig, en faðirinn stjórnaði m.a. sinfóníunum í Leipzig og Limburg. Að fíðlunámi loknu hóf Rieu að leika und- ir stjórn föður síns í Limburg en varð fljótt leiður á því að vera nafnlaus fiðluleikari í sinfóníuhljómsveit. „Faðir minn sagði að maður ætti að spila í þágu tónlistarinnar en ég fékk ekki séð hvers vegna maður gat ekki gert það og samt verið uppi á sviði rétt eins og söngvararnir," segir Rieu sem stofnaði eigin hljómsveit fyrir áratug þar sem hann fékk að vera fremstur á sviðinu. Fyrsta verkefnið var flutningur á Vínarvölsum, sem skapaði honum fljótlega vinsældir þótt útgef- endur drægju lappirnar. Honum tókst að endingu að sannfæra einn þeirra og þar með fór boltinn að rúlla. AAdóendur • yfirliA Rieu nýtur geysilegrar kvenhylli. Þess eru dæmi að liðið hafí yfir konur á tónleikum hans og hann er beðinn um eiginhandarárit- anir hvert sem hann kemur. Sjálfur segist hann hafa fengið aðdáunarbréf frá 78 ára gamalli konu sem sagðist hafa myndir af honum út um allt hús. Óll þessi aðdáun kem- ur honum ekki á óvart, Rieu segir það auð- skiljanlegt að konur falli fyrir manni í kjólföt- um sem græti og gleðji með tónlistinni. Sjálfur er Rieu hamingjusamlega giftur og tveggja barna faðir. Hann leikur tennis daglega og hugsar um fiskana sína, á milli þess sem hann skipuleggur nýja tónleika og velur verk á efnisskrána. Öll eru þau af létt- ara taginu, hann segir það ekki ganga að skipta skyndilega yfir í þung verk, þegar hann hafi opnað dyrnar að sígildri tónlist fyrir fólki sem hafi ekki haft neinn áhuga á henni. „Það væri óheiðarlegt að hella Stockhausen yfír fólkið. Það er Jiung tónlist og ég er maður tilfinninga. Á tónleikum mínum hrópar og klappar fólk sem segist vera inn í sig og lokað. Ég ætti kannski að auglýsa tónleikana með þeim orðum að fólk styðjist við hækjur er það komi á tónleikana en gangi alheilt út,“ segir hann og skellihlær. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.