Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 6
FORVARSLA, BARATTAN VIÐ TÖNN TÍMANS EFTIR ÖNNU MARGRÉTI SIGURÐARDÓTTUR Tíminn gengur ó alla hluti og margt, sem vió vildum varóveitg, liggur undir skemmdum. Vió erum í stöóugu stríói vió tímann; stríói upp ó líf og dauóa, því þaó sem eyóist er okkur horfió aó eilífu. VIÐ veltum því kannski ekki mikið fyrir okkur þegar við förum á söfn og sýningar og skoðum gamla muni, bækur eða listaverk, hversu mikil vinna liggur í að varð- veita þessa hluti og koma þeim í þannig horf að við getum notið þeirra. Þetta gildir ekki síst um staði eins og Þjóðminjasafnið og byggðasöfn víða um land, en einnig um söfn sem hafa að geyma nýrri hluti, því tímans tönn er oft snör í snúningum og getur eytt hlutum og skemmt á skammri stund. Nú nýlega hefur verið umræða í fjöl- miðlum um Þjóðarbókhlöðuna þar sem óbætanleg menningarverðmæti liggja undir skemmdum vegna þess að ekki er til ijár- magn til að nýta frábæra viðgerðaraðstöðu sem þar var sett upp í upphafi. Þjóðminja- safnið hefur alla tíð búið við það að munir hafa verið í hættu vegna þess að ekki er til fjármagn til þess að veija þá skemmd- um. Það er ekki nóg að setja hluti á safn. Þeim þarf að sinna, gera við skemmdir og ekki síst veija þá þannig að sífellt nag tímans vinni ekki á þeim. Þetta er hægt og við höfum þegar við höndina hóp fólks sem hefur sérhæft sig á þessu sviði, hóp sem fer sífellt stækkandi. Þetta eru forverð- ir, ein ósýnilegasta stétt samfélagsins, svo ósýnileg að margir vita ekki einu sinni hvað orðið þýðir. Hvaó gera ferveröir? Það var Kristján Eldjárn sem fyrstur fór að nota orðið forvörslu sem heiti á því sér- staka starfi að veija hluti eyðingu tímans. Með því setti hann í notkun nýja merkingu gamals orðs, í fullu samræmi við eldri merk- ingar, því samkvæmt þeim þýðir orðið út- vörður í hernaði eða vemdari og að forvara þýðir að geyma. í Orðabók Menningarsjóðs frá 1963 er aðeins að finna eldri merkingam- ar en í nýrri útgáfu er nýja merkingin kom- in inn. A erlendum tungum er starfsheiti forvarða conservator (enska) eða konservat- or (danska). Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasafnr- áðsins (The International Council of Muse- ums, ICOM) felst starf forvarða í að rann- saka, forveija og gera við hvers kyns muni DINAH Eastop við myndir af hlutum sem unnir hafa verið í textílforvörslu hjá TCC (The Textile Conservation Centre). Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Heimspekideild Háskóli íslands býður ykkur velkomin á kvöldnámskeið í febrúar - maí sem hafa menningargildi. Rannsóknarvinn- an felst í að forvörðurinn þarf að gera sér grein fyrir heimildargildi hluta, uppruna- legri gerð þeirra og efni, þeim breytingum sem hafa orðið á þeim og hvað hefur glat- ast. Forvarslan sjálf felst í að tefja eða koma í veg fyrir eyðingu menningarminja eða skemmdir á þeim með því að geyma þær við sem hentugust skilyrði og veita þeim meðferð til að þær megi haldast í uppruna- legu ástandi eða eins nálægt því og unnt er. Viðgerðarvinnan felur svo í sér að koma illa förnum og skemmdum munum í sem best horf án þess að rýra fagur- fræðilegt og sögulegt gildi þeirra svo nokkru nemi. Þó störf forvarða hafi „Ef tilfinningin þyrfti ekki að hlusta á rök hefði hún engan að tala við“. Bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams og Köttur á heitu blikkþaki • Haldið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. • Hávar Sigurjónsson leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, Melkorka Telda Ólafsdóttir leikhúsfræðingur og Hallmar Sigurðsson leik- stjóri verksins. Lærðu að njóta góðrar tóniistar Meistarar barokksins í ítalskri og þýskri tónlist • Ingólfur Guðbrandsson, tónlistarmaður og forstjóri. Þjóðernisvitund fslendinga • Umsjón: Þorvarður Árnason sérfræðingur á Siðfræðistofnun HÍ. Fyrirlesarar verða m.a. fengnir úr röðum sagn- fræðinga, heimspekinga, bókmenntafræðinga, lögfræðinga, listfræðinga, stjórnmálafræðinga og mannfræðinga. Niflungahringur Wagners og íslenskur menningararfúr • Aðalíyrirlesari verður Jóhannes Jónsson sem hefur á undanförnum árum fjallað mikið um óperur ekki síst verk Richards Wagner, auk hans Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Listasaga: Feneyjar - frá býsans til upplýsingar • Ólafur Gíslason, blaðamaður og gagnrýnandi. Kínversk frásagnarlist - skáldsögur frá seinni öldum • Hjörleifur Sveinbjörnsson, nam við Pekingháskóla '76-'81. Tvær ættadeilusögur - Heiðarvtga saga og Vatnsdæla saga • Jón Böðvarsson cand.mag. Að lesa Bíblíuna og kynnast henni; - saga - tilurð - áreiðanleiki - áhrif • Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. Listin að yrkja • Þórður Helgason bókmenntafr. og rithöfundur, lektor í KHÍ. Ritlist - að skrifa skáldskap Byrjenda- og framhaldsnámskcið • Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og bókmenntafræðingur. Að skrifa bók - firá hugmynd að bók • Halldór Guðmundsson mag. art. útgstj., MM. Skráning og nánari upplýsingar um efni, tíma og verð: Símar 525 4923, -24, -25. Bréfasími: 525 4080 verið stunduð í einhveijum mæli alla tíð síð- an menn fóru að safna hlutum og geyma, er stutt síðan þau störf voru unnin af safn- vörðum og handverksfólki sem fengið var til að sinna viðgerðum. Svo er reyndar víða enn og margt gott handverksfólk hefur unn- ið ómetanlegt starf á þessum vettvangi, lært af þeim sem fyrir voru og eigin reynslu. En fyrir 20 til 30 árum fóru að spretta upp skólar þar sem fólk gat menntað sig á þessu sviði og sérmenntað sig innan þess. Síðan hefur greinin verið í örum vexti og nú streymir ungt og áhugasamt fólk inn í þess- ar menntastofnanir og út úr þeim aftur til að dreifast á söfn um allan heim. Hér heima er þetta orðinn talsverður hópur fólks sem starfar á mismunandi sviðum, ýmist á söfn- um eða sjálfstætt. Þau hafa með sér félag sem telur 16 fullgilda meðlimi og 7 aukafé- laga, og er deild í Félagi norrænna for- GUNNFÁNI úr silki, fyrir og eftir forvörslu. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.