Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 10
4- ILAPPLANDI í N-Svíþjóð, nánar tiltekið í Jokkmokk, er árlega haldinn vetrar- markaður þar sem Samir hvaðanæva úr Skandinavíu (og nú einnig Svíar) selja handunnar vörur sínar. Markaður- inn hefur verið haldinn allar götur síðan 1605. Kar! IX. konungur í Svíþjóð afn- umdi það ár frá 13 öld einokunnarrétt „birkarlanna", en þeir komu í upphafí frá sjáv- arsíðunni til að skipta á vörum við Sami. Það byggðust á þessum tíma upp bæir við árósa og „birkarlarnir" iðkuðu sína þekktustu iðju, að innheimta skatt fyrir hans hátign um leið og þeir skiptu við Sami á klæðum, pottum og járnöxum fyrir skinn og feldi. í sagnfræðibókum sést að Lappland lengi hefur haft aðdráttarafl fyrir fólk með ævintýra- þrá. í sumum íslendingasagnanna, td í Egils- sögu, eru lýsingar á viðskiptum Sama og íslend- inga. Það kemur fram að víkingamir ekki bara rændu og drápu fólk t.d. á Englandi og Frakk- landi heldur gerðu þeir það í einnig í Lapplandi þar sem baráttan um skinnin og byggingarefni í skip og hús var hörð. Já, Samir og íslendingar eiga margt sameig- inlegt, t.d. veðurfarið. Mér þótti samt, þó íslend- ingur sé, ansi kalt í Jokkmokk, milli 15 og 25 stiga frost. Það þótti íbúunum ekki vera kalt, sögðu að það væri frekar hlýtt nú og að þeir töluðu ekki um kulda fyrr en við 35 stiga frost! En þeir kvörtuðu mikið yfír snjóleysinu þarna norður frá, þó var þarna meiri snjór en ég hef séð áður og er þó ættuð frá Austfjörðum. Ann- að sem við eigum sameiginleg með Sömum er Grýlan, en þeirra heitir Luhttak og sýgur með jámröri lífið úr fólki. Það var margt um manninn á markaðinum í Jokkmokk. Þarna vom þeir sem komið höfðu MARKAÐURINN IJC með söluvaming sinn og þeir hinir sem komu til að taka þátt í markaðinum, kaupa skinn og ullarfatnað alls konar, silfurskartgripi, eða hiusta og horfa á alla menningarviðburði sem boðið var upp á. Samir eru mjög vandvirkir og báru handunn- ir munir þeirra þess glögg merki. Það sem einna mest vakti aðdáun mína voru körfur og krukk- ur úr rótum trjáa. Ellen Kitok-Andersson er snillingur í þessarri vandasömu og tímafreku iðju. Fyrst þarf hún að fara út í skóg og grafa 1-2 m ofan í jörðina eftir rótum, þvo þær í næsta læk, þurka þær síðan og kljúfa áður en hún getur byijað að fletta úr þeim ílát. Þar sem ílátin vom og eru notuð til að geyma í mat em þau fóðruð að innan með með mjúku skinni. Sölumenn vom ekki bara Samir. Einn Svíi, Vilti Hasse, seldi pylsur úr nauta-, hreindýra- og bjarnarkjöti. Ég vildi náttúrulega smakka bjamarpylsuna áður en ég keypti hana og þá skar Hasse væna sneið af einni slíkri, stakk hnífnum í sneiðina og rak fram hnífínn. Um leið sagði hann: „Flestir segja að þeim fínnist pylsan góð, þora ekki annað þar sem þeir vita að annars myndi ég skera af þeim fínguma." Ég svaraði um hæl að ég myndi nú alveg segja frá ef mér líkaði ekki pylsan enda íslendingur. Þá rak hann upp rokna hlátur og ég fékk að heyra sögu hans um íslenskan verndargrip sem ein frænka hans hafði gefíð honum. Gripurinn átti að vernda hann frá öllu illu og færa með sér heppni en nokkrum vikum eftir að gripurinn kom í hans eigu tapaði hann 300 þúsund krónum í viðskiptum. Einn samísk- ur vinur hans lofaði að senda honum samískan vemdargrip sem átti að vega upp á móti þeim íslenska. Það gerði hann, sendi honum 10 kg steinhnullung, seitu (svo kallast guðir Sama sem oft eru steinar eða tijádrumbar með sérkenni- lega lögun), um hæl. Það liðu ekki nema nokkr- ir dagar en þá fékk Vilti-Hasse slag sem lam- aði helming líkama hans og minni hans þurrkað- ist út að stómm hluta. Hasse hefur verið þekkt- ur á markaðinum fyrir að henda fram hverri stökunni og vísunni á fætur annarri á meðan hann selur viðskiptavinum afurðir sínar. Hasse mætti því ekki á markaðinn í fyrra, nokkuð sem hafði ekki gerst í 20 ár. En viti menn, í ár var Vilti-Hasse mættur aftur og búinn að læra upp á nýtt vísumar sínar. Ég las daginn eftir viðtal við hann í héraðsblaðinu þar sem hann sagði frá allri sólarsögunni. Þrátt fyrir áföllin hefur Hasse ekki alveg hætt að trúa á vemdargripinn sinn. Ég sýndi honum íslenskan vemdargrip sem ég ber alltaf á mér á ferðalögum og við önnur tækifæri og sagði við hann um leið að íslenskir vemdargripir hjálpuðu kannski bara íslendingum og samískir bara Sömum, svo það væri nú best að hann yrði sér úti um sænskan verndargrip. Hasse hafði mikið hár og skegg EFTIR HELEN HALLDÓRSDÓTTUR Eins og flestallir frumbyggjar iaróarinnar heyjg Samir baróttu vió yfirvöld til aó vióhalda menningu sinni og tungumóii og þaó sem er þeim ekki síóur mikilvægt, landréttinum. ÍLÁT úr rótum trjáa og fóðruð með skinni. og á meðan hann talaði þá hristust klakaströngl- amir sem myndast höfðu í skegginu á honum og framkölluðu undirspil við orð hans. Hann var sannarlega villtur í útliti hann Vilti Hasse. í Jokkmokk er samískt byggðasafn. Safnið er vel útbúið, mikið af munum frá Sömum og landnemum í Lapplandi. Þar er hægt að halda sýningar og tónleika, og hlustuðum við á marga ,jojka“, bæði unga og gamla, hefðbundna og þá í nýjum búningi. „Jojk“ er sérstakur söngur Samanna sem alltaf er jojkaður till einhvers náttúrfyrirbæris, t.d. nýfæddu barni eða hrein- kálfí, til vindsins eða ijúpunnar. „Jojk-söngur- inn“ þótti ekki fínn og var jafnvel bannaður um aldir þar sem hann taldist til galdra. I dag hefur hann hafíst á ný til vegs og virðingar. Á safninu komu fram tvær ungar Samastúlk- SOFIA og Anna flytja „jojk“. ur, Sofia og Anna, sem eru þekktar um alla Svíþjóð og einnig í Evrópu eftir þátttöku þeirra í þættinum „Bravo, Bravissimo", þar sem þær kepptu fyrir hönd Svíþjóðar með , jojki“. Wimme Saari flutti ,jojk“ á sinn nýstárlega hátt, þar sem hann blandar ,jojk“ með jazz, hip-hop, „reif“ og austurlenskri tónlist svo eitthvað sé nefnt. Þarna flutti Yana Sundgren söngva með sa- mísku tónfalli og sagði frá fjölskyldu sinni. Amma hennar bjó í litlu samísku samfélagi, nokkur tjöld í þyrpingu, með manni og börnum. Hún veiktist af berklum og á endanum þurfti að senda hana og 1 árs dóttir hennar, á sjúkra- stofu í borginni, sem var u.þ.b. 100 km í burtu. Þær töluðu bara samísku, enga sænsku. Fólkið þeirra heima fékk fréttir af því að mamma SAMÍSKA Grýlan, L - 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LtSTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.