Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 8
EYJAFJALLAJÖKULL er kennd- ur við sveitina sem hann gnæfir yfir. Efsti hluti jökulsins er gíg- ur eða askja, 2-3 km í þvermál, en jökullinn er virk eldstöð sem gaus síðast 1821-22. Á börmum öskjunnar sér í grjót að sumar- lagi. Tvö þeirra standa hæst og eru mest áberandi. Þetta eru helstu kennileit- in á há-jöklinum. Annar steinninn (1.580 m.y.s) stendur efst á norðvestanverðri brún gígsins. Hann er þverhníptur að vestan, bratt- ur að austan en ávalur norðan megin. Hinn steinninn (1.651 m.y.s) stendur út úr gígbrún- inni að sunnanverðu. Snjór hylur hann að norðanverðu og efsta hluta hans, en þverhnípt bergstál veit í suður. í nálægð við jökulinn sjást klettarnir aldrei báðir í einu þannig að þegar litið er til efstu hæða sést aðeins einn toppur með einum steini, hvaðan sem horft er. Vestari steinninn sést eingöngu úr vestri, best frá vestanverðum Eyjaijöllum og miðri Fljótshlíð. Syðri kletturinn sést aftur á móti aðeins frá suður- og austurhluta Eyjaijalla. Nafnabrengl Mikill ruglingur hefur verið með nöfn þess- ara steina, sérstaklega hin síðari ár, sem versnað hefur eftir því sem landakortum af svæðinu hefur fjölgað. Nú er svo komið að finna má fjórar útgáfur af nafni hvors steins. Ekki þarf að fjölyrða að hér er í óefni kom- ið. Heimamenn hafa ekki síður en aðrir ruglast í riminu með tilkomu kortanna. Til að gera langa sögu stutta þá nefnist vestari kletturinn Goðasteinn en sá syðri Guðnasteinn. Þessi kenning eða fullyrðing er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggð á heimildum sem til eru um kennileitin. Hvort fullyrðingin er rétt eða röng er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Þessir steinar verða að hafa sitt ákveðna eigið nafn. í fyrsta lagi hefur þessi ruglingur gert það að verkum að þessi kennileiti hafa að hluta misst gildi sitt. Það er flestum sem betur fer kappsmál að fara rétt með örnefni. Óvissa og málalengingar með örnefni fer í taugarn- ar á fólki og slík kennileiti eru síður nefnd á nafn, sérstaklega ef athugasemdir eða deil- ur fylgja í kjölfarið. Það kemur því ekki á óvart að að meira sé farið að nota önnur kennileiti á jöklinum, óþörf nýnefni í stað „gömlu grjótanna". í öðru lagi er hér um öryggismál að ræða. Umferð um jökulinn hefur aukist mikið og ef slys verður þarna uppi getur það skipt sköpum að ekki sé ruglingur með kennileiti. Ruglingur með nöfn kennileitanna gerir einn- ig erfiðara að segja til vegar án þess að um misskilning verði að ræða. Slíkt getur stuðlað að röngu leiðarvali og þannig aukið líkur á slysi. En hvaðan koma nöfn steinanna? Þau koma úr tveimur þjóðsögum sem vel eru þekktar „undir Fjöllunum" og víðar. Þjóósögurnar Goðasteinn. Kringum 1000 bjó í Dal (Stóradal) undir vestanverðum Eyjafjöllum Runólfur goði Úlfsson. Hans er getið í mörgum heimildum enda stórhöfðingi. Hann var rammheiðinn og barðist ötullega gegn kristni. Sagan segir að eftir að kristni var hér lögtekin hafi Runólfur forðað goðamyndunum burt úr hofi sínu og komið þeim fyrir undir kletti, efst á Eyjafjall- jökli. Heiti hann því Goðasteinn. Slóðir þær sem þjóðsagan gerist á eru undir „vestur Fjöllunum" þaðan sem einung- is sér í vestari steininn. Flest bendir því til að um vestari klettinn sé að ræða. Þess má geta að sú leið sem beinast liggur við að fara upp frá heimaslóðum Runólfs ligg- ur um Hamragarðaheiði, upp jökulinn vestan- verðan, að Goðasteini. Þetta er einmitt greið- færasta leiðin á jökulinn og sú sama og flest- ir sem fara á bílum og vélsleðum upp að „Steini" nú í dag. Guðnasteinn. Við bæinn Hrútafell undir austanverðum Eyjafjöllum er hellir er nefnist Rútshellir. Hellirinn er kenndur við Rút nokkurn. Ein þjóðsagan af Rúti er á þessa leið. Rútur var ómenni og óvinsæl! héraðshöfð- ingi og átti í útistöðum við héraðsmenn. Hann hafði því til öryggis sest að í hellinum. Þræla hafði hann nokkra og var þeim harður húsbóndi. Til að losna við Rút fengu hérðs- menn þrælana til að drepa húsbónda sinn. Segir að þrælamir hafi ráðgert að gera gat á hellinn og leggja að Rúti með spjótum þar í gegn. Eitt skiptið meðan hann var ekki heima við byijuðu þeir að búa til gatið. Vildi þá svo illa til að Rútur kom að þeim meðan á verkinu stóð. Flúðu þeir burtu en Rútur elti þá alla uppi og drap. Eru staðirnir sem Rútur drap þá við þá kenndir. Bjarni var drepinn við Bjarnafell, Högni við Högnaklett, GUÐNASTEIIMN að haustlagi. ísaðan klettinn ber í klettastrýtuna. Ljósmynd/Ágúst Guðmundsson STEINARNIRA EYJAFJALLAJÖKLI EFTIRÁRNA ALFREÐSSON Guónasteini og Goóasteini á Eyjafjaiajökli er oft ruglaó saman og mætti þá halda aó steinninn sé aóeins einn. En svo er ekki. Þessi kenniieiti eru meó nokkru milibiíi og nöfnin eru úr vel þekktum þjóósögum. HORFT til Eyjafjallajökuls úr Fljótshlfð. Snævi þakinn Goðastein ber við ský efst á jöklinum. KORT af jöklinum sem sýnir að talsverður spölur er milli steinanna tveggja sem oft er ruglað saman. Sebbi hjá Sebbasteini, Ingimundur við Ingi- mund (á Steinafjalli) og Guðni vrð Guðna- stein í framanverðum Eyjaljallajökli. Frá þeim slóðum sem þjóðsagan gerist sést syðri kletturinn einna best úr sveitinni. Sagan á því að öllum líkindum við um Guðnastein í sunnanverðum jöklinum. Þjóósaga á villigötum Þegar farið er yfir gamlar heimildir um nöfn grjótanna kemur hvergi annað fram en að syðri kletturinn hafi verið nefndur Guðna- steinn. Öðru máli gegnir með vestari klett- inn, Goðastein. Margir hafa kallað hann Goðasteinn en aðrir Guðnastein. Sá ruglingur að kalla Goðastein ranglega Guðnastein gæti hafa átt upptök sín í því að aðeins annar steinanna sést í einu, eins og fram hefur komið, og því sumir talið að- eins um einn stein væri ræða á hæsta hluta jökulsins. Vel er hugsanlegt að þjóðsagan af Rúti og þrælum hans hafí verið betur þekkt og því hafí þeir sem ekki voru vel staðháttum kunnugir útfært söguna á þann eina stein sem þeir sáu. Vel þekkt þjóðsaga hefur þann- ig lent á röngu kennileiti. Svo virðist sem Fljótshlíðingar hafi frekar notað Guðnasteins- nafnið og ofangreind tilgáta sé þar hugsanleg skýring. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.