Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 12
ERLENDAR BÆKUR „VITRINGAR NORÐUR- SINS“ ISAIAH Berlin: The Magns of the North — J.G. Hamann and the Origin of Modern Irrationalism. Edited by Henry Hardy. John Murray 19 1993. Von Magus im Norden und der Verwegenheit des Geistes — Ein Hamann — Brevier. Herausgegeben von Stefam Majetschak. Deutscher Taschenbuch Verlag 1988. r OSKYNSEMI“ þ.e. að hvatir, tilfínn- ingar, innsæi og trúarvingl skuli metið hærra skynseminni og „raunskyninu" hefur mótað mannheima ekki síst eftir að útópíu-trúin náði miklum ítökum í huga manna í og eftir frönsku stjórnarbyltinguna. Hér er átt við það mýr- arljós, að gjörlegt væri að „skapa réttlátt þjóðfélag" meðal manna byggt á raunskyni og algjörri skynsemishyggju. í raun reynd- ist sú útópíu-trú algjör „óskynsemi" eins og afleiðingar hennar votta í sögu 20. aldar. Isaiah Berlin skrifar um kenningar og áhrif Hamanns á þá einstaklinga sem út- færðu kenningar hans á 18. og 19. öld, svo sem Herder og rómantíkerana og einnig Goehte. Berlin telur að Mann hafí verið kveikjan að þeirri „óskynsemi" sem mótaði kenningar margra rómantíkera og síðan liggi þráðurinn allt upp til vorra tíma. Þjóð- arsál, þjóðareðli, þjóðdjúp og þjóðlegt innsæi og þjóðarhlutverk, öll þesi Qasyrði telur Berlin eiga sér kveikju í hvata- og innsæis- kenningum Hamanns. En viðbrögð Ham- anns voru andsvar vð klassisisma Frakka, skynsemishyggju þeirra og rökhyggju, sem mótaði mjög stómarhætti Friðriks mikla í Prússlandi á dögum Hamanns. Hamann var fæddur 1730 og lést 1788. Mat samtíðar- manna á Hamann var ýmist að hann væri „brotahöfuð" — uroligt Hoved — eða djúp- sær spekingur, sem hann vissulega var á sinn hátt, eins og Kant sá hann, en með vissum fyrirvörum. Berlin telur hann hafa verið föður „óskynseminnar" á okkar tím- um. Á sinni tíð var hann mjög ákveðinn andstæðingur upplýsingarinnar. Hann braut blað í evrópskri hugsun um menntastefnur og guðfræði og sem frumkveikja rómantík- urinnar varð hann einnig náma existentíal- isma og nasisma á vorum dögum. Niðurstaða Berlins er að hann hafí verið vanmetinn hingað til og því sé full nauðsyn að viðurkenna gildi áhrifa hans og þýðingu hans fyrir atburðarás 19. og ekki síst 20. aldar. Guðfræðilegar hugleiðingar hans og trú- arlegt „innsæi“ höfðu mikil áhrif á Kirkega- ard og frá honum bárust áhrif Hamanns á viðhorf existentialistanna. Berlin fjallar af sinni alkunnu ritsnilld um skrif Hamanns, en á því er full þörf, því honum var ekki gefín stílsnilld eða leikni í að koma hugsunum sínum skýrt til skila. Þótt óhemju magn rita og greina fylli hillur bókasafna um allan heim um tímabil upplýs- ingarinnar og frönsku byltinguna, þá skera verk Isaiah Berlin sig úr hvað skýrieika og skilning snertir og knappt form, ásamt rit- um hans um rússnesku byltingamennina á 19. öld. Berlin skrifar ákaflega skýrt og vel, það er unun að lesa hann og færðimennska hans er örugg. Það gefur augaleið að hann hrapar aldrei niður á svið „populismans“ í ritum sínum eða niður í lágkúru upphafins fræðilegs „sullumbulls“. Bowra, vinur hans, skrifaði fyrir langa löngu að áhrif hans væru mikil, þótt hann hefði lítið gefíð út. Nú er svo komið að 10-12 bindi verka hans eru útgefin og ættu að vera þeim íslendingum auðlesin sem eru gæddir „lesskilningi" á enska tungu. Hamann-Brevier er ágætur úrdráttur úr ritum Hamanns með nauðsynlegum athuga- greinum. Með þessum Brevier eiga menn aðgang að lykilkenningum Hamanns. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON NINA TRYGGVADÓTTIR. Hús á Grímsstaðaholti. LJÓÐ-MYNDIR EFTIR ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR UNDANFÖRNUM árum hefur það veitt mér ómælda ánægju að lesa kvæði Kristjáns Karlssonar. Ekki þykist ég skilja hann til fulls og ekki er ég jafnhrifin af öllum kvæðunum, langt í frá. En mörg þeirra eru svo myndræn að þau birtast í huga mínum sem margvísleg málverk. Nokkur minna mig sterklega á verk vissra málara, ekki þó sérstakar mynd- ir, heldur andblæinn í málverkunum. í huga mínum birtast kaldhömruð verk Jóns Stefánssonar þegar ég les kvæðið Nóv- emberkvöld í Herdísarvík (úr Kvæðum (1976)). ... Stálblár máni við stálsvarta brík. og... Inn skeigráan vog fer skuggi af báru, unz strandlínan brestur svo blikar í sárið. . . Kvæðaflokkurinn Við Viðeyjarsund (í Kvæðum 81) er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og kann ég sum kvæðin næstum utan- að. Mér finnst ég oft hafa séð himin eins og glitskeljabrot ekki síst í apríl. Ég hef sérstaklega gaman af bláa grasinu í Viðey klukkan tíu á júlíkvöldi. Er það nokkuð ljar- stæðara skáldlegum huga en fagurbleika Viðeyjarmyndin hans Snorra Arinbjarnar? Stundum reis hús (úr Kvæðum 84) leiðir hugann í smiðju Nínu Tryggvadóttur eða Louisu Matthíasdóttur. Hreinir litir og ein- föld form og einhver hafði fyrr gengið þvert yfir auðan blettinn. Og haustið var rautt. í tveim ljóðum úr New York (1983) erum við horfin á vit frönsku impressionistanna. í Miss Haversham finnum við og sjáum hlýj- una í sólskini sumarkvöldsins þegar slæður stúlkunnar, ljóst hár hennar og sumarblær- inn liðast um skýjakljúfa stórborgarinnar og gulllitar slæður sólarlagsins „blána í græn- leit gluggatjöld". Þetta minnir á sumarmynd- ir Renoirs. í Draumi og veruleika Cec.ily sé ég fyrir mér bylgjumyndir úr verkum Monets þar sem ... snertingarlaust brotna leiftrandi gárur fijótsins í hrafn- svörtu hári. Enn erum við á erlendum slóðum enda ort á ensku, I have felt the true iife (úr Kvæðum 92). í þessu dulúðga ljóði er talað um dömu sem blandaði sólarljósi saman við svalt loft sem steig upp úr djúpu gili. í augum hinna skeytingarlausu er hún lilja en rós í huga skáldsins. Upp í hugann koma myndir Odel- ons Redons af frúm og fögrum blómum. Aftur erum við komin heim í Kleppsholtið í íslenska veðráttu. Undir skammdegi I (í Kvæðum 87), eitt kvöld þegar vindur fór að leika sér við kulnaða dagsbrún og ... eitt augnablik truflar rautt yfírskin þunnt brúna ígrundun fjaiisins... Þessi skemmtilega mynd minnir mig á málverk tveggja Skagfírðinga, þeirra Hrólfs Sigurðssonar og Jóhannesar Geirs. Úr glugga háhýsis horfír skáldið vestur yfir sundin og sér Engey í þröngum glugga (í Kvæðum 90). Eyjan tekur á sig mynd kynjaskepnu með sporð og ugga og fer að hagræða sér í sjónum í grænum óróleika vorsins. Er ekki von að manni detti í hug kynjaskepna í íslenskri myndlist, Flyðran, ásaumsmynd Muggs, gerð m.a. úr mold- vörpuskinni og sem hann færði Theódóru Thoroddsen að gjöf? Gesturinn Ég lá heima í stofudívaninum, lítil veik stúlka. Kvisast hafði um þorpið að frægt skáld, Halldór Kiljan Laxness, væri á ferð um þessar slóðir. Ég reis upp og horfði út um suðurgluggann og sá þá hvar hár og grannur maður í pokabuxum og með der- húfu skálmaði upp Villasneiðinginn. Ég staulaðist fram úr dívaninum og að vestur- glugganum og horfði á skáldið þar sem það stikaði fram á sjávarbakkann, stelkslegum skrefum. Þar stóð það kyrrt um stund og horfði út á Flóann og yfir að Kinnarfjöllum. Það var eitthvað framandi við þennan ferðalang: grannur og spengilegur vöxturinn og hann gekk á sterklegum útlendum gönguskóm, var í efnismiklum pokabuxum og með köflótta derhúfu með nýstárlegu sniði, hann var svo gjörólíkur karlmönnunum í þorpinu. Kannski var skáldið þetta sumar að heyja sér efni á Norðausturlandi í söguna um Bjart í Sumarhúsum og fólk hans. Löngu seinna las ég Sjálfstætt fólk og ég fann ofurlítil líkindi með þessari sýn minni á frarnandlega ferðalanginn í þorpinu og þeim ókunna heimi sem Ásta Sóllilja og Nonni litli sáu inn í þegar þau heimsóttu gestinn sem tjaldaði í dalnum við vatnið. Steikarilmurinn af fuglunum sem gestur- inn steikti handa börnunum á prímus, ilmur- inn af tóbaksreyknum sem minnti ofurlítið á mjaðjurtarilm, dauft bros á vanga gestsins og brúnu handleggirnir sem minntu á ijóma- kaffí: hvílíkur kitlandi og fagnaðarríkur framandleiki sem kom svo undarlegu róti á tilfínningar Ástu Sóllilju. Hún skildi síst í því þegar maðurinn sagði að dalurinn væri fallegur eftir að hann heyrði nafn hennar. í augum Ástu Sóllilju var dalur- inn ekki annað en bleytumýri. „Hún leit í kringum sig í dalnum, á mýrina, þessa vondu mýri, þar sem hún hafði í allt sumar borið upp vota ljána, gagndrepa og vansæl...“ En nú var kominn undarlegur maður í dalinn. Hver var hann þessi framandlegi gestur sem opnaði fyrir börnunum ofurlitla glufu inn í betri og auðugri heim en þau áttu að venjast? Hann hvarf einn daginn nafnlaus á brott. í einu málverki Botticellis af tilbeiðslu vitr- inganna eru þeir ásamt öðrum í hóp umhverf- is Maríu, Jósef og barnið. Alveg úti í hægri hlið myndarinnar er maður með skýrt mótað andlit og horfir ákveðnum svip út úr málverk- inu. Álitið er að þetta sé höfundurinn sjálf- ur, Botticelli, sem þarna er kominn í hóp fólksins í Betlehem. Sú hugsun hefur flögrað að mér að ef til vill hafi höfundur Sjálfstæðs fólks sjálfur tekið sér ferð inn í söguna og tjaldað eitt sumar í dalnum. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.