Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 14
ÞAÐ ER kuldalegt um að litast í London; óvenju kaldur vetr- ardagur í mengaðri stórborg- inni. Hressandi að finna frísk- lega vinda blása um blaða- mannskollinn, en ljósmyndar- anum er ekki skemmt, birtan er grá og flöt, ekki bætir úr skák að myndatakan á að fara fram í grá- móskulegu steinsteypumusteri listanna á suð- urbakka Thames. South Bank Centre reis á sjöunda áratugn- um þegar hráir steypumótaðir veggir voru í tísku, Karl Bretaprins hefur síðan verið iðinn við að fordæma skrímslið sem ósmekklegt og setti jafnvel á fót stofnun til að beijast fyrir smekklegri arkítektúr í Englandi... Gangi honum vel. Blaðamaðurinn og ljósmyndarinn eru fljótir að sættast, því þeir eru einn og sami maður- inn, sem hefur mælt sér mót við Þóru Einars- dóttur sópransöngkonu til að spjalla um hlut- verk hennar á leiktímabilinu hér í London og víðar. í haust var hún Pamína í nýstárlegri uppsetningu Operafactory á Töfraflautunni og er sem stendur að æfa hlutverk Barbarínu í Brúðkaupi Fígarós í English National Opera, hvort tveggja eftir Mozart, en mjög ólíkar útfærslur á verkum hans. Þóra kemur, með Times Atlas landabréfa- bókina undir hendinni, hún var að kaupa hana og ætlar greinilega að sigra heiminn. Ef eitt- hvað er að marka gagnrýnendur hér í borg, ætti það ekki að vefjast fyrir henni. Dagblað- ið Guardian segir að hún sé afar sannfærandi á sviði og að aríurnar hennar í Töfraflautunni hafi verið fluttar með tærum tón og „eleg- ans“. Guardian gengur svo langt að telja rödd hennar þá bestu í sýningunni. Þóra fór í fram- haldsnám í óperusöng við Guildhall School of Music and Drama eftir að hafa verið í Söng- skóla Reykjavíkur undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og er nú að reyna fyrir sér sem söngkona hér í London. Tvnr vikur og engin nóta swngin Segðu mér frá Operafactory „Operafactory 'var á sínum tíma stofnað með það fyrir augum að koma með eitthvað alveg nýtt inn í óperuna. Gerðar eru miklu meiri kröfur en í hefðbundinni óperu til leik- hæfileika söngvaranna sem verða líka að vera í góðri líkamlegri þjálfun og geta hreyft sig um sviðið á meðan þeir syngja. David Free- man sem leikstýrði þessari uppsetningu á Töfraflautunni setti hana upp eins og hann væri að setja upp venjulega leiksýningu og gerði ekkert minni kröfur en leikstjóri myndi gera til leikara í leikriti. Æfingatíminn var líka miklu lengri en gengur og gerist við upp- setningar á óperum. Hann hafnaði allri hefð- bundinni túlkun á hlutverkunum. í óperum er sjaldnast tími til að kafa mjög djúpt ofaní karakterana, yfirleitt er skellt á þá einhverjum yfirborðslýsingum, vondur/góður og ekkert meira með það. Freeman eyddi miklum tíma með okkur í spuna og annað slíkt. Ég var búin að vera í tvær vikur á æfingum og ekki syngja nótu! Á fyrstu æfingunni lét hann okk- ur leika söguna, sönglaust, og þá rákum við okkur á þá staði, þar sem sagan var ekki al- veg skýr fyrir okkur. Þetta hjálpaði mikið. Eins lét hann okkur spinna í kringum hluti sem gerðust áður en sagan byijar og annað til að við gætum áttað okkur á karakterunum. Svona vinna er mjög tímafrek, enda lentum við í smá tímaþröng fyrir frumsýninguna. Freeman segir reyndar sjálfur að hann þyrfti svona ár til að fullæfa sýningu með þessum hætti." Ertu hrifin af þessari aðferð? _ „Þetta var mjög góð reynsla. í framtíðinni kem ég til með að vinna mikið af þessari vinnu sjálf, því það gerir það enginn fyrir mig eða fer svona ítarlega í leiktúlkunina." Varstu ánægð með árangurinn í þessari sýningu? „Já, þannig lagað, ég er ánægð með minn hlut í sýningunni. En hún leið dálítið fyrir það að leikstjórinn hannaði líka leikmynd, lýsingu og búninga. Ég held, að það ætti enginn að gera, því þá er engin utanaðkomandi gagn- rýni, hvorki jákvæð né neikvæð, sem er grund- vallaratriði í skapandi vinnu sem þessari." Heldurðu að Mozart hefði orðið hrifinn af sirkushugmyndinni? „Ég veit það ekki, en þetta var mjög góð hugmynd, vilji maður breyta til og gera eitt- hvað nýtt. Að setja upp Töfraflautuna í sirkus átti vei við, því það var svipuð stemmning, galdrar og allskonar hókuspókus. Papageno fellur vel inn í trúðshlutverkið, hinn sorg- mæddi trúður sem kemur öðrum til að hlæja. Eins hentar það Sarastro vel að vera sirkus- stjórinn, sem lætur hlutina gerast og stýrir atburðarásinni. Hans ríki er sirkushringurinn, sem er töfrasvæði þar sem allt getur gerst. Það lá við að maður þyrfti líftryggingu, því við vorum látin gera allskonar fimleikakúnstir og áhættuatriði. Það er náttúrulega ekki mitt að gagnrýna, hvemig til tókst, en mér finnst Ljósmynd/Dagur Gunnarsson ÍSLENZKUR sópran og danskur riddari i London; Þóra Einarsdóttir RIDDARI' LUNDÚNUM Þóra Einarsdóttir sópransönkgong æfir nú hlutverk Barbarínu í Brúókaupi Fígarós í English National Opera í London. DAGUR GUNNARSSON hitti Þóru aó móli og segir hang ætla aó sigra heiminn. að það hefði mátt gera meira úr sirkushug- myndinni, sá þráður tapaðist svolítið eftir því sem leið á sýninguna. Hugmyndin var í það minnsta mjög góð og ef það hefðu verið til meiri peningar hefði mátt hafa tamin dýr með og búa til meiri sirkus.“ Allwr taltextinn og tiw söngvararr Var handritið mikið klippt og skorið? „Nei, það sem var óvenjulegt við þessa uppfærslu er að það var notaður allur taltexti Schikeneders, sem í hefðbundnum Töfra- flautuuppfærslum hefur verið meira og minna klipptur út. Töfraflautan er nefnilega ekki venjuleg ópera í hefðbundnum skilningi, held- ur söngleikur - „singspiel" eins og Þjóðveijar kalla það, með miklum taltexta innan um ar- íurnar, tríóin og allt það. Þar sem óperusöngv- arar eru yfirleitt ekki þjálfaðir leikarar, ekk- ert frekar en leikarar eru þjálfaðir sem óperu- söngvarar, missa þeir gjarnan dampinn í tal- textanum, geta ekki haldið uppi spennunni í textanum. Því er taltextinn í Töfraflautunni yfirleitt látinn fjúka í heild sinni, enda er hann ótrúlega langur. Aftur á móti var fjöldi hljóðfæraleikara skorinn niður. Jonathan Dove, sem útsetti þetta fyrir fimmtán hljóðfæraleikara, hugsaði sem svo; hvað hefði Mozart gert, ef hann hefði haft takmarkaðan fjölda hljóðfæraleik- ara? Hann gerði það þannig að hann ímynd- aði sér að Mozart sjálfur hefði setið og spilað af fingrum fram við píanóið og fyllt inn í hljóm- inn. Svo var hann með tvo saxófóna, sem er náttúrulega hljóðfæri sem Mozart hefði ekki haft aðgang að, og harmonikku. Þetta gefur svona skemmtilegan sirkushljóm og svo var hljómsveitin í búningum á sviðinu og var bara eins og alvöru sirkushljómsveit." En söngvararnir? „Það voru tíu söngvarar og enginn kór, sem þýði'r, að sumir fóru með þijú og fjögur hlut- verk, mörg smærri hlutverk. Þetta var mjög erfið sýning fyrir söngvarana. Við vorum stöð- ugt á sviðinu, ef við vorum ekki .að syngja og leika stóru hlutverkin okkar, þá vorum við að taka þátt í hópatriðunum og kóratriðunum. Til dæmis kom ég inná í forleiknum á handa- hlaupum, gerði mitt fimleikaatriði og stóð á öxlunum á einum söngvaranum. Síðan þurft- um við öll að vera með í því að búa til snák- inn, sem réðst á Tamínu í fyrsta atriðinu og þegar snákurinn var síðan veginn, þurftum við að liggja í sandinum á sviðinu í svona tuttugu mínútur. Við vorum stöðugj. að, sum- ir þurftu að bregða sér í gervi ljóna og ann- arra dýra eða leika tré. Það var aldrei pása, hver sem er gat verið hvað sem var innan töfrahringsins.“ Án tilrawna verówr engin þrówn Hvort ertu nú hrifnari af tilraunastarfsem- inni eða hefðbundnari aðferðum við uppsetn- ingar á óperum? „Ég er hrifin af hvoru tveggja. Það er gam- an að sjá uppsetningar, sem reyna eftir fremsta megni að líkja eftir upprunalega form- inu. Það er gaman að heyra hvernig þetta hefur hljómað með upprunalegum hljóðfærum. Mér finnst allt, sem vekur áhuga fólks á óperu, hvort sem það er að flytja hana á móðurmáli þess eða færa hana í nútímalegan búning, hljóti að vera af hinu góða. Menn verða líka að gera tilraunir; án tilrauna verður engin þróun og það er eðli tilrauna að sumar floppa og aðrar eru frábærar. Þær, sem floppa, verða bara að fá að gera það. Ef menn taka ekki áhættu gerist ekki neitt.“ Var þetta ekki góður stökkpallur fyrir þig? „Ætli það ekki bara. Þetta er gott hlutverk og það komu mjög margir að sjá sýninguna." Borgwów námskeió hjá Thomas Hampson Þessa dagana ertu svo að æfa hlutverk Barbarínu í Brúðkaupi Fígarós á fjölum hinn- ar einu sönnu English National Opera. Hvern- ig fékkstu þetta hlutverk? „Ég fór og söng fyrir þá síðastliðið vor. Þeim leist vel á mig og borguðu undir mig á frábært námskeið hjá Thomas Hampson. Þar var fylgst vandlega með mér, þeir sögðust ætla að finna eitthvað fyrir mig og stóðu við það, svo ég er að æfa Barbarínu og líst vel á. Þetta er voða gaman. Það er Jonathan Summers sem er í hlutverki Fígarós, Janice Watson er greifynjan og Rebecca Caine er Súsanna og frumsýningin verður 14. febrúar. Eftir það verð ég að vera til taks sem varasöng- kona fyrir hlutverk Sophie í Rósariddaranum eftir Richard Strauss, líka hjá English National Opera.“ Það er sem sagt nóg að gera? „Já, sem stendur, og það er líka búið að vera mikið um að vera. Ég fór til dæmis með Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta Íslands og föruneyti í hans fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur. Þar komum við Jónas Ingimundarson fram í veislunni, sem forsetinn hélt til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu í glæsilegum salarkynnum konunglega skotveiðifélagsins. “ Var öll konungsfjölskyldan þarna? „Já, já, Ingiríður drottningarmóðir, Henrik prins, Margrét drottning og prinsarnir tveir og konurnar þeirra fyrir nú utan alla dönsku ríkisstjórnina. Ég söng fyrst íslenskt lag með dönskum texta, svo danskt lag og síðast franska aríu fyrir Henrik prins sem er fransk- ur. Ég kynnti lögin á dönsku og mér var kennt hvernig ætti að ávarpa konungborið fólk, „Deres majestet". Þá kom sér vel að hafa búið í Danmörku sem barn meðan foreidrar mínir voru við nám. Þetta var heilmikið og skemmti- legt ævintýri." Var Margrét drottning ánægð með tónleik- ana? „Það held ég hljóti bara að vera, því hún sló okkur Jónas Ingimundarson til riddara af Dannebrog reglunni og gaf okkur medalíur upp á það. Svo fór nú allt jólafríið í að æfa Jólaóratóríuna með Mótettukórnum. Það var uppselt á báða tónleikana í Hallgrímskirkju og svo söng ég á stórtónleikum Rótary í Borg- arleikhúsinu ásamt eiginmanni mínum Birni I. Jónssyni og fleirum. Þar var líka fullt út úr dyrum." Er Iífið þá bara dans á rósum fyrir lausráðn- ar söngkonur og riddara? „Nei, alls ekki, ég hef að vísu verið alveg einstaklega heppin frá því ég útskrifaðist. Ég fékk strax vinnu við Glyndeboume hátíðina í kómum og sem varamanneskja fyrir eina söng- konuna. Síðan veiktist hún, sem var náttúru- lega heppilegt fyrir mig, því þar fékk ég þá fjórar sýningar á þessari frægu óperuhátíð." Hléió er aóalmálió Segðu mér meira frá Glyndebourne. „Glyndebourne er dæmigert enskt óðalssetur í Sussex. Aðalsmaðurinn sem bjó þar uppúr fyrra stríði giftist óperusöngkonu og vildi hafa hana nálægt sér, en ekki á stöðugum söngferða- lögum í London og vfðar. Hann lét því byggja heilt ópemhús handa henni á landareigninni. Síðan réð hann til sín stjómendur og hljómsveit- ir og skapaði þessa óperuhátíð, sem er á hveiju sumri og er uppselt í hvert einasta sæti og hefur verið alveg frá upphafi. Það þykir voða fínt meðal ríka fólksins og aðalborinna í Eng- landi að sýna sig og sjá aðra á Glyndebourne. Menn mæta þama á Rollsunum sínum og þeir alríkustu á þyrlum, karlarnir í smóking og konumar í síðkjólum. Síðan eru þjónarnir á þönum að tína kampavínið og kavíarinn upp úr nestiskörfunum og leggja á köflótta dúka fyrir lautarferðina. Hléið hefur nefnilega alltaf verið aðalmálið! Þó að óperan lendi kannski dulítið útí kantinum, eru gæðín alitaf mjög mikil á Giyndebourne, því ekkert þýðir að bjóða þessu, fólki uppá eitthvert rusl. Eftir hátíðina fékk ég síðan vinnu hjá skildu fyrirbæri, Glyndeboume Touring Opera, þá var farið í leikferð um Bretland með Don Giovanni fram að jólunum 1995.“ Értu komin með umboðsmann? „Nei, ekki ennþá. Það hafa nokkrir verið að bjóða fram þjónustu sína, en það er bara svo erfitt að vita hver er góður og hentar mér. Þeir, sem hafa sýnt mér einhvern áhuga, eru ekkert endilega þeir, sem ég treysti nægi- lega til að skrifa undir samning hjá. Ég ætla að bíða aðeins með það, þangað til einhver góður skýtur upp kollinum." Prwfwsöngwr á meginlandinw Hvaða áætlanir ertu með fyrir framtíðina? „Ég var nú að kaupa mér atlas því mig lang- ar að fara til Þýskalands og hugsanlega Frakk- lands til að prufusyngja fyrir óperuhús þar. Það væri gott að komast einhvers staðar á fastan samning til að fá reynslu. Það er mjög erfitt að vera lausráðinn söngvari hér í London þegar maður er ekkert þekktur. Það er ekki gott að vera lausráðinn nema maður sé bókað- ur fjögur ár fram í tímann. Það er liollt fyrir unga söngvara að vera á einhveijum einum stað, þar sem þeir geta lært fullt af hlutverkum og orðið sér úti um þá reynslu, sem nauðsyn- leg er fyrir þennan markað. Það eru langmest- ir möguleikar í Þýskalandi, þar eru næstum því hundrað og fimm óperuhús, á meðan hér eru bara fímm. Þeir hjá Glyndebourne hafa boðið mér að koma aftur nú í vor sem vara- manneskja og ég er að hugsa málið.“ 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.