Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 15
Beit ígulkera getur valdió gífurlegri röskun á lífríki grunnsævis sem orsakar þaó aó ígulkerin sjálf líóa skort, þaó hægir á vexti þeirra og dregur nær alveg úr þroskun kynkirtla. Igulkerategundin skollakoppur er veidd við strendur íslands vegna kynkirtl- anna sem eru verðmæt útflutnings- vara. Tegundin lifir einkum í þara- skógum á grunnsævi í kaldtempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Aðalfæða skollakopps er þari og aðrir botnþör- ungar. Undir venjulegum kringum- stæðum lifír skollakoppur innan um botnþör- unga í einhvers konar jafnvægi við fæðufram- boðið. Það hefur hins vegar gerst víða að skollakopp hefur fjölgað það mikið að beit hans hefur raskað þessu jafnvægi og þörung- arnir verið étnir upp að mestu. Á síðustu þremur áratugum hefur áköf beit skollakopps valdið eyðingu þaraskóga af víðáttumiklum svæðum beggja vegna Norður- Atlantshafsins. Eini gróðurinn, sem verður eftir á berangrinum, er þunnir rauðþörungar sem mynda skán yfir steinana á botninum (sjá mynd). Oftast líða mörg ár, jafnvel ára- tugur, þar til þaraskógur vex upp aftur á svæðum sem þannig eru leikin. Ástæða þess er að þéttleiki ígulkera á berangrinum helst mjög mikill og kemur þannig í veg fyrir að þaraskógurinn vaxi upp á ný. Endurnýjun þaraskógarins hefur orðið eftir að ígulkerun- um fækkar t.d. af völdum sjúkdómsfaraldurs, þarinn nær þá að vaxa upp og jafnvægi kemst á aftur milli fæðuframboðs og áts dýranna. Eyöing þaraskóga i Ey|afirdi Hér á landi varð fyrst vart við eyðingu þaraskógar af völdum ákafrar beitar skolla- kopps í Garðsvík í Eyjafirði á árinu 1993. Líklegt er að skollakoppurinn hafi verið byij- aður að ganga á þarann á svæðinu nokkrum árum áður. Síðan í maí 1994 hefur verið fylgst náið með skollakoppnum og eyðingu þara- skógarins í Garðsvík. Tilgangur þeirra rann- sókna, sem hér er fjallað um, er að leita svara við spurningunni: Hvaða áhrif hefur eyðing þaraskógarins á afkomu skollakoppsins? Til að fá svar við spurningunni var skollakopp safnað til rannsókna mánaðarlega úr tveimur búsvæðum. Annars vegar í þarajaðrinum, þar sem hann var að éta þara og aðra þörunga, og hins vegar 50 m utan við þarajaðarinn á berangrinum þar sem allur þari var horfínn og ríkjandi gróður var þunn skán á steinum. Belt skollakopps I Garósvík Þéttsetið er af skollakopp á þriggja til fimm metra breiðu belti við ytri jaðar þaraskógarins og nær þéttleikinn mest um 70 dýr á fer- metra. Nær engin ígulker eru inni í þaraskóg- inum en utar á berangrinum er þéttleiki skollakopps um 10 dýr á hvem fermetra. Á 19 mánaða tímabili, frá október 1994 til maí 1996, færðist þarajaðarinn 55 m nær strönd- inni eða tæpa 3 m á mánuði að meðaltali, og skollakoppsfylkingin fylgdi í kjölfarið (sjá línurit 1). Þungi þara mældist að meðaltali 8,5 kg á hvern fermetra. Má því gera ráð fyrir að um 300 tonn af þara hverfi á ári, miðað við hvern kílómetra strandlengju, auk þess hverfur nokkurt magn af öðrum þörung- um sem vaxa innan um þarann. Vöxlor skollakopps Ef borin er saman stærðardreifing skolla- kopps í þarajaðrinum og á berangrinum fyrir utan, sést að dýrin í þarajaðrinum em tals- vert stærri en berangursdýrin. Munar um ein- um og hálfum sentímetra á þvermáli dýranna sem var 4,0 og 5,5 cm að meðaltali (sjá línu- rit 2). Hins vegar er aldursdreifing þessara sömu dýra því sem næst eins. Megnið af dýr- unum á báðum búsvæðunum var 5 og 6 ára í maí 1995. Af þessu sést að vöxtur dýranna í þarajaðrinum hlýtur að vera nokkru hraðari en þeirra á berangrinum (sjá mynd). Áthuganir á magainnihaldi leiddu í ljós að talsvert meira var af fæðu í maga skollakopps- ins við þarajaðarinn en þeirra sem hafast við Ljósmynd/Öivind Kaosa BEIT skollakopps í Garðsvík í Eyjafirði. Utan við þarann er berangur með litlum sem engum gróðri. VÖXTUR skollakopps við þarajaðar (grænn ferill) og á ber- angri (rauður ferill) í Garðsvík, Eyjafirði. Október Maí 1996 I [M J U BREYTINGAR í kynkirtlafyllingu yfir árið í þarajaðri (grænn fer- III) og á berangri (rauður feriil) f Garðsvfk f Eyjafirðl. ___________n tn on -rn dn <=:n bo 7f> sn on mn_______________________ EYÐING þaraskógar og framrás skollakopps í Garðsvík f Eyjafirði á tímabilinu frá 1. október 1994 til maf 1996. Þéttieiki skollakopps er sýndur með rauðum lit og þara með grænum, á sniði sem ligg- ur þvert á ströndina. Þarinn er landmegin á sniðinu. á berangrinum. Seinni hluta vetrar, sem er aðalhrygningartími skollakoppsins, er magi berangursdýranna tómur. Munurinn, sem kemur fram í magainnihaldi, endurspeglast í kynkirtlafyllingu dýranna sem nær aldrei meira en 5% af heildarþunga þeirra á berangr- inum á meðan hún fer upp í 17% að meðal- tali hjá skollakoppnum við þarajaðarinn þegar hún er mest í lok vetrar (sjá línurit 3). Aó éta sig út á gaddinn Ljóst er að gífurlegar breytingar verða á lífríki grunnsvæða þegar þaraskógurinn hverfur. í staðinn fyrir þéttan þaraskóg, með ijölærum þara og mikla framleiðni, kemur berangur með hægvaxta þörungaskán sem hefur mjög litla framleiðni. Skollakoppurinn, sem veldur eyðingunni, fer ekki varhluta af breytingunum sem verða á lífríkinu. Hann hefur lltið að éta og afleiðing- in er að hann vex mun hægar en ella og dreg- ur nær alveg úr myndun kynkirtla. Þaraskógurinn er skjól og búsvæði sem ber uppi mikinn fijölda tegunda dýra og þörunga. Þannig er talið að þaraskógurinn sé mikilvæg uppeldisstöð fyrir nokkra af okkar mikilvægu nytjafiskum eins og þorsk, ufsa og hrogn- kelsi. Það er þvi þýðingarmikið að kanna hve víðáttumikil eyðing þaraskógarins er til að geta metið áhrif hennar á lífríki sjávar. Höfundar eru sjávarlíffræðingar. Karl og Einar starfa á Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík og Öivind starfar við útibú Hafrannsóknastofn- unarinnar á Akureyri og Háskólann á Akureyri. Rannsóknarráð íslands stendur aó birtingu þessa greinaflokks. RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI Umsjón: SIGURÐUR H. RICHTER SAMSPIL ÍGULKERA OGÞARA EFTIR KARL GUNNARSSON, ÖIVIND KAASA OG EINAR HJÖRLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.