Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 7
ÍRIS Sigurjónsdóttir og Alison Lister með ungverkst vesti. SKÓRINN úr gyðingamusterinu. varða. Margir þeirra hafa sótt nám við For- vörsluskóianum í Kaupmannahöfn sem er sérskóli innan Listaháskólans þar, sumir hafa sótt skóla annars staðar og enn aðrir öðlast menntun sína með því að sækja nám- skeið og vinna á söfnum erlendis samhliða störfum sínum hér. Rannver H. Hannesson er einn þeirra sem lærði í Kaupmannahöfn og hann situr í stjórn félagsins. Hann segir ástæðuna fyrir því að stór hluti íslenskra forvarða hafi sótt mennt- un sína til Danmerkur vera þá að íslenska menntamálaráðuneytið hefur veitt styrki til náms þangað og fyrstu íslensku nemarnir hófu þar nám 1979. Námið tekur þrjú ár í Kaupmannahöfn og samkvæmt nýlegum reglum Félags norrænna forvarða geta nú einungis þeir sem hafa lokið námi í viður- kenndum skólum orðið fullgildir félagar. Næsta skref segir hann að sé að fá lögvernd- un á starfsheitið forvörður, en það mun vera mjög misjafnt milli landa hvernig þau mál standa. Sérsvið Rannvers er pappír og bækur og á því sviði starfa 8 af 16 félagsmönn- um. Sem kemur kannski ekki sérstaklega á óvart hjá margfrægri bókaþjóð. Aðrir eru á ýmsum sviðum. Reyndar segir Rannver að á Norðurlöndum hafi verið litið svo á að forvarsla skiptist í þrjú meginsvið: Mál- verk, pappír og skyld efni, svo sem skinn, leður og ljósmyndir, og svo þriðja sviðið sem hefur verið nefnt einu nafni munafor- varsla sem er þá flest annað, s.s. tré, járn, textíll og fornmunir almennt. Hann segir sérhæfinguna stöðugt vera að aukast og nýlega var bætt við tveimur greinum í Forvörsluskólanum í Kaupmannahöfn svo nú eru þær orðnar fimm sem tilvonandi forverðir geta valið um þar. Þessar tvær eru forvarsla byggingarlistar og stórra listaverka utandyra og svo forvarsla á málmi. Sem dæmi má nefna að einn íslensk- ur forvörður, Kristín H. Sigurðardóttir á Þjóðminjasafninu, er um þessar mundir í Englandi við doktorsnám í forvörslu á járni. Hún hafði áður lokið námi í munaforvörslu. í framtíðinni er því hægt að sjá fyrir sér að við höfum fólk við að varðveita menning- ararf okkar sem hvert er sérmenntað á einu efnissviði. Aó laera fervörslu Iris Sigurjónsdóttir er ein þessara framtíð- arforvarða. Hún dvelur í Bretlandi og er þar á öðru ári af þremur í námi í textílforvörslu við The Textile Conservation Centre. Það er einn af fáum skólum í heiminum sem sérhæfir sig í textílforvörslu og sá eini sem tekur inn nemendur á þessu sviði án undan- gengins náms í almennri forvörslu. Stór hluti nemenda kemur erlendis frá, svo skólinn er vel þekktur innan greinarinnar. Reyndar er þetta ekki bara skóli heldur má segja að þetta sé textílforvörslumiðstöð sem samein- ar kennslu og forvörsluvinnu fyrir stofnanir og einstaklinga. Húsnæðið er ekki af verri endanum, a.m.k í augum leikmanns, því hann er staðsettur í einni frægustu höll í Bretlandi, Hampton'Court, sem stendur við ána Thames, aðeins 23 km frá miðborg Lundúna. í þessari geysistóru 500 ára gömlu höll sem Hinrik áttundi hafði sem aðsetur, hefur kóngafólk ekki búið síðan á 18. öld. Nú er höllin opin að hluta til fyrir almenn- ing, hluti hennar hefur verið heimili fyrir eftirlaunaþega krúnunnar og ýmis önnur starfsemi fer þar fram. Textílforvörslumiðstöðin er staðsett í einni af mörgum álmum hallarinnar og und- irrituð heimsótti hana nýverið í fylgd Irisar. Við hittum að máli tvo af kennurunum, þær Alison Lister og Dinah Eastop sem báðar eru menntaðir textílforverðir. Dinah upplýsti okkur um tilurð og rekstur miðstöðvarinnar sem var stofnsett 1975 af danskri konu búsettri í Englandi, Karen Finch, sem starfaði við textílforvörslu og fann þörfina fyrir stað þar sem hægt væri að mennta nýja forverði til starfa í um- hverfi þar sem verið væri að vinna að al- vöru verkefnum. Miðstöðin tengist Cour- tauld-stofnuninni sem sér um hluta af lista- verkasafni Lundúnaháskóla en er sjálfstæð stofnun sem rekin er með fjárframlögum frá stofnunum og einstaklingum auk þess sem miðstöðin fær greitt fyrir þjónust.u sína. Styrkirnir fara að stórum hluta til í að fjár- magna skólavist nemenda, því námið er dýrt og skólinn nýtur engra ríkisstyrkja utan þess að hafa húsnæðið í höllinni án leigu. Nemendur við skólann eru fáir, aðeins eru teknir inn 7 á ári og um helmingur þeirra kemur erlendis frá. Nú eru starfandi yfir 160 textílforverðir frá skólanum í meira en 20 löndum. Það kemur ekki á óvart að langflestir nemendanna eru konur, aðeins einn karlmaður stundar nám við skólann núna, enda hefur vinna við textíl löngum verið svið kvenna. Alison Lister kennir á öðru ári og lýsti gangi námsins þannig að á fýrsta ári væri lögð mest áhersla á fræðilegt nám, bæði raungreinar eins og efnafræði og bóklegar greinar s.s. sögu. Þá strax er byijað að fást við einfalda hluti. Með þessa undirstöðu koma nemendur á annað ár þar sem áherslan fær- ist meira yfir á verklegt nám og þeir fara að fást við mikilvægari verkefni. Á þriðja ári eiga nemendur að skila tveimur stórum rannsóknarverkefnum. Annað á að fjalla um ákveðinn hlut sem tekinn er til rannsóknar, hitt getur verið nánast hvað sem er svo fremi að það tengist textílforvörslu. Alison sagði markmið skólans vera að hjálpa fólki að öðl- ast þá þekkingu og reynslu sem dygði þeim til að hefja störf upp á eigin spýtur en lagði áherslu á að eðli starfsins væri þannig að fólk yrði sífellt að bæta við reynslu sína og þekkingu. Enginn yrði sérfræðingur á þessu sviði fyrr en eftir margra ára starf. Eg spurði Alison um hvort ekki væru umræður um mismunandi áherslur innan greinarinnar, þ.e.a.s. um tilgang forvörsl- unnar. Hún sagði að svo væri en það væru þó ákveðnar reglur í heiðri hafðar. Sem dæmi sýndi hún okkur skó sem fannst við uppgröft í gyðingamusteri í Suður-Þýska- landi og miðstöðin hafði fengið til meðferð- ar. Skórinn var slitinn og bættur og þegar á að fara að meðhöndla slíka hluti kemur upp sú spurning hvort eigi að varðveita hlut- inn í því ástandi sem hann er eða hvort eigi nánast að endurgera hann og reyna að koma honum í upprunalegt horf. Slíkt sagði hún að ekki væri gert. Grundvallaratriði í for- vörslu er að varðveita hluti í menningarlegu og sögulegu samhengi og ef farið er að taka gömlu bótina og gera við aftur á nú- tímamáta, eða gera við göt sem hafa komið af notkun og ekki verið gert við, þá væri alveg eins hægt að henda hlutnum og búa til nýjan eins. Gildi gamalla nytjahluta fyrir seinni tíma fælist í samhengi þeirra við umhverfið. Hins vegar væru alltaf mismun- andi skoðanir innan greinarinnar á því hversu langt ætti að ganga í meðhöndlun og viðgerðum. Þegar við höfðum kvatt þær Alison og Dinah sýndi íris okkur vinnuaðstöðu sína og þau verkefni sem hún hafði með höndum þá stundina. Hún byrjaði á því að sýna okk- ur það sem hún hafði undir smásjánni. Það var eitthvað sem okkur sýndist vera brúnar tuskudruslur og hefðum líklega fleygt án umhugsunar, en eru reyndar vaðmálsleifar sem fundust við uppgröft í gamalli námu á námasvæðum Norður-Englands og verið var að greina fyrir safn þar. Hitt verkefnið var skrautlegt þjóðbúningavesti frá Ungveija- landi sem þarfnaðist umhirðu og viðgerðar áður en hægt væri að koma því á safn. Heim fer ég íris hefur ekki stundað nám í almennri forvörslu áður og ég spurði hvernig það hefði komið til að hún fór beint í þetta sérnám. „Ég hef haft áhuga á textíl alla tíð. Ég var mjög ung þegar ég fór að sauma föt á sjálfa mig og líklega hefur umhverfið haft einhver áhrif, því báðar ömmur mínar voru textílkonur á sinni tíð. Föðuramma mín var mikil hannyrðakona og móðuramma mín var menntaður klæðskeri, fór ung til Kaup- mannahafnar og lærði þar. Hún var alltaf að sauma og hjálpaði mér mikið þegar ég var að byija. Þetta var semsagt mikið í kring- um mig og það hefur örugglega haft áhrif á að ég ákvað snemma að læra eitthvað tengt textíl. Að loknu stúdentsprófi heima fór ég til Noregs og lærði vefnað í myndlistarskóla þaðan sem ég útskrifaðist sem vefnaðarkenn- ari. Síðan kom ég heim og síðustu tíu ár hef ég unnið við textílhönnun af ýmsu tagi, hann- að barnaföt, séð um búningagerð fyrir sjón- varp og leikhús og fleira. En ég hef líka allt- af haft mikinn áhuga á sögu og menningar- sögu. T.d. fjallaði stærsta söguritgerðin mín í menntaskóla um ullarvinnu íslendinga frá landnámi til ársins 1700. Þannig að það hefur eiginlega togast á mér textílvinnan og áhuginn á sögunni og með því að fara í þetta nám fannst mér ég að einhveiju leyti geta sameinað þetta tvennt. Ég var reyndar lengi að velja á milli þess að fara í þetta eða læra búninga- hönnun sem ég hef unnið dálítið við og teng- ist sögunni mikið líka, en þetta varð ofan á og ég sé ekki eftir því.“ - Þú ert á öðru ári í þessu námi, hvað stendur upp úr enn sem komið er? „Það er rannsóknarvinnan. Að fínna út hvaðan hlutirnir eru komnir, afhveiju þeir voru búnir til, úr hveiju þeir eru, hvemig þeir eru gerðir og til hvers þeir voru notað- ir. Þetta finnst mér mjög skemmtilegt. Mað- ur þarf að læra að efnagreina, sjá út sam- sett efni, eins og til dæmis þessa vaðmáls- búta sem ég er með undir smásjánni og innihalda fleira en séð verður við fyrstu sýn.“ - Nú er þetta dýrt nám og hér eru nem- endur víða að úr heiminum sem margir eru styrktir frá heimalöndum sínum. Færð þú einhveija styrki að heiman? „Nei, því miður og ég gæti ekki verið hér við nám nema vegna þess að skólinn hefur útvegað mér styrk hér sem borgar stóran hluta af þessu. Mér finnst það eiginlega dálítið skrýtið að hér sé fólk tilbúið til að styrkja einstaklinga sem koma svo til með að nýta menntun síná í öðru landi, en svona er það nú.“ - Þú ert þá ákveðin í að koma heim og starfa við þetta þar? „Já, ég er alveg ákveðin í því og eitt af því sem ég hefði áhuga á að gera þegar heim er komið er að komast að því hvað er til af gömlum textíl á íslandi. En heim fer ég því þó ég hafi gaman af að skoða austur- lenskan textíl og hvað sem er þá er það alltaf norræni textíllinn og sá íslenski sem stendur upp úr og sú saga er mín menningar- saga,“ sagði Iris Sigurjónsdóttir. Við getum því hugsað gott til glóðarinnar, því ekki veitir af viðbótarmannskap á þessu sviði. Aðeins einn forvörður á íslandi vinnur með textíl, Margrét Gísladóttir á Þjóðminjasafni. Fleiri foi-verðir eru í námi og það er von- andi að augu manna opnist enn betur fyrir mikilvægi þeirra starfa sem þetta fólk vinn- ur og þeirri staðreynd að tímans tönn er óþreytandi og alltaf að naga og það sem eyðist er horfið að eilífu. Höfundurinn er dagskrórgerðarmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.