Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 3
LESBÓK MOIH.IMJI AI)SI\S - MIWIM./IISIIH 4. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Jón úr Vör stendur nú á áttræðu. Hann er einn af formbyltingarmönnum íslenskrar Ijóðlist- ar, vafalaust kunnastur af bók sinni Þorp- inu sem kom út árið 1946 en hún var sú fyrsta á íslandi sem hafði aðeins að geyma ljóð í frjáisu formi. Þröstur Helgason ræddi við hann um skáldskapinn og annað. Forvarsla er stöðug barátta við tímans tönn, sem nagar alla hluti. Og það eru ekki aðeins gamlir hlutir, sem við þurfum að huga að, því eins og Anna Margrét Sigurðar- dóttir segir í grein sinni um forvörslu er timans tönn oft snör í snúningum. Norskar nýbyggingar þykja margar hverjar vel heppnaðar. Þar er að sumu leyti haldið í gamlar, norsk- ar hefðir, en umfram allt eru vinnubrögðin nútímaleg og betri borg- arkjarni en Akers Brygge í Osló er vand- fundinn í heiminum, segir í tímaritinu Architectural Review. Gísli Sigurðsson hefur litið á úttekt tímaritsins. Gullæðið var ein af uppá- haldsmyndum Char- les Chaplins, en hann sagði jafnan að þetta væri sú kvikmynda sinna sem hann vildi helst láta minnast sín með. Upphaflega gerðin, sú þögla, verður sýnd á sunnudag með lif- andi tónlist í Há- skólabíói. Verðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bókmenntir verður úthlutað í Reykjavík á mánudag, en dóm- nefndin þingar í Reykjavík um helgina. Lagðar eru fram ellefu bækur eftir jafn- marga höfunda frá sex löndum. íslending- ar, Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar hafa hver um sig rétt til að leggja fram tvær bækur, en Færeyingar, Grænlend- ingar og Samar eina bók hver. Grænlend- ingar leggja fram bók, en Færeyingar og Samar standa utan við að þessu sinni. Is- lenskir rithöfundar hafa fimm sinnum fengið þessi verðlaun. Forsíðumyndin: Mele, portret eftir bandorisko myndlistarmanninn Julian Schnabel, sem gjarnan notar brotið leirtau i verk sin. JÓN HELGASON AÐ MORGNI Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd; sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Ég aftanskinið óttasieginn lít ef ekki dagsins próf ég staðizt get, að mjakazt hafí ennþá út um fet þess akurlendis jaðar sem ég brýt. Með straumsins hraða nálgast æ sinn ós hið eina líf sem mér er tryggt og víst, ég aldrei veit er áfram hnöttur snýst hvort oftar skal ég sjá hið glaða ijós. Og þegar liggja laus við festarklett þau landtog sem mér héldu fyrr við strönd, en sortinn hinzti sígur yfír lönd, þá sveimar hugur um minn gamla blett. Þá sé ég hann er hryggilega smár, því hörku brast mig oft að starfa nóg. Of seint! Of seint! Um heimsins eilíf ár ég aldrei framar iegg þar hönd á plóg. Jón Helgason, 1899-1986, var fró Rauðsgili i Borgarfirði en bjó lengst af Kaupmonnahöfn þar sem hann var forstöðumaður Árnastofnunar, textafræð- ingur og prófessor í norrænum fræðum við Hafnarhóskóla. Fyrsta og eina Ijóðabók hans, Úr landsuðri, kom út 1939. HITABYLGJUR OG KULDAFLÓÐ ÚR NORÐRI RABB Lengi hafa íslendingar vitað að hlýtt loftslag færir landbúnað- inum blessun og blómgun, en harðindi og hafís hafa valdið hungri og dauða. Þó eigum við hitaveitumenn og rafmagns- ljósa stundum erfitt með að skilja það orsakasamhengi sem að baki þessu býr. Sá sem þetta ritar þyk- ist þó hafa fært á það allgóðar sönnur að einnar gráðu kæling loftslags hafi í hvert skipti skert heyfeng landsmenna um 15 af hundraði, og jafnframt aukið þörfina fyrir heyfenginn um 15 af hundraði. Þá féll búsmali af harðrétti, og síðan varð mannfellir ef þessar hremmingar stóðu í fleiri ár. Svo grimmileg var stjórn náttúr- unnar á lífi þjóðarinnar. Þessar lykiltölur kunna að vera eitthvað hærri eða lægri, en þær geta ekki verið fjærri lagi. Þegar aftur hlýnaði og hafísinn hopaði batnaði hagurinn á ný, búfé fjölgaði og landslýður hresstist og endurnærðist. Félagi minn í náttúrufræðum, Jón Jóns- son forstjóri Hafrannsókna, hefur leitt að því góð rök að áþekkar reglur gildi um helstu fiskstofna okkar. Rannsóknir hans á fiskveiðum leiða í ljós að í hvert einasta skipti sem hafís og kuldi hefur færst í aukana á árunum 1600 til 1860 hefur ver- tíðin við Suðvesturland skilað minni afla. Og ekki hefur brugðist að betur fiskaðist þegar loftslagið hlýnaði. í þessum rann- sóknum hefur Jón haft til samanburðar áætlanir mínar um hitafar síðan um 1600. En athuganir okkar gerðum við óháðir hvor öðrum, og það verður að teljast þeim til styrktar. Hinar merku niðurstöður Jóns hefur hann birt i riti Hafrapnsóknastofn- unar árið 1994, 48. hefti, Útgerð og afla- brögð við ísland 1300-1900. Þetta segir okkur að ylurinn er lífsskil- yrði bæði á sjó og landi. Grasið sprettur betur í hlýju, en það er undirstaða búskap- ar. Og jurtarikið í sjónum, þörungarnir, er á sama hátt háð sjávarhita. A þessum sjáv- argróðri nærast smádýrin sem eru fæða stórvaxnari íbúa hafsins, og að sjálfsögðu þrífast allar þessar skepnur í sjónum þar að auki betur í hita en kulda. Þannig stjórnar hitinn atvinnuvegum okkar til lands og sjós af miklu miskunnar- leysi og mildi til skiptis. En það eru fleiri tengsl á milli náttúru- fyrirbæra á landi og sjó. Síðustu hundrað árin, og þó líklega fremur í 400 ár, hefur lofthitinn á Spitzbergen tekið feiknalegum breytingum, ýmist til hins betra eða verra. Þessar hitabreytingar eru þar nærri tífalt meiri en hitabrigði á norðurhvelinu. í hvert skipti sem kólnaði hefur hafísinn breiðst þar út en dregist geysilega saman á hlý- indaskeiðum, og sjávarhitinn hefur auðvit- að breyst þar í takt við þessar sveiflur. Hvað koma okkur svo við þessar svipt- ingar í loftslagi norður á Spitzbergen? Lít- um aðeins á hafstraumana í þessum norð- lægu höfum. Það hefur sýnt sig að þar er geysilegur 14 ára hringstraumur, frá Spitz- bergen til íslands og Grænlands, Labrador og Nýfundnalands og þaðan austur um haf milli íslands og Skotlands og norður með Noregi. Seinast nær þessi þungi straumur í skottið á sér norður á Spitzbergen og hefur þaðan sömu hringferð að nýju, síg- andi 1.000 kílómetra á ári. Og á þessu ferðalagi geymir sjórinn undravel eiginleika sína, hita og seltu og þar með hneigð sína til þess að hyljast hafís eða berast íslaus og mildur til nýrra svæða og ylja þar loft- ið eða kæla. Nú getur hver sem er lagt saman tvo og tvo. Þessi hringsveipur í sjónum er hvorki meira né minna en örlagastraumur okkar íslendinga. Hausthiti á Jan Mayen segir til um hafís hér við land næsta vor. Og í hvert sinn sem hlýindi hafa staðið í nokkur ár á Spitzbergen og hafísinn hefur hjaðnað þar einkennist loftslagið á íslandi af þeim hlýja og salta straumi sem þangað leitar í næstu fimm ár eða svo. En ef kuldinn hefur náð tökum á Spitzbergen má búast við að hér verði næstu fimm árin á eftir ríkjandi kuldi og harka. Fyrir þessu er hundrað ára ólygin reynsla. Auðvitað verða árin misjöfn eins og gengur, en einstök ár ráða ekki úrslitum heldur er það meðalhiti þeirra sem stjórnar árferði í sjó og á landi. Fyrir þremur árum, í nóvember, skrifaði undirritaður grein um fískstofna í Morgun- blaðið. Þar var því spáð að þeim sjávar- kulda og aflaleysi sem menn höfðu þá miklar áhyggjur af mundi létta á næstu árum. Sú spá byggðist á því að síðan um 1990 hafði lofthitinn á Spitzbergen verið hagstæður, nærri því eins og á góðu árun- um 1930-1960. Þetta er nú að rætast. Þó að einn vetur hafi verið heldur kaldur á þessu tímabili hefur loftslagið verið heldur hlýtt og gott og grasið hefur sprottið vel, ekki síst á nýliðnu sumri. Sjórinn hefur hlýnað, rækjan, loðnan og síldin hafa tekið undravel við sér. Kannski líður ekki á löngu þartil íslensk-norska síldin fer að ganga á norðlensku miðin eins og fyrir meira en þijátiu árum. Varla er hægt að þakka það þeim þorskveiðitakmörkunum sem hafa verið í gildi. Og til samræmis við aðra stofna er þorskurinn víða farinn að flykkj- ast á miðin þó að auðvitað hafi hann þurft sinn aðlögunar og vaxtartíma. Heildarafli við ísland er kominn í 2 milljónir tonna á árinu, í fyrsta sinn í sögunni. Ekki liggur það í þessum orðum mínum að það sé ekki nauðsynlegt að takmarka veiðar þegar illa árar og fiskstofnar eru í lágmarki. I þeirri þriggja ára gömlu Morgunblaðsgrein minni sem ég hef hér vitnað í var einmitt sýnt fram á að á undan- gengnum óhagstæðum áratugum hefði við- koma þorsksins verið mjög háð stofnstærð- inni, reyndar á annan hátt en talið hafði verið. Svo virtist nefnilega að það væri Ijöldi 9 ára þorska og eldri sem stjórnaði að langmestu leyti hvernig til tókst um hrygninguna á hveiju ári meðan þorsk- stofninn var svona illa staddur. Eg hygg að rannsóknir sem síðan hafa verið gerðar hafi staðfest allvel þessa skoðun. Það hefur þó ekki breytt því að þessum virðulegu golþorskum hefur ekki verið sá sómi sýnd- ur sem þurft hefði, og ef til vill hefur árang- urinn af fískveiðistjórnuninni þess vegna orðið mun minni en annars hefði orðið. En nú hefur náttúran sem sagt tekið í taumana, yljað sjóinn og bætt umhverfi sjávarlífsins svo mjög að horfurnar verða að teljast góðar þrátt fyrir gegndarlausar netaveiðar á hrygningarfiski, eins og iðu- lega má sjá í fréttamyndum í sjónvarpi. Alveg fram að þessu hefur lofthitinn á Spitzbergen haldið í horfinu, litlu svalari en hann var á hlýindakaflanum mikla 1930 til 1960. Við sjáum því ekki enn fyrir end- ann á góðærinu. Einhver kann nú að spyija: Skipta þá ekki gróðurhúsaáhrifin máli? Er ekki jörðin að hlýna verulega? Víst er hún að hlýna, meira en nokkru sinni síðan mælingar hóf- ust, og sú hlýnun kemur okkur dálítið til góða. En sannast að segja hafaþau áhrif allt fram á okkar tíma verið miklu minna áberandi en hitasveiflurnar miklu norður á Spitzbergen, þær sem hafa stjórnað örlög- um okkar um aldir. í þessu sambandi er vert að benda á að gróðurhúsaáhrifin hafa verið miklu skýrari og ótvíræðari á suðurhveli en á norður- hveli á liðinni öld. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því? Svo undarlegt sem það er tel ég að skýringarinnar sé að leita í þeim feiknalegu sviptingum í lofthita og sjávarhita sem hafa sýnt sig einna best í hitanum á Spitzbergen. í hvert sinn sem þar hefur kólnað hefur sjórinn hér nyrst í Atlantshafi kólnað á næstu árum. Loft- straumarnir sem um þetta hafsvæði leika hafa þá borið þennan kulda vítt og breitt á mörgum árum, mest til nálægra hafa og landa, en einnig í furðu miklum mæli um alla jörðina. Auðvitað hefur hitabrigðanna þá gætt meira á norðurhveli en á suður- hveli, og þau hafa truflað þar svo hægfara hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda að menn hafa átt erfitt með að koma auga á hana. En á suðurhveli eru þessar hitasveifl- ur héðan norðan að miklu minni, og þess vegna hefur hlýnað þar nokkuð jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Það er undravert hvað loftslaginu er stjórnað mikið frá hafísbeltinu nálægt Spitzbergen, ekki aðeins hér á landi, heldur um allajörðina. Þetta sýna 100 ára veðurat- huganir. Norðan að koma langvarandi hita- bylgjur og kuldaflóð og hafa áhrif á allar lifandi verur á sjó og landi. PÁLL BERGÞÓRSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.