Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 23

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 23
A leið að slétta þakið. aðalskíðasvæðinu. Mér var sagt að mæta í hlýjum fotum_ klukkan hálf fimm við lyftuna. Ég þurfti ekki að hafa neitt með mér nema peninga, 50 sv. franka (1400 ísl. kr.), fyrir mat og gistingu. Charly, sykursætur skíðakenn- ari, hlaðinn dúnsvefnpokum og mjóum, örþunnum dýnum, mætti stundvíslega. „Ég er kennarinn sem á að sofa hjá þér í snjóhús- inu,“ sagði hann, en áttaði sig og bætti brosandi við_ að ég vissi hvað hann meinti. Áströlsk kær- asta hans og tvær franskar stúlk- ur biðu okkar á veitingastað uppi í fjalli. Fleiri höfðu ekki áhuga á að sofa í snjóhúsi þá vikuna. Við fengum okkur heitt kakó og fór- um svo út að gæta að næturstaðn- um. Eskimóar í Kanada reisa sér snjóhús úr snjóblokkum til bráða- birgða þegar þeir eru á veiðum yfír hávetrartímann. Þeir skera blokkimar til með svokölluðum snjóhnífum og hlaða hvolflaga hús. Þau eru með gati efst í miðj- unni fyrir loftræstingu. Inni fyrir er svefnpallur, þakinn gærum fyr- ir eina fjölskyldu. Langur, lágur gangur liggur inn f húsið og esk- imóar brenna selspik í húsunum Charly kveikti á kertum utn nóttina eu ylurinn af þeim haf ði lítið að segja. til að kynda upp og fá birtu. Snjóhúsin okkar minntu ekkert á „íglú" eskimóanna utan frá séð. Þau voru bara tvær holur á stór- um skafli. Húsin voru misstór og frönsku stúlkumar og ég fengum hið stærra. Við skriðum inn stutt- an gang og þá blasti snjósvefn- pallurinn við. Heldur var hann kuldalegur. Við sléttuðum hvolf- þakið þar sem það var hijúfast Götin á skaflinum í Leysin minntu litið á snjóhús eskimóa í Kanada. svo að dropar myndu ekki mynd- ast um nóttina ef það yrði hlýtt og flýttum okkur svo aftur á veit- ingastaðinn til að gæða okkur á ljúffengu ostafondú við snarkandi arineld. Það var kalt úti og erfítt að koma sér út í myrkrið til að leggj- ast til svefns um kvöldið. En til þess var leikurinn gerður. Við tókum farangurinn og skunduð- um út. Charly fylgdi okkur, kveikti á kertum og sagði að við skyldum ekki vera of dúðaðar í upphafí nætur af því að þá næðum við ekki aftur á okkur hita ef það yrði kalt. Ég svaf því ekki í úlp- unni en gat ekki hugsað mér að fara úr ullarhosunum og skíða- buxunum. Við lögðum litlu dýn- umar undir okkur, skriðum í pok- ana og buðum góða nótt. Ég sofnaði fljótt — en ég vakn- aði oft. Þetta var fyrsta verulega kalda nóttin, 15 stiga frost, í Leys- in í vetur. Mér varð fyrst kalt á nefinu. Ég stakk hausnum ofan í pokann en átti þá erfítt með and- ardrátt. Svo fóm tæmar að segja til sín. Þær vom næst dyrunum og var ískalt alla nóttina. Og svo varð mér kalt á hliðinni sem ég lá á. Ég reyndi að láta sem minnst af líkamanum snerta fletið. Ég hristi fætuma, teygði úr mér og velti mér hratt á hina hliðina og var þá nógu hlýtt til að sofna aftur. Þetta endurtók sig nokkuð oft og um fjögurleytið fór ég að hlakka til morguns. Það fór þó svo að Charly þurfti að vekja mig klukkan rúmlega sjö í morgun- matinn. Hinar frönsku vom þá löngu flúnar á veitingastaðinn og ég hafði ekki sofíð verr en svo að ég hafði ekki orðið vör við þær. Þeim hafði varla komið dúr á auga alla nóttina og vom gegn- um kaldar. íslenskur vinur minn í Basel sagði mér seinna að hann hefði aldrei sofíð eins vel og þegar hann bjó í gömlu húsi á Akureyri sem var svo kalt að vatnið hálffraus í glasi á náttborðinu hjá honum á nóttunni. íslenska sængin hans hefur verið hlýrri en svissneski svefnpokinn minn. Charly sagði að það hefði verið óvenju kalt þessa nótt og yfírleitt væri fólki hlýtt og það svæfí vel í snjóhúsunum. Hann á von á að ungt fólk hafi sérstaklega áhuga á að prófa það en fólk á öllum aldri er velkomið. Frekari upplýs- ingar fást hjá: Schweizerische Skischule, CH-1854 Leysin eða Verkehrsverein, CH-1854 Leysin, Sviss. Texti og myndir: Anna Bjamadóttir Frá Dyflinni. Pjölskyldan er sam- heldin Þessi óhjákvæmilega og yfírvof- andi sundmn er áreiðanlega ein af orsökum þess, að í írlandi er flölskyldan svo mikilvæg og sterk stofnun. Þar skera írar sig úr í samanburði við allar aðrar ná- grannaþjóðir. írar em líka áber- andi opnari og vingjamlegri en við kaldlyndir og stundum fráhrind- andi Norðurlandabúar. Þeir em frábmgðnir Ameríkönum sem oft teljast yfírborðsmenn, óeðlilegir í gestrisni sinni og vinarhótum. Við lrana virðist allt hreint og ósvikið. Norðurlandabúi, nýkominn til Dyflinnar, undrast margt í þessari boig. Það er erfítt að gera sér glögga grein um marga hluti sem blandast þar saman og renna út í eitt. Og maður kemst ekki hjá því að finna til forréttinda, að ég ekki segi nú spillingar, við samanburð á lífsgæðum okkar á Norðurlönd- um og hinna sem eiga heima í írl- andi. Þrátt fyrir það held ég að margt megi af Imm læra, ef við fömm að bera okkur saman við þá, og mikilvægi þess að sýna okkar nán- ustu og samferðamönnum samúð meðan tækifæri gefst. Mikil dagskrá Dagskráin fyrir 1000 ára af- mæli Dyflinnar hefur verið samin. Hún felur í sér hersýningar, hljóm- Ieika, íþróttakeppni og ótal sýning- ar aðrar sem allar em tengdar borginni og sögu hennar. Spenn- andi ár. bíður Dyflinnar og bama hennar og alls írska lýðveldisins. Og því munu ferðamenn flyklqast þangað til þess að samfagna ímm. Hvar getur þú borðað „Bouillabaisse Marseillaise‘% borinn fram á óaðfinnanlegan breskan máta? Auðvitað á JERSEY hvar annars staðar! Á öllum okkar veitingastöðum getur þú notið franskrar matargerðarlistar þar sem matúrinn er borinn fram á óaðfinnanleg- an breskan hátt. Breska eyjan Jersey er einungis 20 km frá ströndum Frakklands - það fer ekki á milli mála. Þar er boðið upp á að spila golf á fullkomnum breskum golfvöllum, franskt „boules“ á veröndunum og Miðjarðarhafsandrúmsloft íyllir vit manna. Það er Golfstraumurinn sem gerir það að verkum að hafgolan er alltaf hlý. Þú kemst til okkar annað hvort með flugi eða bílfeiju og það er ferðaskrifstofan þín sem gefur þér upp tímasetningamaf. Verið velkomin - og góða ferð Leitið frekari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar eða skriflð til: Jersey Tourism, Dept CX2, Weighbridge, St. Hélier, Jersey, Channel Islands. >g------------------------------------- NAFN....................................... 1 I HEIMILISFANG............................... I I ...........................................- X Jeriey Sumarleyfisparadís í Ermarsundi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRlL 1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.