Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 14
gerist sem maður er sáttur við. Fyrir mér er listin vinna og aftur vinna, tilfínningar og trú, trú á hið sanna í tilverunni. Ég reyni eftir bestu getu að koma fram með mitt eigið myndmál í þeirri trú að það eigi er- indi við nútíð og framtíð. — Er listamaður ábyrgur gagnvart þjóð sinni? — Að sjálfsögðu. Við leggjum verk okkar fí-am fyrir þjóðina, og hún treystir okkur. Mér fínnst ég aldrei gera nógu vel, og það sem rekur mig áfram er sú trú að hugsan- lega geti ég gert betur í næstu mynd, eða þamæstu. Við íslendingar erum vel settir bók- menntalega séð en það sama er ekki uppi á teningnum hvað varðar myndlistina. Okk- ar myndlistarhefð er svo ung. Islenskir myndlistarmenn fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis, en það er ekki nóg að hrífast um of af erlendum listamönnum, þá er kannski hætta á því að of margir máli eins. Við þurfum fyrst og fremst að leita áhrifanna hjá okkur hér heima. En þetta er allt gott í bland. Strax í grunnskóla á að byija að fræða böm um myndlist, tónlistarkennsla er hér með ágætum, en við erum svo lengi að nálgast myndlistina, við þurfum að sjá mál- verk aftur og aftur, alveg eins og við þurf- um að hlusta á tónlistarverk oft til að skynja kjamann. En listaþörfín er svo rík í mannin- um. Ég man hvað ég hafði gaman af því þeg- ar ég var eitt sinn með sýningu í Bogasaln- um og tveir strákhnokkar komu inn í salinn og fóru að skoða myndimar. Það brást ekki að þegar þeir stóðu frammi fyrir mynd með íjörlegum litum, þá fóru þeir allir að iða og tylla sér á tær. Þetta er eitthvað í mann- inum, þessi tilfínning. Eins hafði ég gaman af því þegar kona nokkur á níræðisaldri sótti mig heim og þótti mest varið í myndim- ar sem vom hvað djarfastar í útfærslu! En við málum alltof stórt. Hvergi í heim- inum em málaðar eins stórar mjmdir og á Islandi. Þetta þarf að vera marga metra á hæð og breidd til að menn séu ánægðir. Það er eins og verið sé að bæta eitthvað upp, kannski myndlistarhefðina, sem á sér ekki djúpar rætur. En íslendingar vilja allt- af vera svo stórir í öllu! Og Matthea hlær dátt. — Hvað fínnst þér um frístundamálara? — Mér fínnst það mjög jákvætt þegar fólk málar í frístundum sínum. Þá málar það af mikilli löngun og það er alltaf eitt- hvað óvænt sem getur komið fram. Tíminn sker úr um það. " — Eiga þeir að fá sömu umíjöllum og lærðir myndlistarmenn sem hafa list sína að lifibrauði? — Nei. StraumarÍ Lofti — Hvenær eru bestu ár listamannsins Matthea? — Sennilega milli fertugs og sextugs, og hugsanlega lengur, sumir eru svo andskoti góðir um áttrætt. Andlegur þroski skiptir miklu máli og það að hafa fullorðnast. Ungt fólk skyldi varast að vera of öruggt með sjálft sig. Myndlistarmenn þurfa að gera miklar kröfur til sjálfs síns og gera það yfírleitt. — Gjaldalistakonurþessaðverakonur? — Já vitanlega. Margar hverjar eru með stórt heimili. Við konur gegnum mesta ábyrgðarhlutverkinu í þjóðfélaginu, þvi að fæða og ala upp bömin og verðum þar af leiðandi aldrei eins fijálsar og karlmaður- inn. Af hveiju heldurðu að konur eigi svona fá böm núna? Eitt og hálft bam eins og þeir segja. Heldurðu að okkur langi ekki að eiga fleiri en eitt og hálft bam? Konan þarf alltaf að fóma einhveiju ef hún ætlar að ná langt. Helst að varpa frá sér öllu. Kona sem ekki giftir sig og ekki eignast böm kemst lengra ,á listabrautinni. Hún getur einbeitt sér algjörlega að viðfangsefn- inu. — Hvemig hagar þú þínum vinnutíma? — Ég byija eftir hádegið og vinn frameft- ir, — vinn mikið um helgar. En ég vinn ekki á jólunum! — Þarf ekki listamaður að hafa mikinn sjálfsaga? — Vissulega. Ég þarf nú stundum að beita mig ákveðnum þrýstingi til að mála, ég neita því ekki. Stundum eru líka straum- ar í loftinu og þá gengur þetta mjög vel. Það gengur líka vel ef maður er hamingju- samur, árangurinn verður þá líka betri. Og _ svo er það þetta með sjálfsalitið, það er mjög mikilvægt hveijum listamanni. Að vera að skapa verk og sýna, það gerir eng- inn nema sá sem álit hefur á því sem hann færir fram. Listamaður þarf að vera öruggur með sjálfan sig ef hann starfar eingöngu við það sem hann hefur valið sér. Kristín MARJA Bjarniávarpar samkvæmið ogþakkar vinum og velunnurum á sjötugsafmæli sínu. með var lokasigurinn unninn í hinni löngu og erfíðu baráttu. Að sjálfsögðu er freistandi fyrir mig að rekja hér nánar vissa þætti úr hinni merku baráttusögu lýðháskólamannanna. Það verður þó ekki gert að sinni, aðeins sagt að lokum, að það var samróma álit allra baráttumanna þeirra, að til Bjama M. Gísla- sonar hafí þeir sótt öll rök sín í baráttunni, — rökin sem að lokum færðu íslendingum fullan sigur. Til að staðfesta þessi orð skal hér að lok- um vitnað til ummæla nokkurra þjóðkunnra lýðháskólamanna sem stóðu í fremstu víglínu baráttunnar: Holger Kjær: Einn af þeim mönnum sem hafði mest áhrif á gang handritamálsins var Bjami M. Gíslason. Hann er þekktur og virtur meðal allra lýðháskólakennara og þeirra stétta og stofnana sem að þeim mál- um vinna... En stærsta framlag B.M.G. er barátta hans fyrir því að fá íslensku handritin heim til Islands. Þ@.ð er hér sem danski lýðháskólinn kemur inn í myndina. C.O.P.Christiansen beitti sér fyrir því, að danskir lýðháskólastjórar sendu ríkisstjóm og Ríkisþingi Danmerkur ítarlegt rökstutt ávarp um að afhenda íslendingum handrit- in. Ávarpið vakti mikla athygli og fékk strax hljómgrunn hjá þeim hluta dönsku þjóðar- innar sem stóð í traustum tengslum við lýð- háskólana. En ennþá gerist ekkert á vett- vangi stjómmálanna. Málamiðlunartillaga Handritabaráttan ar sem Bjarni var nú orðinn kunnur og virtur rithöfundur og skáld í Danmörku, var í raun ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að hann sneri sér eingöngu að þeim listrænu störfum það sem eftir væri ævinnar. Og hann sagði I síðari greininni um skáldið og hugsjónamanninn Bjarna M. Gíslason er fjallað um baráttu hans í því sem halda mun nafni hans lengst á loft: Handritamálinu. Einnig er Qallað um kynningu hans á öðrum baráttumálum r- Islendinga, svo og ritstörfum hans. Eftir SIGURÐ GUNNARSSON mér eitt sinn að það hefði hann auðvitað ætlað sér. En oft fer margt öðruvísi en ætlað er, og þannig fór einmitt um þessi áform Bjarna M. Gíslasonar. Um þetta leyti harðnaði mjög deilan um handritin, en endurheimt þeirra hafði alltaf verið Bjama hjartfólgið réttlætis- og metn- aðarmál. Honum sámaði mjög málflutning- ur ýmissa danskra vísinda- og fræðimanna sem auðsjáanlega töluðu margir hveijir gegn betri vitund. Og þegar út kom árið 1951 álit hinnar stjómskipuðu nefndar sem fjallaði um þetta mál, þótti Bjarna óvænk- ast mjög um horfur hins íslenska málstaðar. Það var einmitt þá sem hann ákvað að leggja skáldskapinn á hilluna um sinn. Og síðan hefur hann helgað alla starfskrafta sína baráttunni fyrir rétti íslendinga í hand- ritamálinu. Það er með hreinum ólíkindum hveiju Bjami fékk afkastað í þessum efnum. Hann varði miklum tíma til þess að kynna sér sögu handritanna og skrifaði síðan hinar kunnu bækur sínar og gagnmerku um rétt íslendinga og hinn óvandaða málflutning danskra andstæðinga þess, að handritin yrðu afhent. Þá flutti hann hundruð erinda og skráði ótölulegan íjölda blaðagreina um málið. Og af vinum íslands var hann hvað eftir annað kvaddur á fund þar sem hann þreytti kappræður við hálærða prófessora og fór þar ætíð með sigur af hólmi. Hann kynnti einnig hinn íslenska málstað með fjölmörgum greinum í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. En langgiftudrýgst varð þó kynning Bjama í handritamálinu og samstarf við lýðháskólamennina dönsku. Bjarni var sjálf- ur lýðháskólamaður, eins og áður hefur fram komið, og kennari um árabil við lýðháskól- ann í Ry og hafði flutt fjölda erinda í dönsk- um lýðháskólum um ýmis málefni íslands og þá ekki síst handritamálið. Lýðháskólamennimir féllust heilshugar á rök Bjama í handritamálinu og gerðu það að sínu eigin baráttumáli og jafnframt allr- ar dönsku þjóðarinnar. Og að dómi allra sanngjamra manna var það fyrst og fremst baráttu og rökstuðningi lýðháskólamannanna að þakka, að sigur vannst í handritamálinu, — að danska þjóð- þingið féllst á og samþykkti að senda íslensku þjóðinni handritin sem gjöf. Og þar Bomolts stöðvaði málið í bili. En þá kom Bjami M. Gíslason umræðunum aftur af stað með sínu rökfasta riti um íslensku handritin og lýðháskólinn studdi hann ein- dregið. Það var þetta samband milli B.M.G ' og danskra lýðháskólamanna sem vakti málið á ný. Jörgensen menntamálaráðherra bar fyrst fram á þingi lagafmmvarpið frá Bukdahl um að afhenda íslendingum hand- ritin sem jgjöf, og K.B.Andersen kom því í höfn... A 70 ára afmæli Bjama M. Gísla- sonar er fyllsta ástæða til að óska honum til hamingju með að sigur hefur unnist í máli því sem hann helgaði þrek sjtt og þekk- ingu á manndómsámm sínum. Án hans og dönsku lýðháskólanna hefði ekkert gerst. Jörgen Bukdahl: I bókinni „Nordiske breve fra Jörgen Bukdahl“ er margt athygl- isvert um handritabaráttuna. í einu þeirra segir hann, að íslenski rithöfundurinn, Bjami M. Gíslason, hafí fyrstur manna stungið upp á því að handritin yrðu send íslandi sem dönsk þjóðargjöf í fyrirlestri í danska ríkisútvarpinu árið 1938. Þar kemur einnig fram að Bukdahl hafi strax orðið hrifinn af þessari hugmynd og að C.P.O.Christiansen hafi allur orðið eins og logandi eldur og gert hana að meginat- riði sínu þegar hann beitti sér fyrir því að safna undirskriftum lýðháskólamanna með áskomn til danska þjóðþingsins um að hand- ritunum yrði skilað. Og í örðu bréfí segir hann bemm orðum að þeir (lýðháskólamenn) hafi stutt sig við rit Bjama þar sem þá vantaði i.nnsýn í málið. Og bréfínu lýkur hann með þessum orðum: Það er afrek Bjarna M. Gíslason- ar eins, að hann kippti stoðum undan öflugasta rökfærsluskjali andstæðing- anna____Hér er átt við danska nefndarálit- ið sem margir lærði Danir áttu þátt í. Poul Engberg: Hann rekur í ágætri grein í stómm dráttum sögu handritamálsins sem hann telur einn af merkustu viðburðum í sögu Norðurlanda og segir síðan meðal annars: Bjarni M. Gíslason er einn af aðal- mönnunum að baki þessa atburðar. Með djúpum rótum í andlegri, sögulegri og skáld- legri arfleifð sem þessi handrit eru gmnd- völlur að, og lifandi sambandi við danskt þjóðlíf sem varð til þess að handritin komu heim, treysti hann sambandi milli þjóðanna. Hann var óþreytandi að halda fyrirlestra og skrifa greinar um májið. Em allir sem til þekkja sammála um, að hann hafi farið þar með sigur af hólmi. Danska þjóðin vissi harla lítið um handritin og sterkur áróður vísindamannanna hefði e.t.v. geta snúið all- menningsálitinu gegn okkur. Með upplýs- ingastarfi sínu hefur Bjarni M. Gíslason átt mestan þátt í heppilegri lausn máls-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.