Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 12
Fjórar grafíkmyndir eftir Soulagea. efni saman, ég aðskil ekki aðferðimar eða formin. Ef ég breyti einhverju eða bæti við veit ég ekki hvort það er út af forminu, litn- um, efninu eða þeim áhrifum sem þetta allt framkallar. Eg geri það vegna þeirra áhrifa sem heildin hefur á hugmyndaflugið og næmleikann. Það er eitthvar sem veldur því að mig langar til að gera myndina sterk- ari, halda áfram með hana eða eyðileggja hana. — Það hafa komið hjá þér löng tímabil þegar þú hefur unnið við ætingar og steinprent. Síðan koma löng tímabil sem þú snertir ekki á þessum myndformum. Er þetta einhver þörf hjá þér? — Þegar ég er haldinn einhverri ástríðu, geri ég ekki annað. Ég fer í gegnum æting- ar-, steinprentunar- og málverkatímabil, fer síðan yfír í gvass .. . Mér fínnst gaman að hella mér af Iífí og sál út í einhveija tækni og hugsa ekki um annað. Gleyma því að ég er og var málari. — Þegar maður skoðar Lacouriére- myndalistann sést að sumar ætingamar hafa verið unnar á margra ára tímabili. Þú hefur byijað á plötunum, lagt þær síðan til hliðar og byrjað svo á þeim aftur mörgum árum seinna. Hvað táknar þetta? — Veistu, það er sumt sem verður að fá að þróast. Það er hægt að velja og taka ákvörðun á stundinni. En sumar ákvarðanir verða að fá að þróast. Ég er ekki þar með að segja að það eigi að skjóta þeim á frest... — Dagsetningin er mjög mikilvæg í titl- um mynda þinna. — Titlamir eru mjög áþreifanlegir. Mál- verk og ætingar eru áþreifanlegir hlutir, ég gef þeim nöfh eftir stærð þeirra, tækni og síðan bæti ég við dagsetningunni, hvenær ég lauk við verkið. Sumar eru kannski dag- settar árið 1957 og hafa verið í gangi í tvö eða þijú ár. Það þýðir ekki að ég hafí verið að vinna við myndina í tvö eða þijú ár, hún hefúr verið að þróast innra með mér. — Sem málari notar þú frekar stórar handahreyfíngar, þú þekur stóra fleti, valda ætingamar þér ekki neinum vandamálum út af stærðartakmörkun- um? — Já, þetta með hreyfínguna, það má segja margt um hana. Það er ekki hreyfíng- in sem skiþtir máli heldur það sem hún skilur eftir sig. Það skiptir ekki máli í hvaða átt pensillinn fer, heldur það sem verður eftir á striganum, þ.e.a.s. á yfírborði hans. Sambandið milli pensils og striga, útlínurnar sem myndast, slysnin sem er meira eða minna ófyrirsjáanleg. Ég er næmur fyrir þessum línum sem myndast og mig langar til þess að fullgera, dýpka, gera nákvæm- ara, ég held áfram og geri nýja línu og þannig koll af kolli. Þetta er eins og samtal milli þess sem gerist á striganum og þess sem ég upplifi við að sjá það. Það sama gildir um ætingamar, nema hvað þegar ég mála get ég strax dæmt um árangurinn, en í ætingunni spila fleiri þættir saman, sýran, lakkið sem hylur mismunandi vel, prentun- in, pressan. Það gerist allt svo miklu hægar 5 þessari tækni. Slysin taka lengri tíma að gerast og það er ekki hægt að stjóma þeim eins vel og þegar maður málar. Og vegna þess að þau gerast hægar stjómar maður þeim á annan hátt. — Framleiðslan hjá þér er nokkuð tak- mörkuð. Þú hefur ekki framleitt nema u.þ.b. sextíu ætingar og steinprent á tuttugu árum. Framleiðir þú bara það sem þér fínnst nauðsynlegt? — Já, og svo langar mig til þess að taka fram í, breyta verkinu á öllum framleiðslu- stigum þess, vinna með sýruna og alla hina mismunandi prentunarmöguleika. Ég gæti gert ætingu út frá fyrirfram ákveðinni hug- mynd, valið litina og sent hana síðan frá mér í prentsmiðjuna. Það tæki miklu minni tíma. Ég hef bara ekki áhuga á því. Þá fyndist mér ég bara vera að endurprénta, túlka eitthvað sem er þegar til, eða sem ég er með tilbúið í kollinum, sem kemur út á eitt. — Ég er dálítið hissa á þeim stærð- fræðiáhrifum sem þú veitir ætingunum, miðað við hvað stærð pappírsins er tak- mörkuð. — Já, þetta er nokkuð sem ég ræð eigin- lega ekki við, ég geri mér alls ekki grein fyrir því. Ég get ekki sagt að það komi af sjálfu sér; þetta bara verður svona, stórt eins og þú segir. Ég geri mér ekki grein fyrir þessu á meðan ég er að vinna. — Þú tekur eftir því að ég tala oft,um val og ákvörðun. Ég vil í rauninni frekar nota orðið ákvörðun, því að val gefur til kynna að hægt sé að velja úr mörgum möguleik- um. Það sem ég geri er að taka ákvörðun um að gera eitthvað á einhvem hátt. Ég veit ekki hvers vegna og kasri mig ekki um að vita það. Mér fínnst bara svo augljóst að svona eigi þetta að vera, ég reyni ekki að útskýra það. Ég segi augljóst, eins og til þess að réttlæta þá ákvþrðun sem ég tek á meðan ég er að vinna. Ég ætti heldur að segja nauðsynlegt, ómissandi, þetta er ná- kvæmlega það sem ég á að gera. Útkoman getur virst vera augljós, en á meðan á verk- inu stendur er um nauðsyn að ræða. Ég get ekki útskýrt ástæðuna. Ég reyni það ekki einu sinni, langar ekki til þess. — Það er ekki hægt að útskýra ástríðu. - Hárrétt. — Hvenær fórstu að reyna fyrir þér með steinprentun? Fyrstu steinprentanirnar eru frá árunum 1956-1957. Var sú reynsla mjög ólík ætingungunum tækni- lega séð? Er hún kannski skyldari mál- verkinu? — Já, miklu skyldari. Steinprentun er miklu ósjálfráðari. Akvarðanir og ónákvæmt val kom miklu fyrr í steinprentun fínnst mér. Þessi aðferð er miklu skyldari mál- verkinu. í byijun að minnsta kosti. Tíminn sem fer í steinprentun er mjög ólíkur þeim sem fer í ætingu. Steinprentuð mynd er allt öðruvísi fyrir þann sem horfir á hana. — Grunnurinn hefur mikið að segja fyr- ir þig. Þú ert mjög hrifínn af pappír, fallegum handunnum pappír. Pappírinn skiptir þig næstum jafn miklu máli og verkið sem þú vinnur á hann. — Það skiptir allt máli þegar þú ert að vinna ætingu, grunnurinn og það sem er prentað á hann. Ég er mjög næmur fyrir efninu. Pappír er stórkostlegt efni . . . Það er einskonar lff í sambandinu milli pappírs og bleks og það er ekki það sama í stein- prentun og ætingu. — Ert þú sammála þeirri útbreiddu hug- mynd að æting sé aðferð listamannsins til þess að ná til sem flestra, að vera viðstaddur hjá sem flestum? — Nú ertu næstum farinn að tala um viðskiptavandamál. Nei, mér hefur aldrei fundist það. Ég geri ætingar vegna þess að ég næ fram ýmsum áhrifum með þeim, sem ég næ ekki í málverkum. Það er satt að með þessu móti er hægt að fjölfalda verkin og fleiri geta eignast þau. Ég get ekki annað en glaðst yfir því. — Ætingamar, málverkin og stein- prentanimar mynda eina heild, þína vinnu — það er enginn stig- eða gæða- munur á þeim. Þetta er allt sama ástríð- an, sema aðferðin við að kanna hlutina. — Já, og ég get ekki sagt að ég taki málverkið fram yfir ætingarnar. Það er engin stéttaskipting þar á milli. Steinprent- anir, málverk og ætingar hafa sína séreigin- leika, en það sem skiptir mig máli er það sem er hægt að framkalla í verkinu, ekki tæknin sem er notuð við það, þó svo að hún hafi hjálpað til. — Er samspil þama á milli? Hefur það, sem þú uppgötvar í ætingum, áhrif á málverkin þín? — Já, það hefúr það örugglega. Fyrst hélt ég að þetta væri allt aðskilið út af hin- um mismunandi tækniaðferðum. Það er satt að vissu marki. En allt er mikilvægt fyrir manninn: heimurinn sem hann hrærist í, samfélagið sem hann vinnur í, fjölskyld- an, hugmyndir samtímans. Þetta vinnur allt saman og orkar jafn sterkt innbyrðis og málverkið, ætingamar og steinprentanimar. • — Finnst þér stundum að þú sért kom- inn á það stig að þú hafir ekki frá neinu meiru að segja, að þú eigir að hætta? — Þegar ég fæ það á tilfinninguna að ég geti ekki haldið áfram án þess að breyta um stefnu, þá hætti ég. — Og þá ertu kominn langt frá þinni upprunalegu hugmynd? — Já, vissulega. Stundum hætti ég þegar ég er enn mjög nálægt upprunalegri hug- mynd. Stundum hefur hún gjörbreyst. Það getur líka verið miklu frjórra að hætta við hugmynd en að halda henni til streitu og reyna að þróa hana. Regína Harðardóttir þýddi úr frönsku. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.