Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 11
Einskonar líf í sambandinu milli ú byrjaðir að vinna að grafíkmyndum á árunum 1951—1952 í Lacouriere-vinnu- stofunni. Hvað kom til að þú byijaðir á þessu myndformi? — Satt að segja var þetta ekki mitt eig- ið frumkvæði — frú Lacouriere sá einu sinni mynd eftir mig í glugganum á Galerie Carré og sagði síðan við mig nokkuð, sem ég gleymi aldrei: „Ég sá svo fallega plötu eft- ir þigÞað sem hún sá líktist grafík. Síðan fór ég að stunda Lacouriére-vinnu- stofuna og dag einn var mér boðin aðstaða þar og ráðgjöf. Mér var einnig sagt að allar myndimar sem ég ynni þar yrðu gefnar út. Þannig bytjaði þetta. Mig hafði lengi langað til þess að reyna mig á þessu- sviði, en aldei þorað. Ég sló því alltaf á frest af því að mér fannst ég ekki kunna nóg fyrir mér. Mér virtist þessi aðferð vera alltof þung í vöfum, allt of mikið umstang, en ég fékk góða hjálp frá prentaranum. Christian Labbaye ræðir við franska málarann PIERRE SOULAGES, sem varð frægur á sjötta áratugnum fyrir sérstæðar abstraktmyndir sínar, en hefur einnig fengizt við grafík og stendur nú að grafíksýningu í Listasafni íslands. Pierre Soulage á yngri árum. — Þú byijaðir á þvi að nota sama mýnd- efnið og í máiverkum þínum við fyrstu ætingamar. — Já, það er rétt hvað fyrstu tvær æting- amar varðar, en um leið og ég fór að skilja um hvað þetta snerist allt saman fór ég að þora að tjá mig án þess að styðjast við það sem ég jafði gert áður í málverkum. Ég var leitandi í byijun, en um leið og maður fór að vinna með efni eins og lakk, sým, tiják- voðu, sykur, í stuttu máli öll þessi efni, sem em notuð í málmristur, þá þarf í rauninni ekkert að leita. Þetta er sama aðferðin og er notuð við gerð ætinga. Maður er i raunirini að setja sjálfum sér takmörk með því að byija að vinna með fyrirfram ákveðna hugmynd eða þegar maður vill endurskapa Dæmigert Soulage-málverk, 1959. eitthvað. Þess vegna valdi ég svo að segja alveg frá upphafí hugmyndir, sem hentuðu lakkinu, sýmnni, ætingu og vöm, sem em gmndvallaratriði ætingagerðar. — Eitt er það sem allir tala um, sem hafa séð myndir þínar, það er nýjunga- gimin í þeim — þú notar kopar sem er sundurskorinn, uppétinn af sýru, og síðan prentar þú prufuna með því að renna henni einu sinni í gegnum press- una. — Já, en þar hefur margt spilað inn í sem ég verð að reyna að aðskilja. Hr. La- couriére hvatti mig áfram og sagði mér að hafa engar áhyggjur. Ég gæti haldið áfram svo lengi sem einhver kopar væri eftir. Ég tók eftir því að meira að segja þegar það var komið gat á koparinn, þá gerðust hlutir sem stóðu framar mínum vonum. Það kem- ur gat á plötuna af slysni að sjálfsögðu — þannig var það í byrjun a.m.k. — og ég tók eftir því að þar sem gatið var kom hvítur pappírinn í ljós, með engu á, bara sinni fallegu áferð eins og pappír sem er ekki búið að prenta á. Eftir því sem ég risti dýpra í plötuna, þess svartari varð svarti hlutinn, þangað til ég var allt í einu kominn í gegnum plötuna og niður í hvítt. Þá hafði allt umtumast. Venjulega fer maður frá ljós- gráu yfir í dökkgrátt, síðan yfir í svart, siðan enn svartara og enn svartara og þar liggja takmörkin. En ég komst allt í einu hring- inn, niður í hvítt. Þá þurfti ég að hugsa verkið allt upp á nýtt og fannst það mjög speimandi. Ég fór að vinna á þennan hátt — ekki bara að gera göt á plötuna, heldur líka að breyta útlínunum. Ég lét mér ekki alltaf nægja rétthyming heldur notaði ég form sem urðu til fyrir tilviljun. Tilviljun sem ég sætti mig við eða sem ég hafði framkallað með samvinnu sýru og kopars. Mér finnst ennþá gaman að vinna svona — tilviljanimar opna ófyrirsjáanlega mögu- leika, eitthvað ópekkt sem maður á á hættu áð týna sér í. Ég er ekki endilega að leita eftir þessum áhættum, en ég hef fundið ýmislegt í þeim, sem mér hefði aldrei dottið í hug. Mér finnst vera mjög hvetjandi að vinna án þess að vera bundinn af einhveiju, sem maður vill endilega framkalla. — Þannig að þú ert í sífellu að kanna möguleikana, sem pappír, blek eða kopat bjóða, þú gerir tilraunir með efnin? — Já, og á meðan á þessari könnun stendur fæðist myndin og ég tek ákveðna stefnu ef ég hrífst af einhverju í henni og ég reyni að gera hana sterkari. — Þá er við hæfi að minna á þekkta tilvitnun þína: „Það sem ég geri, kennir mér hverju ég er að leita að. . . “ — Ég hef mjög náið samband við það sem ég er að vinna við, í koparnum sem ég er með á milli handanna leynist þegar eitt- hvað af prentaðri prufunni. Þegar ég vinn ætingu gerist í rauninni það sama og þegar ég er að mála, ég vinn með liti, útlínur og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 1 1 pappirs og bleks

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.