Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 5
Um aldamótin höfðu þijú samkomuhús verið byggð á uppfyllingum útí Tjörnina. Lengst til hægri er Iðnó en fyrir miðri mynd sést Bárubúð (dökkmálað) og handan við það Gúttó. Eins og sést er Vonarstræti ekki komið. Um þetta leyti rann skólp óhindraðí Tjörnina ogíhana vargjarnan hentsorpi. Hún varþví eins ogmegnasti forarpyttur ogheyrðust oft raddir um að hana bæri aðþurra upp. Þjóðminjasafnið. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. MiIIi 1913 og 1920 var unnið aðþvíaðgera vegyfir Tjörnina (Skothúsveg) og var hann gerður úr sorpi og ösku og lagði megnan daun af. Hér á aðeins eftir að brúa. Eins og sjá má af myndinni er syðsta tjörnin ekki komin, hún var búin til. Ljósmyndasafnið. Ljósm.tMagnús Ólafsson. Sveinsson snikkari, sem á hús austanvert við norðurenda Tjarnarinnar (Kirkjutorg 6), hafi um mörg ár borið niður í Tjörnina mold og annan niðurburð og þurrkað þann- ig upp talsverðan blett og er þetta talið mikið þarfaverk. Þá er bæjarstjórnin átalin fyrir að neita Kristjáni Ó. Þorgrímssyni bóksala um að mega þurrka upp dálitla spildu af Tjörninni sunnan við lóð sína (Kirkjustra»ti 10), hlaða upp bakka og tyrfa yfir. Um þessar mundir var farið að tala um landþrengsli í Kvosinni fyrir húsastæði. í ísafold 1887 er sagt að allt of miklum hluta landsins í miðbænum sé eytt í kálgarða. Telur blaðið líklegt að eftir 10 ár verði Tjörn- in orðin að þurru landi, alskipuðu húsum og götum. MlKLAR UPPFYLLINGAR Norðurendi Tjarnarinnar var í þessum anda smám saman fylltur upp með mold og sorpi og voru hús reist jafnóðum í því landi sem þannig skapaðist. Árið 1887 fékk góðtemplarastúkan Eining útmælda lóð úti í sjálfri Tjörninni fyrir húsbyggingu og reisti sama ár Góðtemplarahúsið fyrir sunnan al- þingishúsið. Bindindismenn hafa væntan- lega fyllt upp lóðina í sjálfboðavinnu. Þegar árið 1886 var það orðinn yfirlýstur vilji bæjarstjórnar að fylla upp norðurenda Tjarnarinnar og þá var ákveðinn vegur þar þvert yfir Tjörnina samhliða Kirkjustræti. Þetta þótti mörgum óhæfileg loftkastala- bygging hjá háttvirtum bæjarfulltrúum, að leggja veg langt út í Tjörn, og var þessari fyrirhuguðu götu strax gefið nafnið Vonar- stræti enda liðu 20 ár þangað til það var fullgert. Atvinnuleysi var jafnan mikið á vetrum og útgjöld bæjarfélagsins til þurfamanna þungur baggi. Því var reynt að láta þurfa- menn vinna í þágu bæjarins til þess að eitt- hvað kæmi á móti fátækrafénu. í janúar 1890 var tillaga um það í bæjarstjórn að reyna að útvega verkfærum þurfamönnum vinnu um harðasta tíma ársins og var stung- ið upp á því að fylla upp norðurenda Tjarnar- innar og var samþykkt að láta þá vinna við þetta verk við hentugleika á kafla frá Læk- jarósnum vestur á móts við vesturenda Góðtemplarahússins. Ekki virðist þó upp- fylling á þessum slóðum hafa gengið hratt fyrir sig því að þremur árum seinna fór Iðnaðarmánnafélagið fram á að bæjarstjórn láti fylla upp norðausturhornið til þess að félagið geti byggt á þeim stað en það var fellt. í blaðinu Reykvíkingi birtist eftirfarandi grein um Tjörnina í apríl 1892: „Tjörnin fyllist óðum af öllu því góðgæti, mold, rusli og sorpi sem í hana er borið. Vera kann að bærinn gæti fengið nokkurt fé fyrir tjarnarblettinn, ef hann væri orðinn þur og þar væri tún, eða hús byggð. En það er fleira sem um þarf að hugsa en pen- ingar, þó mikils virði séu. Væri tjörnin ekki eins vanrækt og hún er, þá væri hún bæjar- prýði og eigi lítil. Auk þess, þá er ófyrirgef- anlegt, að taka af bæjarbúum þennan eina blett, sem hægt er að fara á skautum á vetrum; það eitt ætti að vera nóg til að friða tjörnina. Þegar hún hefur verið fyllt upp, sakna drengir og fullorðnir skautasvellsins, 'en sjálfum sjer mega menn um kenna, ef allir horfa þegjandi á hve illa er með hana farið.“ Snemma höfðu komið upp hugmyndir um skemmtistígi meðfram Tjörninni og jafnvel skemmtigarð en lítið var aðhafst. Sigúrður Júl. Jóhannesson skáld skrifaði grein í Dag- skrá 1897 og er þetta upphaf hennar: „Jeg var þar staddur nýlega er nokkrir menn áttu tal saman. Hneigðust umræður þeirra einkum að ýmsu er Reykjavík snerti, og þar á meðal nefndu þeir tjörnina. Bar þeim flestum saman um að hún væri nú bæði til vanvirðu fyrir bæjarbúa og jafn- framt til þess að spilla loptinu og eyði- leggja þannig heilsu manna í stað þess að hún ætti að vera og gæti verið til prýði og heilnæmi. Nú sem stendur er tjörnin hálf- full af saur og leðju og leggur því upp úr henni megnan þef og ólyfjan hvar sem geng- ið er nálægt henni, og ef þessu hjeldi áfram eins og að undanförnu, þá eru öll líkindi til þess að hún fyllist upp eptir nokkurn tíma og hverfi með öllu, en það væri hinn mesti skaði og herfilegasta smán.“ NÚ MÁNefnaHana Fúlu-tjörn Um þessar mundir var höfuðstaðurinn í örum vexti en skólplagnir allar ákaflega frumstæðar og í megnasta ólagi. Skólpinu var veitt í opnar rennur ofan brekkurnar beggja vegna kvosarinnar og rann það ýmist ofan í ijöruna, þar sem hún var næst, Lækinn eða Tjömina. Sefvöxtur við sunnan- verða Tjömina var líka ágengur. í Reyk- víkingi haustið 1897 segir að svo virðist sem bæjarstjórnin ætli að láta Tjörnina verða ásælnum túneigendum að austanverðu og sunnanverðu að bráð. Vatnið úr Vatnsmýr- inni og ofari af túnunum að austan- og sunnanverðu við Tjörnina fylli hana með grasfrjóvgunarefni svo að nú væri þar grasi vaxið sem Tjörnin breiddi sig áður yfir. Úr þessu var farið að huga að því að friða Tjörnina fyrir sorpi. í auglýsingu árið 1900 eru menn áminntir um að kasta ekki á Tjörnina eða ísinn ösku, sorpi né neins konar óþverra að við lagðri ábyrgð skv. lög- reglusamþykkt. Mönnum var farið að blöskra. 1902 flutti Tryggvi Gunnarsson tillögu í bæjarstjórn um að kaupa áhald til að hreinsa Tjörnina og var málinu vísað til veganefndar. Þetta breytti því þó ekki að áfram vom holræsi lögð út í tjörnina. Um aldamótin og fyrstu ár 20. aldar var gengið hratt á Tjörnina. Hornin í norður- enda hennar vom fyllt upp til að byggja Iðnó, Bámbúð og fleiri hús. Þá var unnið að mikilli vegagerð umhverfis Tjörnina með tilheyrandi uppfyllingum. Fríkirkjuvegur var lagður 1903. Einkaaðilar keyptu Tjarn- arbrekkuna 1901 og árið 1906 var fyllt uppí Tjömina að vestanverðu undir Tjarnar- götu og sama ár var loks lokið við Vonar- stræti. Þessar framkvæmdir fílu nokkmm deilum og Knud Zimsen, síðar borgarstjóri, lagðist t.d. eindregið gegn því að byggt væri undir Tjarnarbrekkunni. Í blaðinu Reykjavík birtist bréf frá lés- anda árið 1906 um lokræsin við Tjörnina. Taldir em upp margir gallar við lagningu Vonarstrætis og síðan segir í bréfinu: „Þá kemur þriðji gallinn og er hann þessa verstur, að lokræsinu er veitt í lækinn án þess að hann hafi verið dýpkaður í sjó fram. En það kemur því til leiðar að sumarlagi, að megnasti ódaunn verður um allan mið- bæinn og þegar aðfall er, rennur ýldan upp í tjömina svo að óþverrinn safnast fyrir í henni. Hefir og þegar verið veitt tveim öðr- um lokræsum í hana, og auk þess verður víst veitt út í tjömina lokræsum frá Tjarnar- götu og er þá ekki sýnna en að nú megi fara að skíra hana um, nefna Fulu-Tjörn!“ Frumleg Vegargerð Árið 1909 — eftir alllangan aðdraganda og miklar umræður — var ákveðið að halda svæðinu sunnan við Tjörnina óbyggðu undir væntanlegan skemmtigarð (Hljómskála- garð) og vora miklar áætlanir á pijónum um hann. M.a. var ákveðið að leggja veg þvert yfir Tjömina (Skothúsveg). Byijað var á þeim framkvæmdum 1913 en mönnum leist ekki á blikuna þegar þeir sáu úr hveiju vegurinn var gerður. Árið 1915 birtist grein í Morgunblaðinu um Tjarnarveginn (Skot- húsveginn) og stóð m.a. í henni: „Það má óhætt að fullyrða, að þetta er hin framlegasta vegargerð hér á landi og þó víðar sé leitað. Því vegurinn er gerður úr skít, úldnu og banvænu sorpi úr göturæs- um bæjarins, ösku, slógi, slori, pjáturdósum, flöskum og ef til vill ýmsu enn verra, en það sem hér er talið. Þetta msl hlýtur að verða til þess að eitra vatnið í Tjörninni og er eigi ólíklegt að svo komi síðar, að af því leggi svo stæka fylu að loftið í bænum verði banvænt og bæjarstjórn verði nauðugur einn kostur að „fylla upp“ ’Tjörnina. Engum dettur í hug að amast við því þótt göturæsin séu hreinsuð og óþverranum úr þeim ekið á burtu. En er nokkurt vit í því, að aka því í Tjörnina? Oss furðar mest á því, að nokkrum manni skyldi geta komið til hugar að safna því þangað. Hitt er líka einkennilegt, að ekki skyldi þegar í stað tekið fram fyrir hendumar á þeim manni, sem gerði svo heimskulega ráðstöfun. Vér viljum skjóta máli þessu til borgar- stjóra, sökum þess að vér vitum að hann hefir áhuga fyrir því, að bænum fari eigi aftur um þrifnað og heilnæmi, og biðja hann að skerast í leikinn og.sjái svo um að þessi sorpmokstur í Tjörnina verði stöðv- aður. Það er í þágu allra Reykjavíkurbúa." Árið 1917 var ekki hægt að gera skauta- svell í suðurenda Tjarnarinnar vegna ösku sem þyrlaðist úr Tjarnarveginum. TjörninTæmd Sóðaskapurinn í Reykjavíkurtjörn var sannkallað vandamál og árið 1917 var grip- ið til þess ráðs að tæma hana með öllu til að reyna að hreinsa botninn en það reynd- ist hægara sagt en gert þegar til alvömnn- ar kom og mun þessi aðgerð hafa mistekist að vemlegu leyti. Menn vom að missa trúna á að ’ljörnin gæti verið í bænum til frambúð- ar. í Morgunblaðinu 22. júlí 1917 birtist grein og í henni stóð m.a.: „Líklega er óhjákvæmilegt að tjörnin verði að minka að mun, hvað ilt sem það kann að þykja. Alveg ófært hvernig sem á er litið að hafa hana svona fulla af úldnu vatni og óþverra, sem engin tök séu á að hreinsa vegna dýrleika. En þá er eins og áður er sagt að stefna strax að því að koma henni í endanlegt horf, dýpka hana nægilga á þeim stöðum sem hún á að haldast til frambúðar en fylla hitt upp. Ekkert er eðli- legra en að allur suðurhlutinn, jafnvel eitt- hvað inn fyrir brú, verði fyltur og gerður að einhveiju leyti að byggingargrunnum, því að hann fyllist líka hvort sem er á fáum ámm. Fallegra er líka, að bærinn vaxi ekki einungis á Laugaveginn, heldur samsvari sér líka á þverveginn." Eins og sést af þessari samantekt hefur löngum staðið styrr um Tjörnina og jafnvel komið til greina að hún hyrfi alveg en nán- ar verður fjallað um hana í annarri grein. Höfundurinn er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.