Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 7
Dauðinn Smásaga eftir JÓNAS GUÐLAUGSSON Portret af Jónasi Guðlaugssyni eftir danska málarann Daniel Vitt, 1912. Eftir að hafa hyllt gamla manninn ritar hann: „Svo er mál með vexti að pólitískir „vinir“ heima hafa sent Gyldendal rógbréf um mig í tilefni af þýðingu minni á Marie Grubbe. Ég veit að þýðingin hefur sína galla en ég held þó að engum listelskandi manni þyrfti að dyljast að hún hefur líka sína kosti. Að vísu geri ég ekki ráð fyrir að rógur þessi hafi neina verulega þýðingu en þar eð mér í téðu bréfi hefur líka verið hallmælt sem skáldi og ég veit að þér manna best þekkið það litla sem ég hef ort og eruð bærir um það að dæma, þætti mér vænt um ef þér með fáum orðum vilduð senda mér umsögn og álit yðar á dönsku um rithöf- unds- og þýðarahæfileika mína ... ég stend þarna berskjaldaður því forlagið, sem aðeins þekkir það, sem ég hef skrifað á dönsku og hefur fest traust á mér vegna þess, hef- ur enga hugmynd um hvernig ég er sem íslenskur rithöfundur." Með bréfinu 20/8’ll, er áður var vitnað til, þakkar Jón- as Steingrími fyrir meðmælin sem hann segir langt um fram það sem hann hafi gert sér vonir um. Strax eftir að fyrsta bók Jónasar, Sange fra Nordhavet, kom út erlendis var hann fastráðinn af Gyldendal-útgáfunni og fékk launagreiðslur reglubundið, bókina gaf hann út í Noregi þar sem hann dvaldi um hríð fyrst eftir að hann fluttist úr landi. í henni er talsvert um þýðingar á eldri ljóðum hans. Árið eftir, 1912, var hann sestur að í Dan- mörku og gaf þar út ljóðabók með nýjum ljóðum, tveimur árum síðar kom önnur eftir hann út þar í landi. Hann giftist tvívegis, fyrst danskri konu, Thorbjörg Schöyen, sem hann kynntist í utanlandsferðinni milli rit- stjómarstarfa á íslandi. Þau eignuðust eina dóttur sem dó í bemsku. Þau skildu. Hann settist að á Jótlandi með síðari konunni, Marietje Ingesoll, þýsk-hollenskri að ætt- emi, og hann eignaðist með henni son. Þeg- ar Jónas dó höfðu bækur eftir hann verið gefnar út á þýsku, hollensku, frönsku, og verið var að undirbúa heildarútgáfu á verk- um hans á sænsku. Hjá honum sjálfum lá talsvert af óbirtum ljóðum um það leyti, og hann var að búa til prentunar stóra skáld- sögu sem hann hafði samið, íslendinga, þegar heilsa hans bilaði að fullu; hann var veill fyrir brjósti síðustu árjn og varð það banamein hans. Skáldsaga íslendinga (Det islanske folk) hefur ekki verið gefin út. Fyrsti vottur um að Jónas fékkst við annan skáldskap en ljóð og þýðingar er sagan Monika sem hann tók að birta sem framhaldssögu í Valnum, hlutarnir urðu þrír en þá var Valurinn allur og veit víst enginn hversu langt Jónas var kominn með söguna. (Þótt til sé um það sögusögn að hann hafi samið hana alla 12 ára gamall.) Þessi saga varð skáldsaga, þá eða síðar, hún kom út í Danmörku 1914 og varð önn- ur í röðinni af útgefnum skáldsögum Jónas- ar, sú fyrsta heitir Sólrún og biðlar hennar, útgefin 1913 í Danmörku. Tveimur árum síðar kom síðasta bók Jónasar út, árið fyrir lát hans, smásagnasafnið Breiðfirðingar. Þær bækur Jónasar sem hann gaf út erlend- is, hlutu yfirleitt góðar viðtökur jafnvel svo að stór orð voru viðhöfð. Sama má raunar segja um viðtökur þær sem ljóðabækur hans á íslensku fengu meðal íslenskra les- enda. Þær ljóðabækur sem komu út á norsku og dönsku hafa ekki verið þýddar. Breið- firðingar kom út á íslandi 1919 í þýðingu Guðmundar Hagalín og árið eftir Sólrún og biðlar hennar, einnig í þýðingu hans. Mon- ika hefur ekki verið þýdd. Einhvers skyld- leika hefur Hagalín kennt við sögurnar, þær eru ágætlega líflegar með því málfari sem hann notaði til að flytja þær á milli. Jónas er oftast nær í ritum kallaður „ný- rómantískt" skáld en ekki er víst að sú ein- kunn hæfir honum. Alltént ekki sagnaskáld- inu. Sérstöðu meðal „nýrómantískra" höf- unda skapar honum að hann tók heilshugar þátt í átökum um dægurmál þjóðarinnar. Strax í annarri bók hans koma fram sér- kenni hans sem skálds, eins og Hannes Pétursson bendir á í bókinni Fjögur ljóð- skáld, og þaðan í frá var Jónas ekkert síður baráttumaður í skáldskap sínum en á vett- vangi daglegs lífs. Hann tók þátt í rannsókn á tilvistarkjörum manna með skáldskap sínum þótt þau kjör væru skoðuð undir víðara sjónarhomi en var háttur raunsæis- skálda: í hinum síðari kveðskap sínum og sögum er tillit skáldsins ekki hvarflandi heldur rannsakandi þrátt fyrir að viðfangs- efnin væru yfirleitt tilfinningamál eða jafn- vel djúpsálfræðilegs eðlis. Reyndar er mun nær lagi að kalla skáldskap hans vísi að bókmenntum framtíðarinnar en ætla hann endurvakningu einhvers sem þegar væri lið- ið eins og gefið er í skyn með orðinu „nýró- mantík". Allar sögur Jónasar hafa ríkuleg sam- kenni, sterk og samstæð höfundáreinkenni og sé ekki ofsagt um Breiðfirðinga að þar hafi hin huldari máttarvöld staðið mönnum nær en annars staðar á landinu (Guðbrand- ur Vigfússon), þá verður að ætla að Jónas sé einkar breiðfirskur í skáldskap sínum. Enginn íslenskur höfundur hefur til þessa dags sýnt svo mikla leikni í að flétta saman draum og veruleika, þjóðsögu og hvunn- dagsleika, öfl nætur og dags, sem hann. Og reyndar ekki verið mikið af því gert með hérlendum skáldskap fyrr en þá alveg upp á síðkastið. Sagnamaðurinn Jónas Guðlaugsson er nýstárlegur höfundur árið 1988. Það þarf ekki að þýða að hann hafi verið á undan sinni samtíð. Hann slysaðist bara til að fara dálítið afvega, vegna uppruna, valdníðslu sem við hann var beitt, skaplyndis síns og í víðari skilningi menningarástands alda- mótaáranna á Vesturlöndum sem hvarvetna náði til skáldskapar hinna næmari manna, og sem leiði einkenndi einkum, jafnframt óljós aðkenning um hi-un. Svipaðri aðstæður kalla á samskonar úrræði, og þó getur ver- ið um framför að ræða því að hvernig er hægt að ætlast til af manni að hann lagi útlit sitt nema hann hafi spegil? Höfundurinn er rithöfundur i Reykjavík. Hálfdán gamli er mér minnisstæður eins og hann var á kvöldin þeg- ar hann sat á leiðinu hennar Bjargar sinnar. Ennþá er mér sem ég sjái hann þar um sólar- lagsbilið, álútan og hallast fram á birkilurkinn sinn. Rvöldsólin varpar sterkum bjarma á skall ann og hvíta hárkragann fyrir ofan eyrun, en yfir enninu hvílir skuggi sem virðist eins og koma frá hinum djúpu rákum og hrukk- um sem eru um allt ennið. Hálfskuggi er líka yfir arnamefinu hvassa, en þess bjartar glampar ljósið á skegginu sem bylgjast silf- urhvítt niður á bringu. Hann horfir út yfir hafið þangað sem sólin hnígur til viðar. Augnatillitið er dap- urt og lokað eins og hann sjái aðeins það sem er fyrir handan kvöldroðann. Það er svo langt, langt í burtu. Svona gat hann setið kvöld eftir kvöld alltaf á sama leíðinu og í sömu stellingun- um. Og hann gekk aldrei inn fyrr en sólin var hnigin til viðar, og kirkjugaflinn varp- aði svörtum náttskugga á leiðið sem hann sat á. Ég var þá drenghnokki á tíunda eða ell- efta árinu og ég man að ég var vanur að læðast út undir kirkjugarðinn þegar Hálfdán sat þar, og horfa á hann. Það var eitthvað við hann sem vakti undr- un mína og forvitni, eitthvað óþekkt í þessu lokaða augnatilliti sem hændi mig að sér. Og það jók ekki lítið á undrun mína að hann sat einmitt í kirkjugarðinum sem mér stóð einhver hátíðlegur beygur af, einkum á kvöldin. Hinir strákamir á heimilinu hlógu að þessari kvöldsetu Hálfdáns í kirkjugarðin- um. Mér var ómögulegt að skilja hvers- vegna. En þeir þurftu nú líka að hlæja að öllu. Ég kallaði hann heldur aldrei „óðals- bóndann á gröfinni hennar Bjargar" eins og þeir. Mér fannst Hálfdán gamli alls ekki hlægilegur. Þvert á móti. Ég gat staðið stundum saman og horft á hann þegar hann sat á leiðinu, og mig dauðlangaði til að vita nánar hvað hann var að hugsa um þegar hann horfði svona undar- lega langt burtu. Ég hugsaði oft um það meðan ég var að hátta og sá hann fyrir hugskotssjónum mínum eins og hann sat á leiðinu, þangað til ég sofnaði. Og ég tmflaði hann aldrei á meðan hann sat á leiðinu eins og hinir strákarnir, því ég vissi að honum sárnaði það. Ég hafði séð tvö þung tár hrjóta niður eftir mögru, hmkkóttu kinnunum hans, einu sinni þegar Valdi smali hrekkjaði hann eitthvað eitt kvöld. Og mér varð svo mikið um að ég réðst á Valda og lúbarði hann þótt hann væri helmingi stærri og sterkari en ég. Auðvitað fékk ég það ríflega borgað í sömu mynt. Hálfdán gamli veitti því líka eftirtekt að ég var öðm vísi við hann en hinir drengirn- ir og veitti mér aftur á móti fulla vináttu sína, þessa hreinu, tryggu vináttu sem oft á sér stað milli gamalmennis og unglings. Hann sat hjá mér á daginn þegar hann gat því undir komið, og sagði mér sögur af því sem á daga hans hafði drifið. Og Hálfdán kunni manna best að segja frá. Frásögnin var myndrík og lifandi og ímyndunaraflið fjörugt svo að innan um hversdagsviðburði vöfðust dularfullar draumsjónir, af íslensku alþýðubergi brotn- ar, sem læstust inn í huga minn eins og bestu þjóðsögumar. Á daga hans hafði margt drifið. Hann hafði verið bóndi og sjómaður, hjú og ferða- langur, og ratað í margar mannraunir á sjó og landi. Hann var þaulkunnugur landinu utan frá sjó og upp til afdala og hafði komist í kynni við fjölda manna af ýmsum stéttum á lífsleiðinni. Islensk náttúra, sagnir og hjátrú var því eins og lifandi á vörum hans, og ég hlustaði á það allt eins og draumgjarn unglingur á farmanninn sem segir frá ókunnu löndunum. Römmustu draugasögurnar sem ég hefi heyrt, hrikalegustu tröllasögumar og úti- legumannasögumar lærði ég allar af Hálf- dáni gamla. En einna glöggast man ég þó eftir draumunum sem hann sagði mér, ■ draumum sem menn hafði dreymt fyrir dauða sínum og draumum þar sem hinir dauðu höfðu sagt til sín. Sjálfan hafði Hálfdán dreymt marga drauma og hann hafði örugga trú á þeim og dró ekki dul á berdreymi sitt. En frá sínum eigin draumum vildi hann þó aldrei segja og kvað það ei vera rétt. Menn missa draumgáfuna ef þeir segja drauma sína, var hann vanur að segja. Hálfdán gamli var niðursetningur hjá föður minum. Hann hafði ekki annað að gera en lifa í minningunum og bíða dauða síns. Því verk- fær var hann ekki lengur. Hann var orðinn úttaugaður og slitinn af langvinnu striti og gigtin hafði kengbeygt hann og dregið af honum allan mátt. Það eina verk, sem hann gat unnið, var að flétta reiptaglsspotta á vetuma, úr hrosshársspuna, og á sumrin var hann látinn dútla við að tinda hrífurnar fyrir stúlkumar og þessháttar, sér til dægra- styttingar. Hann hafði unnið dagsverkið — og lang- aði til „að komast heim“ eins og hann komst að orði. „Hún Björg mín bíður eftir mér,“ var hann vanur að segja. „Við höfum nú verið svo lengi skilin.“ Björg var konan háns sáluga. Þau höfðu búið saman á efsta og rýrasta kotinu í sveit- inni, Dalsbotni, fyrir mörgum, mörgum ámm, þegar Hálfdán var ungur. Eftir þriggja ára hjónaband dó Björg úr misling- unum og bam þeirra nýfætt. Þá flosnaði Hálfdán upp af kotinu og hafði aldrei eirð í sér síðan. Hann fór af einu landshominu á annað meðan æfin vannst, ýmist sem sjómaður, sendimaður, vinnumaður eða ráðsmaður. Og þegár kraftarnir voru þrotnir var hann fluttur fátækraflutningi úr einhverju íjarlægu héraði á fæðingarhrepp sinn. Eftir beiðni hans tók faðir minn við honum því hann langaði til að vera hjá gröfinni hennar Bjargar sinnar það sem eftir var æfinnar og fá svo að hvílast við hlið hennar. Hann vissi upp á hár hvar leiðið var þeg- ar hann kom eftir margra ára íjarveru, og faðir minn gerði það að bón hans að láta hlaða leiðið upp fyrir hann. Nú hafði hann ekki annars að gæta en að enginn yrði grafinn of nærri Björgu hans, færi ekki „inn á hans landareign“ eins og hann komst að orði. Það gerði hann líka samviskusamlega í hvert skifti sem jarðað var og af þeim ástæð-' um kölluðu gámngarnir hann „óðalsbónd- ann á leiðinu hennar Bjargar", eða bara „óðalsbóndann". Og á sumrin sat hann þar á leiðinu á hveiju kvöldi þegar veður leyfði. Sat þar álútur og hljóður og hlustandi eins og hann væri að bíða eftir boðum frá löndunum hin- um megin við kvöldroðann, hinum megin við hafið mikla. Það var föstudagskvöld að áliðnu sumri. Við vomm að enda við að slá túnskækl- ana. Það hafði verið besta rekja um daginn svo tækifærið var notað til að skafa upp óræktarmóana í túnjaðrinum. Ég hafði lært að slá það sumar og fékk lítið orf við mitt hæfi svo ég þóttist heldur en ekki maður. Það var svo sem eitthvað mannalegra að slá eins og hinir piltarnir heldur en að híma einn uppi í dal og sitja yfir roltunum. Mað- ur fann aldurinn færast yfir sig við þá upp- hefð. Þennan dag átti ég að slá grasið á milli LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.