Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 2
Sitjandi f.v.: Steinunn Sívertsen (dóttir Sigurðar P. SíVertsen guðfræðiprófessors og Þórdísar Helgadóttur). Hún átti Gústav Jónasson ráðuneyti'jstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Soffia Haralds (dóttir Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors og Bergljótar Sigurðardóttur). Hún átti Svein Sveinsson sem kenndur var við Völund'. Standandi f.v.: Lára Sigurðardóttir (dóttir Sigurðar Pálssonar læknis og Þóru Gísladóttur), Jóhanna Guðmundsdóttir, hálfsystir Gunnars Guðjónssonar. Áslaug Jónsdóttir (Þórarinssonar fræðslumálastjóra og síðari konu hans, Sigriðar Stephensen. Hún giftist dönskum manni og var móðir Gunn- ars Ormslev hljómlistarmanns. Valgerður Ólafsdóttir. Elín Sigurðardóttir (brunamálastjóra Björnssonar o.k.h. Snjólaugar Siguijónsdóttur). Hún var fyrri kona Ludvigs Storr. Kara Briem (dóttir Sigurðar póstmeistara Briem o.k.h. Guðrúnar ísleifsdóttur). Hún átti Helga Skúlason augnlækni á Akureyri. Bryndís Ólafs (dóttir Guðmundar Ólafs útvegsbónda í Nýjabæ á Seltjarnamesi o.h.k. Ragnhildar Brynjólfsdóttur). Hún átti Jón Guðmundsson (frá Stórahofi) endur- skoðanda í Nýjabæ. Friede Pálsdóttir Briem. Hún er ein eftirlifandi þeirra sem á myndinni eru. Bryndís Einarsdóttir (Brynjólfssonar bónda í Meðalfellskoti í Kjós). Hún átti Björn Bimi bónda í Grafarholti. Soffía Jónsdóttir kennari stendur við púltið hægra megin. Ekki lengur óþekktar í Lesbók 13. febrúar sl. birstist þessi mynd, sem er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur- borgar og var það eitt um hana vitað, að stúlkumar á henni voru á matreiðslunámskeiði í Bamaskólanum í Reykjavík veturinn 1913. Kennari var Sofffa Jónsdóttir (Þórarins- ' dóttir fræðslumálastjóra og fyrri konu hans Lám Havstein) síðari kona Eggerts Claes- en hri. Ekki hefur staðið. á því að fólk hefði samband við Ljósmyndasafnið, en einkum hafa konur þó verið ötular í því sambandi og nú er ljóst, hverjar em á myndinni. Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar vill sérstaklega þakka þeim Friede Briem og Kristínu Claessen fyrir veittar upplýsingar. Aldraðir heiðursmenn í gatnagerð Einhvemtíma á þriðja ára- tugnum hafa ijórir bæjar- starfsmenn stillt sér upp fyrir Ijósmyndara að nafni Karl Nielsen á mót- um Njálsgötu og Klapp- arstígs. Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Reykj- víkurborgar og sá hængur er 'á, að allar upplýsingar vantar um þessa menn. Lesend- ur em beðnir góðfúslega um að láta safnið vita um nöfn þeirra og aðrar upplýsingar em einnig vel þegnar. Athyglisvert er í fyrsta lagi, að mennimir virðast svo mjög við aldur, að undmm sætir að. þeir hafi unnið erfiðisvinnu eins og skóflumar benda til. Annað sem hefur breyzt er vinnuklæðn- aðurinn. í þá daga var óalgengt að sjá ber- höfðaða menn og fatnaðurinn hefur oft ver- ið óþjáll til vinnu; til dæmis er maðurinn lengst til hjægri að ölium líkindum í vaðmál- sjakka og vesti innan undir. Þeir sem þekkja mennina eru beðnir um að láta Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar vita í síma 17922.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.