Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Side 3
N 1-ggPáW ío ® ou í*i ® ® nG ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Áðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Um þessar mundir heldur Elías B. Halldórsson sýn- ingu í Galleríi Borg og stendur hún fram til 19. þ.m. Elías er kunnur abstraktmálari, en bregður fyrir sig landslagsmálverki eins og myndinni á forsíðunni, sem hann nefnir Hjari veraldar. Myndefnið er ættað frá Austfjörðum, segir málarinn; sjálfur er hann fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra. Um árabil hefur Elías búið á Sauðárkróki, en er nú fluttur í Kópavog- inn og stefnir að stórri sýningu að ári. Tjörnin virðist ekki hafa verið í miklum metum hjá bæjarbúum hér fyrr meir, eftir því sem Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur segir í fyrstu grein í greinaflokki um Tjörn- ina. Sannleikurinn er sá, að sorp frá bæjarbúum rann beint út í hana og lagði óþefinn af henni yfír bæinn. Þótt sumum skásta lausnin að þurrka hana upp. er nafn sem myndlistarunnendur þekkja vel. Þetta nafn bar hátt á sjötta áratugnum, þegar menn horfðu til Parísar eftir nýjabrumi. Nú er Soulages orðinn 69 ára og verður hér á ferðinni með sýningu í Listasafni Islands. Af því tilefni hefur verið þýtt viðtal við hann, þar sem rætt er um grafíktækni hans. Ferðablað fjallar m.a. um stefnumótun í norskum ferðamálum, för ungmenna til Leysin í sviss- nesku Ölpunum þar sem þau sváfu í snjó- húsi, 1000 ára afmæli Dyflinnar o.fl. SVERRIR HARALDSSON Hringrás Þú varst aldraður maður, sem andaðist eins og gengur. Og öllum fannst æviþráður þinn slitinn sundur. En sömu nótt fæddist lítill, lasburða drengur og lífið hélt áfram með leyndardóm sinn og undur. Því lífið er hringur úr mannlegum örlögum ofinn. Og alltaf er til þess að hugsa svolítið gaman. Þó féllirðu í valinn var ferill hans ekki rófinn. Þú fæddist bara aftur og tengdir endana saman. Höfundur er prestur á Borgarfiröi eystra. Eru íslenzk heimili orðin að ensku- mælandi bíósölum? Finni, sem búsettur. hafði verið á annan tug ára í Svíþjóð, sagði mér, að sænska væri orðin honum tungutamari en finnska. Sænska væri vélrænt mál og auðvelt í notkun, en í fínnsku reyndi mikið á hugvit, þegar menn vildu koma orðum að hugsun sinni, því að málið væri myndríkt og eiginlega listrænt. Til þess að hafa það fyllilega á valdi sínu yrðu menn að nota það stöðugt. Ég kann ekki finnsku, en mér datt í hug, að eitthvað slíkt mætti einnig segja um íslenzku borið saman við norsku, dönsku ,,g sænsku. Ég verð aldrei fullnuma í íslenzku, þótt ég hafi mig allan við og þyki námið heldur skemmtilegt. íslenzkan hefur alla tíð verið allsráðandi á íslandi, ef undan er skilið helgimál kaþ- ólsku kirkjunnar. Erlendir embættismenn fengu aldrei að nota eigin tungu í skiptum við landsmenn. Það var ekki fyrr en eftir að íslendingar höfðu sagt sig úr lögum við Dani, að danska varð skyldunám i skólum hér. Svo liðu tveir áratugir, en með tilkomu sjónvarpsins fór enska að hljóma flest kvöld á heimilum landsmanna, og stöðugt lengist sá tími, sem enska klingir í eyrum á heimil- unum. Færeyingar hafa frá því að þeir fengu sjálfstjórn árið 1946 haft rétt til að taka í sínar hendur ýmis mál, sem Danir ráða nú, en með því skilyrði, að þeir tækju á sig kostnaðinn. í barnaskólunum er kennt á færeysku. Framhaldsskólarnir eru enn und- ir danskri lögsögu. Háskólamenntaðir Danir fá margir ekki starf við sitt hæfi í Dan- mörku og sækja því um kennarastöður í Færeyjum og fá þær gjama, en færeyskir kennarar verða út undan. Fyrir vikið fer kennsla að miklu leyti fram á dönsku í færeyskum framhaldsskólum. Töluvert er gefið út af færeyskum barna- bókum, en lítið af unglingabókum. Færeysk- um unglingum þykja færeyskar ungl- ingabækur gamaldags og lesa heldur ungl- ingabækur á dönsku, máli framhaldsskól- anna. Styrkur íslenzkunnar sem þjóðtungu er, að hún hefur verið fullgild á öllum svið- um, þ. á m. sem unglingamál. Hér verður þó að undanskilja sjónvarpið. Þar hefurþjóð- tungan aldrei verið fullgild. í Bretlandi og Bandaríkjunum er svo til allt erlent sjónvarpsefni talsett. Það er auð- vitað gert af tillitssemi við áhorfendur, en ekki af því, að ráðamenn stöðvanna óttist, að enskt mál bíði af því tjón, að það lítið, sem flutt er af efni, sem tekið er upp á erlendum málum, sé flutt án þess að tal- setja það á ensku. Eins er í Þýzkalandi og Frakklandi, að erlent sjónvarpsefni er tal- sett á þjóðtungunum. Nú er farið að talsetja bamaefni hér. Þá er svo komið, að íslenzka þykir ekki hæfa í sjónvarpi fullorðna fólksins, heldur aðeins handa óvitunum. Hvemig ætli bömin muni líta á það? Munu þau telja íslenzkt mál óvitamál, sem þau þurfi sem fyrst að þrosk- ast frá? Þegar á það hefur verið minnzt að gera íslenzkt mál fullgilt sem sjónvarpsmál með talsetningu, hafa komið fram andmæli gegn því, svo sem það, að ekki sé hægt að hugsa sér að sjá John Wayne tala spænsku eða ítölsku. En með stórþjóðunum á almenning- ur ekki þessa viðkvæmni, og engum þykir neitt að því hér að sjá kunningja okkar, íslenzka leikara, á sviði í framandi gervi í verkum, sem samin eru á erlendum málum, svo sem að sjá bandarískan sölumann tala hreina íslenzku. Kunnugur maður segir talsetningu kosta um það bil tífalt meira en textun. Textun er ódýr, og því er þetta ekki mikill kostnað- ur. En hver á að borga? Þjóðin heldur úti hundruðum íslenzkukennara, án þess að nemendur greiði sjálfír kostnaðinn. Raunar má telja flesta kennara landsins íslenzku- kennara. Þjóðin leggur stórfé til þjóðleik- hússins umfram það, sem leikhúsgestir greiða. Musteri íslenzkrar tungu var það kallað, þegar það tók til starfa. íslenzkan á ekki að vera musterismál, heldur mál heimilanna. Kostnaðurinn við að talsetja allt sjónvarpsefni og láta þannig íslenzku hljóma aftur sem aðalmál á heimilunum mundi áreiðanlega skila miklu betri ái’angri sem óbein kennsla í þjóðtungunni en sama fjárhæð til íslénzkukennslu í skólum og til Þjóðleikhússins á fjárlagalið menntamála- ráðuneytisins. Með almennri sjónvarpseign er hið eiginlega þjóðleikhús komið inn á heimilin. Það nístir mig að hugsa til þess að setustofur íslenzkra heimila skuli vera orðnar að enskumælandi bíósölum. Ég ætla að vona að menn fari ekki að telja eftir kostnaðinn við talsetningu og geri lítið úr mikilvægi þess, að íslenzka sé það mál sem helzt heyrist á heimilum lands- manna. Það væru einstæðar hugmyndir um tungumálagáfur þjóðarinnar að búast við því, að þjóð geti gert sér tungu sína tama á öllum sviðum án þess að eiga henni að venjast í dægrastyttingu sinni. Færeysk ungmenni kunna færeysku til að lesa fær- eyskar unglingabækur, en þeim þykja þær gamaldags, enda vanastir dönsku í skólun- um. íslendingar kunna enn að heilsast og kveðjast og slá botn í mál á íslenzku, en gera það sámt margir heldur á hinu nýja dægrastyttingarmáli þjóðarinnar. Björn S. Stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.