Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Síða 21
Mikil þátttaka íslenskra fyrirtækja á stærstu ferðamálasýningu í heimi Horft yfir íslenska básinn á 22. alþjóða ferðakaupstefnunni í Berlín ’88 Viðskiptaviðræður á islenska básnum í Berlín þar sem ísland sýnir í 18. skipti. ITB í Vestur-Berlín Vestur-Berlín, frá Ketilbirni Tryg^vasyni. UM 2.700 aðilar frá tæplega 150 löndum tóku þátt í alþjóð- legri ferðamálasýningu í Vest- ur-Berlín dagana 5.—10. mars siðastliðinn.í tuttugu og fimm sýningarhöllum á samtals sjötiu og fjögur þúsund fermetra sýn- ingarsvæði kynntu hinar ýmsu ferðaskrifstofur, flugfélög og aðrar stofnanir og fyrirtæki á sviði ferðamála starfsemi sína. ITB, eða „Internationale Tour- ismus-Börse“, eins og sýningin heitir, hefur á seinustu árum verið að vinna sig upp i það að verða stærsta og mikilvægasta sýning sinnar tegundar í heim- inum. Sífellt fleiri og fleiri fag- menn úr ferðamálaheiminum heimsækja þessa sýningu til þess að kynna sér nýjungar, afla sér upplýsinga og vinna að samningsgerð. Fimmtán íslenskir aðilar sýna Fulltrúar íslenskra fyrirtækja hafa alloft tekið þátt í þessari sýningu í Berlín og fer fjöldi þeirrá vaxandi ár frá ári. Að þessu sinni voru það fímmtán fyrirtæki með samtals um 35 fulltrúa. Auk flug- félaganna tveggja, Flugleiða og Amarflugs, voru þama fulltrúar ferðaskrifstofanna_ Atlantik, Borgar, Úrvals, Útsýnar, Sam- vinnuferða, Ferðaskrifstofu ríkis- ins og Ferðaskrifstofu Reykjavík- ur, einnig fulltrúar frá Úlfari Jacobsen, Guðmundi Jónassyni og Ferðaþjónustu bænda. Síðast en ekki síst tók Ferðamálaráð íslands þátt í sýningunni, en starfsmenn þess hér í Þýskalandi voru jafn- framt skipuleggjendur fyrir íslenska þátttakendur. Fréttaritari Morgunblaðsins fór á ITB og heimsótti íslenska sýn- ingarbásinn og ræddi þar við ýmsa fulltrúa íslenskra fyrirtæka. Hérna eru lykilmennirnir i f er ðamálaiðnaðinum „Markmið þátttöku okkar og reyndar flestra hinna íslensku ferðaskrifstofanna hér á sýning- unni er tvennskonar," sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnu- ferða/Landsýnar, „annars vegar erum við með kynningu á ferðum til íslands fyrir ferðaheild- og smásala hér erlendis og hins veg- ar emm við sjálf að kynna okkur ferðamöguleika erlendis fyrir ís- lendinga." Kostinn við sýninguna í Berlín sagði Helgi vera, að þar hittust helstu lykilmennimir í ferðamálaiðnaðinum. Hægt væri að fá allar upplýsinga frá hinum mismunandi fyrirtækjum og þannig jafnvel gengið frá samn- ingum um ferðir, gistingu og ann- að sem við kæmi ferðamálum á meðan á sýningunni stæði. „Með þessu sparast ótrúlegur tími, á móti því að þurfa að heimsækja þessa samstarfsaðila okkar til hinna ýmsu landa eða þurfa að biðja um upplýsingar í gegnum síma eða telex.“ Verðlag á ferðaþjónustu á íslandi er of hátt I samtali við Davíð Vilhelms- son, yfirmann skrifstofu Flugleiða í Frankfurt, kom fram, að vax- andi áhugi á íslandi sem ferða- mannalandi hefði komið sterklega í ljós á sýningunni. Feðaheildsalar svo og hinn almenni sýningargest- ur leituðu í síauknum mæli til sýningarbáss íslands með beiðni um upplýsingar og óskir um sam- starf. Áhyggjuefni væri það aftur á móti hvemig verðlag hefði þróast á íslandi að undanfömu saman- borið við ýmis lönd í Evrópu. Á meðan verð á ferðum til ýmissa suðrænna Evrópulanda hefði lækkað að undanfömu hefði verð á ferðaþjónustu á íslandi hækkað. Ýmsar ferðaskrifstofur sem eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki hefðu haft orð á þessu á sýning- unni og lýst yfir áhyggjum sínum með áframhaldandi viðskipti. Hinn sjálfstæði ferðamað- ur Um markaðsstarfsemi Flug- leiða í Þýskalandi sagði Davíð að fyrirtækið væri meira og meira að reyna að höfða til hins sjálf- stæða ferðamanns. Ekki væri lengur lögð áhersla á að selja til- búnar pakkaferðir til íslands held- ur miklu fremur að bjóða ferða- manninum uppá marga ferða- möguleika sem hann getur sjálfur raðað saman eftir sínum smekk. „í þessu sambandi reynum við að nýta innanlandsflugið og bílaleigu til að dreifa ferðamönnunum um allt landið." Að sögn Davíðs væru margir kostir því fylgjandi að höfða til þessa flokks ferða- manna. „Meginstaðreyndin sem við verðum að viðurkenna er að ísland verður aldrei fjöldaferða- mannaland. Öll tilþrif í þá átt geta verið hættuleg. í fyrsta lagi segja fjöldatölur ekki alla söguna því þær veita engar upplýsingar um það hversu lengi ferðamaður- inn dvaldi í landinu, hversu miklu hann eyddi af peningum og þar með hversu miklar tekjur þjóðar- búið hafði af honum. I öðru lagi er spurning hvað náttúra íslands þolir af ferðamönnum, atriði sem vert er að taka mikið tillit til. Það er því nær lagi að reyna að höfða til fámennari hóps manna sem ferðast sjálfstætt, dvelur lengur og færir þjóðarbúinu meiri tekjur heldur en að höfða til fjöldans." Gott samstarf við Norðurlöndin Dieter Wendler Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferða- málaráðs í Frankfurt, sagði að þetta væri annað árið í röð sem Island væri í samstarfí með hinum Norðurlöndunum á þessari sýn- ingu. Samstarfið væri liður í þriggja ára sameiginlegu ferða- málaátaki í Þýskalandi sem styrkt væri af Norðurlandaráði. Auk samvinnu um þátttöku á sýning- um og kaupstefnum væri í gangi sameiginlegar fræðslu- og sölu- ferðir hérlendis og sameiginlegar auglýsingar í fjölmiðlum. „Það er skemmst frá því að segja,“ sagði Dieter, „að þetta samstarf hefur gengið frábærlega vel og er fullur hugur í löndunum fimm eða halda samstarfinu áfram eftir að þessu þriggja ára átaki lýkur, jafnvel án stuðnings Norðurlandaráðs." Dieter sagði einnig að þessi samvinna væri einsdæmi í ferðamálaheiminum og hefðu löndin fimm fengið mik- ið lof fyrir samstarfið. Ritstjóm þýska tímaritsins Der Stem hefði fundist svo mikið til samvinnunn- ar koma að þeir ákváðu að gefa út sérstaka bók um kynningará- tak landanna sem notast mætti sem kennslubók í markaðs- og auglýsingafræðum. Sameiginlega auglýsingaherferðin hefði einnig unnið til verðlauna í virtri auglýs- ingakeppni hérlendis. Leitum að nýrri tegund ferðamanna Dieter tók undir mál Davíðs Vilhelmssonar um að það væri rétt að höfða meira til annarrar tegundar af ferðamönnum heldur en hingað til hefði verið gert. Hann vildi kalla þessa tegund ferðamanna „aktíva ferðamenn", sem notfærðu sér meira hina ýmsu ferðamöguleika á íslandi einsog gönguferðir, hestaferðir og skíðaferðir. „Ferðaskrifstofumar á íslandi eru meira og meira að -höfða til þessara ferðamanna, það kemur vel í ljós á þessari sýn- ingu. Ýmsar nýjungar ýta undir þessa þróun eins og t.d. miðnæt- ursólargolfmótið á Akureyri, jöklaferðir og fjallahjólreiðar. Starfsemi Smyrils hefur einnig leitt af sér að meira af „aktívum" ferðamönnum koma til landsins til að ferðast á eigin bifreiðum um ísland. Einn aðalkosturinn við þessa „aktívu" ferðamenn, fyrir utan að þeir dveldu oft lengur á landinu og eyddu meira af peningum er sú staðreynd að með þeim lengist ferðamannatíminn á landinu," sagði Dieter. Ný flugleið til Mílanó Hans Peter Wensauer, yfirmað- ur Amarflugsskrifstofunnar í Hamborg, sagði að það sem Am- arflug væri helst að kynna á sýn- ingunni væri aukning á beinum ferðum félagsins á flugleiðinni Keflavík/ Hamborg úr tveimur | ferðum í viku uppí þrjár og nýja j flugleið Keflavík/ Mílanó sem tek- I in yrði upp til reynslu nú í sum- ar. Aframhald yrði á samstarfí við Finnair um tengingu flugs finnska flugfélagsins til og frá Hamborg við flug Amarflugs til og frá Amsterdam þannig að far- þegi geti flogið frá báðum stöðum á hveijum degi, einnig þá daga sem ekki er flogið beint. Frá Amsterdam yrði áfram flogið á hveijum degi og jafnvel tvisvar á dag yfir mesta annatímann en sífelld aukning væri á farþega- fjölda á þeirri flugleið. í máli Peter Wensauer kom fram að Amarflug mun bráðlega bæta við sig Boeing 737—200 þotu en með tilkomu hennar myndi aukið rekstraröryggi og auknir rekstrarmöguleikar vinn- ast. Um framtíðaráform félagsins nefndi Peter að hugsanlegt væri að flogið yrði til nýs áætlunarstað- ar innan Þýskalands á næstu árum, jafnvel strax á næsta ári. Þjóðverjar helstu viðskiptavinir bænda Fyrir hönd Ferðaþjónustu íslenskra bænda voru þær Margr- ét Jóhannsdóttir og Þórdís Eiríks- dóttir rnættar á sýninguna í Berlín. í viðtali sögðu þær að inn- an vébanda Ferðaþjónustunnar væra nú um 94 bændabýli á ís- landi sem byðu uppá hina ýmsu gisti- og afþreyingarmöguleika. Það væri varla sá staður á íslandi til þar sem ekki væri bændabýli með ferðaþjónustu nálægt. Mark- rrjið með þátttöku á sýningunni væri að hafa samband við við- skiptavini og kynna þeim nýjung- ar hjá Ferðaþjónustunni. Helstu þjónustu sem bændabýlin bjóða uppá fyrir utan gistingu og fæði nefndu þær veiði, hestaleigu og ýmiss konar bátaferðir. Algjör nýjung væri möguleiki á jökla- ferðum. Aðspurðar sögðu þær Margrét og Þórdís að fyrir utan íslendinga væra það einmitt Þjóðveijar sem væra stærstu viðskiptavinir íslenskra bænda. „Þjóðveijar era mjög spenntir fyrir svona gistimá- ta og höfum við orðið varar við mikinn áhuga hér á sýningunni." Stórbrotin sýning Þrátt fyrir þá staðreynd að ITB-sýningin er að mestu leyti sniðin að þörfum fagmanna úr ferðamannabransanum er þó fjöl- margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá fyrir hinn almenna sýning- argest. Boðið er uppá alls kyns kynningar á hinum ýmsu þjóðum heims, fyrirtækjum og stofnunum þeirra á sviði ferðamála og al- mennt um allt sem getur verið áhugavert fyrir ferðamanninn. Fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, leik- og danssýningar og ýmis önnur skemmtiatriði era á mörg- um stöðum á sýningunni alla sýn- ingardagana. Ýmsar þjóðlegar iðngreinar era kynntar, svo sem glerblástur frá Svíþjóð, gullsmíði frá Sviss og vefnaður frá Tyrkl- andi svo dæmi séu nefnd. Sýning- argestum gefast einnig fjölmörg tækifæri á að prafa þjóðlega rétti frá viðkomandi löndum eða að smakka vin, bjór og aðra diykki. Þetta er því stórbrotin sýning sem gaman er að fara á, jafnvel þó að viðkomandi sé ekki að skipu- leggja ferðalög til annarra landa. V. HOPFERÐABILAR - ALLAR ^.STÆRÐIR CV SÍMAR ^ 82625 ^ 685055 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. APRÍL 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.