Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 6
Æ u R G L A t| K S T U N N 1 Jónas Guðlaugsson Jónas og Thorborg kona hans. Þau bjuggu einn vetur í Suðurgötu 2. „Yfir gröf hans var ekki sagt eitt einasta orð“ Ónefndur danskur vinur um Jónas Cuðlaugsson skáld g hef alltaf átt því að venjast, frá því að ég fór að láta nokkuð til mín taka, að mannsorinn í landinu hafi reynt að varpa á mig þeim sora sem hann er svo ríkur af,“ ritaði Jónas Guð- laugsson 1907 í blað sitt Valinn, gefnu út á Jónas er oftast nær í ritum kallaður „nýrómantískt“ skáld, en ekki er víst að sú einkunn hæfi honum. Alltént ekki sagnaskáldinu. Sérstöðu meðal „nýrómantískra“ höfunda skapar honum að hann tók heils hugar þátt í átökum um dægurmál þjóðarinnar. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON ísafirði, í svargrein við ummæli um ljóð hans „Dalbúar“ í blaðinu Vestri, samkeppn- isblaði Valsins þar um slóðir. Jónas var dómharður tilfinningamaður sem furðu snemma fann tilfinningum sínum og metn- aði farveg, gaf út sína fyrstu ljóðabók 18 ára gamall, 1805, Vorblóm hét hún. Ljóða- bókina Tvístimið, árið eftir (ásamt Sigurði Sigurðssyni frá Amarholti) og þá þriðju, Dagsbrún, 1909. Jónas var tvítugur er hann ritaði hin tilvitnuðu orð, hann var þá aðalrit- stjóri og eigandi Valsins og hafði verið í um það bil ár; þjóðemissinnaður jafnaðar- maður og bar blaðið þess skýr merki. Hann hafði kosið að hefja þjóðmálabaráttu sína meðal Isfirðinga sem höfðu þá fengið orð á sig fyrir róttækni, Skúli Thoroddsen, þing- maður Vestfirðinga, hafði nýlega unnið fyr- ir Hæstarétti — Dana — mál gegn valdíðslu landshöfðingjaembættisins íslenska og var sestur að fyrir sunnan með blað sitt, Þjóð- viljann, í farteskinu. Á þeim dögum, sém Jónas gerðist fyrst ritstjóri, var mikið hita- mál meðal íslendinga hvort sérmál þjóðar- innar skyldu borin upp í ríkisráði Dana eða ekki og taldi Jónas að svo ætti ekki að vera, vom þeir, sem vom sama sinnis og hann um þetta atriði, kallaðir landvamarmenn. Einn þeirra var þingmaðurinn Valtýr Guð- mundsson og hafði borið upp' fmmvarp málinu til stuðnings. Heimastjórnarmenn lögðu minni áherslu á þetta atriði. Við stjómarskrárbreytingu 1904 var ekki komið á þeirri aðgreiningu mála sem landvamar- menn óskuðu eftir og urðu þá ungir menn vfðsvegar um land til að lýsa það landráð að bera fram sérmál íslendinga með til- greindum hætti. Jónas barðist fyrir þessu málefni í blaði sínu og í blaðið rituðu þjóð- kunnir menn sem vom sama sinnis og hann, Bjami Jónsson frá Vogi á þar grein og sama gildir um Guðmund Finnbogason. í blaðinu birtust brýningar um önnur þjóðþrifamál, s.s. aukin réttindi kvenna, fánamálið, og að tekin yrði upp skeleggari barátta gegn berklum í landinu. Jónas og meðritstjóri hans, skáldið Guðmundur Guðmundsson, þýddu jafnframt bókmenntir í blaðið og birtu þar, s.s. sögu eftir Edgar Allan Poe, Úr dagbók veiðimanns eftir Turgenjev og prósaljóð eftir Walt Whitman, auk þess sem báðir birtu í blaðinu mikið af eigin Ijóðum. Blaðið naut margra styrktarmanna í fyrstu en þeim þótti of geyst farið og heltust úr lestinn hver af öðmm uns Jónas hafði ekki bolmagn til að halda útgáfu þess áfram. Árið áður en Jónas gerðist ritstjóri hafði honum verið vikið úr Lærða skólanum í Reykjavík, ásamt nokkmm öðmm piltum með helst til neyðarlegum hætti og er eng- in ástæða til annars en ætla að hann hafi búið að þeirri reynslu; 1905 var rekinn heill bekkur úr skólanum og hann með fyrir misgerð einhvers piltanna í bekknum sem ekki fékkst upplýst hver var og fékkst reyndar aldrei. Með þessum hætti átti að þvinga piltana til að upplýsa málið sjálfa, það er segja til misindismannsins, en þrátt fyrir árangursleysið vom synir hinna best settu landa fljótlega í náðinni aftur, hinir hurfu flestir eða allir af skólaskýrslum fyrir fullt og allt. Fáum mönnum í landinu hefur verið annara um hreinleika tilfinninga sinna en Jónasi Guðlaugssyni skáldi á unglingsár- um sínum, eftir ljóðum hans að dæma, og því líklegt að honum hafi þótt, eftir að hann hafði stundað nám við Lærða skólann í fjög- ur ár, að meðferð þessi jafngilti því að „varp- að hefði verið á hann sora“, að hann hafi mælt af tilefni umfram ungæðisháttinn hin tilvitnuðu orð. Jónas Guðlaugsson fæddist 22. september 1887 að Staðarhrauni á Mýmm — og var því ekki orðinn fullra 29 ára gamall er hann lést á Skagen í Jótlandi 15. apríl 1916. Faðir hans var séra Guðlaugur Guðmunds- son skáld Gíslasonar af Syðri-Skógum, syðst og austast á Snæfellsnesi, og Guðrúnar Guðmundsdóttur Sigurðarsonar úr Staðar- sveit á sunnanverðu nesinu. Móðir Jónasar hét Margrét og var dóttir séra Jónasar Guðmundssonar að Staðarhrauni, í nágrenni Syðri-Skóga, og konu hans Elínborgar Kristjánsdóttur kammerráðs á Skarði, Skarðsströnd. Séra Guðlaugur, faðir Jónas- ar, þjónaði að Staðarhrauni sem aðstoðar- prestur tengdaföður síns fyrst eftir að hann vígðist til prest, tók svo að fullu við emb- ætti þar, en varð — þegar Jónas var 5 ára — prestur til Skarðsþings á Skarðsströnd og bjó að Hvalgröfum og á Dagverðamesi í nágrenni Skarðs. Árið 1908 varð séra Guðlaugur prestur að Stað ( Steingrímsfirði og er oftast kenndur við það býli. Jónas Guðlaugsson bjó hjá foreldrum sínum uns hann hélt suður til að hefja nám í Lærða skólanum 1901. Árið 1910 hvarf Jónas af landi brott fyr- ir fullt og allt, eftir annað ritstjórnarskeið, en hafði í millitíð ferðast um England og Norðurlönd og starfað við blaðið Sosial Demokraten í Danmörku. Hann var meðrit- stjóri vikublaðsins Reykjavíkur 1909—1910, kom í stað mótstöðumanns síns í pólitík, Magnúsar Blöndals, og hafði um leið snúist á sveif með málstað Magnúsar, var orðinn heimastjómarmaður vegna sambandsmáls- ins svokallaða. Minna ber á bókmenntaskrif- um í því blaði en Valnum, meira á stjórn- málaskrifum og birtist í því hver greinin af annarri eftir Jónas um slík málefni, hon- um þótti enn menn of deigir gagnvart Dön- um og veittist gegn Bimi Jónssyni ráðherra af heift, taldi hann hafa keypt sér embætt- ið með undanslætti við hið danska yfírvald. 1910 hafði Jónas sannfærst um að vegna langvinnrar kúgunar og menntunarleysis í samfélagsmálum væri íslensk alþýða of meðfærileg fyrir óprúttna stjómmálamenn til að þjóðin ætti sér viðreisnar von í fyrirsjá- anlegri framtíð; auk þess vænti hann stærri og skilningsríkari áheyrendahóps erlendis að skáldskap sínum. Hann hélt úr landi fyrir fullt og allt, en síður' en svo til að snúa baki við íslensku þjóðinni. í bréfí frá Noregi 20/8 1911 til fyrrverándi læriföður síns, Steingríms Thorsteinssonar skálds, rit- aði Jónas: „Forlögin hafa viljað það svo að braut mín sem íslenskt skáld er að líkindum höggvin í sundur, en þess sterkari hvöt finn ég til að útbreiða þekkingu og skilning á því andans verðmæti sem bestu menn íslensku þjóðarinnar hafa lagt í skaut henn- ar —“ í Danmörku hafði Jónas verið rekinn úr blaðamannsstarfi vegna hlutdrægnis- skrifa um ísland en svo sögðu einhverjir hinna fjölmörgu dönsku vina hans um hann látinn að hann hefði aldrei hopað um þuml- ung þegar málstaður Islands var annars vegar. Og voru honum þó ekki alltaf vandað- ar kveðjumar að heiman eftir að hann flutt- ist úr landi. Því miður þreifst þessi maður ekki meðal vor landa og afdrif skáldskapar hans er ein- hverskonar menningarlegt slys, burt séð frá því að maðurinn lifði sjálfur ekki nema til 29 ára aldurs (og þó tæplega það). Hin bestu ljóða hans lifa enn í ljóðaúrvölum og kannski í minni stöku manns og þeim verð- ur varla gert betur til en orðið er. Sögur Jónasar hafa aftur á móti ekki bliknað í tímans rás — en geta nánast talist ókunnar íslendingum fyrr og síðar. Hann birti eina frumsamda smásögu áður en hann fluttist af landi brott, söguna Dauðann sem birtist í Skírni 1910. Tvær skáldsögur hafði hann þá þýtt á íslensku, Maríu Grubbe eftir J.P. Jacobsen og og Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. Steingrímur Thorsteinsson var kennari Jónasar í Lærða skólanum og Jónas mat hann mikils þá og síðan; menn þóttust kenna mikilla áhrifa Steingríms á ljóðin í fyrstu bók Jónasar, Vorblómum, helst til mikilla, en sjálfum var Steingrími snemma ljóst. hvers vænta mátti af lærisveini stnum. Skömmu eftjr að Jónas hafði kvatt landið ritaði hann Steingrími frá Noregi, 28/6 1911, í tilefni af áttræðisafmæli Steingríms.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.