Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 14
- Elwood hristi öxl hans. „Þú fylgist með honum þessum," sagði hann og benti á mig, „og láttu hann ekki ná í byssumar." Hann drap tittlinga og dró ekki af sér þeg- ar hann endurtók, „haltu honum frá byssunum." Á borðinu lágu fjölbreyttar birgðir af haglabyssum og skammbyssum. „Já, já,“ sagði maðurinn í hvítu skyrt- unni, en það var ekki gott að átta sig á hvort heldur hann var að tala við Elwood eða Oral Roberts. Elwood hvarf inn um dymar og fór niður einn stiga. Einhvers staðar af efri hæð barst til mín kæfður söngur, sem hljómaði eins og lögin hans Hank Snow. Hvítserkur leit snöggt á mig og sagði, „hei, Jesús". Hann stóð um stund og horfði vandlega á byssumar. „Það var rétt, Oral, láttu þessa aumu syndara hafa það.“ Hann dældi í sig bjómum og sagði aftur, „hei, Jesús". „Heldur þú að hann taki ávísun," spurði ég Hvítserk. Hann ranghvolfdi öðm auganu framan i mig svo að um stund sást aðeins hvítan og sagði, „allir syndarar munu dæmdir til eilífrar útskúfunar. Hórkarlar munu brenna í helvíti." Einhvem veginn átti þetta svar ekki við á þessari stundu, svo að ég sneri mér að hundinum sem urr- aði lágt og laumaðist að fótleggnum á mér, þó það geti svosem hafa verið ímyndun mín. Á því augnabliki skjögraði Elwood upp stigann með málmhlut í hendi sem ef til vill var skiptikerfíð úr þvottavélinni minni og ef til vill ekki. Ég hélt á ávísanaheftinu og spurði hvort ekki væri allt í lagi að taka ávísun. „Ó, hó, þú leikur ekki svona á mig,“ sagði hann um leið og hann réðst á mig. Eg stökk til baka og reiknaði út fjarlægðina til dyr- anna. Hundurinn lét nú af öllu uppgerðar- hlutleysi og beit sig fastan í fótlegg minn. Elwood beygði sig í keng svo að hann varð eins og bolti, steytti hnefann yfír höfði sér og æddi að mér. Hann greip tveim fíngmm utan um þumalfingurinn eins og ég hafði lært sem krakki að kúrekar gerðu til þess að herða hnefana. Hvítserkur færði sig nær sjónvarpinu og hækkaði í tækinu. „Sæmd- in,“ hugsaði ég, „haldu sæmd þinni.“ Og svo var staðreyndin sú að ég var fjórum þumlungum hærri en Elwood og auk þess 40 pundum þyngri. Ef kæmi til slagsmáia þá var hann drukkinn og ég var tuttugu árum yngri. Þar á móti kom bölsýnin og líklega hugleysið sem bjó innra með mér og minntu ákveðið á náungana á efri hæð- inni, sem sungu lögin hans Hank Snow, og svo allar byssumar á borðinu. Ég hélt áfram að mjakast aftur á bak en reyndi að teygja úr mér eins og ég mögulega gat. Að lokum stýrði ég sjálfum mér fram í gegnum þvotta- vélakirkjugarðinn á veröndinni og út um dymar. Elwood slangraði á eftir mér og greip um dyrastafinn áður en hann lá flötum beinum ofan á mér í snjónum. Hann barði sér á bijóst og horfði reiðilega á mig. „Ég heiti Elwood Crooke," öskraði hann, „ég er einn úr Crooke fjölskyldunni frá Zeeland." Zeeland er lítil borg í um 30 mílna fjarlægð frá Fredericton og þar gerir fólk sér það greinilega ekki að leik að lenda í útistöðum við Crooke fjölskylduna. Ég læðu- pokaðist inn í bílinn minn og hélt heim á leið. Sívaxandi hamslaus heift vegna ósigurs- ins hvolfdist yfír mig í öldum máttvana bræði. Og svo allt í einu hjá bílaþvottastöð sá ég blauta og skínandi lögreglubifreið og við hlið hennar lágvaxinn en fremur sköru- legan lögregluþjón. Ég renndi upp að hlið- inni á honum. í flaustri sagði ég honum sögu mína og leið á meðan eins og gungun- um sem ég hataði mest í skóla. Allt og sumt sem hann hafði að segja var að ég mætti þakka fyrir að vera lifandi. „Elwood Crooke er snarbrjálaður." Hann klóraði sér í hausnum. „Bijálaður eins og kamarsrotta, hann Elwood okkar. Reyndi að skjóta kon- una sína með skammbyssu þegar hann kom út af vitleysingahælinu og hún var farin að búa með öðrum. Fíraði nítján skotum á hana með skammbyssunni. Ég náði þeim sjálfur úr dyrakarminum. Að vísu gátum við ekki sannað neitt á hann. Móðir hans sór að hann hefði verið heima allan tímann." Ég minnti lögregluþjóninn á að Elwood væri með þvottavélina mína. „Ef ég væri þú færi ég heim og gleymdi þessu," svaraði hann. „Sumir hlutir eru ekki þess virði að láta skjóta af sér hausinn útaf þeim.“ Ég vissi að hann hafði á réttu að standa, auðvitað, en það bjargaði engu. Á stundum hljómar skynsemin hreint eins og gungu- skapur. í öllu falli ók ég heim, hreytti fúkyrðum í konu mína og heimtaði kaffí. Það var einhvem veginn eins og þetta væri hennar þvottavél og því sumpart henni að kenna. Hún tók því vel, sá að ég var í ham, og hún talaði við mig blíðlega og án allrar kaldhæðni í fyrsta sinn í nokkur ár. Ég sat í hægindastólnum mínum og reyndi að vama því að bollinn hristist út af undirskálinni þegar síminn hringdi. Ég svaraði og hljóð- leg, rólyndisleg rödd Elwoods sagði mér að ég hefði gleymt þvottavélinni. „Ég er nauð- beygður til að selja hana,“ sagði hann. „Mig langar ekki til þess, en á ekki annarra kosta völ. Það eru liðnir sextíu dagar og ég leyfí aðeins þijátíu." „Þú vildir slást," sagði ég særður, „þú hótaðir mér með byssu." „Nei,“ svaraði hann, „það myndi ég aldr- ei gera, ég hef bara drepið þijá menn, og þeir áttu það svo sannarlega skilið. Ég myndi aldrei drepa mann út af þvottavél. Komdu bara að dyrunum og ég skal hafa hana tilbúna þar handa þér. Þú þarft ekk- ert að koma innfyrir." Hann hugsaði sig um andartak. „Ég á líka von á öðmm kaup- anda, svo að þér er betra að flýta þér.“ Ég sagði honum að ég kæmi eftir tíu mínútur. „Þú ert genginn af göflunum," var allt og sumt sem konan mín hafði að segja. Ég hringdi í lögregluna og náði í mann- inn sem hafði talað við mig á bílaþvottastöð- inni. „Ég ætla að fara að sækja þvottavélina mína,“ sagði ég við hann, „og ég vil að þú komir með mér.“ „Þú er bijálaður. Hvers vegna viltu láta drepa okkur báða?“ „Ég er skattgreiðandi,“ hrópaði ég. „Ég hef borgað skatta í þijátíu ár,“ þó það væri bara lygi, því að ég var aðeins þrítug- ur, „og allt sem ég hef haft af lögreglunni að segja er sekt fyrir að aka aðeins með annað framljósið. Nú þegar ég þarf á þér að halda segir þú mér að gleyma þessu bara. En það dugir ekki. Það er ekki sann- gjamt." „Hittu mig fyrir framan húsið hjá Elwood eftir tíu mínútur," sagði lögregluþjónninn, og þó ég sæi hann ekki á þeirri stundu, þá gerði ég mé_r í hugarlund að varir hans væm bláar. Á leiðinni var ég að hugsa um að ég hefði ekki verið sanngjam við vesal- ings lögregluþjóninn. Hann var nú einu sinni bara vinnandi maður eins og hver annar, en á hinn bóginn var ég búinn að hljóta niðurlægingu af völdum hinnar vinnandi stéttar upp á síðkastið. Faðir minn, sem hafði unnið baki brotnu við fiskveiðar til þess að knýja mig upp úr verkamannastétt, ætlaði sér áreiðanlega aldrei að ég yrði knésettur svo auðveldlega af þeirri sömu stétt. Er ég komst á leiðarenda hafði ég sannfært sjálfan mig um það að aðgerðir mínar væm síður en svo óskynsamlegar. Ég væri að gera þetta fyrir hann pabba. Löggan kom samtímis mér. Rauða ljósið á þaki bílsins blikkaði eins og til að undir- strika alvöru þessa máls. Saman hlupum við upp að dymnum. Löggan bankaði hátt og Elwood opnaði hurðina. Löggan greip í skyrtuna hans og slengdi honum upp að veggnum. Ég sá mér til ánægju að Elwood varð agndofa. „Hvar er þvottavél þessa manns?" Elwood benti á málmstykki á gólf- inu. Ég laumaðist yfír og tók það upp. , „Hvað kostar það?“ Elwood hugsaði sig um andartak. Jafnvel í þessari erfíðu aðstöðu var hann slóttugur. „Sextíu og sex dollara." Löggan dró hann að sér og slengdi honum síðan aftur í vegginn. „Hvað rnikið?" „Fjömtíu og fjóra dollara." „Aftur dró löggan hann frá veggnum og slengdi honum í hann. „Tuttugu og tvo dollara." „Einu sinni enn,“ sárbændi rödd innra með mér, „slengdu honum einu sinni enn.“ Þess í stað sneri löggan sér að mér. „Áttu tuttugu og tvo dollara?“ Tuttugu og tveir dollarar vom allt sem ég hafði á mér og með tregðu lét ég Elwood hafa þá um leið og löggan sleppti honum. Allt í einu færðist líf í Elwood. „Hrotta- skapur af hálfu lögreglunnar," æpti hann. „Þú getur ekki komið inn í mitt hús og beitt mig ofbeldi. Hrottaskapur lögreglunn- ar. Ég fer í mál.“ Ég laumaðist út með þvottavélina mína. Þegar ég kom að bílnum var lögregluþjónn- inn kominn út í garð og Elwood öskraði. „Hrottaskapur af hálfu lögreglunnar. Þú getur ekki komið í mitt eigið hús og sýnt mér mddaskap." Löggan var orðin eldrauð í framan og leit út fyrir að ætla að springa. „Elwood," hrópaði hann. „Ég skal ná þér. Þeir munu loka þig svo lengi inni að óhætt verður að fleygja lyklinum. Þú munt aldrei framar augum líta bláan himin.“ Þeg- ar hér var komið sögu, mjakaðist ég áfram eftir götunni framhjá lögreglubílnum með rauða ljósinu, sem snerist hægt. Elwood lyfti hendinni tiginmannlega og þaggaði niður í lögregluþjóninum. Hann vinkaði til mín og ég renndi niður bílrúðunni til hálfs. „Þú þama,“ kallaði hann, „það er engin trygging á vélinni eins og þú veist.“ Og þegar ég silaðist framhjá kallaði hann aft- ur. „Það er engin trygging.“ Þýð. Margrét Björgvinsdóttir Þýzkt landslag — til heiðurs Caspar David Friederich — eftir Klaus Vogelsang. DRITERO AGOLLI Hrafn E. Jónsson þýddi úr frönsku MORGUNNÁ ÁRBAKKANUM GEGNT SKÓGINUM Ég held einræður við ána Og skógarbreiðan hlustar á mig frá hinum bakkanum, Hún er nývöknuð, Það sést í grænflosað teppið á rúmi hennar. Hún sendir mér boðbera sína, fuglana, Sem spila á klarínettu, einnig á fiðlu... Fjallalækurinn stekkur í áttina að dalnum eins og elskhugi Sem brennur í skinninu eftir að kyssa elskuna sína. Og ég þagna vegna falinna fjársjóða kyrrðarinnar... O jörð, þú sem aldrei hefur verið ströng við mig, Vertu svo væn að opna mér bók þinnar grænku, Þá einu sem ég get enn lesið án gleraugna. EINFALDIR HLUTIR Það er einfalt mál fyrir mig Að finna allsstaðar og alltaf fyrir framtíðinni: Þannig, að við fyrstu brum vínviðarins, Sé ég fyrir mér ámurnar fyllast af góðu víni. Ég hef það fyrir vana að komast að kjarna hlutanna, Eg læt erfiðleikana ekki aftra mér. Um leið og grænkan krýnir fjöll og dali, Þá sé ég fyrir mér hlöðurnar fyllast af hveiti. Einfaldir hlutir hafa þýðingu fyrir mig Og enginn getur nokkurn tímann fengið mig ofan af því: Ef það er rétt að dyr veita aðgang að húsinu, Þá geta þær einnig veitt aðgang að sjóndeildarhringnum. ERFIÐ ÁST Þú mókir á legubekknum, Ef til vill sefurðu ekki, Mjúkt ljós gælir við augnahár þín, Bokin hefur mnnið úr fingmm þér. Ég horfi á þig og hugsa: „Við höfum elskast, við höfum rifist, Svo höfum við farið hvort sína leið, En við höfum hist fljótt aftur!“ Herbergið okkar þegir, hávaði frá götunni, þig dreymir himinbláa drauma, Ég flýti mér að taka svefnauka Því ég vil sameinast þér í svefni þínum. Þú hefur verið minn eilífi draumur, Bæði fagur draumur og sorglegur, Væri ég í raun Pýþagóras Þá værir þú erfiðasta þrautin. Dritéro Agolli er fæddur 1931 í suöurhluta Albaníu. Hann tók ungur þátt í frelsisstríöinu og gerðist seinna blaðamaöur en skrifaöi svo skáldsögur, Ijóð, leikrit, barnabækur og kvikmyndahandrit. Hann er talinn einn af fremstu rithöfundum landsins og er formaöur Sambands rithöfunda og listamanna í Albaníu. Þýtt úr „Les Lettres Albanaises". 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.