Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 8
Frá sléttunni miklu, 1919. Málverk eftir Georgiu O Keeffe. anna. „Aldrei frá byggingu tumsins í Babel hefur ríkt jafn mikil ringulreið málæðis eins og í listheiminum í dag.“ Eða svo lýsti hann umræðunum og framlengdi umsvifalaust sýninguna til júlímánaðar. — Georgía yfírgaf New York til að kenna í sumarskóla háskólans í Virginíu í síðasta skipti. Þetta voru erfíðir tímar fyrir hana og fáeinar vikur á heimaslóðum voru þær fyrstu eftir andlát móður hennar. Hún var hrygg og úrvinda og varð að halda sig við rúmið, milli þess sem hún kenndi. En at- burðir síðustu vikna í New York höfðu ómæld áhrif á hana sem listamann. Niður- bæld bjartsýni fór að fá eðlilega útrás og styrktist, er hún fékk bréf frá Stieglitz ásamt níu ljósmyndum, sem hann hafði tek- ið af sýningunni. Georgía segir skemmtilega frá því er hún seinna kom á 291 til að skoða vatnslita- myndir eftir John Marin. Vatnsliti með- höndlaði Marin á allt annan hátt en þekkst hafði í Ameríku. A þessum árum, 1914—1930, var svo til ógjömingur að selja málverk í Bandaríkjunum. Hún hitti Stiegiitz fyrir í öngum sínum, en hann hafði gert nægilegt fyrir Marin, til að hann gæti framfleytt sér í eitt ár. En Marin sneri fljótlega aftur og sagðist hafa keypt eyju í Maine fyrir alla pening- ana, svo að hann ætti ekki túskilding, það sem eftir væri ársins! Á meðan Stieglitz rakti opinskátt raunir sínar, varð Georgíu litið á bláa krítarteikn- ingu, sem hékk á hurð, sem þau stóðu við, og varð hugsað, „Ef Marin getur lifað á að gera teikningar sem þessa — gæti hugs- ast að ég komist eitthvað áfram með stöku teikningu." Ég spurði hvort hvort teikningamar seld- ust. — „Já,“ hváði Stieglitz, en var ruglaður út af því, að Marin skyldi hafa eytt fram- færslueyri heils árs í eyjukaupin. En eftir því sem árin liðu borgaði Marin fyrir eyjuna mörgum sinnum með vatnslitamyndum og málverkum, sem hann málaði undir áhrifum frá henni. Stieglitz ljósmjmdaði Georgíu í sýningar- salnum „291“ vorið 1917. Hún hafði komið alla leiðina frá Texas, þar sem hún kenndi, til að skoða aðra upphengingu sína á teikn- ingum og vatnslitamyndum í sýningarsaln- um, en stóð þá bara við í þijá daga. Nokkrum vikum eftir að hún kom til baka frá Texas, fékk hún myndimar — tvær myndir af and- liti hennar við hlið einnar af stóru vatnslita- myndunum og þijár myndir af höndum hennar. í augnabliksæsingi og hrifningu sinni yfír slíkum myndum af sjálfri sér tók hún þær með sér í skólann og sýndi bekkn- um. Nemendumir urðu bæði hissa og furðu lostnir. Ekkert slíkt hafði áður gerst í heimi þeirra. — Stieglitz og frænka hans, Elísabet, skrifuðu, er svo var komið, Georgíu löng bréf og gerðu allt til að lokka hana til New York aftur. Frænkan fómaði henni vinnu- stofu sinni á efstu hæð í húsi úr rauðum sandsteini á fímmtugustu og níundu götu. Herbergið hafði loftglugga og tvo sólríka glugga að auki. Gólfíð var appelsínugult, veggimir Ijósgulir, en önnur herbergi voru ekki eins björt. Það var lítið af húsgögnum í herberginu, og Georgía svaf beint undir loftglugganum. „Ég eyddi mörgum góðum deginum í þessu herbergi við að mála, og það var svo heitt, að venjulegast sat ég innan um málverkin nakin." Georgía O’Keeffe og Alfred Stieglitz giftu sig árið 1924, hann var þá sextugur en hún 37 ára. Merkur Brautryðjandi Alfred Stieglitz var um margt óvenjuleg manngerð og langt á undan sinni samtíð að framsýni og skilningi á samtíðinni. Hann var sonur þýskra innflytjenda, sem höfðu komið ár sinni vel fyrir borð í nýja heimin- um. Foreldrar hans sendu hann til Þýska- lands árið 1881 og skyldi hann nema vélaverkfræði í Berlín, en þar fékk hann einmitt brennandi áhuga á ljósmyndun og söðlaði yfír í ljósmyndanám og efnafræði ljósmyndatækninnar. Og hér átti Stieglitz með sanni heima, því að hann varð á fáum árum þekkt nafn og hlaut margar viður- kenningar og verðlaun. Hann fann m.a. upp aðferð til að taka myndir í rigningu og þró- aði aðferð til að taka myndir, eftir að skyggja tók. Þótt hann hefði komið sér vel fyrir í Evrópu og orðstír hans farið víða, þá kaus hann að snúa aftur heim til Ameríku árið 1890, og þar var honum vegna frægðar sinnar falið að byggja upp og móta skóla fagurra lista í ljósmyndun, í líkingu við þá í Englandi og Þýskalandi. Varð varaforseti ljósmyndaklúbbsins í New York 1896 og ritstjóri tímarits um ljós- myndir, „Ljósmyndafréttir", er út kom frá 1897-1903. Er ljósmyndafélagið klofnaði, stofnaði hann félag aðskilnaðarmanna árið 1902 og tímaritið „Ljósmyndaverk" ásamt áður- nefndum sýningarsal, er hlaut viðumefnið „291“, en hét í raun „Litli sýningarsalur ljósmyndaaðskilnaðarsinna" (Little Galleries of the Photo-Secession). Að sjálfsögðu var sýningarsalurinn stofn- aður í kringum hóp hinna framsæknu uppreisnarseggja, en þróaðist fljótlega í það að vera fyrsti og eini sýningarsalurinn, sem kynnti evrópskar og amerískar núlistir vest- an hafs. Ekki nóg með það, heldur var sá áhugi, er nú kviknaði, undanfari hinnar miklu og frægu sýningar nýviðhorfa, sem oft er vitn- að til, „The Armory Show“, er skipti sköpum í amerísku myndlistarlífí og kveikti hug- myndina að núlistasafni, sem þróaðist í að verða að MoMA (The Museum of Modem Art). ÁHRIFÁLIST- þróunGeorgíu Hér var þannig enginn aukvisi á ferð, og einkalíf hans einkenndist einnig af fé- lagslegum umbrotum tímanna, menn vildu hrista af sér höft og storka ríkjandi siðvenj- um. Eftir því var tekið og hefur ratað í bæk- ur, að Stieglitz lifði með vændiskonu í Berlín og átti í mörgum ástarsamböndum um ævina, sem hann gumaði af. Hann var líka sérstæður í útliti með merkileg augu og mjúkan, en djarfan tal- anda. Fyrmefnd Mabel Dodge reit, að hin djúpstæðu augu ljósmyndarans hefðu verið líkust tveim öfíigum linsum, „og þegar hann beindi þeim að manni, stafaði af þeim ósegj- anlegur kraftur er risti í merg og bein“. Þegar hér var komið sögu, hafði Stieglitz verulega §arlægst myndræna uppsetningu fyrri verka sinna í átt að hefðbundnum ljós- myndum, sem vom óháðar handleikni með linsur og vinnu í framköllunarherberginu í þeim tilgangi að fá þær til að líkjast mál- verkum. Til að ná fram línum, sem postular hins myndræna dýrkuðu svo ákaft, beið Stieglitz einfaidlega eftir því veðurfari, sem hentaði hveiju sinni og vann myndimar síðan með venjulegum útbúnaði og aðferð- um. í sínum djörfustu myndheildum „málaði" hann skýjamyndanir og leitaði í þeim að því, sem hann nefndi jafnaðargildi", þ.e. formrænan skyldleika, sem túlkaði dýpstu reynslu listamannsins á lífínu. Þá skal þess getið, að Ijósmyndarinn Imogen Cunningham (1883—1976) hneigð- ist einnig til hefðbundinnar ljósmyndunar eftir að hafa lagt stund á mjúkar móðu- myndir myndrænnar uppbyggingar. Úr því urðu flokkar af blómaverkefnum, þar sem stækkanir á smáatriðum og óaðfínnanleg lýsing gefa mynd hliðstæða óhlutlægri blómamynd eftir O’Keeffe. Það fer eftir, að markverðasti árangurinn næst jafnan við víxlverkun áhrifa og hug- mynda. Enginn vafí er á, að ljósmyndatækn- in hafði áhrif á listþróun Georgíu, eins og hún birtist í myndum þessara tveggja lista- manna, en myndir hennar eru fyrst og fremst málverk og það í sinni hreinustu mynd. Ég minnist þess, er ég kom inn í sal með myndum hennar á Whitney-safninu í New York í desember sl., þar sem þær héngu innan um verk annarra amerískra núlista- manna aldarinnar. Ég athugaði þær sérstak- lega, vegna þess að ég hafði þá þegar ákveðið að kynna löndum mínum þessa miklu listakonu og merkilega persónuleika. Mér þótti það sláandi, hve vel þær féllu inn í umhverfíð, því að í næsta nágrenni voru myndir ýmissa róttækustu harðlínumanna flatarmálverksins, svonefndra „Hard Edge“-málara. Hinar einföldu og kristalstæru myndir Georgíu áttu þar vel heima og lífræn mýkt þeirra bætti upp hörku, kulda og miskunnar- leysi hinna. Og í báðum tilvikum var mér ljóst, að ég stóð frammi fyrir sterkum ein- kennum amerísks þjóðfélags og þeim gríðarlegu andstæðum, sem það hefur upp á að bjóða, eins konar sálrænni krufningu þess. Aldrei var mér betur ljóst, að amerískum listamönnum hafði tekist það hlutverk frá- bærlega að sálgreina þjóðfélagið og lýsa samtíð sinni, hvort heldur þeir ynnu á hlut- lægan eða óhlutlægan hátt í listsköpun sinni. Þannig hafði þeim tekist að greina evrópsk áhrif og yfírfæra á amerískan vett- vang. Og hér skipti miklu máli framsýni fólks á borð við Alfred Stieglitz og seinna fyrsta forstöðumanns MoMA, Alfreds H. Barr jr., svo og Dorothy C. Miller, sem barðist alla tíð fyrir viðgangi framsækinnar amerískrar núlistar, er hún starfaði hjá MoMA. En fyrst og fremst lá það í eðli amerísku þjóðarinnar að vera móttækileg fyrir nýj- ungum og vanmeta þær ekki líkt og gamli heimurinn gerði lengi vel. Einnig kemur hér til metnaður og skap- festa framsækinna einstaklinga svo sem Georgíu O’Keeffe, sem alla tíð vildi standa jafnfætis karlmönnum í list sinni og átti erfitt með að þola niðurlægjandi skrif frá þeirra hálfu. Það lýsir sér greinilega í línum er hún reit rithöfundinum Sherewood And- ersen löngu seinna og voru sprottnar út frá þeim hugleiðingum hennar, að mikill hluti rökfræði karlkynsgagnrýnenda speglaði ranghugmyndir þeirra sjálfra um hið kven- lega: „Ég geri ráð fyrir, að reiðin sjóði í mér í dag — mér er spum, hvort karlmenn hafi nokkum tíma verið auðmýktir 5 skrifum á sama hátt og þeir hafa skrifað niðrandi um konur." Ennfremur á hún að hafa sagt gremju- lega árið 1943: „Karlmenn leitast við að lftillækka mig, með því að segja mig fremsta málara kvenna í Ameríku. % álít mig einn besta málarann." — Svo einfalt var það. Þriðja og síðasta greinin um Georgíu O’Keetfe birtist síðar. Höfundurinn er myndlistarmaður og myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. Georgia 1919. Ein af mörgum nektarmyndum Stieglitz af þáverandikonu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.