Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 6
2. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal séður að húsabaki. Fjærst til vinstri er skálinn og stofan er til hægri. Út af skálanum standa kamar sem er vinstra megin á myndinni og búr til hægri. Við gerð bæjarins var stuðst við rústina að Stöng. Verkið var unnið undir stjórii Harðar Agústssonar. Ljósmynd Hörður Ágústsson. stofu? Staðreynd er það að hús þessi eru alltaf sögð upp af baðstofunni. Þau eru hærra sett en hin til þess að ná hitanum betur. Engin skrifleg sönnun er fyrir þessu, en getur annað verið? Hinar fornu íverustof- ur víkja alls staðar um þessar mundir vegna aðdráttarafls baðstofu. Laufás er ekkert einsdæmi. Uttektin 1676 segir okkur ekkert frá innréttingu þessara húsa annað en það að þau séu þiljuð. Ekki líða þó mörg ár þar til við sjáum nánar um það. Stórabaðstofa sjálf er enn með sama móti og um miðja öldina. Eitt er víst: þar er ekkert rúm að finna. í innra húsið (12) af þeim tveim, sem komin voru til skjalanna 1631 .milli baðstofu og búrs, er nú komin innrétting. Það er þiljað og í því bekkjarstæði með lágum timb- urpalli, kallað skrifhús. Hálfri öld síðar, eða á árunum 1738 til 1755, erum við enn að litast um í Laufási (28. mynd og 34. mynd, b). Bæði er að komin er meiri festa í húsaskipan og nú eru upplýsingar ítarlegri. í meginatriðum er grunnmyndin sú sama og seinast. Enn er skálinn (4) óbreyttur með sínum skemmum (15—17). Stofan (3) er að vísu á sínum stað en þrjár mikilvægar breytingar hafa orðið á henni. I fyrsta lagi eru göngin horfin og timburþilstafn hennar snýr beint fram í anddyrið. í öðru lagi er timburgólf í stof- unni allri, hún er þiljuð í hólf og gólf, er þríhólfuð og í henni er ein sæng. I þriðja lagi eru komnir glergluggar á hana. Norðan við skemmuna út af stofunni (18) er kominn hjallur (19) og á móti henni smiðja (20). Ekki þarf að halda að þetta séu alný hús í Laufási. Þau hljóta að hafa verið þar áður, a.m.k. smiðjan, þótt úttektar- menn hafi ekki hirt um að nefna þau, e.t.v. hafa þau verið í einkaeign. Eldhús (6) og búr (8—9) eru með sama móti og áður. Litlastofa (7) er að vísu á sínum stað en það er farið að fækka um fína drætti þar. Aðeins innsta stafgólf henn- ar er innréttað. Húsin tvö handan búrs (10) eru orðin að einu, þiljuðu í hólf og gólf. Þetta er brúðarhúsið sem enn stendur en var seinna flutt handan yfir búrið. Nú þarf enginn að velkjast í vafa um innanbúnað húsanna upp af baðstofu. Þau eru bæði tvískipt. í því syðra (13) er pallur báðum megin í fremra stafgólfí en sæng og bekkur í því innra og glergluggi. Göng eru úr því til vesturs til húss sem kallað er undirhús af því að það hefur legið mun lægra. í húsinu austur af baðstofu (14) er timburgólf og það allt þiljað. í fremra staf- gólfí er sæng og borð, í því innra sæng, borð og bekkur. Glergluggar tveir snúa til suðurs. Þetta hlýtur að vera hjónahúsið. Glergluggamir í stofu og húsum eru þeir fyrstu sem getið er um í Laufásbæ. í baðstofunni (12) sjálfri er þó enn ekk- ert rúmstæði. Það er eftirtektarvert að pallurinn í syðri karmi hennar er tvískiptur, það er komin í hann gata. Þetta er þá hinn frægi götupallur. Hver er orsökin fyrir myndun hans? Areiðanlega húsið suður af baðstofu (13). Þeim sem þar hafa búið, húsráðendum eða venslafólki þeirra, hefur þótt nóg um að príla upp á pallinn eða stikla á milli vinnuhjúa þar í hvert skipti er þeir gengu til síns heima. Því hefur verið brugð- ið á það ráð að mynda geil eða götu í pallinn. Þó talað hafi verið um ákveðna festu í hússkipan í Laufási um þetta leyti er það e.t.v. orðum aukið. Ekki er að sjá annað en að allt sé á ferð og flugi í hinni marg- nefndu kyrrstöðu bændasamfélagsins 31. Laufás 1813—1828.1 dyraport, 2 stofu, 3 skáli. Nú eraðeins ein sæng eftir. 4 bæjargöng, 5 eldhús, 6 brúðarhús, 7 búr, 8 litlastofa, 9 baðstofa á porti og tveimur hæðum. Húsunum er skipt íþrennt uppi ogniðri ogþifjuð nema timburgólf vantar í z/3 hluta niðri. Glergluggar eru á báðum hæðum. Sex sængur eruniðri en ekkiersagtfrá því hversu mörgrúm eru uppi. lOkofi, 11—13 skemmur, 14 hjallur, 15 smiðja. 32. Laufás núá dögum. 1 bæjardyr með klefum og lofti, 2 stofa tvískipt með lofti, 3 skáli, nú notaður sem skemma, 4 dúnhús með kjallara, 5 skemma, 6 eldhús með þrískiptum hlóðum, 7 brúðarhús, 8 húr með mjólkurhúsi inn af, 9 litlastofa, 10 baðstofa á porti sem fyrr en bætt hefur verið við húsi á bekk norðan við hana uppi, 11 smiðja. íslenska, þegar til kemur. A.m.k. líða ekki nema tæpir tveir áratugir uns róttæk breyt- ing hefur átt sér stað á frambæjarhúsum á prestsetrinu (29. mynd). Árið 1768 er stöðu stofunnar (3), stórustofu, gjörbreytt. Hún snýr þá eins og hver önnur skemma með timburstafni fram á hlað, sett glergluggum og dyrum (34. mynd, c). Hún er með timbur- gólfí og bekkjum með langhliðum sem eru að hluta til meðfram framstafni. Sængin er þar enn þá innst í öðru homi. Aðrar dyr eru á stofunni um göng til bæjardyra. Annað hús fer nú að gefa sig undan þunga breytinganna, þ.e. skálinn (4). Fram að þessu hefur hann verið fullskipaður rúm- um, en nú em tvö horfin. Og hvert? í baðstofuna (11). Það er fyrst nú að rúma er getið þar og það eru einmitt þau sem saknað er úr skála. Eldhúsið (6) er óbreytt, en búrið annað horfið. Litlastofa (7), er lítið breytt nema bekkurinn er burtu. Timburgólf og bekkur eru í brúðarhúsi (9). Húsið upp af hlið bað- stofu (13) er annað en áður en gegnir sama hlutverki. Suðurhúsið (12) er næstum óbreytt. Undirhúsið er á sínum stað (10). Skemmur (14—17), hjallur (18) og smiðja (19) eru sem áður nema nú er aðeins gengið í eina skemmu úr skála. Árið 1785 er allt með svipuðum hætti nema nú hefur sængum enn fækkað í skála (30. mynd). Eftir eru aðeins fjórar. Árið 1813 er aðeins ein eftir og nú ger- ist ein stökkbreytingin enn (31. mynd). Gamla fyrirkomulagið á baðstofunni og fylgihnöttum hennar er útþurrkað og komið eitt hús, portbaðstofan (9). I rauninni tveggja hæða timburhús með torfi að hlíf. Henni er skipt uppi og niðri í þrennt, þijú herbergi, en baðstofunafnið tollir enn við þau og vitnar um íhaldssemi orðanna. Sautján árum síðar ríður önnur bylting yfír. Frambæjarhúsum er hreinlega rutt í burt og ný sett með þeim hætti sem enn má sjá í Laufási (32. og 33. mynd). Stofan hefur ekki lengur dyr fram á hlað og er skipt í tvö herbergi (2). Skálinn verður skemma (3). Burstabærinn verður sem sé ekki til í Laufási fyrr en 1877 (34. mynd, d). Hver eru nú helstu einkenni þróunarinnar í Laufási? Er það ekki eins konar andstæða breytinga og stöðugleika? Breytingamar vekja ef til vill mesta undrun í ljósi þeirrar algengu fullyrðingar að í íslensku bænda- samfélagi hafi ríkt algjör kyrrstaða um aldir. En þótt margt hafí breyst er festan augljós. Ekki er hægt með nokkru móti, svo dæmi sé tekið, að sjá að göngin hafí verið stytt, lengd, mjókkuð eða víkkuð. Skemmti- legt er til þess að vita að árið 1616 eru stafír þar næstum jafnmargir og nú á dög- um. Bersýnilegt er og að gangabærinn á sér langa hefð í Laufási um siðaskiptin. Flest eru húsin á sínum stað enda þótt hlut- verk sumra þeirra og innrétting breytist. Og breytingunum veldur framar öllu barátt- an við kuldann en stöðugleikinn stafar frá þjóðfélagsgerðinni og búskaparháttum. Þá er og vert að spyija; er þróunin í Laufási einstök eða dæmigerð? Því er fljót- svarað. Hvarvetna þar sem rannsóknar- skóflu er stungið í þessa heimildaijörð, úttektimar, ber allt að sama brunni með sjálfsögðum og eðlilegum tilbrigðum. Til- brigðin markast einkum eftir stétt og landshlutum. Höfundurinn er listmálari og fræðimaður. 34. Hlaðsýn íLaufási, eins og talið eraðhún hafi verið á mismunandi tímum. Húsin sem sjást eru sem hér segir frá vinstri til hægri: a stofa, anddyri, skáli og skemmurþrjár. Sömu hús eru á b nema hvað smiðja erkomin við hlið stofu lengst til vinstri. Sömu hús má einn- igsjáác.Sú breyting hefur hins vegar orðið áað stofunni hefur veríð snúið um 90 ° og þilstafn setturá hana. Sömu hús eru sömuleið- is á d, nema hvað aðeins ein skemma ernú eftir og smiðjan er einnig horfin. Hérhefur öllum frambæjarhúsum endanlega veriðsnúið fram á hlað og settur áþau þilstafn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.