Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 11
Samtal við DAVID ARNASON, vestur-íslenzkan rithöfund og prófessor við Manitoba-háskóla Eftir NORMAN SIGURDSON avid Arnason er maður hávaxinn og stórskor- inn með mikilúðlegt dökkt skegg. Grásprengt hár hans er nokkuð sítt, sem mun ekki lengur í móð. Til að sjá fellur hann að þeirri ímynd sem menn hafa stundum gert sér af íslend- ingnum — hinum karlmannlega víkingi. Heilsurækt hefur hann stundað upp á síð- kastið (snarað lóðum í klukkutíma á dag og drifið þannig af sér 30 pund) og er að burðum slíkur að vel gæti hann átt heima í stafni langskips með brugðið sverð. En þegar komið er nær sjáum við aðra íslenska ímynd — hinn prúða læriföður. Honum er létt um hlátur og augu hans blika af eld- móði er hann ræðir um Ijóðaskýringar og er þá engu líkara en hér fari prófessor í enskum bókmenntum, og það er nú einmitt það sem hann er. David Amason, sem starfar við Man- itoba-háskóla er 46 ára og siglir hraðbyri í þá átt að verða einn af þekktustu rithöfund- um Kanada. Hann er löngu orðinn vel metinn sem rithöfundur í Winnipeg þar sem þijú leikrit eftir hann hafa verið færð upp á jafnmörgum árum. Tvær ljóðabækur heftir hann einnig gefið út og tvö smásagnasöfn. David Arnason - Ég dvaldist mikið & bæ afa míns og þar var töluð íslenzka.- Glettinn húmor hans og fimlega framborin þjóðfélagsádeila hafa nú dregið að honum verðskuldaða athygli. Ég fékk áheym hjá honum fyrr á þessu ári, rétt í þann mund sem annasamar vikur fóru í hönd hjá þessu margræða skáldi. Þess má geta í upphafi að fyrir dyrum stóð frumsýning á nýjasta leikriti hans, sem hann nefnir Dewline, og nokkrum dögum síðar var væntanlegt á markaðinn nýtt ljóða- safn, Skrag. Skömmu síðar sýndi CBS-sjón- varpsstöðin hálfrar stundar kvikmynd sem byggð er á smásögu hans Þvottavélinni. En David missti því miður af frumsýningu myndarinnar þar sem hann var á leið til Frakklands til ijögurra mánaða dvalar og gagnaöflunar fyrir sína fyrstu skáldsögu. Eg spurði hann fyrst hvers vegna ritstörfin væru honum svo kær. „Ja, líf okkar er svo bundið skáldskapn- um. A þvi er enginn vafi. Listamenn skapa sögur fyrir sitt þjóðfélag og mér finnst mik- ilsvert fyrir okkur í Kanada að segja okkar eigin sögur en ekki bandarískar sögur. Vandamál okkar er að ná til lesendanna. Svo stór hluti af hetjufyrirmyndum okkar og goðsögum er fenginn frá Bandaríkjunum að við ætlum alveg að kafna, en við verðum að reyna að segja okkar sögur. Þess vegna skrifa ég.“ „Þú ert fyrst og fremst þekktur fyrir að skrifa íléttum dúr, jafnvelþegar boðskap- urinn er alvarlegur. Hvers vegna velur þú þetta form?“ „Þegar höfundur skrifar verður hann fyrst og fremst að reyna að laða lesandann til að lesa næstu blaðsíðu eða þá að fá áhorf- endur til að sitja áfram í sætunum en ijúka ekki í burtu. Þú kemur ekki boðskap á fram- færi við þann sem hefur lokað bókinni eða alls ekki komið í leikhúsið. Ég trúi því að höfundinum beri skylda til að vera ekki leið- inlegur eða móðga áhorfendur. Hann má ekki predika yfir þeim. Hver svo sem boð- skapurinn er þá verður hann að falla átakalaust að textanum. Honum má ekki þröngva inn í hann.“ „Eg hef átt tal við rithöfunda sem vinna eftir settum tímareglum. Fara til dæmis á fætur klukkan fimm á hverjum morgni og skrifa í tvo til þijá tíma áður en þeir fara til vinnu sinnar. Hefur þú sett þér einhveijar slíkar reglur?“ „Jafnvel þó ég telji sjálfan mig vera kvöld- glaðan þá finnst mér ég vinna best snemma morguns. Heilinn starfar einhvem veginn betur að morgni svo að ég skrifa mest á morgnana. Ég er ekki strangagaður rithöf- undur sem sest niður í svo og svo marga klukkutíma á dag. Ég vildi gjaman vera þannig, en það vill bara svo til að ég er ekki þannig. Mér hættir til að ryðjast áfram við vinn- una af ógurlegum ákafa. Þá vinn ég í marga tíma á hveijum degi í nokkra daga og tek mér svo frí í nokkra daga og geri eitthvað allt annað. Ég skrifa mest á sumrin í sumar- bústaðnum mínum á Gimli. Ég fer þá á fætur á morgnana og geng eftir strönd inni, sest niður við vinnuna í Qóra klukku tíma og læt það svo gott heita þann daginn (hlær). Ég fær frí það sem eftir er dagsins. Það er allt erfíðara hér á vetuma þar sem Höfundur þessarar smásögu, Vestur-íslendingurinn David Arnason, er talinn einn meðal fremstu rithöfunda í Kanada í dag. Smásaga sú sem hér birtist í íslenskri þýðingu kom út í smásagnasafninu „Fifty Stories and a Piece of Advice“ fyrir nokkrum árum. Síðastliðið ár var gerð kvikmynd byggð á þessari smásögu í samvinnu við kanadísku sjónvarpsstöðina CBC og var hún frumsýnd sl. vor. Myndirnar þrjár eru úr kvikmyndinni. vinnutíminn er sífellt slitinn í sundur, kennsla, fundasetur og þar fram eftir götun- um.“ „Fyrst þú fylgir ekki tímaplani í skrifum þínum heldur þú þá dagbók eða minnis- bók á hveijum degi til þess að þoma ekki upp á milli?“ „Ég geri það eiginlega helst á ferðalög- um, eða þegar eitthvað sérstakt er að gerast sem ég vil fylgjast með. En það þarf líka ákveðna ögun til þess. Það kostar líkamlegt erfíði og mér hefur alltaf fundist að fyrst ég hef svona lítinn tíma þá sé betra að vinna að einhveiju tilteknu verki. Ég vil frekar skrifa smásögu en halda minnisbók eðajafn- vel fremur en að skrifa bréf til vina. Eg er hræðilegur bréfritari. Mér fínnst að orkan, sem fer í að skrifa bréf, megi eins fara í' að skrifa smásögu. Ef ég skrifa bréf þá er það bara fimm setningar — „Halló, hvemig hafa konan og krakkamir það?“ svona kemst ég að erindinu og svo „Bestu kveðj- ur, vonast til að heyra frá þér sem fyrst,“ Að laða lesandann yfir á næstu blaðsíðu - það er vandinn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 .NÓVEMBER 1987 1.1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.