Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 3
Maamg HSHfflHHBEHEfflEHS] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstprnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af sjálfsmynd Louisu Matthíasdóttur, listmálara í New York, sem er á ferðinni hér með sýningu og- verður hún opnuð í Gallerí Borg26. nóv. Þar sýnir Louisa mestan part myndir frá íslandi, en það hefur alltaf verið henni kært myndefni. Sama dag er ætlun- in að út komi hjá Máli og menningu listaverkabók um smámyndir Louisu, sem áður hefur komið út á ensku og verður í þýðingu Sigurðar A. Magnússon- ar. Af sama tilefni hefur Bragi Asgeirsson skrifað grein um smámyndir Louisu, sem birtist nú í Lesbók. Torfbærinn gekk gegnum mörgþróunarstig frá því fólk fór að flytja úr skála í baðstofu og þar til baðstofan hafði yfírtekið hlutverk skálans. Þetta rekur Hörður Agústsson í bókarkafla, sem hér birtist og er úr 1. bindi mikillar ritraðar um íslenzka þjóðmenningu, sem Bókaútgáfan Þjóðsaga stendur að. Arnason er á góðri leið með að verða einn þekktasti rithöfund- ur Kanada. Hann heitir Davíð að fomafni, er vesturíslenzkur frá Gimli og talar eitthvað íslenzku. Lesbókin kynnir þennanfröfund með samtali við hann og smásögu hans, Þvottavélinni, sem hefur verið kvikmynduð. SIGURÐUR PÁLSSON Evridís Síðla kvölds á sláturpalli gatnamótanna á dauðapalli gervailra gatnamðtanna í þessu dimma hverfi hvíia mótorhjólin kviðmikil neonlýstar þögiar skepnur Allir knaparnir farnir inn í angistarhlýjan myrkviðinn og stormurinn þyrlar neonlaufum eins og keðjubréfum milli húsanna Glerið í gluggunum úr tvöföldu myrkri og stúlka í hýjalíni stendur með gegnsætt glas og perlumóðurlitar tennur Evridís á efri hæð í myrkri Sírenurnar teikna rauða línu milli gervallra gatnamótanna en í angistarhlýjunni á síðdrukknum taflmennskubarnum bjóða leðurvaxnir knaparnir einu og öllu birginn bjóða hættunni heim bjóða á línuna Efst í huga Evridis sem allir leita enginn má augum líta B Að misbrúka peninga Fyrir margt Iöngu tók íslenzkur listamaður þátt í samsýningu úti í Kaup- mannahöfn. Þar seldi hann litla mynd, hlaut góðan pening fyrir og varð himin- lifandi. Hann ákvað á stundinni að nota andvirðið til að greiða allar skuldir sínar. En fyrst varð hann að halda upp á þennan mikla viðburð. Hann safnaði saman vinum sínum og efndi til gleðskapar. Segir sagan að sú veizla hafi staðið í þijá sólarhringa að fom- um sið. Þá vom allir peningamir uppurnir og enn hafði bætzt við skuldaklafa lista- mannsins. En ekki fékkst hann mikið um það. „Til þess ama em peningamir,“ sagði hann. „Maður á aldrei að misbrúka pen- inga.“ Þótt þessi saga þyki vart til eftirbreytni, og orð listamannsins beri vott um léttúð, eigi alllitla, rista þau þó dýpra en sýnist í fljótu bragði. Það er með öðmm orðum fólg- in í þeim ögn af speki, sem gott er að velta fyrir sér á þessum tímum þegar stöðugt er verið að misbrúka peninga. Hagspeki listamannsins er einföld. Hann telur, að þeim peningum sé bezt varið, sem notaðir em til að gleðja líkama og sál í ólgu- sjó lífsins, þar sem enginn veit hvar hann ber að landi. Slíkar kenningar standast þó illa núna, þegar allir vilja hafa allt sitt á þurm, þegar fólk þarf að nota manndómsár- in til að koma undir sig fótunum, svo að það hafí eitthvað til að standa á í lífinu. Ekki vil ég bera brigður á mikilvægi þess að hafa fjárhagslegan grann og ömgga lífsafkomu, að svo miklu leyti sem við getum keypt okkur öryggi, en öflugir sviptivindar geta hæglega kippt því undan okkur í einni andrá eins og dæmin sanna. Það er þó ekki nóg með að fólk noti beztu ár ævinnar til að tryggja sér fjárhagslegt öryggi, og veija sig eftir föngum fyrir verð- bólgu og skakkaföllum, heldur leggur það allt kapp á að kaupa sér fánýt stöðutákn og sanka að sér glingri og hégóma til að ganga í augun á samfélaginu. Stjómmála- menn segja á góðum stundum að manngildi sé meira virði en auðgildi. Samt vita flestir að þetta er öfugmæli samkvæmt þeim mælikvarða sem flestir grípa til þegar fólk er vegið og metið. Jafnvel bömin gera sér fullljóst, að sá er mestur talinn, sem mest á, og því hvetja þau foreldra sína dyggilega í kapphlaupi um lífsins gæði. Sá sem á ekki glæsileg híbýli, fínan bíl, myndbands- tæki, myndlykil og þar fram eftir götunum er einfaldlega ekki álitinn maður með mönn- um. Unglingamir láta sitt ekki eftir liggja heldur vinna þeir eins og þjarkar með námi sínu til að kaupa sér bíla, tízkufatnað, kom- ast til útlanda og leyfa sér þetta og hitt sem tryggir þeim þegnrétt í sínum hópi. I samfélagi, þar sem allt snýst um pen- inga og manngildið er metið eftir launum og lífsafkomu, líta menn öfundaraugum til þeirra sem hafa komið ár sinni fyrir borð betur en þeir sjálfír og skiptir þá engu hvort um er að ræða frændur, vini eða vinnufé- laga. Hjá mörgum einkafyrirtækjum keðjur svo rammt að metingi og úlfúð út af laun- um, að þar hefur verið tekin upp alger launaleynd og enginn fær að vita hvað næsti maður fær greitt á útborgunardegi. Að sjálfsögðu er nám metið til fjár um- B fram allt. Svo og svo margir punktar eða gráður eiga að gefa svo og svo mörg þús- und og alveg án tillits til þess hvemig námið nýtist manninum eða hversu góður starfs- maður hann er. Tortryggni og nagandi ótti um að verið sé að hlunnfara mann og van- meta sviptir • hann vinnugleði, faglegum metnaði og ekki sízt þvi öryggi, sem allir era að sækjast eftir, því að það er ekki fjár- hagslegt nema að litlu leyti, þegar öllu er á botninn hvolft, en tengist miklu fremur andlegri vellíðan og heilbrigðu sjálfstrausti. Þessi glómlausa hagspeki setur oft allt á annan endann í einkalífi fólks og á opin- bemm vettvangi og ekki ætla ég mér þá dul að benda á greiða leið úr út ógöngun- um. En er sannleikurinn ekki bara sá að við emm alltaf að misbrúka peninga? Við notum þá sem mælikvarða á alla skapaða hluti, andlega og veraldlega, sem oft verða engan veginn metnir til fjár. I stað þess að fyllast einlægri gleði yfír vel unnu verki eins og listamaðurinn yfir myndinni sinni, einblínum við á, hvort verkið sé nú nægi- lega vei borgað og hvort við séum þar með nægilega vel metin og hátt skrifuð í stiga metorða og mannvirðinga. Og þessi afstaða getur dregið dilk á eftir sér. Hún getur stuðl- að að fúski, andlegri fátækt og vanlíðan, sem gætu haft sýnu alvarlegri afleiðingar en verðhmn og kreppa. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.NÓVEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.