Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 7
GEORGÍA OTŒEFFE OG ALFRED STIEGIJTZ Um líf og list GEORGIU O’KEEFFE. II. hluti Georgía O’Keeffe lýsir á fagran og einfaldan hátt kynnum sínum af Alfred Stieglitz í bókinni sem Metropolitan-safnið gaf út í samvinnu við „Viking Press“ og hún telst sjálf höfundur að. Þar kemur í ljós, að áhrif hans ná alveg aftur til ársins 1908, og að henni voru ennþá í ljósu minni tildrögin að því, er hún sá hann fyrst. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Löngu síðar: Georgia O Keeffe og Alfred Stieglitz i New York, 1942. Hún hafði farið með tveim eða þrem fé- lögum sínum a Art Students League að skoða teikningar eftir Rodin í sýningar- húsnæði, er var nefnt „291“, eftir götunúm- erinu á Fimmtu tröð, þar sem það var til húsa. Ferskur nýfallinn snjór þakti New York- borg, er skólafélagarnir gerðu sér ferð á eina staðinn í New York-borg, þar sem núlistir voru sýndar og hægt var að nálgast slfkt. Hópurinn gekk upp tröppumar að aðal- dyrunum, tók svo litla lyftu og kom inn í tómt herbergi með gluggum í bakgrunnin- um. Stieglitz kom um leið út úr myrkvaklefa með nokkrar ljósmyndir í hægri hendi — vatnið draup á gólfið. Úfið dökkt hárið stóð beint upp í loftið, sem gerði það að verkum, að andlit hans sýndist frekar mjóslegið. Hann starði á okkur á fremur óvinsamlegan hátt, þegar við sögðumst vera komin til að skoða Rodin-teikningamar. Glápti reiðilega á hópinn líkt og of margir hefðu spurt hins sama á undan okkur. Á leiðinni niður í sýningarsalina barst talið að því, að heyrst hefði, að hann væri mikill rökfræðingur og mælskusnillingur, og sumum lék forvitni á að sannreyna það. Þegar þeir hófu samræðumar, sneri ég mér að því að skoða teikningar Rodins, en heyrði hávært tal álengdar, háværara og hávær- ara, þar til það varð ofsafengið. Fyrir mig voru teikningamar ómerkilegt hnoð. Ég gekk inn í fjarlægasta herbergið og beið — ég var þreytt og óskaði ekki eftir að hlusta á málæðið, það var enginn stóll til að sitja á — ekkert annað að gera en að standa og bíða, þar til við að lokum fómm. Þegar við gengum upp götuna leit út fyrir, að þeir hefðu fengið duglega flengingu, en þeir voru hreyknir af þeim fáu setningum, sem þeim hafði tekist að koma að.“ Þannig mundi þá hin tæplega níræða kona eftir fyrstu kynnum sínum af væntan- legum sambýlismanni og eiginmanni til dauða hans. Hún var þá 21 árs, en hann 44. Jafngamall Móður Hennar Svo kemur merkilegur og fróðlegur kafli og best fer á því, að Georgía hafí sjálf orð- ið: „Árið 1914, þegar ég var við nám í Kólumbíu-háskólanum, fór ég með nokkmm vinkonum mínum á „291“ enn á ný. Þá var þar sýning á teikningum eftir Braque og Picasso. Vinkonur mínar fóm að tala við Stieglitz — frekar illa tilhafða og undarlega útlítandi persónu — sem spurði vinkonur mínar svo nærgöngulla spurninga, að ég hrökklaðist á brott og varð hugsað „þetta er ekkert fyrir mig. Látum þau tala, ef þau óska þess“. — Stieglitz var örvandi persónu- leiki. Barátta hans snerist fyrst og fremst um ameríska listamenn — ljósmyndara, myndhöggvara og málara. Hann vildi, að þeir yrðu viðurkenndir og vel launaðir. Á þeim tíma var frönsk list miklu meira spenn- andi en amerísk, en hann taldi, að eitthvað áhugavert og mikilvægt ætti eftir að koma frá amerískri list. Og hann valdi einn af öðmm, sem hann áleit að ætti framtíð fyrir sér, og gerði sitt besta til að gera honum fært að vinna og njóta sín. Soinna, eða 1916, fór ég ein að skoða sýningu á verkum (Mardsen) Hartleys. Það vom myndir hans úr stríðinu og vom líkast- ar lúðrasveit í litlu herbergi. Stieglitz tók fram nokkrar af eldri myndum Hartleys frá Maine, sem vom fullkomnar andstæður þeirra á veggjunum. Þar á meðal var ein dökk, sem mér leist mjög vel á — hann ýtti henni til mín og sagði: „Taktu hana heim, ef þú vilt. Ef þú verður þreytt á henni, komdu með hana aftur.“ Þetta var eftir að Anita Pollitzer hafði sýnt Stieglitz myndir Georgíu og þannig hófust náin kynni þeirra, seinna nafnkennd- ustu listakonu á sviði málaralistar í Bandaríkjunum og eins frægasta Ijósmynd- ara aldarinnar og velgjörðarmanns fjölda núlistamanna og brautryðjanda nýviðhorfa í Vesturheimi. — Stieglitz var nákvæmlega þrem vikum eldri en móðir Georgíu, með grátt yfirvara- skegg og mikið úfið hár, sem var tekið að grána. Hún hefur sennilega tekið kolteikn- ingar sínar með sér i það sinnið, því hann talaði í sífellu um þær. Hann hafði beðið fyrir þá orðsendingu til hennar, að þetta væri það fínasta, sem hann hefði lengi séð á 291 á þessu sviði myndlistar. Hann hélt áfram að dást að þeim og því undursamlega sköpunarverki, sem honum þótti birtast í höfundinum. Sýndi vinum sinum þær, m.a. ungum rithöfundi, Herbert Seligman að nafni, og hrifning hans var ótvíræð. Eftir að hafa tekið niður sýningu Marsden Hart- leys og á tíma, er gagnrýnendur höfðu yfirtekið borgina yfir sumartimann, hengdi hann tíu myndir hennar upp í sýningarsaln- um ásamt abstrakt-myndum eftir tvo unga málara. Vanrækti aftur á móti að segja Georgíu frá þvi. — Dag nokkurn er Georgía var að snæða í veitingabúð skólans, kom stúlka aðvífandi að borði hennar og spurði, hvort hún væri „Virginia O’Keeffe". Hún svaraði neitandi, og stúlkan bætti þá við, að einhver með þessu nafni væri að sýna á 291. „ Varð Einfaldlega Að SÝNA ÞÆR ...“ Georgía skynjaði á augabragði, að þetta væri sýning á verkum hennar og að Stieg- litz hefði leyft sé að hengja upp hinar mjög svo persónulegu teikningar án leyfís og án þess að spyrja hana, auk þess að afbaka nafnið. Henni fannst of langt gengið og var sárlega móðguð — ef ætti að sýna slíka hluti almenningi, fannst henni hún ætti a.m.k. að bera eitthvað úr býtum. Bálreið tók hún stefnuna á 291, en Stieg- litz var fjarverandi í það sinnið. Hún tók eftir því, að myndimar héngu á besta staðn- um í stærri salnum í vandaðri lýsingu og á stall í miðju herberginu var gerviblómum fagurlega raðað í látúnsflösku. Nokkrum dögum seinna kom hún aftur og hitti þá Stieglitz og spurði umsvifalaust, með hvaða rétti hann sýndi þessar teikning- ar og krafðist þess, að þær væru teknar niður. Stieglitz starði á hana á sinn sér- staka einbeitta hátt, rýndi á hina tágrönnu ungu konu, sem var klædd í svart frá toppi til táar og með hjárænulegan hvítan háls- kraga. „Myndir þínar eru svo undursamleg- ar, að ég varð einfaldlega að sýna þær,“ byijaði hann að segja. „Það er aðdáanlegt, hvemig þú hefur opnað þig líkt og blóm. Þetta er eftirtektarvert, sérstaklega fyrir amerískar konur." Hann spurði hana hvaðan hugmyndimar kæmu, og hún svaraði að þær kæmu þegar hún hefði höfuðverk. Hann spurði um annað og hún tók að útskýra það, en hætti og spurði bitur: „Álítið þér mig fífl?“ — „Hugs- anlega gerir þú þér ekki Ijóst, hvað þú hefur gert,“ svaraði hann. Stieglitz hélt áfram að tala um hríð, en Georgía var þögul. Þegar hann loks tók sér hlé til að anda, spurði hún, hvað hann ætlaðist fyrir með myndim- ar, þegar sýningunni væri lokið. Hann svaraði, að hann tæki fulla ábyrgð á þeim og óskaði eftir fleirum. MYNDIR EFTIR KVENMANN! — Stieglitz hafði sagt fyrir, að myndimar myndu valda uppnámi og hafði rétt fyrir sér. Það barst fljótt út meðal kunnáttu- manna, að það væri eitthvað að sjá á 291, og forvitnir streymdu að. Suma óaði við, að myndir eftir óþekktan kennara af kven- kyni væm hengdar upp á sama vegg og borið hafði uppi Picasso, Braque og Céz- anne, — þótti það fjarstæðukennt og hlægilegt. En kvenleg tilfinning, svo sem hún kemur fram hjá Georgíu O’Keeffe verð- ur konum tilefni skeleggra viðbragða, sagði hinn baráttuglaði kvenskörangur Mabel Dodge og hvatti sálkönnuði til að skoða sýninguna. Frægur gagnrýnandi og baráttumaður fyrir brautargengi núlista sagði myndirnar afhjúpa löngun til að eignast barn, sem væri prýðilegt. Margir móðguðust út af barnalegum kynóram, sem þeir þóttust sjá í myndunum burtséð frá listrænu innihaldi og öðram þóttu þær of skreytikenndar. Jafn- vel fór hrollur um ýmsa sanna unnendur lista, sem tóku ákveðna siðferðilega af- stöðu. En það sem máli skipti var, að sýningin vakti gríðarlega athygli og var fyrsti ótvíræði sigur abstraktlistar, síðan hún yfirhöfuð kom fram. Stieglitz naut þess að vera enn á ný mið- punktur uppþots. Hann áleit, að list væri tjáning ^júpra tilfinninga, og færði rök fyr- ir því, að ástþrunginn kraftur skyldi einnig virkjaður í Ameríku og listin losuð undan oki hinnar púrítönsku arfleifðar til að frelsa listamenn landsins. Hann varði eindregið teikningar Georgíu og reyndi að vemda hinn unga listamann frá misvitra hvísli skoðend- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.NÓVEMBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.