Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 13
tækin mín vildu frekar selja mér ný, en að gera við þau gömlu. Það sem við þyrftum, sagði ég, var heiðarlegur handverksmaður, maður fólksins, borinn og bamfæddur í New Brunswick, sem hefði enga formlega mennt- un heldur auga fyrir viðgerðum. Sérgáfu. Eðlisfræðilega hæfíleika. Og þannig gerðist það að Elwood Crooke barst inn í líf mitt. Ég leitaði í símaskránni og fann það: Verkstæði sem sérhæfði sig í þvottavélaviðgerðum, staðsett í einu út- hverfa borgarinnar við Mayfairgötu númar 10. Næsta dag var Elwood Crooke mættur við dymar hjá mér klukkan átta um morgun- inn. Hann var dugnaðarlegasti maður sem ég hafði enn augum barið á austurströnd- inni. Hávaxinn var hann og svo grannur að segja mátti að hann væri grindhoraður, hárið tekið að grána í vöngum og fálátur eins og hæfír manni fólksins. „Skiptikerf- ið,“ rumdi í honum og með fínlegum, liprum fingmm dró hann skiptikerfíð úr þvottavél- inni minni eins og læknir sem tekur á móti bami og fór síðan með það heim með sér. Hann kom næsta morgun og setti það á sinn stað með sama virðuleik og mmdi, „fjöratíu og tveir dollarar“. Ég útskýrði fyrir konunni minni hvað þetta væri allt ofur einfalt ef maður bara léti ekki kerfíð ráða ferðinni, en legði traust sitt á sjálfa manneskjuna. Hún þvoði allan hvíta þvott- inn sem til var og hann varð gulur af olíu. „Mistök," sagði ég af sannfæringarkrafti, „sem auðveldlega má útskýra." Hún sagði að augun í Elwood væm lítil og stingandi. Ég hringdi til hans og hann kom eld- snemma næsta morgun og hafði afsakanir á takteinum. „Fyrirgefðu," sagði hann og tók aftur skiptikerfíð úr þvottavélinni. Þá tók ég eftir því, eða held að ég hafí tekið eftir því (eftir á að hyggja), að konan mín hafði rétt fyrir sér. Hann var með lítil og stingandi augu og það sem meira var, mjúk- ar og hvítar hendur píanóleikarans. Elwood kom ekki aftur næsta dag og heldur ekki þamæsta. Hann kom ekki aftur næsta mánuð eða þarnæsta. Stúlkan á símanum sagði: „Því miður, númerið hefur verið tekið úr sambandi." Ég fór á Mayfair- götu númer 10. Það var stórt, hvítt tveggja hæða hús sem bar merki þess að vera að falla í niðumíðslu. Það líktist svolítið honum Elwood. Það svaraði mér enginn þegar ég bankaði. Kaupmaðurinn neðar við götuna sagði mér að móðir Elwoods ætti húsið. Hann hafði ekki heyrt minnst á þvottavéla- verkstæðið, þó hann byggi þar rétt hjá. „Þessi Elwood," sagði hann, „er auðnuleys- ingi. Ég get aldrei skilið að gamla konan skuli halda honum uppi.“ „Hann er með þvottavélina mína,“ sagði ég við kaupmanninn. „Ekki ótrúlegt," sagði hann og í röddinni greindi ég sambland meðaumkunar og góð- látlegs hláturs, „ekki ótrúlegt." Ég leitaði að nafni móður Elwoods í síma- skránni. Hún bjó á númer 10 við Mayfair. Röddin sem svaraði í símann bar blæ þreytu og tortryggni. „Nei,“ sagði hún, „Elwood Crooke er ekki hér. Nei, það er ekki von á honurn." Ég spurði hvort hún væri móðir hans og samþykki hennar hljómaði líkt og sakaijátning sem þvinguð var fram eftir miklar pyntingar. „Já,“ sagði hún. „Já, ég er móðir Elwoods Crooke." Næst á eftir verkalýðnum er samúð mín dýpst með mæðmm, svo ég sagði henni frá kringum- stæðum eins varlega og mér var unnt. „Ég veit það ekki," sagði hún. „Hann fórí viku- tíma til Zeeland. Við emm þaðan. Ég veit ekki hvort hann kemur nokkum tíma til baka. Kannski í næstu viku.“ Viku síðar svaraði karlmaður í símann. „Nei,“ sagði rödd sem líktist mjög rödd Elwoods, „Elwood Crooke er farinn úr fylk- inu. Sagði ekkert um hvenær hann kæmi aftur." Daginn eftir sagði móðir hans að Elwood hefði jú komið aftur og hún hefði látið hann fá skilaboðin frá mér, en nei, hann hefði farið og hún vissi ekki hvenær hans væri von. í vikunni þar á eftir sagði karlmannsröddin. „Ég sagði þér að Elwood væri farinn úr fylkinu, láttu okkur í friði.“ „Ert þetta þú Elwood?" sagði ég. „Nei, aldeilis ekki,“ sagði hann og skellti á. Eftir þetta missti ég allan baráttukraft og eftir nokkrar fleiri samhengislausar sam- ræður við vofu Elwoods og svo móður hans, sem mér var farið að þykja veralega vænt um, gafst ég upp. Ég hringdi ekki í þijá mánuði, en innantóm þvottavélin veitti mér átölur úr kjallaranum og konan mín veitti mér átölur úr eldhúsinu. Ég var fyldur og sökkti mér í þunglyndislegar hugsanir. Ég lét mér vaxa skegg. Loksins, einn sunnudag, á einu þessara ásetningsaugnablika, sem geta jafnvel kom- ið yfir menn sem era jafn óákveðnir og ég, ákvað ég að ná skiptikerfínu aftur. Ég sagði við konuna mína að fjandinn mætti hafa það, ég ætlaði að ná í það strax sama dag. Ég hringdi og rödd mín var ögn dýpri, sem átti að gefa í skyn það tvímælalausa vald sem ég hefði viljað búa yfír. „Er Elwood Crooke heima?" „Þetta er Elwood Crooke." Draugsleg röddin sagði rétt til um hver svaraði og augnabliksstund vissi ég ekki hvemig ég átti að bregðast við. Eg var tilbúinn að vefengja, rífast eða dekstra, en ekki til við- ræðna. „Þetta er Amason. Ég hringi út af þvotta- vélinni minni." „Talaðu ekki útlensku við mig,“ var svar- ið. „Hvað?“ „Þú heyrðir hvað ég sagði. Talaðu ekki útlensku við mig. Ef þú vilt tala við mig verðurðu að tala ensku. Ég tala ekki út- lensku." Röddin var óskýr og hafði þessi sætfljótandi einkenni hins mjög drakkna. Ég reyndi aftur. „Þvottavélin mín.“ „Jamm,“ sagði hann. „Það er bara þijátíu daga geymslutími á henni. Þijátíu dagar og ef þú sækir hana ekki sel ég hana.“ Hann hugsaði sig um. „Ég get selt hana, get ég sagt þér.“ Síðan, „ég get ekki beðið endalaust eftir peningunum mínum." „Sjáðu til,“ æpti ég inn í símtólið, „þú hvarfst. Ég hef verið að reyna að ná þess- ari þvottavél aftur frá þér í þijá mánuði." Reiði mín vegna alls þessa óréttlætis olli því að tal mitt varð samhengislítið. „Sextíu dagar," samþykkti hann, „og svo sel ég hana. Ég hef þegar kaupanda." „Bíddu við, er búið að gera við hana? Get ég komið og sótt hana strax?" „Ég vinn ekki á sunnudögum." „Ér búið að gera við hana?“ „Já, hún er tilbúin. Og það er eins gott að þú komir á stundinni að sælq'a hana. Ef þú sækir hana ekki innan næsta hálftíma, þá sel ég hana.“ Hann virtist nú sannfærð- ur um að farið hefði verið illa með sig. „Hvemig get ég rekið fyrirtæki ef fólk borg- ar ekki sína reikninga." „Ég kem strax," sagði ég og lagði á. Ég leitaði í vösum mínum. Tuttugu dollarar. Ég spurði konuna mína hvort hún ætti einhveija peninga. „Til hvers era bankar. Láttu hann fá ávísun." Ég ók þessa fímm mílna leið til Mayfair- götu og gerði áætlanir um það á leiðinni hvað ég ætlaði að segja við Elwood Crooke þegar ég loks hefði skiptikerfíð úr þvottavél- inni minni aftur undir höndum. „Hæfíleikaleysi þitt er stórkostlegt, jafn- vel hjá manni á austurströndinni." Nei, of mörg löng orð. „Ég vona að þú rotnir í helvíti, þú litli smeðjulegi skíthæll." Nei, of gróft og auk þess var ég kominn á leiðar- enda. Ég lagði bílnum og þegar ég gekk upp innkeyrsluna að húsinu virtist mér lágvaxinn maður hendast frá útidyranum. A hæla hans kom gömul kona, sem rann til og féll í snjóinn. Maðurinn hjálpaði henni á fætur og þau vora að stíga inn í hvítan Dodge af árgerðinni 1965, þegar ég náði til þeirra. Ég spurði hvort Elwood Crooke væri þar að fínna. „Jú, víst er hann hér,“ sagði maðurinn, „og hálfu verri en nokkra sinni fyrr.“ Gamla konan snökti. „Er hann óður?“ spurði ég. „Kannski hann þýðist þig,“ sagði gamla konan og saug upp í nefið, „ég er nú bara hún móðir hans.“ Þau fóra inn í bílinn og bökkuðu út. Ég hikaði andartak, var ekki alveg viss um að mig langaði að tala við mann sem nýverið hefði fléygt móður sinni út í snjóinn, en þvermóðska sléttubúans sagði mér að halda áfram, og ég hringdi dyrabjöllunni. Dymar opnuðust og Elwood rak út hausinn. Hann var rauðeygður, líkast því að hann hefði nuddað tóbaki í augun til þess að ná fram áhrifum eins og sagt er að leikarar geri. Andlitið var þrútið og bólgið og hver ein- stök svitahola var sem eldgígur, greinileg og skýrt afmörkuð. „Hvað viltu?" „Þvottavélina mína.“ „Ó,“ sagði hann, „komdu inn.“ Á verönd- inni hafði ýmsum hlutum úr þvottavélum verið komið fyrir í stafla og gólfið var sleipt af smumingsfeiti. Látill, svartur hundur gelti skrækum rómi, en hélt sig þó í fjar- lægð. Að innan gat ég greint söngraddir. Við gengum gegnum dagstofuna og inn í eldhúsið. Feitur, miðaldra maður dökkur yfirlitum á hvítri skyrtu, sem þakin var gulum blettum, sat og horfði á sjónvarps- tæki, sem hafði verið tyllt klaufalega ofan á lítinn ísskáp. Oral Roberts flutti einhvers konar predikun á skjánum. Maðurinn á hvítu skyrtunni hrópaði, ,já, láttu hann fá það Oral,“ alveg eins og hann væri að horfa á fótboltaleik. „Láttu þá hafa það óþvegið." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.NÓVEMBER 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.