Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 10
að kveða að orðum sjónarinnar, sem sfðan verða að heilum setningum og málsgreinum. En þetta er undirstaðan. Flóra sjónarinnar er jafn margbreytileg og orðanna, en mikilvægast er að gera sér grein fyrir því, að hið smáa er jafn lítið smátt og hið stóra er stórt eins og skáldið sagði. Hann sagði ennfremur: „Það gengur eilíf fegurð um veröld alla og henni er rétt- látlega dreift yfír stóra og smáa hluti." (Rilke.) — Mér datt þessi samlíking í hug, vegna þess að nýútkomin er bók um smámyndir Louise Matthíasdóttur síðustu ára, gefín út hjá Hudson Hill Press, New York 1986, og er hún tilefni þessara skrifa. Þegar flett er upp í þessari bók, kemur í ijós, að nú sækir Louise myndefni sitt aðallega til upprunalega heimalands síns, en þó ekki aðeins í endurminninguna, held- ur öðru fremur nútíðina eins og hún sér hana og hefur alltaf gert sem máiari. Hiut- veruleikann allt um kring svo sem listakon- unni er hann myndrænt hugstæðastur. Og nú er minnst um uppstillingar, þótt kaffíkannan, blómavasinn, karaflan og ag- úrkan séu aldrei langt undan, heldur eru það kyrralífsmyndir sveitasælunnar sem nú ráða ferðinni ásamt með götum}mdum úr Reykjavík svo sem ýmsum frávikum í bland. Að mínu áliti á nafngiftin kyrralífsmyndir einkar vel við myndir Louise, því að þótt allt sé á ferð og flugi, hvað hraða pensilá- ferðina snertir og vinnuaðferðir allar, þá er eitthvað svo óbifanlegt yfír öllum myndum hennar, líkast því sem tíminn standi kyrr, og að listakonan hafí höndlað og bókað eitt lítið andartak eilífðarinnar, heiminn í smá- sjá. Það er auðséð á þessum myndum að Louise hefur gert allnokkrar ferðir til ætt- < landsins á undanfömum árum, því að annars hefðu þessar myndir naumst orðið til, svo ríkt sem það er í eðli listakonunnar, að mála lifun sína í hluti og umhverfí hveiju sinni, sem er aðal sannra listamanna. Við sjáum hér kindur á beit eða í hvíldar- stöðu, stolta ær með lömb sín og lamb á spena. Hesta í hóp, raðaða skipulega eða aleina á myndfletinum, þar sem glíman við burðargrindina og litrænt innsæi er allt, að ógleymdri sjálfri stemmningunni. Húsin í myndum Louise em einföld og formhrein og alla jafna era þau af eldri árgangi í stfl, en slík falla öllu betur að landslaginu seinni tíma húsagerðarlist auk þess að vera mynd- rænni. Og þannig er það einnig með götulífs- myndir hennar, sem einkennast af einföld- um, stóram formum, þar sem sér í fólk innan um vinaleg bárajárnshús með hafíð, sjón- bauginn og hinn ómissandi fjallagarð að baki. Ákafíega einfalt en um leið áhrifaríkt, þá er best lætur. Sjálfsmyndir Lousie era kafli út af fyrir sig fyrir þann afhjúpandi einfaldleika, sem einkennir þær, og þær era um sumt fastari í sér og formsterkari öðram myndum, þótt hún leyfí sér hér einnig að bregða á leik, ef svo ber undir. Einkenn- andi fyrir þessar myndir í bókinni er hinn Matti á hestbaki, 1980. „monumentali" kraftur, sem gerir það að verkum, að maður gæti álitið þessar mynd- ir miklu stærri, vissi maður ekki betur fyrirfram, og eiginlega á maður jafnvel erf- itt með að átta sig á, hve smáar þær era, hafí maður ekki séð þær sjálfar, staðið frammi fyrir þeim augliti til auglitis. Þessi leikur með litlar stærðir er mjög skemmtilegur og í hæsta máta áhugaverð- ur, hér er það öðra fremur listræn glíma og metnaður sem ræður ferðinni, því að Louise hefur komið sér of vel fyrir í listheim- inum til að þurfa að gera slíkt af nauðsyn. Hún segir sjálf, að hún geri litlar myndir þegar hún hefur lítinn tíma en stórar mynd- ir þegar hún hefur rúman tíma. Louise lýkur oft við myndir sínar í einni lotu, sem ber þess vott að hún vill fanga stemmninguna, þá sérkennilegu birtu og lífsfögnuð, sem einkennir norðrið ásamt vissum skammti af íhygli og þunglyndi, þannig að úr verður sú sérstaka tegund ferskleika og yndisþokka sem við í norðrinu eigum einir. Þegar flett er í bókinni, kemur það vel í ljós, hve samkvæm Louise er upprana sínum og námsferli. í myndum hennar kemur fram ákveðin blanda af evrópskum og amerískum viðhorfum til málverksins, allt frá skólum hennar í Kaupmannahöfn og seinna hjá Hans Hoffmann í New York og til nánasta umhverfís. Hér era engin hliðarspor merkj- anleg, heldur bein braut áfram lífíð í gegn, hvað sem hver segir. Slík viðhorf eiga ekki alltaf upp á pallborðið og baráttan því oft í fangið, en hlýtur einungis að herða fólk af upplagi Louisu Matthíasdóttur. íslendingar era iðulega lengi að viður- kenna listamenn sína í nálægð sem fjarlægð, bera þó almennt öllu meiri virðingu fyrir listamönnum, sem náð hafa fótfestu erlend- is, en að sama skapi era starfsbræður þeirra heima gagnrýnni á þá. Minnir þetta á litla sögu af nokkram íslenzkum listamönnum, sem vora á ferð í New York eigi alls fyrir löngu og mér var sögð á dögunum. Hún lýsir íslendingum rétt og segir okkur einn- ig, hvaða sess listakonan Louise Matthías- dóttir skipar í heimsborginni við Hudson- flóann. — Einn daginn vora menn staddir á þeirri frægu götu Wall Street og áttu erindi inn í stóra og veglega stofnun. Komu þá auga á málverk á áberandi stað, sem þeim varð strax starsýnt á og einn segir: „Mikið er þetta líkt málverkum Louise Matthías- dóttur." Já, segja hinir, þetta er bara alveg eins, og við megum til með að athuga, hver hefur málað hana. Gekk hópurinn að mál- verkinu og athugaði áritunina og þar stóð L. Matthíasdóttir... BRAGI ÁSGEIRSSON (Louise Matthíasdóttir — Small Paintings. Umfjöll- un eftir Jed Pearl og Deborah Rosenthal, og Nicolas Fox Weber. Hudson Hill Press, New York 1986.) KRISTINN MAGNÚSSON: Norðrid Haustið sækir okkur heim þegar kartöflugrasið fellur Samkvæmt lögmálinu Og fuglamir, sem fljúga fyrir garða koma næsta sumar Samkvæmt áætlun Sóldýrkendur þreyja þorrann undir lampaljósi og notalegu nuddi Samkvæmt tíðarandanum Það lengi lifi Höfundurinn er prentari og stööumælavörður í Reykjavík. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON: Stund á Þingvöllum Sat ég á kletti við Öxará. Iðandi fossinn þaut frá stalli á stall og steyptist í hylsins skaut. Niður hans hreinsaði hlustir frá hávaða dags og gný sem leggst á hug og hjarta, harðar en nokkurt blý. Sól skín á víða velli. Vindurinn sefur í ró um þröngar gjár og þögula tinda og Þingvallasjó. Andartök aldanna hvísla, eitt ég verð með þeim; vil deyja inn í fagurblá fjöllin, er fer ég bráðum heim. Hallar að haustgrímu Sof nú, sóley, sofþú, fífill, væn í varpa. Sof, Baldursbrá, við bæjarvegg. Vak, vindharpa. Svefn mig sækir, sofa ég vil. Dul draumheima dregur, seiðir, laðar tii sín land lífgeima. Hvað mun bíða, þá bregðum lit? Skammt nær spaks spá. — Finnumst ahur ffill, sóley og Baldursbrá. Höfundurinn er fyrrum prófastur í Saurbae á Hvalfjarðarströnd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.