Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 12
• þetta er nú allt og sumt. Útgefíð safn af bréfum Dave Amasonar yrði heldur leiðinleg lesning (hlær).“ „Ritstörfín eru heldur einmanaleg iðja. Maður vinnur einn mánuðum saman og svo löngu síðar, kannski átta eða tíu mánuðum síðar er loksins gengið fyrir útgefanda. En þú hefur einnig skrifað leikrit upp á sfðkastið og það starf ætti ■ ekki að vera eins einmanalegt, meira um samvinnu. Hvemig líkar þér það?“ „Vinnubrögð mín við leikritasamningu eru ef til vill frábrugðin vinnubrögðum flestra þeirra hér í Norður-Ameríku sem fást við að skrifa leikrit. Ég starfa með leik- húsinu sjálfu og með leikhúsfræðingnum samkvæmt hinu evrópska módeli. Ég skuld- bind mig til að leikritið verði sett á svið, svo að jafnvel áður en ég byija að skrifa er frumsýningardagurinn ákveðinn. í upphafí kem ég fram með hugmynd eftir langar samræður við leikstjórann, sem í þessu tilviki er Kim McCaw og leikhús- fraeðingurinn er Per Brask. Upphaflega hugmyndin er mín og svo kryfjum við hug- myndimar sameiginlega jafnvel í tvo heila daga. Síðan fer ég og kem svo aftur með uppkast og við ræðum saman, skilgreinum og veltum fyrir okkur frá öllum hliðum. Svo fer ég og kem aftur með annað handrit og í þetta sinn köllum við til hóp leikara, við lesum yfír og brjótum til mergjar og enn fer ég og kem aftur með enn annað hand- rit og við köllum til fleiri leikara, og ég skrifa aðra gerð. Á sirka sjötta handriti höfum við æfíngu og svo skrifa ég enn fleiri gerðir." „Skrífar þú á tölvu?" ' „Já, á tölvu. Verk sem gera þarf á svona margar breytingar og endurprentanir lít ég á sem uppkast. Frá því í júní eru drögin orðin níu, og tíunda uppkastið með loka- breytingunum verður það sem við sýnum. Við höfum undanfarið verið á æfingum og í þeim tilfellum þar sem leikrit er skrifað á þennan hátt, en ekki í hópvinnu eins og algengt er um norður-amerísk leikrit í dag, þá verður að gera miklar breytingar í fyrstu vikunni sem æft er, því það er raunar ekki fyrr en þá sem maður kemst að því hvort hlutimir ganga eða ekki, hvort allt fellur saman." „ Um hvað fjallar leikritið?" „Þetta nýja leikrit hefur hlotið titilinn „Dewline". Eg nota Distant Early Waming line (röð ratsjárstöðva sem liggur þvert yfír Norður-Kanada) sem myndlíkingu. DEW— línan á að gera okkur viðvart um yfírvofandi skapadóm ef rússnesku flugskeytin koma. Ég Qalla um hóp fólks, sem er komið fast að fertugu eða er rúmlega fertugt og er farið að sjá hilla undir dauðann á sínum eigin radarskermum og af þeim sökum fer að bera svolítið á undarlegri hegðun hjá þessu fólki. Einn þeirra er Billy, sem er kominn til baka frá því að vinna sem raf- virki við DEW-línuna. Hann snýr aftur heim úr einangruninni við DEW-línuna og hefur sjúkdómsgreint sjálfan sig á þann máta að hann sé með heilaæxli. Hann ákveður að fremur en fara heim til konu og bama og kaupa nýja húsið, eins og þau höfðu ráð- gert, þá skuli hann fara suður til Dallas, Texas, til að deyja." „Hvers vegna til Dallas?“ „Billy er einlægur aðdáandi Johns Kennedy. Kennedy var síðastur manna til að standa upp í hárinu á Rússunum og hann er fulltrúi nokkurs konar karlmanns- ímyndar, sem var ríkjandi á árunum í kring- um 1960, og Billy fínnst nú vera dauð. Fyrst fer hann heim til bróður síns í Winnipeg. Bróðirinn hræðist einnig dauð- ann. Hann heldur alltaf að hann sé í þann veginn að fá hjartaslag og fer stanslaust í rannsóknir. Vegna hlægilegs misskilnings heldur hann að konan haldi fram hjá sér svo að „dauðinn" í hjónabandinu er einnig yfírvofandi. Yngri systir konunnar hans verður ástfangin af Billy og eftir að Billy leggur af stað til Dallas fylgja þau á eftir honum hvert af öðru og í öðrum þætti eru þau öll saman komin á akri í Norður- Dakóta í námunda við neðanjarðarbyrgi mitt á meðal amerískra hervæðingarvopna. “ „Ég held að flestum í Winnipeg sé Ijóst að ! Norður-Dakóta er að fínna eitt stærsta safn kjamorkuvopna í öllum heiminum. Ég hef lesið af ef Norður- Dakóta segði sig úr ríkjasambandinu við Bandaríkin yrði það þriðja stærsta kjarn- orkuveldi heims.“ „Já, það er rétt, 300 Minuteman-neðan- jarðarbyrgi og í hveiju þeirra þrír kjamaodd- ar, sem hver er tíu sinnum stærri en bomban sem varpað var á Hírósíma. 9.000 sinnum meiri kaftur en í Hírósíma. Það er hryllilegt að hugsa til þess.“ „Hver er boðskapur verksins?“ „Ef þú kryfur það til mergjar, þá er rök- semdafærslan, sem liggur að baki, sú, að hver einstaklingur í leikritinu á sér sína sérstöku sögu, einhveijar persónulegar von- ir sem hafa bmgðist. Og af því stafar óhamingja þeirra, því þó að við hrærumst öll í einhvers konar tilbúnum sögum, þá er þeirra skáldskapur tengdur dauðanum. Þau hrærast öll í óhamingjunni og það býður ekki uppá neina framtíð. Boðskapurinn felst í því hvemig þau nálgast nýja sögu, nýjan skáldskap, sögu hinnar sameinuðu heildar þar sem þau geta lifað jafnvel við það að bombunni verði hugsanlega varpað hvenær sem er. Lykilspumingin er: „Hvers konar lffí lifum við þar sem hún fellur?" „Hvemig ætla ég að veija því sem eftir er af lífi mínu hvort heldur ég á eftir sex mánuði eða sex klukkustundir." Frammi fyrir þess- ari tilvistarspumingu stöndum við öll.“ „í sögu þinni Þvottavélinni er einnig að fínna persónu, sem berst í fjandsamlegu umhverfí og verður að gera ýmislegt upp við sig. Mér skilst að gerð hafí verið sjón- varpskvikmynd eftir þeirri sögu. “ „Já, Þvottavélin er byggð á smásögu eftir mig (úr smásagnasafninu 50 Stories and a Piece of Advice). Hún gerist í New Brunswick og fjallar um mann sem á í höggi við nokkuð galinn þvottavélaviðgerðarmann. Kvikmyndin er þannig til orðin að Gene Walz, prófessor í kvikmyndadeildinni hér við háskólann, notaði söguna sem verkefni við kennslu í gerð kvikmyndahandrita — honum þótti hún búa yfír eiginleikum sem hæfðu vel í kvikmyndagerð. Eftir nokkum tíma fannst honum hann eins mega reyna þetta sjálfur, svo að hann skrifaði handrit og sendi í samkeppni á vegum Winnipeg Film Group — og vann. Síðan seldi hann CBS handritið, fékk styrk frá Telefílm Canada — 200.000 dollara fjárstyrk til að gera hálftíma kvikmynd. Ég get því miður ekki séð hana þegar hún verður fmmsýnd, því þá verð ég farinn til Frakklands." „Er rétt að þú sért að fara til Frakklands til að byija á skáldsögu?“ „Já, skáldsagan, sem mig langar til að skrifa, gerist að hluta til í fyrri og síðari heimsstyijöldinni og mig langar til að sjá sumar vígstöðvanna þar. Skáldsagan, sem ég hef í huga, en hef raunar starfað sáralít- ið að ennþá, spannar fímm kynslóðir. Hún hefst á íslandi árið 1870 og nær svo fram á okkar tíma. Fylgt verður einni fjölskyldu sem „þjáist" af völdum sögunnar á sama hátt og aðrar fjölskyldur „þjást" af með- fæddum sjúkdómum. Það vill þannig til að þau lenda í þungamiðju þeirra atburða, sem hafa skapað kanadíska sögu, og það hefur mikil áhrif á líf þeirra." „Byggirþú að einhvetju leyti á sögu þinn- ar eigin fjölskyldu?" „Ég reikna með að ég byggi þessa sögu af eðlilegum ástæðum að einhveiju leyti á sögu hennar. Ég hef komið til íslands og heimsótt þá staði sem fólk mitt kom frá. Að vísu ól fjölskylda mín sinn aldur á Gimli þar sem svo margir íslendingar námu land, þannig að vitanlega verður komið þar við. Ég hef ekki hugsað mér að byggja hana á lífí neinna sérstakra úr fjölskyldunni en ætla að nota reynslu þeirra og lífssam- hengi.“ „Eru foreldrar þínir fæddir í Kanada?" „Já, jafnvel afí minn og amma eru fædd í Kanada. Langafi minn kom hingað frá íslandi árið 1975 þegar hann var sautján ára.“ „Og þú ólst upp á Gimli?“ „Já á bóndabæ í nágrenni Gimli." „Talaðir þú íslensku í uppvextinum’“ „íslenskan var mikið töluð. Ég dvaldist löngum á bæ afa míns því hann bjó rétt hjá okkur, en samt úti í sveitinni. Ég man á engjunum með afa mínum og frændum og þeir töluðu íslensku. Útkoman varð sú að íslenskan, sem ég talaði, var nokkurskon- ar „Qósamál". Það var ekki svo slæmt í sveitinni, en þurfí ég að taka þátt í bók- menntaumræðu þá fer í verra. Ég er feiminn við að tala því mér fínnst ég svo stirður í málinu, en þegar ég var á íslandi, og í þau fáu skipti sem ég rakst á fólk sem ekki talaði ensku, þá dugði íslenskan mér til að halda uppi samræðum." „Það er engu líkara en reynsla þín af sveitalífínu hafi orðið þér innblástur í það Ijóð sem gefur nýjasta ljóðasafni þínu heiti. “ „Jú. Ljóðasafnið heitir Skrag og aðal- ljóðið er langt ljóð um sveitahund og á sér rætur í umhverfí uppvaxtaráranna. Það er samnefnari fyrir alla þá sveitahunda sem ég hef þekkt. Grátbroslegt háð um sveita- hund, sem er nokkurs konar fasisti eins og allir hundar í sveit og líta á eigendur sína sem óforbetranlega ónytjunga, sem alltaf séu að skipa þeim fyrir verkum." Samtalið birtist í tímaritinu Icelandic Canadian. Þýðingu gerði Margrét Björg- vinsdóttir. Þvottavélin SMÁSAGA EFTIR DAVID ARNASON etta er sönn saga, hvert orð, en áður en ég hef frásögnina verð ég að segja þér svolítið frá sjálfum mér. Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, þegar ég bjó um skeið í New Brunswick. Ég var eiginlega sú persónugerð sem þér kemur í hug við lestur auglýsinga í enskum dagblöðum, það er að segja fólk sem notar smáauglýsingadálka m.a. til að gefa til kynna að það lesi New Statesman. Ég er enn áskrifandi, en nú aðallega vegna kross- gátuþáttanna. Með þessu er ég að segja þér að ég var harður vinstri maður. Ég vann við kosningamar í Manitoba þegar Ed Schreyer og nýdemókratar sigruðu. Þú skil- ur betur hugsjónastefnu mína þegar ég segi þér að við komuna til Fredericton fór ég strax að vinna að því af alhug að fá nýdemó- krata kosna á þing, en á því voru jafn miklar líkur og að koma að flokki sem vflaði ekki fyrir sér að hafa kynvillu, íkveikjur og nauðganir á stefnuskrá sinni. En það skipti svo sem ekki máli, því í öllu fylkinu var ekki einlægan nýdemókrata að fínna. í flokknum voru óánægðir framsóknar- menn og íhaldsmenn, ásamt fáeinum maóistum, trotskíistum og skoskum mót- mælendaprestum. Frambjóðandinn sem ég vann fyrir reyndist leigja út íbúðir í fátækra- hverfum og hafði af einhveijum misgáningi útnefnt sjálfan keppinaut sinn, frambjóð- anda fijálslyndra, til kosninga á þing. Við héldum ráðstefnu þar sem við gerðum tillög- ur um afnám herskyldu, löggildingu maríúana og fijálsar fóstureyðingar. Það er jafnvel hugsanlegt að við höfum gert jákvæða samþykkt um jafnrétti kvenna og karla, ég man það ekki. Hvað sem því líður, þá reyttum við forystumenn flokksins svo til reiði að ég var rekinn úr flokknum og tilkynnt með ábyrgðarbréfí að ég yrði að sækja aftur um inngöngu til valnefndarinn- ar, sem síðan skæri úr um heiðarleika minn. Ég andaði léttar og hætti afskiptum af stjómmálum. Ári síðar hafði ég lært heilmargt um lifn- aðarhætti í strandfylkjunum við austur- strönd Kanada. Framar öllu öðru hafði ég þó komist að raun um fallvaltleik véltækn- innar. I Fredericton var ekki gert við vélar. Þar eru að vísu fáein viðgerðarverkstæði, en þau taka einungis á móti hlutum sem síðan er haldið í nokkrar vikur og svo skilað í sama ástandi og þeir voru áður. Að því búnu er farið fram á óhóflega greiðslu sem ég reikna með að sé fyrir geymslu og þar með er komið að þvottavélinni minni. Það byijaði svosem nógu sakleysislega með blettum í hvítu skyrtunni minni. Konan mín hreytti nokkrum illkvittnum skýringum á tilvist þeirra, en að lokum bárust böndin að olíuleka í þvottavélinni minni. Þegar ég segi þvottavél, þá vil ég að þú skiljir að ég er ekki að tala um gamaldags þvottavél með handvindu. Þetta var besta gerð af sjálfvirkri þvottavél frá General Electric, með 32 stillingum og einni betur til að spara sápu. Ég hristi vélina nokkrum sinnum og pot- aði með skrúfjáminu mínu í nokkra staði sem mér virtust líklegir til að bila, en brátt varð ljóst að ég yrði að fá aðstoð fag- lærðra. Ástæðan til þess að ég sagði þér áðan frá hugsjónastefnu minni er einmitt sú að fá þig til að skilja hvemig á því stóð að ég fékk Elwood Crooke sem viðgerðar- mann. Ég ákvað semsagt að meinleg reynsla sem ég hafði orðið fyrir með önnur heimilistæki hefði orðið mér nægileg. Ég tek sem dæmi sjónvarp sem tók sex vikur að gera við og sýndí samt ekki mynd á skjánum nema snemma að morgni, straujám sem dæmt var úr leik eftir aðeins tveggja vikna notk- un, eldavél með tveim biluðum hellum og framleiðandinn kominn á hausinn að því er viðgerðarmaðurinn sagði, þó þeir auglýstu um allt land. Ég útskýrði fyrir konunni minni að vanda- mál okkar lægju í því að við hefðum skipt við of stór verslunarfyrirtæki og, af skiljan- legum ástæðum, væri stolt handverks- mannsins að engu orðið á þeim vettvangi. Brögðóttir kapitalistamir sem ráku fyrir- tækin sem ég hafði afhent biluðu heimilis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.