Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 32
GEISLAR Um víða veröld er COCA-COLA útbreidd- asti jóladrykkurinn, sem svalar þyrstum, bressir þreytta og gerir hátíðisdaga ánœgjulegri. COCA-COLA hefur ferskt og Ijúffengt bragð, svalt og hressandi, sem enginn verður nokkru sinni leiður á. Þess vegna hefur COCA-COLA náð vinsœldum hvarvetna, sem eru einsdœmi. — BIÐJIÐ UM COCA-COLA. Framhald af bls. 53 ars sögu loðbrókar, því jafnt las hann íslemzku sem eigin tungu. Hann hrífst að hrika- leik örlaganna og seiðmögnuð fegurð er yfir frásögn hans, en hann endar þar sem ástin og hið góða hefir sigrað. Þann- ig eru allar þessar frásagnir hans. Til gamans fletti ég upp í út- gáfu Fornritafélagsins á Egils. sögu Skallagrímssonar, sem Sig urður Nordal gaf út og er árit- uð af honum sem gjöf ti’l miss May Morris en hún eir í minni eigu. Sjá má að miss Morris hefir strikað undir allvíða í formál- anum, þar sem hún hefir sýni- lega þurft að athuga eitthvað betur. Hún hefir strikað undir „færð í letur“, „ganga að því vísu,“ „sýna fram á“, „iáta í té“, „bera brigður á“, „láta 'fjú'ka í kviðilingum" og fleira mætti teija. Er noikkur furða'þótti hún hafi þurft að kanna þessi orðtök betur, eða kannski hefir hún viljað læra þau utanað? Við getum gælt við tilhugsunina Hitt er víst að hennar eru und- irstrikanirnar. Með þessum línum læt ég lokið ofur'iítiili bernskuminn- ingu, sem skín til mín eins og geisli frá gróinni menningu. JÓL Fraimhald af bls. 62 gam'lárskvöld, þegar við erum boðin í stórveizilu hjá verzlun- arstjóranum. Þar er etið, sung- ið, talað og svo eru vindlarn- ir og vínið. Kampavín á mið- nætti, dansað í eldhúsinu og að lokum næturmáltíð. Heim kom- um við ekki fyrr en klukkan fjögur að morgni og þá er skoll- inn á ofsabylur. Daginn eftir, á nýjársdag, þegar við snæðum kvöldverð- inn, sjáum við skyndilega nokk ur andlit á glugganum. Við höldum fyrst, að þarna sé á ferðinni fólk, sem vi’ll hlusta á útvarpið og ég hækka í því — þá heyrum við skyndilega söng og ég skrúfa strax fyrir út- varpið, því þarna eru á ferð nokkur ungmenni, sem ætla að heilsa nýja árinu með söng. Við setjum strax Ijós í alla glugga til merkis um, að okkur sé á- nægja að söngnum og þegar ómar fyrsta lagsins deyja út, hrópa ég: „Adolo, adolo — meira, meira“. Og þá er tekið annað lag, en síðan er nýja ár- inu fagnað með skothríð — púð urskot. Það er hreint ótrúlegf, hvað mikið er skotið þennan dag. ÖU byggðin kveður við af iskothvel'lum og nú er hleypt af tíu byssum hérna fyrir utan sjúkralhúisið. Hreint ótrúlegt! Við bjóðum ungmennunum inn upp ó öd, kökur og kon- fekt og svo skemmtum við okk- ur við að fara í leiki. Nokkra stund skoðum við líka myndiir og það vekur athygli mína, að hrifnasitir verða umglingarnir af trjánum á myndunum frá suð- lægari slóðum. Hugsa sér, að svo stór tré nái að vaxa upp úr jörðinni, þegar gróðurinn hér í Thule nær manni ekki mema í ökkla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.