Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 11
ir, Grind&vík um aldamótin, sem hann var að lýsa. Full- gildur háseti á vetrarvertíð, austurrúmsmaður á bak, varð hann 16 ára. Það var árið 1905. En þótt hann kynni vel til verka og hefði eflaust orðið mikill sjósóknari og aflasæll formaður, eins og hann raunar varð, bann stutta tíma, sem hann stundaði sió á eigin skipi og móður sinnar, átti það ekki fyr- ir honam að liggja að gera sjó- mennskuna að ævistarfi. Allt frá barnæsku var Sæ- mundur mikið gefinn fyrir smíðar enda marg'r menn í ætt- inni hagir og lisffengir eins og t.d. móöurbróðir hans dr. Bjarni Sæmundison. Um þetta segir Sæmundur: Vandist snemma höndin hög hlummi og áraglamri, einnig hefli, öxi. sög, og þó tíðast hamri. Svo var það í vertíðarlokin 1905 að Sæmundur kvaddi bernskustöðvarnar í Grindavík og hélt til Reykjavikuir. Þá eins og nú, var hún — þótt lít- il væri samanborið við nútím- ann — hið fyrrrheitna land margra ungra manna, sem hleyptu heimdraganum, lögðu land undir fót og ætluðu sér að komast áfram. En það lá við að hér færi öðruvísi en ætlað var. í Fossvogi stóðu menn á veginum og hugðust hefta för hins unga sveins. Þetta voru „mislingaverðir11 Þeir áttu að gæta þess að fólk færi ekki til bæjarins að sækja sér mislinga og fara siðan nftur með þá heim til sín til að smita aðra út frá sér. Sæmundur hafði ekki fengið mislinga og var því við- sjárverður að þessu leyti. En þegar það kom í ljós, að hann ætlaði sér að dveljast í bænum næstu árir var allt öðru máli að gegna. Hann slapp gegnum vörzlugarðinm, sem átti að Ihindra að mislinigarnir bærust á Suðurner að þessu sinni. muncn rrancra srnum I trðsrnma nám hjá Erlendi Árnasyni, föð- ur Einars húsameistara rikis- ins. Hann átti heima í Skóla- stræti 5. Þar hafði hann líka verksfæði sitt. Hjá honum hafði Sæmundu.r bæði Kost og lóssi. Nóg var að starfa. í ungri, rísandi borg, sem var óðum að byggjast, þótt lítið mundi þykja fara fyrir þeim fram- kvæmdum nú á tímum, þegar heil borgarhverfi þjóta upp á fáum misrerum. Sæmundur minnist þess vel hvert var fyrsta verk hans á námsbrautinni undir hand- leiðslu Erlendar. Það var að innrétta basar Thorvaldsensfé- lagsins við Au-:turstræti. En ekki glapti umferðin um þetta höfuðstræti borgarinnar Sæ- mund við vinnura. Og ekki fékk það hann til þess að „skróna úr lífsins skóla“ eins og síðar var um Austurstræti kveðið. — Það var unnið af kappi langan vinnudag frá kl. 6 á morgnana til 7 á kvöldin og ekki leið á löngu fyrr en Thorvaldsenskonur gátu opnað búð sína við Austurstræti þar sem hún er enn í dag. Að ioknu þessu verkefni hélt Erleniur upp að Geithálsi með sveina sína til að byggja greiðisöluhús fyrir Guðmund í Elliðakoti Magnússon Nordals prests í Meðallandsþingum. — Byrjað var á að grafa fyrir kjallaranum og að hlaða hann upp. Síðan var reft yfir hann svo að smiðirnir gætu hafzt þar við maðan á smíði hússins stóð. — Margt var um íerðir sveita- manna á 'lestunum og komu margir þeirra við hjá smiðun- um til að líta á j ývirkið. Voru sumir gððglaðir þegar þeir komu að austan, höíðu mætt sveitungum sínum, sem ^voru á heimleið úr bæuum og höfðu boðið þeim að súpa á ferðapel- anum. Annars urðu þeir lítið varir við drykkjuskap eða aðra óreglu. Þé var einstaka útreið- armaður cþarflega mikið svínk- aður til að geta setið gæðing sinn svo riddara'ega sem góð- um knapa sómdi. Þriðja húsið, sem Erlendur hafði með að ge~a þetta fyrsta ár Sæmundar var við Hverfis- götu 53. Það var eign Bmil Jen- sens bakarameistnra í Austur- stræti 17. Það væri langt mál að rekja smíðasögu Sæmurdar Tómas- sonar og tilgangslaust að telja upp allan þann fjölaa húsa, sem hann vann við á námsár- um sínum. Meðal þeirra var íbúðarhús Björns augnlæknis í Tjarnargötu 18. Það var byggt 1906, vandað og vel unnið eins og raunar öll verk undir um- sjón Erlendar Arnasonar. Eins atviks minnist Sæmundur úr Tjarnargötunni þetta sumar. Þar sem þeir sm'.ð’rnir stóðu á vinnupöllunum einn dag, sjá þeir mann koma á harða hlaup- um neðan úr bæ. Fr hann kem- ur nær og þeir bera kennsl á hann, sjá þeir að þetta er Óli í Hólakoti. Þýtur nrnn sem fæt- ur toga inn í Hól-'kot og skell- ir hurð i lás. Skömmu síðar kem- ur Þorvaldur pólití og gefur sig á tal við Ástu systur Óla, sem var eitthvað að vinna úti í kálgarði. Ekki hevrðu smiðirn- ir hvað þeim fór á milli, sjálf- sagt hefur Þorvaldur verið að spyrja um Óla því hann gekk nú að bæiardvrunum, sem voru læstar og ekki upp ’okið þó hart væri á knúið. Fn allt í einu opnast dyrnar npp á gátt og Óli kemur út í loftköstum og svo var viðbragð þetta hart, að Þorvaldi eins og féllust hendur í bili. Fékk hann ekki fang á Óla, sem þaut eins og kólfi væri skotið norður Suðurgötu og hvarf fyrir horn, en Þor- valdur hélt í humátt á eftir honum. Segir hér ekki fleira frá þeirra viður.-ign, en sjálf- sagt nefur Hólakots-Óla ekki lengi tekizt að flýja útsendara réttvisinnar þótt nokkuð bæri hann undan á pessum harða- hlaupum. Smiðarnar héldu áfram bæði við byggingar nýrra húsa og breytingar á þeim gömlu. Það var nægaia að breyta þá — áð- ur en öll hús \ oru steypt í hólf og gólf. Sérdaklega minn- ist Sæmundur mikillar smíða- vinnu við verzlunarhúsin hjá Bryde í Hafnarstræti 1 og Thomsens Magasfn Hafnar- stræti 22-24. • Enda þótt mik’l stund væri lögð á smíðarnar og vinnan væri látin ganga fyrir öllu, fór Sæmundur ekki á mis við alla bóklega undirvísun í námi sínu. Tvo vetur, 1907-8 og 1908-9 naut hann kennslu í teikni.igu hjá Stefáni Ei- ríkssyni hinum oddhaga. Það var kvöldskóli með mörgum nemendum, listfengið áhuga- fólk bæði piltar og stúlkur. Sú hefð hafði skapast að flestir eða al'lir nemendur Erlendar stunduðu nám hjá Sfefáni þótt Iðnskólinn væri þá tekinn til starfa. Alls man Sæmundur eft- ir 22 nemendum, flestum iðnað- armönnum sem voru honum samtíða hjá Stefáni EiríkssynL Er helmii gur þeirra enn á lífi. Skólinn var til húsa í kjallar- anum heima njá Stefáni í Grjótagötu 4. Við sátum beggja hl’ða við eitt langborð eftir því sem plássið frekast leyfði. Aðrir urðu að koma sér fyrir þar sem best þeir gátu, eins og t.d. við hefilbekk Ste- fáns, 'sem stóð undir einum glugganum enda var þetta jafn- framt verkstæði Stefáns. Það var oft glatt á hjálla í þessari þröngu vistarveru — ósjaldan nokkuð hávaðasamt, þegar rúm- ir tveir tugir stráka um og innan við tvítugt. ruddust út um tíu leytið með ærslum og gauragangi. Þá kom það stund- um fyrir að Þorvaldur pólití stóð á tröppunum við hús Ág- ústu Svendsen bar sem hann bjó, sló niður staf sínum svo glumii og hastaði á hópinn. En aldrei kom til neinna alvar- legra árekstra þótt stundum væri kvartað við Stefán yfir hávaða og galsa í unglingun- um. Stefán Eiríksso'.i var með af- brigðum skemmtilegur kennari, léttlyndi hans og lífsfjör var beinlínis smitandi Hann gat verið eins og jafningi okkar, sí- kátur og ski'lningsgóður á það sem við höfðum áhuga á og var efst í huga. Þegar við komum til hans með fábrotna uppdrætti okkar tók hann myndina, virti hana fyrir sér fáein augnablik og sagði: „Nú skulum við punta“. Og þá leið ekki á löngu áður en myndin ems og lifnaði við í höndum þessa mikla snill- ings. Dauðar línur í köldum uppdráttunum fengu sérstætt, sjálfstætt hlu.tverk, urðu uppi- staða í skrautlegri byggingu eða innréttingu með margskon- ar decorationum. Já, það var sannarlega gam- an að sjá Stefán Eiríksson „punta“ myndirnar okkar. Vanalega tók hann aðeins fyr- ir hluta þeirra, sagði ckkur svo að klára þær. — Og þá var nú reynt að vanda sig“ — segir Sæmundur. að loKum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.